Vísir - 11.01.1958, Síða 7

Vísir - 11.01.1958, Síða 7
í^augardaginn 11. janúar 195£ VÍSIK Frú Helen Stannisfórd hefur sagt rnér að opna hlaupareikn- ing, 20 þúsund krónur, handa yður héma í bankanum, Colette. Þér getið notað peningana til hvers sem þér viljið, — þetta er gjöf til yðar. En það er ekki þörf á að minnast á upphæðina ,við — eh .... við annað fólk innan f jölskyldunnar. — Tuttugu þúsund krónur! Eg þarf aldrei á svo miklu að halda! Hann komst við er hann sá hve gjafmildi gömlu konunnar gekk fram af Coiette, en hann var jafnframt smeykur við að liún kynni ekki að fara með peninga og eyddi þeim í vitleysu, — og það mundi hún vafalaust gera, ef Jocye yrði ráðunautur hennar. — Þér komist ekki hjá að taka við þessari gjöf, sagði hann. .— Það er þegar afgert mál. Hann velti fyrir sig um leið, hve lengi Colette mundi verða að læra að ausa út peningum. En nú kom bankastjórinn og óskaði Colette velkomna heim og síðan leiddu þeir Colette inn í leyndardóma ávísanaheftisins, og hún skrifaði nafnið sitt — titrandi og skjálfandi. Colette Berenger. Hún fann til sín — þetta var nafn föður hennar. En henni fannst allt þetta tilstand hlægilegt. Hvað átti hún við tuttugu þúsund krónur að gera? Hún ætlaði að kaupa sér kjól undir dansleikinn í kvöld — og eitthvað meira af fatnaði — og svo búið! Að hugsa sér að eignast tuttugu þús- nnd krónur, án þess að þurfa ao vinna fyrir þeim! Hún hafði aldrei á æfinni átt innstæðu í banka, og hún vissi ekki hve lengi betta mundi endast — eitt ár eða til æfiloka — og var svo feim- in að hún þorði ekki að spyrja Steve Grant að því. Hann var svipaður John að sumu leyti, en alvarlegri og formfastari. Þeir höíðu ráoið henni til að skrifa fjögur hundruð króna tékk svo að hún heíoi eitthvað af handbærum peningum. Fötin sem liún keypti gæti hún borgað með tékk. Hún stakk nýju seðlunum ofan í töskuna sína — töskuna sem hún hafði keypt með John í Lugano fyrir einni viku. Henni fannst heilt ár síðan. — Jæja, barnið gott, nú er um að gera að vera ráðdeildarsöm. Steve Grant tók í höndina á henni og nú tók Joyce við henni aítur. — Eyðið þér nú ekki öllu í dag, sagði hann þurrlega og fór niður að bílnnm sínum, sem stóð á götunni skammt fyrir neðan. — Þessi gamli þyrkingsdrumbur! Joyce hagræddi sér í sætinu. .— Hvérs vegna skyldu allir málaflutningsmenn liafa blek í æð- itnum en ekki blóð? — Mér finnst hann einstakiega viðíeldinn, svaraoi Colette. — Eg kami vel við hann. — Getum við ekið meðfram höfninni áður en við förmn að vqrzla, Joyce? Æ, segðu já. Mig langar svo að sjá sjóinn. Skelfing ér hún barnaleg, hugsaði Joyce með sér og sagði Parkinson hvert fara skyldi. Hún vildi ógjarnan vera á önd- verðum meið við Colette, ef þau ættu að halda saman, Nigel og iiún — en henni fannst þessi akstur hiður að höfninni tilgahgs- laus. Colette horíði hugfangin á sjóinn og alla bátana, sem vögg- uöu sér á glitrandi bárunum. Hún hafði alltaf hugsað sér Eng- sem grátt og ömurlegt land, en það yar öðru nær. Hér var af litum — rikum og fögrum litum — og leikur golunnar við sjóinn og gargið í máfunum bergnumdi hana svo, að hún gleymdi öllu öðru. Hún gleymdi þessari gífurlegu fjárupphæð sem hún hafði verið að taka á móti — gleymdi verzlununum, sem hún átti að fara í :— gleymdi jafnvel raunum sínum út af John. — Ó, eg vildi óska að eg mætti fara út að róa í einhverjum af þessum bátum! hrópaði hún hrifin. — Góða barn, við höfum engan tírna til þess í dag. Við erum heppnar ef við finnum kjól, sem fer þér vel, svaraði Joyce þóttalega, og hrifningin hvarf þegar úr augum Colette. — Æ, já, það var alveg satt, sagði hún auðmjúk. ENDURFÆDD COLETTE. Og nú varð hún að máta kjól eftir kjól en Joyce ráðfærði sig við afgreiðslustúlkurnar. Þær voru ekkert líkar ungu stúlkununi i verzlununum í Lugano. Flestar þeirra voru miðaldra. Ög það varð lesin úr þeim lotning þeirra fyrir Stannisfordnafninu. — Hún er mjög grönn, þessi únga stúlka.... Colette langaði til að skella upp úr. Joyee fann ekkert, sem henni fannst hæfa, i þessum gamaldags verzlunúm. Loks lentu þær í lítilli úrvalsbúð í hliðargötu niöur undir sjó. Og þegar Colette fékk að sjá sjálfa sig í þokubláu organzaskýi, varð hún að viðurkenna að Joyce hefði góðan smekk. Sólbrúnar axiirnar nutu sín vel við hinn viðkvæma lit á kjólnum, og Colette gladdist yfir að hafa baðað sig svo rækilega í vatni og sól; að hvergi sást hvítur blettur á kroppnum á henni. — Þú ert heppin að hafa svona hörund, sagði Joyce með sem- ingi. — Eg held að við tökum þennan hérna. — Hann er Ijómandi. Colette fór hjá sér þegar hún sá sig-í speglinum. Hún óskaði að það væri John en ekki Nigel, sem ætti að fara með henni á dansleikinn í kvöld. John hafði aldrei séð hana svona.... Hún vísaði hugsuninni á bug. Hún var aðeins yinstulka hans — barn, sem hann vildi vera góður við. Nigel hefði ekki þurft að'segja henni, að hún skyldi vara sig á‘ að sýna tilfinningar sínar gagnvart John. — Svo verðum við að fá nærföt og skó. Eg hef pantað tíma handa þér hjá hárgreiðslustofunni siðdegis. Joyce var hróðug yfir að henni haíði tekist að ná í svona góðah kjól þafna i smábænum. Það var líkast og hann hefði veriö saumaður handa Colette — og það var enginn hægðarleikur að finriá kjól, sem hæfði þessu granna vaxtarlagi. — Innilegar þakkir fyrir hjálpina, sagði Colette er þær höfðu loksins lokið kaupferðinni. Þjoðleikhúsið sýnir leikritið „Ulla Winblad“ scm fjallar um ástir þeirra Úllu og Bellmnns og inn í það eru fléttá'Sir fjöl- rnargir Belimons söngvar. Hér á mynSinni sézt Móvitz, (Lárus Pálsson) og ÚHa (Herdís Þorvaldsddttir). 'MóvitZ cr einn af liðsmönriúsn BelhnanS ög Ijóðávérum. kvöSdvökunni • Piparkerlingin; — Ef þetia dyravörðurinn? Dyravörðurinn: — Já, ung- frú, hvað get eg gert fyr .r yður? Piparkerlingin: — Rétt í þessu fann eg tvo ókunna karlmenn í herberginu og ætl- aði að biðja yður að henda öðrum út. ★ — Hefurðu ekki hitt þá réttu enn? —- Jú, nú nýlega. Það var ást við fyrstu sýn. — Hvers vegna giftist þú henni ekki? — Eg' leit á hana aftur. ★ í Fresno í Kaliforníu skýrði frú Lillian Dennis sex barna móðir lögreglunni frá því að hun hefði kennt syni sínum 10 ára gömlum að stela til dag- legra nota, því ef hún gerði það sjálf kynni svo að fara að hún yrði tekin föst og þá væri enginn til að hugsa um börnin. ic — Eg vil gjarna kaupa blý- ant. — Harðan eða mjúkan? — Mjúkan. Eg ætlg að skrifa ástarbréf. ★ — Eg varð fyrir slysi í bíln- um mínum — hann fór frá einni hliðinni út í aðra á göt- unni. — Voru dekkin óþétt? — Nei, en eg var þéttur. \ ferDíswsv m Sími 22420. Tarzan og Betty Cole áttu ekki undankomu auðið á annan veg en að kafa í þeirri von að lungu þeirra pyldu bá þrekraun að synda þar til göngin þryti. Betty var að gefast upp. Hún leit- aði •.•firborðsins, en rak höfuðið í borgið og féll við það í öngvit. Apamaðurinn náði í hana cg synti með j hana áfram, en hann var' sjálfur að þrotom kominn.; pér hafið ágóðavon fiotiikli ~ - ífcMYu&Úb HASKOLANS E. R. Burroughs ■— T A II

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.