Vísir - 14.01.1958, Síða 4

Vísir - 14.01.1958, Síða 4
4 vfsm Þriðjudaginn 14. janúar 1953 'VllSKSg. DAGBLAÐ Víslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálss<m. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstj'órnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á -nánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Dönsk nefnd skilar á- liti í handritamálinu. Leggur tH að Íiandritumim verði skilað. Orustan um Reykjavík. Sjálfstæðismenn hafa stjórnað Reykjavík með ágætum síð- ustu áratugi. Fjórir and- stöðuflokkar þeirra í bænum leggja nú til orustu gegn þeim til þess að ná yfirráð- um í bænum. Þessir flokkar tjalda nú öllu sem til er og þyrla upp öllu því mold- viðri ósanninda og áróðurs, sem flokksvélar þeirra eru færar um. Öll meðul eru notuð til að rægja Sjálf- stæðsflokkinn. Því er hamp- i að sem ósatt er. Um það er vandlega þagað sem vel er gert og engin vopn eru svo eitruð að þau séu ekki notuð. Sjálfstæðismenn verða því að vera við því búnir að hart verður sótt að þeim í bæj- arstjórnarkosningunum. — Þeir verða að gera sér ljóst, að stuðningsflokkar komm- únista-stjórnarinnar hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því, að sigri þeir nú í Reykjavík, þá liafa þeir ; tryggt líf ríkisstjórnarinnar í langan tíma. En hitt skiptir þó Reykyíkinga enn meira, að sigur glundroðaflokkanna mundi þegar í stað stofna til sömu óreiðu í bæjarmálun- um og nú er í málefnum rík- ! isins undir stjóm kommún- ista. Sjálfstæðismenn mega ^ ekki halda að sigurinn verði auðunninn. Hann verður það ekki. Þess vegna má enginn halda að sér höndum í þeirri barnalegu trú, að ekkert þiurfi að hafa fyrir því að hrindá hatramlegum árásum glundroðaflokkanna við næstu kosningar. Enginn óskar þess, að það, sem sem hér hefir verið byggt upp í áratugi borgurunum til heilla, falli í niðurníslu, lamist af ósamlyndi, eða kollvarpist af ráðdeildar- leysi og pólitiskri togstreitu. Andvaraleysið er hættuleg- ast. Þeir, sem ekki vilja sjá Reykjavík falla í óvinahend- ur, verða því að vera vel vakandi og vinna meðan dagur er. Að vísu eru óvin- sældir kommúnistastjórnar- arinnar og flokka hennar, miklar í Reykjavík. Bæjar- búar hafa með vaxandi undrun fylgzt með' því öng- þveiti, sem efnahags- og at- vinnumál þjóðarinnar hafa verið að sökkva í, dýpra og dýpra, síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Öllum er nú að verða ljóst, að stjórn landsins leiðir hörmulegan ófarnað yfir þjóðina, ef ekki verður bráð- lega snúið við. Einmitt niðurlæging stjórn- arfarsins og hin almennna fyrirlitning á stjórnarflokk- unum meðal þjóðarinnar, veldur því að þessir flokkar leggja nú fram alla krafta sína til þess að komast hjá réttmætum áfellisdómi í kosningunum. Áróðursvélar þeirra verða ekki aðgerða- lausar næstu tvær vikur. Og þeim verður öllum beiut gegn Sjálfstæðisflokknum. Þann 16. september síðast- liðinn var skipuð einkanefnd í Kaupmannahöfn til þess að reyna að leita jákvæðrar lausn- ar á handritamálinu. Formaður nefndarinnar var Bent A. Koch, ritstjóri í Kaup- mannahöfn, en auk hans voru í stjórninni H. Dons Christen- sen biskup í Ribe, S. Haugstrup Jensen cand. mag. skólastjori í Hilleröd og fleiri þekktir menn í Danmörku. Einn liður í starfi þessarar nefndar er álit eða uppástunga, sem síðastliðinn mánudag var lögð fyrir H. C. Hansen for- sætis- og utanríkismálaráðh. Jörgen Jörgensen kennslu- málaráðherra og forménn þingflokka danska þingsins'. Ennfremur hefur néfndin skilað umsögnum, sem átján þekktir Danir hafa undirskrif- að, þar sem skorað er á danska stjórnmálamenn, að hefja samninga um handritin og jafnvel leggja uppástungu 16. , september-nefndarinnar til grundvallar samningunum. Uppástungan liggur ekki ennþá fyrir opinberlega, en þar segir, að íslenzku handrir- in, sem eru í vörzlu opinberra safna í Danmörkup, beri að láta af hendi sem gjöf til ís- lands. Þeir bjóða „nýja menn". I Eitt broslegasta áróðursbragð þein-a er það, að Sjálfstæð- ismenn hafi stjórnað bænum svo lengi, að nú sé kominn tími til a ðskipta um og fá „nýja menn“. Og hvaða menn eru það, sem Reykja- vík á að fá? Eru það víðsýn- ir dugnaðarmenn, sém hafa sýnt farsæla hæfileika í stjórn opinberra mála. Eru það menn, sem mundu fram ar öðrum bera fyrir brjósti hag og velferð borgara Reykjavíkur? Nei, þessir „nýju menn“, sem vilja taka að sér stjóm bæj- arins, eru ekki nýir af nál- inni. Þeir cru allir gömul handbendi þeirra flokka, er nú stjóma landinu með því- líkum endenmum, að farið er að vekja athygli meðal er- lendra þjóða. Ekki er því heldur að heilsa. ítð þéssi "gömlu' háhdberidi hafi að bjóða „nýjar“ skoð- anir eða tillögur í bæjar- málunum. Það sem þeir bera fram er uppsuða af víðtæk- um tillögum og áformum Sjálfstæðismanna. En hæ- verskan er ekki þeirra sterka hlið. Þess vegna munu þeir halda áfram dag og nótt að telja bæjarbúum trú um, að engir kunni að stjóma nema þeir. En þó að Sjálfstæðisniönnum finnist áróður andstæðing- anna næsta broslegur og fjarri skynsamlegu viti, vería þeir að muna, að kosningar vinnast aðeins af þeim, sem eru vel vakandi. x-D Sýning á verkum kínversks málara. Opnuð verður í dag, í Sj-n- ingarsalniun við Ingólfsstræti, kynningarsýning á 24 vatns- litamyndum og teikningum eftir kínverska málarann Dong Kingman. Dong Kingman er nú talinn einn fremstur vatnslitamálara í Bandaríkjunum. Hann hefur hlotið mörg eftirsótt verðlaun fyrir verk sín, og málverk hans hanga í merkustu listasöfnum landsins. Málverkin á þessari sýningu hefur Kingman málað í ýmsum hlutum heims og aðallega á ferð þeirri, sem hann fór um- hverfis hnöttinn á vegum bandaríska utaniúkisráðuneyt- isins fyrir tæpum þremur ár- um síðan. Kom hann þá meðal annars við hér í Reykjavík og sýndi nokkrar af myndum sín- um, sem vöktu athygli. Þessi sýning var fyrst opn- uð í hinu kunna listasafni The Corcoran Gallery of Art, í Washington, en Upplýsinga- þjónusta Bandaríkjanna tók síðan að sér að senda sýning- una land úr landi í nafni Cor- coransafnsins. Eftir að sýningunni lauk í Washington, hefur verið efnt til hennar í mörgum löndum og loks hér á Islandi, sem er síð- asti áfangastaðurinn áður en sýningin kemur aftur til Banda ríkjanna. Þetta eru sömu lönd- in og Kingman heimsótti í hnattferð sinni fyrir nokkrum árum. Sýningin verður opnuð í dag kl. 5 fyrir boðsgesti en kl. 8 fyrir almenning. Verður hún opin 14,—27. janúar kl. 10 f. h. og 2—10 é h. ... • • ' Nefndin stingur einnig upp á því, að safnið ,sé skoðað sem sjálfseignarstofnun, og að það verði þessi sjálfeignarstofnun, sem flytur handritin til íslands. Þau handrit, sem nefndin leggur til að þannig verði flutt tii íslands, eru þau, sem eru skrifuð af íslendingum, á ís- landi og fyrir ísland, en sá hluti safnsins, sem nauðsyn- legur er tii þess að fullgera hina miklu íslenzk-dönsku orðabók verði kyr í Danmörku, þangað tii orðabókarstarfinu er lokið, en þó ekki lengur en í 20 ár. Skjali nefndarinnar lýkur á eftirfarandi orðum: „Þar eð það er skoð<un vor, að jákvæð lausn á hinni löngu deilu um handritin hafi mikla þýðingu ekki aðeins fyrir sambúð íslendinga og Dana, heldur einnig fyrir samstarf allra Norðurlandaþjóða, svo og geti orðið dæmi um það, hvern- ig tvær þjóðir leysi viðkvæmt þjóðernislegt vandamál, förum við eindregið fram á það, að vandamálið viðvíkjandi ís- lenzku handritunum verði nú tekið til endanlegrar lausnar.“ Margir ræða um veðrið, oft og mörgum sinnum, og sennileg* þeim mun oftar, sem umhleyp- ingar eru meiri. En þegar stað- viðri hefur verið um tíma, hvort sem það er i betri éða verri flokknum — það er að segja heiðrikjur og stillur eða úrkom- ur — þá taka menn þann lang- varandi þátt fyrir og ræða hann sérstaklega. Snjór á jörðu ! vikiun saman. Nú höfum við til dæmis haft snjó fyrir augum á láglendi í nokkrar vikur. Stundum hefur að visu hlánað litið eitt, en aldrei svo mjög, að alveg hafi tekið upp. Snjórinn hefur aðeins þjappast saman, og svo hefur fryst á ný, og síðan hefur tekið að snjóa enn einu sinni, svo að vegir hafa jafnvel orðið lítt eða ekki færir um hrið. Yinningar í í. fl hjá SÍBS. Kr. 500.000.00 nr. 8942 Kr. 50.000.00 8942 nr. Kr. 10.000.00 29679 33957 36160 44250 46267 Kr. 5.000.00 1367 22749 45536 37357 39899 43837 48228 58023 Kr. 1.000.00 7257 6976 8263 26158 28625 30436 31590 37645 45823 47213 55743 56391 59761 60902 62573 Eftirtalin númer hlutu 500 kr. vinning livert: 57 601 693 1331 1561 1716 1904 2427 3175 3630 3692 4134 4303 4373 4483 5197 5281 5600 5800 7084 7203 7586 8105 8460 8624 8678 9913 10556 11975 12135 12393 12726 13111 13785 13980 14014 14068 14407 14412 15847 15869 16138 16288 17178 17287 17304 17310 17336 17648 17742 17875 18052 19501 19695 19767 19920 20515 20533 21138 21403 22327 23207 23282 23470 23866 24057 24513 24759 25079 25412 25489 26359 26516 26693 26857 27417 27555 23083 28213 28962 29117 29720 30331 31288 32559 32691 33043 33056 33172 33779 33318 34422 34441 34939 35880 35929 36337 36519 36577 37056 37834 37869 38072 39420 39874 40250 40302 40423 41306 42122 42802 43094 43100 43328 43372 44199 44483 44629 44827 44976 45342 45714 46242 46279 47342 47346 48332 48523 48610 50573 50879 51829 51876 51922 52431 53705 54050 54367 54915! 55059 55148 55464 55571 55639 55965 56328 56707 56910 57037 57392 57724 59321 59623 59668 ;59$88 Í0Ó87Ö 60742760750 >60994 Skemmtiiegur eða ekki? Þegar menn fara að spjalia um snjóinn, þegar hann hefur jverið svo lengi á jörðu, segir vafalaust einhver: „Æ, hvað mér finnst snjórinn leiðinleg- ur!“ En snjórinn á sína .vini og formælendur, sem rjúka upp til handa * og fóta, og haldá, : því fram, að snjó vilji þeir hafa, hvað sem það kostar. Og svo er þetta rætt fram og aftur af hita og áhuga. Betri en rigning. En þegar menn hafa rætt þetta nokkra stund, þá kveður venjulega einhver upp úr með það, að heldur vilji hann snjó á hverjum degi allan veturinn, en rigningu og slagvirði — með fylgjandi aur og góðgæti — í tvo daga. Og yfirleitt munu menn nokkurn veginn sammála um það, að þótt færð sé oft erfið vegna snjóa, þá sé hann þó betri en vætan. Salt hvimleitt. Annars er það eitt, sem snjón- um fylgir, sem öllum er hvim- leitt. Það er saltið, sem stráð er á gangstéttirnar og berst um allt. Húsmæðrunum þykir ekk- ert gaman að fá saltaða eigin- menn heim, en það verður víst svo að vera, meðan ekki er hægt að finna önnur ráð til að hreinsa gangstéttirnar. Maður fótbrotnar Árla í morgun var lögregl- unni tilkynnt um ofurölvi niann móts við bifreiðastöð Steindórs í Hafnarstræti og væji hann illa til reika. Lögreglan sótti manninn, sem var m. a. mjög bólginn á fæti, og flutti hann í slysavarð stofuna þar sem meiðsli hans voru könnuð nánar. Kom í ljós að maðUjAinn var fcjtbrotínm Helst var gizkað á að hann hafi dottið á hálku. Kviknar í háti. í gær kviknaði í bátnum Verði, sem lá í bátanausti við Elliðaárvog. Hafði eldur kvikn- að í káetu, en var fljótt slökkt- ! ur og skemmdir ekki taldar miklar. 61133 61430 61788 61894 62112 63160 6324463513 63640 63988 64425. r„,;„ ; „ (Birt áíi ábyrg

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.