Vísir - 14.01.1958, Page 5
Þriðjudaginn 14. janáar 1958
VlSIB
MÞaysbrúiiurhositiitffaritar :
Aflið ykkur fullra félags-
réttinda í Dagsbrún.
Aflið ykkur fullra félagsrétt-
inda í Ðagsbrún.
Með því að setja fleiri hundr-
uð verkamanna í Reykjavik á
aukameðlimaskrá hefur komm-
únistum tekizt að halda völdum
I Dagsbrún. Verkamenn þessir
eiga heimtingu á því að vera
fullgildir félagar, þeir borga
sama félagsgjald og fullgildir
féiagsmenn. En samt hafa þeir
engin réttindi í félaginu, þeir
njóta ekki atkvæðisréttar né
kjorgengis í félaginu hvorki um
stjórn þess eða hagsmunamál
stéttarinnar. Aukameðlimirnir
hafa ekki sama rétt til atvinnu
sinnar og aðalmeðlimir, sem
hafa samningsbundinn forgangs-
rétt til allrar verkamannavinnu.
Ef aukameðlimir verða at-
vinnulausir fá þeir engar at-
vinnuleysisbætur eins og full-
gildir meðlimir fá. En atvinnu-
leysistryggingasjóður Dagsbrún
ar fær sömu tekjur af vinnu
aukameðlima og fuUgildra.
félagi í Dagsbrún og á tvö börn
fær nú kr. 69.54 á dag. Auka-
meðlimur með tvö börn á fram-
færi sínu fær ekki neitt.
Kommúnistastjórnin í Dags-
brún treystir á það, að tala auka
meðlima verði óbreytt hér eftir
sem hingað til. Þess hefur verið
vandlega gætt, að engir komm-
únistar lentu á aukameðlima-
skrá, að þar væru aðeins and-
stæðingar kommúnista innan fé-
lagsins. En undanfarnaf vikur
hefur verið stöðugur straumur
verkamanna á skrifstofu Dags-
brúnar, manna sem þangað
koma til þess að afla sér fullra
réttinda í félaginu. Það eru þess
ir menn, sem þangað koma, sem
valda mestu um þann ótta Qg
ringulreið, sem nú ríkir innan
herbúða Dagsbrúnarkommún-
ista.
Verkamenn í Dagsbrún, hreins
ið af ykkur aukameðlimakerfið
— þennan svartasta blett á ís-
lenzkri verkalýðshreyfingu.
Verkamaðiu-.
Tónlistarhöll verður
reist við Grensásveg.
Framkvæmdir hef jast vonandi a5 sumri.
Tónlistarfélagið hefur fengið
lóð undir tónlistarhöll og
hyggst hefja framkvæmdir eins
skjótt og auðið er.
Stjórn félagsins ræddi við
fréttamenn nýlega og skýrði
þeim frá því, að fyrirhugað væri
að hefja smíði tónlistarhallar
hér í Reykjavík. Lóð hefir þeg-
hefir verið sótt um fjárfesting-
arleyfi fyrir byrjunarfram-
kvæmdum — kjallara — en
svar ófengið ennþá. Væntan-
lega geta framkvæmdir hafiz.t á
komandi sumri.
Ofan á kjallarann verða síð-
an byggðir tveir salir. Annar
þeirra verður gríðarstór, á að
Verkamaður, sem er fullgildur ar fengizt við Grensásveg. Nú taka allt að 1000 manns í sæti,
en hinn nokkru minni og er
hann ætlaður til æfinga. Auk
þess fær Tólistarskólinn inni
í húsakynnum þessum með alla
starfsemi sína.
Húsnæðisskortur hefir um
langt skeið hamlað allri tón-
listarstarfsemi hér í höfuðborg-
inni og tími til köminn að
hljómsveitir fái viðunandi hús-
næði til æfinga og býggður
verði hljómgóður salur til
flutnings tónverka.
Hljómsveit Tónlistarskólans
er á hrakhólum með húnsnæði
til æfinga, en nemendahljóm-
sveitin hefir nú verið skírð upp
og heitir hér eftir „Hljómsveit
Tónlistarskólans". Hugmyndin
méð nafnbreytingu þessari er
fyrst og fremst sú, að gefa eldri
nemendum skólans og öllum
öðrum áhugamönnum um
hljóðfæraleik, tækifæri til að
æfa sig í samleik innan vébanda
skólans, svo að þeir geti síðar
orðið starfsmenn Symfóníu-
hljómsveitar.
Er hér um mikið nauðsynja-
mál að ræða og vafalaust öll-
um tónlistarunnendum áhuga-
mál að það nái fram að ganga.
Smekklegar
stílabækur.
Vinnubókaútgáfan hefir haf-
ið útgáfu á stílabókum, serra
eru mjög smekfclegar og nem-
endum auk þess til mikils fró®
leiksauka og skemmtunar.
Kápurnar eru litprentaðar,1
með myndum og fræðandi efni.
Er það flokkað niður og er!‘ í
I. fl. stílabókanna mynd af álfti
með unga sína, en lesmál eftir,
Þorstein Einarsson.
II. fl. Spendýrin, nr. 1 méS
mynd af hreindýrum og les-
máli eftir Helga Valtýsson. -—
III. fl. Borgir, nr. Mynd áC
skýjakljúfum New York, ásamt
lesmáli. — IV. fl. Rithöfundar.
nr. 1. Mynd af Jóni Sveinssybi
(Nonna), lesmál eftir Guðmurid
Gíslason Haglín.
Þessar stílabækur muriui
verða börnunum til mikillár
ánægju og íróðleiks og mun
margt af því, sem á kápunura,
er, festast þeim í minni.
Loks er þess að geta, að ái
öftustu kápusíðu er margvís-
legur fróðleikur undir fyrir.
sögninni Mál og vog. i
HAPPDRÆTTl HÁSKÓLA ÍSLANDS
Vinningar árið 1958 eru 11250
samtals kr. 15,120,000,—
Dregið verkir í 1. flokki á morgun
í DAG ER SÍÐASTI SÖLUDAGUR
Hin nýja viðbót, 5000 númer, er á þrotum. Nú eru síðustu forvöð að kaupa miða.
I
HÆSTI VINNINGUR Á MORGUN ER
VS MILLJÓN KRÓNA
Umboðsmenn í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík hafa opið til kl. 10 í kvöld (nema umboðin í Bankastræti 8,
ítW-X