Vísir - 28.01.1958, Síða 2
VISIR
Þi'iðjudaginn 28. janúar 1958
vwwvwwyvwwwwyv
Sœjarþéttir
ÍJtvarpið í ltvöld:
18.30 Útvarpssaga barnanna:
, „Glaðheimakvöld“ eftir
Ragnheiði Jónsdóttur; VIII.
, (Höf. les). 19.05 Óperettu-
] lög (plötur). 20.25 Daglegt
. mál (Árni Böðvarsson cand.
mag.). 20.30 Erindi: Askur
) í snjó (Sigurjón Rist vatna-
mælingamaður). 21.05 Tón-
] leikar (plötur). 21.30 Út-
; varpssagan: „Sólon fslandus“
] eftir Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi; I. (Þorsteinn Ö.
Stephensen). 22.00 iVéttir
; og veðurfregnir. 22.10 Leið-
] beiningar um skattframtal
1 (Þorsteinn Bjarnason bók-
ar'i). 22.30 „Þriðjudagsþátt-
J urinn“ — Jónas Jónasson
og Haukur Morthens hafa
umsjón hans með höndum
— til 23.30.
Ríkisskip.
Hekla fer frá Rvk. á morgun
austur um land í hringferð
Esja er á leið frá Austfjörð-
um til Rvk. Herðubreið fór
frá Rvk. kl. 20 í gærkvöldi
austur um land til Reyðar-
fjarðar. Skjaldbreið er vænt-
anleg til Rvk. í dag að vest-
an. Þyrill er í Faxaflóa.
Skaftfellingur fór frá Rvk. i
gærkvöldi til Vestm.eyja.
Lciöréíting.
Þau leiðu mistök urðu í
blaðinu í gær í fréttum um
kosningaúrslitin, að tölurn-
ar frá Eskifirði misrituðust,
og " skulu því endurteknar
hér: Á kjörskrá voru 399 og
316 kusu eða 79.2A listi
] hlaut 53 atkv., 1 rnann, B
listi 62 atkv., 1 mann, D listi
81 atkv., 2 nienn, G listi 73
atkv., 2 menn, H listi 35
atkv., 1 mann. Auðir seðlar
og ógildir voru 12. — Einnig
misritaðist í frétt um Hring-
inn, að frú Gunnlaug Briem
væri formaður félagsins, en
hún er varaformaður þess.
Hlutaðeigandi eru beðnir
velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Skerjafjörður
og sundin við Reykjavik
voru orðin ísi lögð, en í aust-
anáttinni í gær og sunnan-
storminum í nótt rak ísinn
frá landi og er nú auður sjór
þar sem áður var mannheld-
ur ís.
Veðrið í morgun.
Reykjavík SA 6, 8. Loftþrýst
ingur kl. 8 var 973 millib.
Úrkoma 1.2 mm. Minnstur
hiti í Rvk. í nótt 5 st. Síðu-
múli NA 3,9. Stykkishólm-
ur A 3, 7. Galtarviti ANA 4,
6. Blönduós ASA 3, 6. Sauð-
árkrókur NNV 1, 7. Akur-
eyri SSV 2, 4. Grímsey SSA
6, 7. Grímsstaðir SA 3, 4.
Dalatangi SSA 6. 8. Stór-
höfði í Vestm.eyjum S 6, 5.
Keflavík SSV 2, 4. — Yfirlit:
Djúp lægð 300 km. vestur af
Reykjanesi á hreyfingu
norðaustur. —■ Veðurhorfur,
Faxaflói: Sunnan og suðvest
an átt. Víða hvasst. Skúrir.
— Hiti kl. 5 í morgun er-
lendis: London 8, Osló 0,
New York 3,- K.höfn -4-1,
Hamborg -Hl, Þórshöfn í
Færeyjum 8 stig.
Eimskip:
Dettifoss fór frá Swine-
munde 25. þ. m. til Gdynia,
Riga og Ventspils. Fjallfoss
fór frá Vestmannaeyjum
24. þ. m. til Rotterdam, Ant-
werpen og Hull. Goðafoss
fór frá Breiðafirði i gær til
Vestmannaeyja. Gullfoss fer
frá Kaupmannahöfn í dag
til Leith, Thorshavn og
Reykjavíkur. Lagarfoss fór
frá Reykjavík í morgun til
Hafnarfjarðar, Keflavíkur
og Akraness. Reykjavík fór
frá Hafnarfirði 25. þ. m. til
Hamborgar. Tröllafoss fer
væntanlega frá New York á
morgun til Reykjavíkur.
Tungufoss fer frá Akureyri í
dag til Siglufjarðar, vHúsa-
víkur og Austfjarða og þaðan
til Rotterdam og Hamborgar.
Drangajökull er í Reykjavík.
Skipadeild SÍS:
Hvassafell er í Reykjavík.
Arnarfell er í Kaupmanna-
höfn. Jökulfell lestar á
Norðurlandshöfnum. Dísar-
fell er í Stettin. Litlafell er
í Hamborg. Helgafell fór 21.
þ. m. frá New York áleiðis
til Reykjavíkur. Hamrafell
fór frá Reykjavík 25. þ. m.
leiðis til Batum.
Loftleiðir:
Saga, millilandaflugvél Loft
leiða, kom til Reykjavíkur
kl. 7 í morgun frá New,
York og fór til Glasgow og
London kl. 8.30.
KROSSGATA NR. 3424:
Lárétt: 1 hrek, 3 fugl, 5 varð-
ar viðskipti, 6 fæddi, 7 bruna,
8 kall, 10 óhreininda, 12 fæða,
14 pistill, 15 forföður, 17 frum-
efni, 18 gjöfuls.
Lóðrétt: 1 fyrirtæki, 2 alg.
smáorð, 3......hús, 4 af eldi, 6
nafni, 9 menn elta þær stund-
um, 11 uppkast, 13 máttur, 16
sérhljóðar.
Lausn á krossgátu nr. 3423.
Lárétt: 1 gor, 3 SÍS, 5 af, 6
hn, 7 Búa, 8 la, 10 stóð, 12 inn,
14 Ali, 15 dós, 17 in, 18 kinnin.
Lóðrétt: 1 Galli, 2 of, 3
Snata, 4 skíðin, 6 hús, 9 andi,
11 ólin, 13 nón, 16 sn.
Matsveinar.
Mánudaginn 20. þ. m. var
aðalfundur haldinn í Félagi
matreiðslumanna. Stjórn
félagsins er skipuð þeim
Sveini Símonarsyni sem er
formaður, Tryggva Jónssyni
sem er varaformaður, ritari
er Böðvar Steinþórsson,
gjaldkerr Elís V. Árnason
og meðstjórnandi Árni Jóns-
son. Á fundinum var Elís V.
Árnas. kosinn í stjórn SMF.
Einnig fór fram kosning
endurskoðenda, í trúnaðar-
mannaráð og í styrkíarsjóðs-
stjórn. Einnig var kosinn
fulltrúi í Iðnráð. Á fundinum
var gefinn skýrsla um starf
félagsins liðið ár og reikn-
ingar skýrðir. Félagið á
fulltrúa í veitingaleyfisnefnd
og skólanefnd Matsveina- og
veitingaþjónaskólans, og ný-
lega hefur samgöngumála-
ráðuneytið skipað fulltrúa
félagsins í skólanefnd sem
formann nefndarinnar.
Vfsmdamenn ræða
geislaverkanir
Kjarnorkuvísindamenn frá
15 löndum koma nú sanian á
ráðstefnu hjá Sameinuðu J>jóð-
unum.
Þeir hafa haft til athugunar
gislaverkanir af völdum kjarn-
orkusprenginga og leggja fram
skýrslu um athuganir sínar og
tillögur.
Íflimiúlai aítneHhihýJ
^WHWVJVWWWWWWWWWVWWWVWS^
ArdesJsháflæðca
kl. 10.49.
Slöklrvlstöðln
hefur síma 11100.
Næturvörður
Iðunarapótek, sími 1-79-11.
Lögregluvarðsfofan
hefur síma lllCG.
Slysavarðstofa Reykjavikar
1 Hellsuverndarstöðinnl er op-
In allan sólarhrlnginn. Lækna-
vöi$ur L. R. (fyilr vitlanir) er á
*ama stað kl. 18 til kL & - “ ‘
15030.
LJósatiml
bifreiOa og annarra ðkutækja
i lögsagnarumdæmi Reykjavík-
ur verður id. 16.00—9.15.
Landsbókasafnlð
er opið alla virka daga írá kl.
10—12, 13—19 og 20—22, nema
Iaugardaga, þá frá kl. 10—12 og
13—19.
Tæknibóbasafn 1.MSJ.
I Iönskólanum er opin írá kl.
1—6 e. h. alla virka daga nema
iaugardaga.
ÞJóðmlnjasafnið
er opin á þriðjud.. íimmtud. og
laugarcl kl. 1—3 e, b. og á sunnu-
Ú5svm kl 1—4 e h.
Listasafn Einars Jónssonar
er opið miðvikudaga og sunnu
daga frá kl. 1,30 til kl. 3.30
Bæjarbókasafnið
er opið sem hér segir: Lesstoí-
an er opin kl. 10—12 og 1—10
virka daga, nema laugard. kl. 10
—12 og 1—4. Útlánsdeildin er op-
In virka daga kl. 2—10 nema
laugardaga kl. 1—4. Lokað er á
sunnud. yfir sumarmánuðina.
Útibúið, Hofsvallagötu 16, opið
virka daga kl. 6—7, nema laugar-
daga. Útibúið Efstasundi 26. opið
virka daga kl. 5—7. Útibúið
Hólmgarði 34: Mánud. kL 5—7
fyrir börn 5—9 fyrir fulíorðna.
Miðvikud. kl. 5—7. Föstud. 5—7.
Biblíulestur: Jóh. 7^25—36. —
Er hann Kristur.
Þrjú innbrot í gær og nótt.
Brulizt iim í verzlun. vcrksniiAjn
og iélagshciniili.
Nokkur innbrot voru fram-
in hér í bænum í nótt og gær.
Brotist var í nótt inn í
verzlunina Þrótt í Samtúni með'
því að brotnar höfðu verið upp
bakdyr og farið þar inn. Stolið
var þar inni um 200 krónum í
seðlum og lítið eitt minna í
skiptimynt. Þá sást að nokkur-
um konfektkössum hafði verið
stolið úr búðinni, en fyrir utan
húsið og skammt frá fannst í
morgun poki með allmiklu
magni af karamellum sem
hafði verið falinn á bak við
vinnuvél og er talið að kara-
mellurnar hafi verið úr verzl-
uninni.
I nótt var ennfremur brotist
inn í verksmiðjuna Vífilfeli.
Brotinn hafði verið gluggi og
farið þar inn. Brotinn var upp
allstór peningakassi, sem í voru
12 eða 13 krónur í peningum
og þær hirtar. Þaðan var enn-
fremur stolið norsku ferða-
útvai'pstæki.
í gærdag var brotist inn i
félagsheimili Fram, en þar
hefur oftlega verið brotizt inn
áður, enda þótt eftir litlu sé að
slægjast, því fjármunir eru þar
ekki geymdir að jafnaði. Ein-
( hverju smávegis var þó stolið
j þaðan í gær af skipthnynt og
sælgæti. Talsverðar skemmdir.
i voru framdar við húsbrotið.
Aðfaranótt sunnudagsins var
fullur benzíntankur klipptur
undan bifreiðinni R-7726 þar
sem hún stóð á lóð við Lauga-
veg 146 og var tankurinn
hirtur með benzíninu sem í
honum var. Þess er vinsamleg-
ast óskað ef einhver hefði orðið
þess arna var eða hann séð til
grunsamlegra mannaferða á
þessum slóðum, að hann láti
lögregluna vita.
Uni 200 farast
við Japan.
Farþegaskip fórst viu Japan
í gær.
í fyrstu fregnum var getið
um tvö skip, sem hlekkzt hafði
á, en í síðari fregn, að farþega
skip hefði farizt og á því verið
155 farþegar og væri ekki
kunnugt, að neinn hefði kom-
izt af. í fyrri fregnum var gizk-
að á, að 200 menn hefðu farizt.
Stormur var og sjógangur.
Fjöldi brúðhjóna var meðal far-
þega. — Mörg skip leita að bát-
um, en hafa ekkert fundið.
Skipafélög:
styðja BEA.
Brezk skipafélög eru auðug
og þau munu leggja De
HaviIIand verksmiðjunum til
fé, svo að unnt verði að smíða
farþegaþotur fyrir BEA.
Þessi stuðningur mun gera
De Havilland verksmiðjunum
kleift að taka að sér smíðina
samkvæmt samningi upp á 30
millp. stpd.
Bamabcmsur
stærðir: 6—8
— 9—11
— 12—1
Nýkomnar.
Gsyslr h.f.
Fatadeildin.
Hamlklæ$i
nýkomið,
ágætt úrval,
margir litir.
Geysir h.f.
Fatadeildin.
Móðir okkar,
tengamóðir, amma og langamma
SÓLVEIG STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR
lézt að heimili sínu Lindargötu 13 26. þ.m.
Jarðarförin auglýst síðar.
Njáli Guðmundsson
Anna Magnúsdóttir
Bjarni Guðmundsson
Guðbjörg Þorsteinsdóttir
Guðmundur Guðmundsson
Guðrún Jónsdóttir
Stefán Guðmundsson
Jóna Erlingsdóttir
Axcl Guðmundsson
nu