Vísir - 06.03.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 06.03.1958, Blaðsíða 4
FimmtudagisH? 6. marz lS5ð TfS» wisin. DAGBLAÐ Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálssoru ./ Skrifstofur blaðsins eru i Ingólfsstrœti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kL 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kL 0,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin fró kl. 9,00—18,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Stöftvunarstefna í framkvæmd. Á sínum tíma var talsvert um það rætt á Alþingi og után þess, hvort sparifjársöfn- j un hefði aukizt í tíð núver- j andi stjórnar eða ekki. Kom ; þá á daginn, að stjórnarmenn j .lögðu saman það, sem jafnan hefir vefið nefnt spari-inn- j lán og innlög á hlaupareikn- I inga, og með þessu móti fengu þeir all-hagstæðar töl- j ur fyrir sig. Þeim láðist vit- j anlega að gera greinarmun á ] þessu tvennu, innlögum á hlaupareikning og spari-inn- ' lánum töldu allt vera sparn- j að almennings og miklu og vaxandi trausti á krónunni að þakka, af því að vinstri stjórnin sæti að völdum. Hingað til héfir það þó verið almenn skoðun, að spari- innlánin ein gætu talizt til | sparnaðar, enda bendir nafn- ið svo ótvírætt til þess, að ekki þarf frekar vitnanna við í að þessu leyti. En allt er hey í harðindum, segja ráðherr- arnir og stuðningsmenn þeirra, og þegar þeir þurfá að fylla í „eyður verðleik- ! anna“ fá þeir hlaupareikn- ' ingsféð að láni, og þá verð- ! ur útkoman falleg. Innlögin á hlaupareikninginn eru 1 hinsvegar rekstrarfé verzl- ana og fyrirtækja, svo að ! aukin innlög þar tákna, að erfiðara er að afla varnings til sölu. Þjóðviljinn di’epur á þetta mál í gær, og kemst að þeirri niðurstöðu, að sparifjár- myndunin hefði aukizt all- j mikið í tíð núverandi stjórn- ar. Vitanlega grípur blaðið til hlaupareikningsins eins ! og ráðherrarnir gerðu á sín- um tíma, og fær við það hagstæða upphæð, sem veif- að er framan í fjöldann, um leið og sagt er við hann:- Sjáið bara, góðir hálsar, hvað þið hafið sparað mikið upp á síðkastið. Þetta getið þið þakkað „stöðvunarstefnu" ríkisstjórnarinnar, og engu öðru, því að þið söfnuðuð minna, meðan íhaldið var í ríkisstjórninni. Aukningin á hlaupareikningin- um gefur hinsvegar eitt ljós- lega í skyn, sem sé, að það ér erfiðara að afla vara en áður. Það er einnig greini- legt af öðru — nð það er mikill skortur á gjaldeyri til hverskyns þarfa þjóðai-inn- ar. Aukningin á hlaupa- reikningnum bendir einnig ótvírætt til þess, að kaup- sýslumenn eru ragari við að kaupa vörur en áður, og af mjög augljósum ástæðum —• þær eru orðnar svo dýrar vegna skattpíningar stjórn- arinnar, að alveg er undir hælinn lagt, hvort almenn- ingur treystir sér til að kaupa þær, þótt sumar séu þarfar. Það er því sannkölluð „stöðv- unarstefna", sem rikis- stjórn íslands beitir sér fyr'ir og framkvæmdir, því að stöðvunarmerkin sjást á mörgum sviðum — meðal annars verzlúninni, eins og lýst hefir verið hér að ofan. Er það og einna mest af öllu i samræmi við stefnu stjórn- arinnar, sem víll fyrir alla muni koma frjálsri verzlun í iandinu á kné. „Sparnað-' urinn“, sem Þjóðviljinri er að hampa framan i lands- menn, er því alls enginn „sparriaður“, þegar vel er að gáð, heldur aðeins 'éitt dæmi þess, hvernig stjórnin er að stöðva ýmsar greinar efna- hagslífsins. Ekki er að undra þótt Moskvumálgagnið sé upp með sér af „afrekum“ sinna manna. ííi*<p tiur : Tveggja mánaéa fangelsi fyrir barsmíð í Vestmannaeyjum. Kjálkabraut mann, reif út úr munnviki á öðrum. Með eða móti kommúnistum. Forustugrein Tímans var næsta skringileg í fyrradag, og er það þó engin nýlunda í þeim herbúðum. í grein þessari sagði ritstjórinn, að fram- sóknarmenn væru ekki að ! styðja kommúnista til valda ^ í verkalýðsfélögunum eða efla þá þar. Nei, framsókn- ai-menn eru aðeins með þeim ' við kosninganiar, sem fram hafa farið að undanförniij ^ og vitanlega sjá allir mériri, að þetta tvennt er sitthvað!! Framsóknarmenn eru á móti Sjálfstaéðismörinum í verká- | Íýðsíélögúnum og viija ekki, að þeir komist þar til áhrifa. Fyrir tveim arum var sam- vinnu við Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn slitið, af því að þeir voru taldir svo valda- lausir í verkalýðshreyfing- unni. Nú ér sjálfsagt að berj- ast gegn völdum þeirra þai-, segja Tíminn Og Framsókn þessa dagana, því að þau eru svo mikil. Er það ekki rétt ályktað af framansÖgðu, að heilagraut- urinn i Tímakollunum hljóti að vera orðinn sangur — eða eitthvað enn verra. Nýlega var kveðinn upp i Hæstarétti dómur í málinu á- kæruvaldið gegn Bergsteini Th. Þórarinssyni. Mólavextir voru sem hér segir: Mánudagskvöldið 25. apríl 1955 handtók lögreglan í Vest- mannaeyjum ákærða fyrir utan hótel H.B. Ákærði var mikið ölvaður og var þar að þjarma að manni, sem heitir Steindór Arason frá Veiðileysu í Stranda sýslu, en Steindór var hand- lama. Ákærði hafði þá skömmu áður veizt að öðrutn manni, Ásgeiri Gunnarssyni,* 1 Syðra Vallholti i Skagafirði, og barið hann. Ákærði var settur í fangageymslu lögregiunnar um kvöldíð. Samkvæmt ósk hótel- stjóráns í hótel H. B. var Ás- geir Gunnarsson, sem bjó í hótelinu, og hafður í fangahús- inu um nóttina sökum ölvun- ar. Eftir að Ásgeir var hand- tekinn kvartaði hann um eymsli í kjálka og fór'u lög- regluþjónar með hann til lækn- is, sem skoðaði hann. Læknir- inn kvaðst ekkert geta fullyrt um það, hvort Ásgeir væri kjálkabrotinn eða ekki. Sökum þess, að Ásgeir var handtekinn vegna framkomu sinnar í hó- télíriu og sýnt var, að hann fengi ekki inni þar um nóttina, vár harin hafður í fangahúsinu um nóttina. Ásgeir l'ýsti því ýf- ir daginn eftir, að hann myndi ekki gera frekari kröfur á hendur ákærða og látá málið niður falla, ef ákærði greiddi honum 1000 kr. bætur fýrir á- verkann. Ákærði gekk að þessu böði og var gerð sátt við hann í sakSdómi Vestmannaeyja, þar sem ákærði undirgekkst að greiða sekt auk nefndra bóta. Við ýtarlegri rannsókn síðar kom í ljós, að Ásgeir hafði kjálkabrotnáð við högg á- kærða. Var málinu þá haldið áfram og með dómi Hæstarétt- ar 11. okt. 1955 var framan- gí'eind sátt feíld úr gildi. Höfð- aði síðan ákæruvaldið mál Dráttur hjá SÍBS. 1 gær var dregið i 3. flokki Vöruhappdrættis S.Í.B.S. Út voru dregnir 250 vinningar að fjárhseð alls kr. 400 þúsund. Eftirfarandi númer hlutu hæstu vinningana: 100 þúsund krónur nr. 43866 (umboðið á Seyðisfirði). 50 þúsund krónur nr. 52900 (umboðið Austurstræti 9). 10 þús; kr. nr. 16602, 19628, 23553, 24047, 27807, 63185, 63743. 5 þús." kr. nr. 137, 12864, 17998, 21662, 28677, 31078, 35309, 36772, 42500, 51692, 59610. Viðskipiasamningur íslands og Sþánar frá 17. deseníber 1949, sem falla átti úr giídi um siðustu áramót', hefur verið framlehgdur óbreyttur til 31. desc-mber 1958. (Birt án ábyrgðar). þetta á hendur ákærða með á- kæruskjali útgefnu 30. nóv. 1955. Þá bar það einnig til laugar- dagskvöldið 21. júlí 1956, að haldinn var dansleikur í Sam- komuhúsi Vestmannaeyja. Á- kærði var á dansleiknum og var töluvert ölvaður. Eftir að dansleiknum lauk sló ákærði mann að nafni Þórarinn Jóns- son, Lækjargötu 7 B, Siglufirði. son, Lækjargötu 7 B, Siglufirði, svo að rifnaði út úr öðru munnviki hans. í undirrétti var ákærði Berg- steinn Theodór Þórarinsson dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. Skaðábótakröfum Ás- geirs Gunnárssonar og Þórarins Jónssonar var vísað frá dóm- inum. Dómsorð Hæstaréttar var sem t hér segir: „Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Bergsteinn Th. Þórarinsson, greiði allan á- f rýj unarköstnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda fydr Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Gúst- afs A. Sveinssonar og Gunnars J. Möllers, kr. 2000,00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum.“ „Rokk“ - skemmt- un í kvöld. í kvöld, fimmtudag, kl. 11,15 verða Rockhljómleikar í Aust- urbæjarbíó. Skemmtiatriði verða mjög vönduð og öll í Rock-stíl. Aðal númerið á hljómleikunum verður leikur K.K.-sextettsins, sem eins og kunnugt er, er ein bezta rock-hljómsveit landsins um þessar mundir. Með K.K. koma fram söngvarar sextetts- ins, þau Ragiiar Bjarnason og Þórunn Árnadót'tir. Alls munu 10 rock-söngvarar syngja á hljómleikunum, og annast K.K. sextettinn undirleik við söng þeirra. Ný átta manna hljómsveit verður kynnt og munu þau Þórunn Árnadóttir og Þórir Roff, sem leikur á trommur með hljómsveitinni, syngja með. Sýnt verður bæði rock og jitterbug. Vegna óviðrá'ðan- legra orsaka mun alls ekki vera mögulegt að endurtaka hljóm- likana. Pöntuðum miðum verð- ur ekki haldið frá lengur en til kl. 8 og er þeim, sem pant- anir eiga, bent á að sækja þær inn í Austurbæjarbíó fyrir þann tíma. ' X. ★ Elsta fyrirtæki hemis mun vera námafélagið Stora Kopp- aiherg í Svíþjóð, sem tók til starfa 1288. ★ Brezka stjómin heflr mót- mælt þeim áburði Jemen- ' stjórnar um árás frá Aden- ★ nýlendnnni. . - 1 " ' • •• - * : " i: ■ ' 1 ■ i,. Ábnrður borirm á afréttarlönd. Fyrir skömmu var að því vikið í þessum dálki, að lagt hafði ver- ið til, að keypt væri flugvél til áburðardi'eifingar á afréttarlönd: 1 fi-amhaldi af þvi, ér rétt að geta þess, að nýlega kom út greinar- gerð eftir Bjöm Jóhannesson um Áburðarreiti á Biskupstungnaafrétti. Þar segir svo: Kanadíski beit- arsérfræðingurinn J.B. Campbell heimsótti ísland sumurin 1954 og 1956 og vann hér á vegum Sandgræðslu íslands að ýmsum athugunum varðandi hágnýtingu og meðferð haglendis. Einn þátt- urinn í starfi Campbells og Sand- græðslunar var að gera athugan- ir um áhrif áburðar á afréttar- löndin, og sumarið 1956 var þetta starf hafið á Biskupstungnaaí- réttij Jarðræktarsérfræðingai' Atvinnudeildar Hásikólans og Steindór Steindórsson grasafræð- ingur aðstoðuðu við þetta starf. Áburðarathuganirnar greinast í tvo flokka: Ógirtai' skákir allt aðl ha að stærð — og afgirta smáreiti með breyti- legum áburðai-skömtum og nokkrum sáði’eitum af grasi. Samskonar reitir eru settir utan girðingarinnar. „Fylgzt var með reitunum sumarið 1956 og bor- ið á þá sama áburðaimagn í júlí 1957 og árið áður. — Þessum at- hugunum verðui' að sjálfsögðu haldið áfram næstu ár og er émt ekki tímabært að draga af þeini ákveðnar álýktaniri'. Bent er á nokkrar vísbending- ar, er þegar hafa fengist. Birt er mynd af reitunum við Hvítár- vatn. „Reitirnir utan girðingar eru rótnagaðir, þeir vörðu eru vafðir grasi. Það land bítzt fyrst, sem áburð hefur fengið og 1 sumum reitum íinnast grös, sem lítíð eða ekkert ber á ut'an þeirra". Eitt meginverkeini, segir B.J., „umræddra athug- ana er 3ð fá úr þvi skorið, hvern- ig hin ýmsu gróðurfélög eða. landtegundir svara ábm’ðargjöf. Komi til þess, að áburður verði borinn' á afréttarlönd, er aö sjálfsögðu skylt að varast að bera harin á land, þar sem hann kem- ur að litlum eða engum notum. Annað veigamlkið viðfangs- éfni er að athuga, hvemig not* megi á sem hagkvæmastan hátt áburð og fræ til að græða mold- arbörð og' vinna þannig gegn áframhaldandi uppblæstri". — 1 Veðursimsvarinn. 1. þ;m. var tekinn i notkun sjálfvirkur símsvari i Veður- stofunni. Var tilkynnt, að hon- um fylgdu þrjár símalínur, en jafnan skyldi hiingja i sima 17000. Þetta þótti mönnum á- gætt, sem vonlegt var, því ó- neitanlega er þægilegt að geta hringt í visst núrriér og fengið upplýsingar um yeðurhorfur, — en það er mjög kvartað yfir því, að tregléga gangi að fá þessar upplýsingar, er menn þurfa á þeim að halda. Mun það stafa af því, að svo mikill fjöldi manna hringir, að sýnt er, að þrjár símalinur nægja ékki — ög langt frá þvi, að þvi er virð- ist. Ef 'menri verða að hringja 10—20 sinnuni eða oftar, án þess að ná sambandi, gefast ménn hreinlega . upp. Það,. þarf að fjölgá símalínum hið fyrsta. Amíars kerriur - þessi þjótuVsfa ekki að liálfu gagnL 1,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.