Vísir


Vísir - 01.04.1958, Qupperneq 7

Vísir - 01.04.1958, Qupperneq 7
3?riðjudaginn i. apríl 1958 VtSIR I Otahk tjerbi}: Fjársjóðurinn í $ © 54 sagði nokkur orð og las kafla úr biblíunni. Málrómur hans skalf ©f geðshræringu. Nate, Bruce, Jesús, Jósefína og Juana lásu bænir. Enginn las bæn upphátt nema Nate. Þegar Bruce kraup niður, hugsaði hann: Hafi nokkurn tíma verið til dýrlingur, þá varst þú það. Því næst hafði hann farið heim að húsinu, án þess að segja Nate, hvert hann ætlaði. Hann fór beint inn í svefnherbergi Mæddi sig úr sínum óhreinu og eyðilögðu kvöldfötum. Hann tók að klæða sig í loðbryddan búning fjallamanna. Þegar hann var fullklæddúr, sparkaði hann til hliðar kvöldklæðum sínum. Hann laut riiður og tók upp skammbyssu. Hann horfði á hana stundar- korn í lófa sínum. Svo fleygði hann henni í rúmið, opnaði hurð- ina og hvarf út í nóttina. Og morguninn eftir fann Juana skammbyssuna þar á rúm- inu. Hún nam staðar og horfði á hana. Hann — hann hefur gleymt henni, sagði hún við sjálfa sig. En um leið og hún hugsaði þetta, var henni ljóst, að Bruce hafði ekki gleymt skammbyssunni. Hún hreyfði sig ekki, en starði á hana og loks skildi hún ástæðu hans. Hún var komin þessi fölleita Ameríkustúlka. Pepe hafði séð hana og lýst fegurð hennar með skáldlegum orðum. Hann hafði einnig sagt henni, hvernið hin ótrygga kona hefði svikið Bruce og gerzt frilla vegna peninga. Og hann hafði farið vopnlaus íit í nóttina og kuldan á móti þremur vopnuðum mönnum. Það var eg, hugsaði hún grátandi, sem dæmdi hann til dauða. Það var eg, en ekki þessi fölleita vændiskona. Hann sneri ást sinni til hennar einungis vegna þess, að eg mátti ekki elska hann. Eg hefði heldur átt að svikja Pepe og snúa mér til guðs tneð synd mína á samvizkunni en að gera þetta. Hún greip skammbyssuna og stakk henni undir mittislindann og hljóp inn í herbergi Jósefínu. Hún tók kápu hennar, hanzka og sjal, sem hún sveipaði um herðar sér. Því næst fór hún út í hesthúsið og tók hinn gamla jálk prédikarans, setti reiðtygi á hann, steig á bak og reið af stað upp til fjallanna. Hún hvislaði: — Þú ert ekki lengur neinn gæðingur en reyndu nú samt að herða þig. Reyndu að álíta að þú sért ungur í annað sinn og það gildir líf Peps — og hans. Þeir fóru upp klettasvæðið. Pepe var fremstur og allir fjórir höfðu þeir bundið sig saman. Hvers vegna fer ekki að hríða, hugsaði hann. O, padre diose, hvers vegna fer ekki að hríða. Hann hélt áfram og hjó spor. Þeir höfðu leyft honum að hafa hnífinn, eftir að hann hafði sannfært þá um, að hann gæti ekkert ráðið við þrjá menn með skammbyssu, þótt hann hefði hníf. Hann þurfti á snjó að halda. Klettarnir voru þurrir og alls ekki neitt hálir. Hann efaðist um, að hann gæti losnað við þá án snævar, enda þótt þeir væru orðnir grænir i framan af fjalla- veiki. Hann var dauðhræddur um, að þeir mundu uppgötva brellu sína, þegar hann leiddi þá um gil og gljúfur, en löngun þeirra eftir gullinu blindaði augu þeirra. Svo gekk hann upp klett einn. Og þegar hann kom upp sá Tilboð óskast í að byggja íbúðarhús að Bergstaðarstræti 70. Teikninga og út'boðslýsingar má vitja til Hjalta Geirs Kristjánssonar, Laugavegi 13 i dag og á morgun gegn 300 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 9. apríl kl. 11 f.h. AUGLYSING Nr. 1/1958 frá Innflutningsskrifstofunni. Samkvæmt heimild i 22. gr. reglugerðar frá 28. desember 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfest- ingarmála o. fl. hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. apríl til og með 30. júní 1958. Neínist hann „ANNAR SKÖMMTUNARSEÐILL 1958“, prentaður á hvítan pappír með brúnum og grænum lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: REITIRNIR: Smjörlíki 6—10 (báðir meðtaldir) gildi fvrir 500 grömmum af smjörlíki, hver reitur. REITIRNIR: SMJÖR gildi hver fyrir sig fyrir 250 gömrn- um af smjöri (einnig bögglasmjöri). Verð á böggiasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur- og rjómabússmjör, eins og verið hefur. „ANNAR SKÖMMTUNARSEÐILL 1958“ afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐILL 1058“ með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavik, 1. apríl 1958. Innflutnmgsskrifstofan Yfirfuílt á kaffisölu Hrmgsins í Sjáifstæðishusinu. Spákonan í önnum allan daginn. Barnaspítalasjóður Hringsins efndi til kaffisölu í fyrradag í S j álf stæðishúsinu. Stóð hún frá kl. 2—7 og kom- ust færri að en vildu, enda góð ar veitingar frambornar, auk þess að styrkt var gott málefni. Auk kaffisölunnar var þarna spákona, sem skyggndist inn í framtíð manna og sá- ekki út E. R. Burroughs TAHZAN úr önnum allan daginn. Einnig höfðu konurnar bazar með ýmsum eigulegum munum og seldist að mestu upp það, sem á boðstólum var. Að lokum var svo barnahappdrætti og komu upp þessi númer: 806, dúkku- rúm, 254 stór aúkka, 407 dúkkuhús, 627 dúkka, 815 vörubíll, 887 vörubíll. 25Ú1 Nú var komið myrkur og Tarzan kveikti eld. Við vor- um skömmu síðar teknir til far.ga af dvergum, hélt Biggiins áfram. Þeir fóru með okkur í dal nokkurn og þar fyrst sáum við Veera og han. Hann er foringi þeirra hin bölvaða roðastein. — og sonur djöfulsins að eg Hver er Veera, spurði Tarz- held. Veera getur bugað vilja hvers einasta mánns Sœjai^éttÍK Veðrið í morgun: Rvík S 4, 1. Loftþrýstingur kl. 8 var 1008 millibarar. Minnstur hiti í nótt var um 0. Úrkoma í nótt mældist 5.5 mm. Sólskin í gær. Minnstur hiti á landinu í nótt var -4-5 á Grímsstöðum. Síðumúli S 2, 0. Stykkishólmur SV 4, 1. Galtarviti SV 5, 4. Blöndu- ós SSV 3, 2. Sauðárkrókur SV 4, 2. Akureyri SA 3, 3. Grímsey V 5, 2. Gríms- staðir á Fjöllum SSV 4, ~1. Raufarhöfn VNV 7, 1. Dala- tangi V 6, 7. Horn í Horna- firði SV 6, 4. Stórhöfði í Vestmannaeyjum SV 6, 3. Þingvellir VSV 1, -r-1. Kefla víkurflugvöllur S 4, 3. Yfirlit: Yfir Grænlands- hafi er lægð, en hæð yfir Norðurlöndum. Ný lægð suður í hafi á hreyfingu norður á bóginn. Horfur, Faxaflói: Suðvest- an kaldi, lítilsháttar slyddu- él, en bjart á milli í dag. Vaxandi SA, þykknar upp og hlýnar í nótt. Hiti erl.: London 6, Khöfn -4-2, Oslo -4-7, Stokkhólmur -4-5, Þórshöfn í Færeyjum 6. Eimskip. Dettifoss fór í gærkvöldi frá K.höfn til Rvk. Fjallíoss fór frá Hafnarfirði í gærkvöldi til Bremen, Hamborgar, Rott erdam og Hull. Goðafoss er í New York. Gullfoss er í K.höfn. Lagarfoss fón frá Vestm.eyjum 26. marz . til London, Rotterdam og' Vent- spils. Reykjafoss er í Rvk. Tröllafoss fer frá Rvk. í kvöld til New York. Tungu- fór frá Lysekil í morgun til Gautaborgar, Lysekil, Hamborgar og Rvk. Skip S.Í.S. Hvassafell er væntanlegt til Rotterdam í dag. — Jök- ulfell er væntanlegt til New York 3. apríl. Dísarfell er í Rvk. Litlafeil er í Rends- burg. Helgafell er væntan- legt til Akureyrar í dag. Hamrafell er væntanlegt til Rvk. 4. apríl. Troja lestar sement í Álaborg til Kefla- ■ víkur. Wfei. Eimskipafélag Reykjavíkur: Katla er í Durrazzo. Askja er væntanleg til Rvk. á sunnudag eða föstudag. . ' .. ,ja, Flugvélarnar. Edda, millilandaflugvél Loft leiða kom til Rvk. kl. 7.00 í morgun frá New York; fór til Glasgow og London kl. 8.30. Hekla er væntanleg kl. 07.00 í fyrramálið frá New York; fer til Staíangurs, Khafnar og Hamborgar kl. 8.30. Kaupi gull og sfffur íSít'rt'-'ÍÚ.'4 ' “ " S i Bezt að auglýsa í Vísi

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.