Vísir - 17.04.1958, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 17. apríl 1958
TfSIft
CATHERIIME GASKIIM.
2),
FÖÐUR
ótt'w
SÍNS
3.
— Einmitt.... Hvernig geðjaðist þér að honum?
— Hann er skemmtilegur — en hann er með talsverða meiri-
máttarkennd.
— Já, fyrir getur það komið. En okkur Jeremy geðjast mjög
vel að honum.
— Mér líka. Hann vildi koma með okkur í skemmtisiglingu.
— Ef þú hefur nóg pláss ættirðu að taka þau bæði með. Það
mundi gleðja þau mjög. Þeim hlýtur að leiðast hér. Konan hans
er töfrandi. Hefurðu hitt hana?
— Já, eg sá hana.
— Finnst þér hún ekki falleg?
— Jú, það er hún sannarlega. Maura renndi sér niður af
stólnum.
— Eg verð að fara. Eg er alveg að leka niður. Síðdegis á morgun
fer eg í skemmtisiglingu, ef þig skyldi langa með.
— Já, líttu inn í leiðinni niður að bátnum. Ef til vill getur
Jeremy komið líka.
— Ágætt! Hún kallaði til hans yfir öxlina. — Góða nótt!
— Góða nótt, Maura.
Um leið og hún gekk gegnum þétt setinn salinn, kink-
uðu nokkrir menn kolli til hennar. Willa fylgdi henni til
dyranna og staðnæmdist þar og horfði út í myrkrið. Allt í einu
sá hún bíl-ljósin leiftra. Hún veifaði og horfði á eftir bílnum,
þangað til hann hvarf inn í hliðargötu. Inni í barnum tók
frammistöðustúlkan móti síðustu pöntununum.
Annar Jcafli.
Maura var alltaf fegin, þegar hún kom heim. Þegar hún hafði
borið upp töskuna sína og lesið bréfmiðann frá frú Burnett,
þegar hún hafði borið inn kaffi og kex úr eldhúsinu og sett það
á borðið við sófann — þá fannst henni hún vera heima hjá sér.
Hún leit á bækurnar og píanóið og skápinn með grammófón-
plötunum — alla þessa hluti mat hún mikils. Hún hafði eignazt
þetta smám saman síðustu fjögur árin og það bar vott um
sjálfstæði, sem hún hafði barizt fyrir að öðlast á stríðsárunum.
Hún rétti út höndina eftir töskunni og náði sér í vindling.
Faðir hennar, Desmond, hafði ekki verið sérlega hrifinn af því,
þegar hún keypti kofann. Hann vildi ekki láta myndast neitt bil
milli sín og barna sinna.
Svo lengi sem Maura mundi eftir sér, hafði hún haft mikla
ást og aðdáun á föður sínum. Hann var mjög skarpvitur maður
og' sjálfstraust hans var svo barnalegt, að það fleytti honum
yfir alla örðugleika, sem oft voru miklu meiri en hann gerði sér
grein fyrir. Maura hvíldi þungt á svæflunum. Desmond var ör-
uggur í vissunni um ást barna sinna, en agi hans hafði lengi
þjáð þau. Hann lagði þeim oft á herðar verkefni, sem voru þeim
ofvaxin og vegna þess að þau elskuðu hann, lögðu þau harðar að
sér en orka þeirra leyfði. Hann háfði alltaf verið viss um, að
börn hans myndu erfa gáfur hans, og hann, sem virtist vera
svo veraldarvitur, en var í rauninni barnalegur, hafði orðið
undrandi á mistökum þeirra.
Hún minntist þess greinilega. hversu honum hafði orðið mikið
um. þegar hún hafði keypt þennan kofa og notaðan bíl,
eftir stríðið. Hún hafði eytt í það öllu, sem hún hafði unnið sér
inn á striðsárunum og einnig því, sem hún hafði átt þegar
stríðið hófst. Þetta hafði verið mikið áfall fyrir hann og næstu
mánuðir á eftir höfðu verið mjög erfiðir. Þegar Tom og Chris
fóru að hjálpa henni við að veggfóðra og mála kofann, hafði
hann þagað og ekki gefið þeim nein góð ráð, eins og hann var
þó vanur, þegar hún t. d. fór á uppboð til að kaupa húsgögn.
Það hafði tekið hana langan tíma og mikla háttsemi að sann-
færa Desmond um að þrátt fyrir allt liti hún á hús hans í
london sem heimili sitt. En þótt hann gerði sér þetta ljóst, gat
hann ekki staðist þá freistingu að gefa henni gjafir og auka á
prýði heimilisins til áð gera muninn á þessum tveim heimilum
enn þá meiri og gera henni lífið í London enn þá þægilegra.
Hún hafði fyrir löngu komizt að þessum brögðum hans, en til
að styggja hann ekki lét hún sem hún hefði ekki hugmynd um
það. Enginn hafði reynt að særa hann að óþörfu.
En Uppgjöf hans hafði skeð á mjög venjulegan hátt. Smám
saman fór hann að gefa henni gjafir til að prýða kofann, svo
sem til dæmis gólfábreiðuna og píanóið. Maura grunaði, að hann
virti hana meira fyrir það, að hún hafði barizt gegn vilja hans
og sigrað. En hann spurði hana aldrei um kofann og henni
fannst hann vera að láta í ljós á þennan barnalega hátt, að j
hann væri móðgaður. ' j
En henni gekk vel að búa um sig í kofanum og henni leið!
vel þar. Og seinna fékk hún, alveg óvænt, Regnfuglinn að gjöf
og hún átti dásamlega daga, þegar hún sigidi um fjörðinn. Þess-
ar siglingar hefðu tengt hana staðnum jafnvel þótt hún hefði
ekki haft félagsskap Willu og Jeremy. Og auk þess var frændi
hennar, Tom.
Hún vildi, að hún hefði getað orðið ástfangin af Tom, fyr-
ir fjórum árum síðan og gifzt honum, eins og hún hafði viljað.
En það var eins og að biða eftir stormi í logni. Hún fann
ekki hjá sér neina löngun til að nálgast hann, enga óþreyjufulia
þrá eftir honum. Hún hafði aldrei borið sterka þrá til nokkurs
manns. í vor, hugsaði hún, mun Tom hætta störfum sínum í
ráðuneytinu og fara aftur til írlands. Og í vor yrði hún þrítug.
Hún drap í vindlingum í öskubakkanum og bjó sig undir að
fara upp og hátta.
Þriðji kafli.
Johnnie vék höfðinu ofurlítið við, svo að sólin skini ekki
beint í augun á honum. Hann laut fram í sætinu og strauk
fingrunum um stýrið. Hann beið óþreyjufullur eftir írene.
Hann gerði sér í hugarlund, hvernig Irene mundi líta út, þegar
hún kæmi til bílsins. Hann sneri sér við, þegar dyrnar opnuð
ust og hún kom út í sólskinið. Hún leit til sólar eins og hún væri
hamingjusöm yfir því, aö sólin skyldi þó vera til.
Willa kom á eftir henni. Hún gekk til Johnnie og brosti á sinn
mest töfrandi hátt.
— Johhnie! Eg þarf að skreppa spölkorn upp eftir. Ætlarðu
að vera svo vænn að hleypa mér þar út?
— Já, auðvitað, sagði hann og opnaði bilhurðina. Við ætlum
ekki neitt sérstakt. Hvert viltu fara?
Eg ætla að heilsa upp á Maura de Courcey. Kofinn hennar er
í um kílómeters fjarlægð frá hliðarveginum.
Hann kinkaði kolli. — Ertu tilbúin, Irene?
Hann kom og settist í framsætið við hlið W'illu. Þarna lá
bærinn afskiptalaus og óaðlaðandi í friði sunnudagsmorgunsins,
er Johnnie sneri bílnum og ók frá honum. Fyrir tuttugu mínút-
um síðan hafði hann verið fullur af fólki sem streymdi til
kirkjunnar. Nú vildi hann ólmur komast brott, úr þröngum göt-
unum, fólkinu, hinum sunnudagshljóða bæ, út í sveitina þar sem
helgidagurinn skildi engin spor eftir sig.
— Snú til hægri, sagði Willa og hann hlýddi um leið og hann
flautaði óþolinmóðlega.
Sumargræn limgerðin voru há og þétt með veginum. Johnnie
gat ekki séð yfir þau eða í kringum þau. Þessi pressa, sem hafði
kvalið hann í bænum vildi ekki hverfa. Hann varð gramur.
— Hvernig í ósköpunum vill nokkur maður búa hér? spurði
hann Willu. — Þetta er innilokað. Það er ekkert hægt'að sjá.
a
u
kvöldvökunni
E. R. Burroughs
TARZAIM
Dvergarnir báru apamann-
inn ofurliði og neyddu hann
til að fara aftur upp til
hæðanna. Þegar í stað kom
ríðandi maður til móts við
þá — hvítur maður. — Eg
heiti Kulp, hreytti hann út.
úr sér. Biggim hefur sjálf- •
sagt minnst á mig. }
Boginn og örvarnar voru'
teknar frá Tarzan og hann
var tryggilega bunciinn. —
Það virðist sem þú hafir lagt
lag þitt við rétta menn.
Maðurinn rauk upp og
lamdi Tarzan utan undir.
— Þú ættir að hafa þig
hægan. Þetta er nóg þar til
Weera nær í þig — þá get-
um við talað saman.
Ein herdeildin, sem vann séss
sigurorð í Afríku í síðustl*
heimsstyrjöld var eingöngmi
sjálfboðaliðar frá Texas. Réttj
áður en þeir gengu á land, sagðS
yfirmaður þeirra: |
— Munið, piltar, að viðí
verðum að koma okkur í mjúk-
inn hjá þeim innfæddu. Ef þeiq
segja, að Afríka sé stærri ea{
Texas, þá látið það gott heita*
★ 'I
— Viljið þér koma eins og[
skot og taka að yður jarðarföi?
konu minnar, sagði maður einOf
í síma við útfararstjóra?
— Konu yðar, hrópaði útfar-.
fararstjórinn. — Gróf eg hans|
ekki fyrir tveim árum?
— Júj skiljið þér ekki, sagðl
maðurinn, — að eg kvæntisfl:
aftur. j
—Ó, svoleiðis, til hamingju*
Roðfiettingarvéi
sýnd hér.
í gærmorgun var fréttamönné:
um og fleirum sýnd roðflettinga.
vél, sem framleidd er í Eretlandi.
G. Helgason & Melsted erU
umboðsmenn fyrir þessar vélar.
Vélin getur roðflett karfa, ýsu,
þorsk og fleiri fisktegui\dir. —.
Flökin mega vera allt að fimrrí.
þumlungar á breidd. Aíköstin i
geta verið 'Ufti 70 flök á mínútu,
Þéssi vél er með aluminium-
rúllum í .stað bursta. Roðfletting; ■
arhnifurinn er fastur og titraf,
ekki. Vélin er létt í vöfum ogj
auðvelt að færa hana til. V 'erð|.
þessarar gerðar er 4550 sterlingsr-
pund fob í enskri höfn. i
Blettalireinsun. 1
Ut er að koma nýr bæklinguB ■
Neytendasamtakanna til leið
beiningar fyrir almenning,
og fjallar hann um blétta-.
hreinsun. Halldóra Eggerts-*
dóttir, námsstjóri, tók bækl-
inginn saman. Er þar a3
finna upplýsingar um helzttl
hreinsiefni og leiðbeiningaC
um hreinsiaðferðir. En bækl-
ingurinn er fyrst og fremsfi
byggður upp þannig, aðí
hægt sé á örskömmum tímal
að fá leiðbeiningar um þaS,
hvernig hreinsa eigi hverjaí
tegund af blettum. Er þein*i
raðað eftir heitum í staf-
rófsröð. Fái menn t. d. bleH
í föt sín, fletta þeir upp S
orðinu blek og fá þav oð vita,
hvernig beri að snúast gegm
blettinum. Og eins hvort urr*
er að ræða fitu, kaffi eða
málningu, rjóma, só-u eða-
líkjör. En alls er geíið eigi
færri en 65 tegrmda bletta,
Leiðbeiningabæklingur þussl
er hinn 12., sem Neytenda-
samtökin hafa gefið út.
bann, eins og aðrir bækling-
ar og Neytendablaðið, inni-
falinn í árgjaldinu eg póst-
sendur meðlimum Neytenda
samtakanna. Með'limir geta
menn orðið, hvar se þeir búa
á landinu, og. er árgjálaið
25 krónur. Skrifstofa Neyt-
endasamtakanna í Aðalstraa*
8 er opin daglega kl. 5—7,
nema laugardaga kl. 2—%
sími 1-97-22.