Vísir - 02.05.1958, Blaðsíða 4
4
VÍSÍE
Föstudaginn 2. maí 1958
f fyrra erindi mínu um
spænsku veikina 1918 skýrði
eg frá gangi hennar í Reykja-
vík og þeim ráðstöíunum, sem
gerðar voru til hjálpar sjúku
fólki og bágstöddu. í þessu er-
indi mun eg skýra frá sóttinni
eins og • hún var suður með
sjó, þar sem eg var settur in-
flúenzulæknir, og mun eg nú
rifja upp ýmsar endurminn-
ingar mínar frá þessum örlaga-
þrungnu vikum. Eg átti þá
heima á Smiðjustíg 11 ásamt
konu minni og drengnum okk-
ar, sem orðinn var alveg ný-
lega ársgamail, en auk þess áttu
þar heima tengdaforeldrar mín-
ir ásamt yngstu dóttur sinni og
mágur minn, Gísli Guðmunds-
son gerlafræðingur, ásamt konu
sinni og tveimur ungum börn-
um. Tengdafaðir minn var sá
eini í þessu húsi, auk gamallar
og farlama vinnukonu, sem ekki
lagðist, og gat hann því verið
til hjálpar við að ná í meðul
og eitthvað matarkyns. Auk
þess kom síra Friðrik Frið-
riksson til okkar daglega, en
hann var á ferðinni frá morgni
til kvölds, hjálpandi og hug-
hreystandi, matarlítill og oft
blautur í fætur. Á hann beit
ekkert, enda hefi eg engan
þekkt, sem hefir tekizt jafnvel
og honum að beygja líkama
sinn og' þarfir hans til hlýðni
með andlegri orku einni saman.
Facis Hippo-
kratica.
Á Smiðjustíg 11 veiktist eng-
inn alvarlega né lá til lengd-
ar nema kona min, sem fékk
brj ósthimnubólgu. Sjálfur lá eg
aðeins í tvo daga, en var mjög
máttfarinn, er eg kom á fætur.
Fékk eg þá boð frá einum vini
mínum, sem átti heima uppi á
Grettisgötu; var beðinn að
koma til hans og gerði eg það.
Hann lá þungt haldinn í
lungnabólgu og í því húsi lágu
flestir eða allir. Eg reyndi að
ná til læknis handa honum og
kom hann eftir einn eða tvo
daga. Þessi vinur minn dó úr
veikinni og sat ég hjá honum
meOan hann háði helstrið sitt.
Eg hafði verið fjóra vetur við
læknisnám og jafnvel gegnt
læknisstörfum um sumarið
norður á Hólmavík fyrir Magn-
ús Pétursson, meðan hann sat
á þingi, en eg hafði aldrei áður
séð mann deyja. Eg hafði að
vísu lesið um þetta, um þann
óreglulega andardrátt, sem
kenndur er við Cheyne-Stokes,
og önnur bráð feigðarmerki, en
eg hafði aldrei áður séð facies
Hippokratica, ásjónuna, sem
dauðinn hefir sett mark sitt á,
né séð bláma helfrórinnar
víkja fyrir náfölvanum og
þeirri hátíðlegu ró, sem leggst
yfir andlit manns, þegar dauð-
inn strýkur mjúkri hendi sinni
yfir það á andlátsstundinni.
Óhugnanlegur
draumur.
Mörgum árum seinna
dreymdi mig einkennilegan
draum. Eg var að koma heim
til mín og mér var þá sagt, að
Dauðinn biði eftir mér inni á
herberginu mínu. Það kom að
mér beygur og eg var snöggv-
ast að hugsa um að snúa við,
en sá beygur fór af mér, þegar
eg opnaði herbergisdyrnar og
sá hann standa frammi fyrir
mér á miðju gólfi, háan mann á
svörtum yfirfrakka, mjög föl-
leitan og grannan í andliti, með
alvarlegan og mildan svip. Eg
ávarpaði hann og sagði: ,,Eruð
þér kominn að sækja mig?“, en
hann svaraði: „Ekki núna, held-
ur ....“ og nefndi nafn nákom-
ins ættingja míns. Við töluð-
AsEiEaa" Islsiíi.
umst við nokkra stund, svo
fylgdi eg Dauðanum til dyra
og við kvöddumst með frönsku
kveðjunni: „Au revoir“ — —
Hittumst aftur. Ef til vill hefur
þessi draummynd mín af dauð-
anum mótast aö einhverju leyti
sjóði. Eg vildi þvi hvorki bregð-
ast trausti frænda míns né
skyldunum sem heimilisfaðir,
en auk þess var það andrúms-
loft ríkjandi í læknadeild Há-
skólans á þessum fyrstu árum
hans, að engum ægði að fara út
á land og leggja á sig líkamlegt
erfiði. Það var talin sjálfsögð
fylgja læknisstarfsins.
Mikil og’ góð
mundering.
Nú var eftir að búa sig til
ferðar og gera auðvitað ráð
fyrir að fara allt á hestbaki,
hvernig sem viðraði. Eg átti
strigajakka, fóðraðan gæru-
skinnum og með stórum lcð-
kraga og auk þess gúmmírosa-
bullur, sem náðu upp á mitt
Bjarna Snæbjörnssonar, til þess
að fá hjá honum fréttir af
veikinni og góðar leiðbeiningar
um meðferð hennar. Það var
orðdð liðið á kvöldið, er við
komumst til Keflavíkur og
sneri bílinn þar við, því að ekk-
ert slíkt ökutæki átti þá heima
þar syðra. Mér var fenginn
samastaður hjá Eyjólfi Bjarna-
syni kaupmanni og átti eg þar
ágætan aðbúnað að öllu leyti,
auk þess, sem hann var fylg'dar-
maður mjnn um Keflavík, með-
an eg var þar ókunnugur. Fékk
eg lánaða hjá honum vog og
blandaði kamfórumixtúru og
brjóstsaft í tvær vatnsfötur til
þess að flýta fyrir mér við lyfja
aíhendinguna.
Páll V, (j, Uclka:
af þessum fyrstu kynnum mín-
um við hann, 16. nóv. 1918.
Sendiboðar frá
Suðurnesjum.
Eg gekk inn stutta spöl heim
frá dánarbeði vinar míns í
þungum þönkum. Þar lágu fyr-
ir mér skilaboð þess efnis, að
landlæknir vildi finna mig þeg-
ar í stað. Eg gekk til hans og
hitti þar fyrir tvo menn, sem
sendir höfðu verið til hans af
hreppsnefndum Keflavíkur-,
j Gérða- og Miðneshrepps
| þeirra erinda að fá lækni send-
an þangað suður, því að veik-
in væri að komast þar í al-
gleyming, nokkrir dánir, en
gamli læknirinn þar sjálfur las-
inn og gæti ekki farið út úr
húsi. Landlæknir spurði mig,
hvort eg vildi fara með sendi-
1 mönnunum og vera tilbúinn
, eftir klukkutíma. Eg taldi á því
öll tormerki fyrst í stað, sagðist
vera nýkominn á fætur sjálfur,
en konan mín veik, auk þess
væri eg ekki fær um að inna
þetta starf af hendi, svo vel
væri, og að öllu leyti vandbú-
inn með svo stuttum fyrirvara.
Hann kvaðst verða að senda
okkur stúdentana út til að fást
við veikina, í Keflavíkurhéraði
væri hún mögnuðust og því
hefði hann viljað gefa mér kost
á að fara þangað. Eg þakkaði
honum fyrir það traust, en bað
um hálftíma frest til að ræða
þetta mál við konu mína. Er
ekki að orðlengja það, að hún
latti mig ekki ferðarinnar, en
nokkuð rak það líka á eftir mér,
að af því fé, sem eg hafði ætlað
að hafa heimili okkar til fram-
færis þennan síðasta námsvet-
ur minn, sem átti að vera, voru
einar hundrað krónur eftir í
læri, og hafði fengið mér hvort-
tveggja áður en eg fór til
Hólmavíkur um vorið, því að
þá höfðu allir firðir norður þar
verið ísi lagðir eftir frostavet-
urinn mikla. Reiðbuxur átti eg
aftur á móti ekki nægilega góð-
ar og fékk því að láni hjá mági
mínurn, sem verið hafði skip-
stjóri, togarabuxur úr sauð-
hvítu og svellþæfðu Álafoss-
vaðmáli. Þær voru ekki með
neinni klauf að framan, en
með breiðri loku, sem hneppt
var upp á buxnastrenginn alla
leið út til hliða báðum megin.
Auk þessa hafði eg enska húfu
eða „six-pensara“ og sjóhatt og
var vel búinn að sokkum og
vettlingum. í þessari „mund-
eringu“ hóf eg praxis mína
suður með sjó. Kom hún sér
vel, því að oft þurfti maður að
vera á ferðinni í slagviðri, bæði
á nóttu og degi, og auðvitað
alltaf ríðandi eða gangandi.
Hnakktösku hafði eg undir
lyf og áhöld, en þau voru hlust-
pípa, lítil sprauta, hnífur og
2—3 tengur. Það var allur út-
búnaðurinn.
Lyfjalán og'
„smiðjuför“.
Eg lagði nú af stað á tilsett-
um tíma með sendimönnum
hreppsnefndanna, en þegar
suður í Hafnarfjörð kom, lágu
fyrir okkur skilaboð þess efnis,
að meðalalítið væri orðið í Kefla
vík, og eg yrði að koma með
nokkrar birgðir með mér. Tafði
þetta okkur um nokkra klukku
tíma í Hafnarfirði, meðan
Kampmann lyfsali tók til handa
mér það, sem eg taldi mig helzt
þurfa af lyfjum, og fékk ég
þau auðvitað að láni. Á meðan
fór eg í smiðju til collega míns,
Þrír dóu uin
nóttina.
til þess að fara fyrir okkur í
öll hús og kynna sér, hvar ég
þyrfti að koma. Annar og þriðji
dagurinn hafði farið mestmegnis
til sjúkravitjana í Keflavík, en.
fjórða daginn hóf ég yfirferð um
Miðnes og kom siðla dags inn í
Garð.
Hapurleg ;
aðkoma.
Fyrsta húsið, sem ég kom.
í, var aumasta kotið í Garðin-
um, lítil baðstofa með hjóna-
rúmi undir annari súðinni og var
hún þiljuð fyrir ofan rúmið, en
aðeins spent striga innan á torf-
súðina hinum megin í húsinu. f
þessu rúmi lá maður með lungna-<
bólgu í báðum lungum, kominn,
að bana, fyrir framan hann í
rúminu kona með barn í handar-
krika sínum og annað minna í
vöggu við rúmstokkinn. Elzta
barnið, 6—8 ára gömul stúlka,
var ein á fótum. Þaðan fór ég
í næsta hús og bjó þar móðir
þessa mans. Hún lá rúmföst,
dóttir hennar, 16 ára gömul, fyr-
ir ofan hana hljóðandi og sonur
hennar uppkominn í rúmi beint
á móti, með lungnabólgu, en ekki
mjög þungt haldinn.
Frá þessu.m stöðum hélt ég í
hús eitt nálægt Útskálum. Þar
bjuggu uppi á lofti gömul hjón
ásamt 16—18 ára gömlum syni
sinum. Eg heyrði dauðahrygluna
I honum, þegar ég kom upp í
stigann. I húsinu niðri bjð
tengdasonur þessara gömlu
hjóna, stór og hraustlegur mað-
ur, én einnig fast að bana kom-
inn. Þar var slegið upp barna-
rúmum, hverjum upp af öðru,
og gægðust einn eða tveir
krakkakollar út úr hverju rúmi
meðan ég var að skoða föður
þeirra. Eg held, að ekkert, sem
Það var sízt af því ofsögum 'fynr mig kom þar syðra, hafi
sagt, að sóttin væri komin í al- [gengið mér svo að hjarta sem
gleyming þar syðra. Maður sú sjón. ‘
sunnan úr Sandgerði hafði beðið J Frá þessu húsi dauðans hélt
eftir mér með hesta í nokkra úg að Útskálum. Þar lá prest-
klukkutíma, en var snúinn heim | urinn, síra Friðrik Rafnar, með
aftur, þegar eg kom til Kefla- jblóðuppgang og tveir sjúklingar
víkur. mér gafst því timi til að aðrir mikið veikir, og var frúirí
fara þar í nokkur hús ein á fótum.
um
kvöldið, þar sem Eyjólfur taldi
brýnasta þörf á læknishjálp.
Morguninn eftir kom sendimað
urinn frá Sandgerði aftur, en
eg komst ekki hjá því að fara
enn í nokkur hús í Keflavík og
varð því bið á því, að við kæm-
umst af stað. Spurðist eg fyrir
um þá sjúklinga, sem eg hafði
komið til kvöldið áður, og fékk i
Niðurlag á mánudag’.
Flóra, bók vors
og sumars.
Vísir hefur verið beðinn að
vekja athygli á hví að Flóra
þær fréttir, að þrír þeirra hefðu Stefáns Stefánssonar skóla-
dáið um nóttina. Rétt um það [nieistara er ennt)á íáanleg, en
leyti sem við vorum að stíga á 1 hnn er ^ör£ bók °S nauðsynleg
hestbak, var símað frá Send- hverjum þeim, sem kynna viH
gerði til þess að reka á eftir ser Srös °S hlóm að vori og
okkur og fylgdi sú fregn með, sumri-
að einn af sjúklingunum, semj Það voru erfingjar höfundar-
sækja átti mig til, hefði rétt í ins sem Sá£u Nátúrufræðifélag-
því verið að skilja við. Þannig inu útgáfuréttinn að Flóru og
byrjaði fyrsti dagur minn þar | fyrir nokkuru kom út þriðja
syðra.
útgáfa hennar, aukin og endur-
Þennan dag fór eg í allmörg hætt, á vegum félagsins, í út-
hús í Sandgerði og umhverfi,
var sóttur þaðan inn í Garð, en
bráðlega þaðan aftur út á
Hvalsnes, en þaðan hélt eg um
kvöldið inn til Keflavkur. Sá
ég af þessu, að tími minn myndi
reynast ódrjúgur, ef ég léti
þvæla mér fram og aftur á milli
þorpanna, ákvað því að rekja
byggðina og húsin eftir réttri röð,
símaði út í Garð, þar sem mikl-
ai’ sögur fóru af veikinni, og
lagði svo fyrir hreppsnefndina,
að hún skyldi hafa tilbúna fylgd-
armenn og hesta, þegar ég kæm-
ist þangað, en auk þess mann
gáfu Steindórs Steindórssonar
mer.ntaskólakennara á Akur-
eyri.
Hefur Náttúrufræðifélagið
jafnan haft nokkurar tekjur af
sölu bókarinnar, bæði á haust-
in um það leyti sem skólar hef j-
ast og eins á vorin og sumrin
þegar fólk leitar út í náttúruna
og vill kynna sér heiti og ein-
kenni íslenzkra blóma og jurta.
Fyrir þ'essa sök vill Náttúru-
fræðifélagið velcja athygli á
bókinni, en aðalútsölu á henni
hefur bókaútgáfan Norðri i
Reykjavík.