Vísir - 24.05.1958, Page 7

Vísir - 24.05.1958, Page 7
Laugardaginn 24. maí 1958 VÍSIR CATHERSNE GASKIK. Ubótíir | FDÐUR SÍNSÍ 31 breytt öllu. Ilann hefði þá ekki fariö til Mauru. Ekkert af þessu öllu hefði skeð. Irene sá hve Tom var óhamingjusamur og hún sá einnig ör- væntingu Mauru og hún var ekki sigri hrósandi lengur. Henni vafðist tungu um tönn. — Eg sagði honum ekki frá því vegna þess að eg bjóst við — ó, hamingjan góða! Hverju bjóst eg við. Ef til vill að hann segði mér annað hvort, að hann elskaði þig eða væri hættur að hugsa um þig. Eg hef veitt ykkur báðum athygli í allan vetur og vissi, að annað hvort hlaut að ske. Og loks þegar hann talaoi við mig, bað hann um skilnað — enda þótt hann hefði ekki mikla von um að fá þig. Gat eg sagt honum það undir slíkum kringum- stæðum? Hún endurtók þetta hátt og það var þjáning í málrómnum. — Hefðir þú sagt honum frá því þá — þegar hann tilkynnti þér, að hann elskaði aðra konu — að þú ætlaðir að fara að ala honum bam? Það hefði ekki verið heppilega valið tækifæri til þeirra hluta. Og það var ekki bam ástar okkar — heldur ótryggð- ar hans við þig. Hún fór að gráta og blygðaðist sín fyrir tár sín. Svo hætti hún að gráta og settist aftur á sófann. — Getið þið ásakað mig fyrir það, að eg vil fá hann aftur. Eg hef aldrei áður kynnzt manni eins og Johnnie. Hann hefur alltaf Ufað í öðru umhverfi, en eg. En það var ekki ástæðan til þess að eg varð ástfangin af honum. Eg elskaði hann vegna þess, að hann var sá eini, sem nokkru sinni hafði reynt að skilja af- stöðu mína til lífsins. Nú fór hún að ræða hið liðna. — Þegar eg man fyrst eftir mér átti eg heima í borg, sem jheitir Moreton í Georgíu. Eg held, að eg hafi ílutzt þangað, þegar eg var fimm ára gömul, eftir að foreldrar mínir höfðu farizt í umferðaslysi í New York. Afi minn bjó í timburhúsi skammt frá alþýðuskólanum, þar sem hann var kennari. Fjöl- skylda hans hafði flutzt frá írlandi, þegar kartöfluuppskeru- brestui-inn varð. Fjölskyldan hafði erfiðað stranglega, en það er ekki hægt aö auðgast á fáeinum tunnum lands, þar sem ekki er liægt að framleiða nema annars flokks baðmull. Afi var greindur karl. Eg held, að hann hafi verið góður kennari. En ! hann var fátækur og það voru átta böm á heimilinu. Svona fólk á ekki um marga möguleika að velja. — Eg man vel eftir því, hélt hún áfram. Þegar eg stsekkaði, gekk eg í skólann, þar sem hann var kennari. Eg lék mér við frændsystkini mín — börn sonar afa míns. Henry íööurbróðir átti sex börn og var hérumbil alltaf atvinnulaus. Afi vildi ekki, að eg kæmist á snoöir um fátækt þeirra, en þó gat hann ekki hjálpað þeim. Hann var metnaðargjarn fyrir mína hönd. Hann vildi að eg gengi menntaveginn. Eg held, að hann hafi viljað, að eg yrði kennslukona. Eg átti víst að gera það, sem honum hafði mis- heppnast. En eg var hrædd við það og þegar eg hafði lokið stúdentsprófi fór eg aö vinna í bókaverzlun í Moreton. Afi hafði verið veikur í hérumbil ár áður en eg lauk námi og hann varð aö hætta kennslustörfum. Hann hafði næstum alltaf kvalir út frá meinsemd í brjóstinu. Eftir lát hans bjó eg í þrjá mánuði á heimili Henrys föðurbróður míns. En okkur kom ekki vel sam- an. Eg hefði ekki farið frá Moreton, ef afi minn hefði lifað. En þegar hann var látinn, var ekkert lengur, sem tengdi mig við þann stað. Einhver hafði sagt mér að eg gæti orðið ijósmynda- fyrirsæta. Þess vegna fór eg til New York. Á KVÖLDVÖKUNNI l!!!l Ekkert er betra en konurnar, þegar maður viil eyða pening-» um og láta það sjást. ★ \ ! Einasta leiðin til þess að skilja konuna er að elska hana — og þá þarf maður ekki að skilja hana. ★ I í — Eg var ekki nógu há vexti til þess að tizkuteiknarar hefðu áhuga á mér, svo að eg fékk aðeins vinnu, þar sem þurfti stúlk- ur i baömullarfötum. Sem betur fór þurfti margar stúlkur baðmullarfötum, svo að eg gat unnið fyrir mér. En eg var svo einmana, að mig langaði til að deyja á hverju kvöldi þegar eg kom heim í herbergi mitt. Eg var vön að fara i bíó, en það var líka allt og sumt. Eg átti enga kunningja og mér var aldrei boðið út. New Yoi-k var svo stór og þar var allt svo dýrt. Eg saknaði afa mikið. Sá nýgifti við kiumingjð sinn: — Að því er matargerð viðkemur, þá getur hún í mesta lagi hitað .... mér í hamsL ★ .:/i Lítill drengur við bókavörð- inn á safninu: — Er ekki til einhver bók um foreldrana & erfiða skeiðinu? t — Þegar eg hafði verið í New York um tíma spurði stúlka mig að því, hvort eg vildi leigja með sér herbergi. Við leigðum saman fjórar stúlkur. Við vorum allar Ijósmyndafyrirsætur, og þar átti eg heima, þegar eg hitti Johnnie. Eg kynntist honum vegna þess, að minnstu munaði aö hann ★ * Frúin í símann: — Páll hafðl heppnina með sér, þegar hann fór á veiðar með byssu síðast — hann kom óslasaður heim! • Vt CEREBOS I HANDllÆGU BLAU DOSUNUM HEIMSpEKKT GÆÐAVARA Mrssr^. KrUljájf O. ‘ikagfjoid Limilci. Posl Box 41IvRKVKJA\TK. l.e»aiHL Annan s hvífasunnu kl. 8 teika á !VfeKavellinum VALIIR - VÍKINGDR (“OLD BOYS“) Dómari: „Steini Mosi“ (K.R.) — Línuverðir: Sigurjón Jónsson og Hans Kragh. og strax á eftir AKRANES - UNGLIIMGALANDSLIÐ Ðómari: Guðjón Einarsson. — Línuverðir: Hannes Sigurðsson og Guðhjörn Jónsscn. Aðgöngumiðasala hefst kl. 2. VÍKINGUR. •• '/KaviV*' rJÍ&Ji&Jim* • •Vt« •//!» • 1/tV •'/! H E. R. Burroughs TARZAINI 2027 Með geysilegu sr.arræði svertingjans cg sneri síðan hans og rak Veera á hol og tókst Jim að forðast spjótlag leiftusnöggt spjótið úr hendi féll hann dauður niður.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.