Vísir - 27.05.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 27.05.1958, Blaðsíða 4
4 VlSIf Þriðjudaginn 27. maí 1958 WISI3R D AGB LAÐ Tíilr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíSur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinu Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00, Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Visir kosiar kr. 20.00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Magdalena Árnadóttir Schram. JIí'nii iti tjarorð. Margfaldur uppvakrangur. Sérkennilegasti og á margan hátt broslegasti þátturinn í íslenzkri stjórnmálasögu var leikinn til enda í vikunni sem leið. Rikisstjórn vinstri flokkanna hafði sprungið hvað eftir annað — daglega að kalla — á aðeins viku tímabili, verið jafnan dauð og eiginlega farin frá völdum að kvöldi dags, en risið æv- inlega upp að morgni. Með þessu hefir hún orðið furð- anlegasta fyrirbæri, sem nokkru sinni hefir verið um getið í íslenzku þjóðlífi, sem séð hefir margar kynjasögur gerast. Þótt hér á landi úi og grúi af sögnum um drauga og uppvakninga, eru þess engin dæmi, að hér hafi ver- ið til margfaldur uppvakn- ingur, eins og sá sem gengur nú ljósum logum í hvíta húsinu austan við Lækjar- torg. Frakkland er jafnan nefnt, þegar menn tala um ein- kennilegt háttalag á sviði ! stjórnmálanna, og víst er um | það, að þar eru tíð stjórnar- skipti, en þar er stjórnin líka dauð, þegar hún er dauð. Menn gera ekki margar til- raunir þar til að blása lífs- anda í nasir hins framliðna, en sennilega eru franskar þjóðsögur líka harla fátæk- ' ar af sögnum um drauga og annað slíkt fólk, sem við ís- ! lendingar höfum kunnað vel að meta, þótt skráningin kunni nú að lækka við síð- ustu viðbótina, Það má nærri geta, að almenn- ' ingur hafi fyllzt viðeigandi virðingu á stjórninni fyrir það, hversu vel hún hefir varizt. Verður þó að segja það eins og er, að þótt menn kunni hér almennt að meta hraustlega framgöngu, þá kunna þeir þó enn betur að virða þá, sem verða karl- mannlega við dauða sínum. En það er eðlileg skýring á þessu, því að það var ekki venjulegur dauði, sem sum- ir ráðherranna séu fram á, er stjórnin nálgaðist glötun- arbarminn. Þeir gerðu sér grein fyrir því, að ef þeir dyttu úr ráðherrastólnum nú, mundu þeir verða að bíða næsta lengi eftir því að s.etj - ast í slíkt hásæti aftur. Þeir sáu fram á það, að ef þeir neyddust til að hrökklast úr hvíta húsinu, mundi þess verða langt að bíða, að þeir fengju að koma þar sem hús- bændur aftur. Þeir vissu, að til kosninga mundi verða gengið fljótlega, og þeir fóru ekki í neinar grafgötur um það, hver úrslit þeirra kosninga mundu verða, hvernig sá dómur mundi hljóða, sem almenningur kvæði upp við kjörborðið næsta sinni. Það var óttinn, sem rak stjórn- arflokkanna aftur upp í flat- sængina, þótt þá langi, hvern í sínu lagi og alla sameigin- lega, til að komast úr stjórn- . inni, ef það gæti orðið til þess að firra þá einhverri af þeirri ábyrgð, sem þeir hafa bakað sér að undanförnu með endemisstjórn sinni á málefnum þjóðarinnar. Þeir hafa því fengið frest, en það er sannkallaður gálgafrestur, því að þeim mun lengur, sem þeir sitja í stjórninni, þeim mun tryggari verða ófarir þeirra, þegar gengið verður ■ til kosninga. Hvað það snertir,- skipta nokkrir mán- uðir eða eitt eða tvö ár ekki svo miklu máli. Úrslitin vita allir fyrir. Það er hvort tveggja að mér er ljúft að minnast frú Magda- lenu Schram enda mætti með fullum sanni segja að mér væri mörgum öðrum skyldara að rnæla eftir hana, nú, þegar hún er öll. Það atvikaðist svo, þeg- ar eg vorið 1920 fluttist heim aftur frá útlöndum með konu mína öllum og öllu ókunnuga hér á landi og lítt sem ekki mælandi á íslenzka tungu, fengum við húsnæði hjá þeim hjónunum Ellert skipstjóra Schram og Madalenu konu hans. Og ekki hefði unga kon- an erlenda getað hafnað hjá betra fólki. Þau hjónin urðu henni sem foreldar þá þegar, og síðan alla þá tið, er hún átti ólifaða. Á heimili þeirra ríkti öll háttprýði, og börnin, þá að miklu leyti uppkomin, voru greind og glaðvær. Allir voru boðnir og búnir til hverskonar greiðvikni og liðveizlu, og frú ili og hvenær sem tækifæri gafst sí og æ að vinna ókeypis fyrir óbor.nar kynslóðir. Um annað en sára fátækt gat vit- anlega ekki verið að ræða. Magdalena var fædd á Fossi Schram tiltakanlega hugulsöm 1 Stfarsveit 19; iulí ^ ,um svo ótalmargt smávegis. f*1' 1 kU Þ®gar slíka hluti sem aðeins reynd, hu^ flutbst hmgað bl bæjarins stjórnsöm og hagsýn hásmóðir foreldruln smum. Hér átti . hefir í minni, Eg veit að sú,jÞf SJ° henm að llggla ,sem naut ailra þessara (eftir j ®?f ^ JflSmnÍ’ °g hér atvikum ómetanlegu) gæða Ú íUn eftlrllfandl mannl mundi ekki vilja að eg léth ” 2°’ °któber 1895‘ Hann þetta nú vera gleymt, því sjálf' ^ nu Þrja Um nírætt begar Igleymdi hún aldrei neinu, smáuileiðlr Þeimi Skllja Um stund- eða stóru sem henni var vel gert. Hún- mundi vilja láta mig bera fram þakkir sínar, og þann vilja er mér kært að fram- kvæma. Það er gamall siður hér á landi og góður, að gera nokkra 'grein fyrir ætterni um leið og getið er æfiatriða. Foreldrar Magdalenu Sigríðar (en svo hét og eina fimm mánuði vantaði til þess að þau hefðu lifað sam- an sextíu-og-þrjú ár í hjóna- bandi. Er því yfir langa leið um öxl að líta, en það má með sanni segja, að bjart sé yfir henni — flekklaus heiðríkja. Sjálf voru þau samstillt og samtaka alla leiðina, og þeim hlotnaðist það sem bezt er jarðneskra gæða, en það oigijoar ^en svo net gæoa, en pað er hún fullu nafni) voru Árni barnalán. Börnin þeirra fimm, Það eru ösannindi. Þess var ekki að vænta, að blað með siðferði Þjóðviljans færi með rétt mál, að því er snerti afstöðu Sjálfstæðis- flokksins í landhelgismálinu. Kommúnistar standa nú svo höllum fæti á öllum sviðum — eins og raunar stjórnar- flokkarnir allir — að þeir vona, að þeir geti gert Sjálf- stæðisflokknum, er stendur allra flokka bezt að vígi, nokkurn óleik með því að Ijúga um hann í sambandi við landhelgismálið. Það eru ósannindi, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi nokkru sinni léð máls á samningum ; um landhelgismálið. Þvert á móti, því að Sjálfstæðisflokk urinn telur, að ekki sé um neitt að semja, þar sem ís- lendingar ætla aðeins að gera það, sem þeim er heim- ilt og nauðsynlegt. Þetta er stefna Sjálfstæðis- flokksins í fáum orðum, og þótt kommúnistar vilji, að hún sé einhver önnur, þá fá þeir engu breytt í þessu efni.. Það má einnig minna komm- únista á það, að Sjáfstæðis- menn hafa áður staðið að stækkun landhelginnar og höfðu alla forustu í því máli. Síðan hefir engin breyting orðið í þessu efni. Halldór Hannesson (1843— 1901) og kona hans, Margrét Gestsdóttir (1837—1922), síð- ast bónda á Innra-Hólmi, Jóns- sonar úr Skagafirði, en kona Gests og móðir Margrétar var Helga dóttir síra Halldórs pró- fasts á Melstað Ámundasonar. Foreldrar Árna voru ' Hannes fyrst lyfsalasveinn í Nesi, en síðar bóndi á ýmsum stöðum í Staðarsveit, og kona hans Guðríður dóttir Árna skálds Jónssonar á Borg í Miklaholts- hreppi. Foreldrar Hannesar voru síra Árni Skaftason á Hálsi í Hamarsfirði og kona hans Helga, dóttir Vigfúsar Jónssonar sýslumanns í Þing- eyjarþingi. Árni H. Hannesson varð hinn mesti fræðimaður, enda þótt hann nyti aldrei annarar fjórir synir og ein dóttir, eru öll vel gefin, hafa öll orðið vel að manni, í öllu kynnt sig vel, og hafa endurgoldið foreldra- ástina, Sama er að segja um barnabörnin. Ellert Schram á sér merki- lega sögu, en ekki verður hún rituð í clag. Uppvaxtarárin voru honum harður skóli (það hafa þau eflaust verið konu hans líka), og það þurfti meira en lítinn meðfæddan manndóm til þess að svo skyldi spinnast úr honum sem raun varð á. En ekki tókst harðleikni æskuár- anna að gera hjartað hart; það er enn í dag milt, þó að æfiveðr- in kunni að hafa barið nokkra skel á ytra borðið. Hann er enn í dag hetja eins og hann hefir alla tíð verið. Ókvíðinn mun fræðslu en þeirrar, er hann afl- 1?““* Þ®SSÍ hreinlyndi og æðru' aði sér af síálfsfln«iim l!&US1 dl’engskaparmaður, að jafnaði hafa horft fram á veg- aði sér af sjálfsdáðum. Færði hann í letur kynstur af alls- konar fróðleik, eins og hand- ritasafn Landsbókasafnsins Ijósast vottar. Hann bjó fyrst vestur í Staðarsveit, þar sem hann var fæddur, en árið 1883 fluttist hann til Réykjavíkur með fjölskyldu sína, en því til- tæki hans hefir það sennilega ráðið, að hann var maður ekki heilsuhraustur og þoldi lítt erfiðisvinnu; þó má hitt vera að það hafi engu síður verið menntalöngunin, sem dró hann hingað. Hitt geta svo þeir menn, er langt muna aftur í tímann, sagt sér sjálfir, að hér muni hann ekki hafa spunnið inn. Þó vissi eg að hin síðari árin kveið hann einu, enda þótt hann muni að mestu hafa dulið kvíðann: hann kveið því, sem nú er orðið. En þegar það varð að verða, tók hann því með sömu karlmennskunni og of- viðrunum sem hann fékk á sjónum. Það er ekki mitt hlutverk að prédika. Því get eg nú að mestu látið úttalað um Magdalenu Schram. Við þekkjumst þær öll, þessar hljóðlátu, sístarfandi og sívakandi húsmæður, kon- urnar sem finna fullnægingu i því, að rækja skyldurnar og að gull, maður með allþungt heim-, hlynna að öðrum. Hún var aldrei hávær, aldi’ei fyrirferð- armikil, alltaf róleg og alltaf prúð í allri framkomu. Svona gekk hún æfibraut sína. Hin síðustu árin var hún mjög þrotin að heilsu og kröft- um, en lengst af tókst henni að annast sjálf um heimilið. Nokkra síðustu dagana lá hún á spítala, en þó að jafnaði ekki sárþjáð. Um hádegi fimmtu- daginn 22. maí seig á hana mók, og úr því raknaði hún ekki við aftur til þessa lífs. Um kvöldið slokknaði lífsljósið hóglega, þar sem maður hennar sat og hélt í hönd henni. Það var upp- fylling hinnar undurfögru bænar Matthíasar: Dæm svo mildan dauða, drottinn, þínu barni, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, eins og lítill lækur Ijúki sínu hjali þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. Það var fagurt sólarlag eftir heiðan æfidag. Sn. J. Þjófnaður... Fx’amh. af 1. síðu. eru um tvítugt og voru nokkuð við skál. Innbrot og bjófnaður í Hafnarfirði. Um hvítasunnuna var brotizt inn í Hraunsteypuna fyrir sunnan Hvaleyrarholtið við Hafnarfjörð og stolið þaðan tveimur hjólbörðum undan bif- reiðum, miklu af ýmiskonar verkfærum og olíudælu frá kynditæki. Lögreglan í Hafn- arfirði biður þá sem einhverjar upplýsingar gætu gefið að láta hana vita þegar í stað. Líkamsmeiðingar. Tveir menn liggja á sjúkra- húsum ’eftir barsmíðar um helgina, báðir mikið meiddir. í gærmorgun varð bílverjum, fjórum talsins, sem voru í skemmtiakstri um bæinn, eitt- hvað sundurorða. Ákváðu þeir að skera úr deilunni með hnefarétti, fóru úr bílnum á Tunguvegi og slógust. Afleið- ingarnar urðu þær að einn þeirra brotnaði á báðum kjálk- um og' liggur nú á sjúkrhúsi. í morgun lenti tveimur mönnum saman á götu og varð annar þeirra fyrir svo þungu höggi, að hann var fluttur með- vitundarlaus á Slysavarðstof- una og sðan í sjúkrahús. Ekki er blaðinu kunnugt um hve mikil meiðsli eru. Hjólum stolið undan bíl. í fyrrinótt var 2 hjólum stolið undan bíl sem stóð á götu, Sætúni 4. Tilraun var gerð til þess að ná öllum hjól- unum, en tókst aðeins að ná tveimur þeirra. Ef vegfarendur hefðu orðið þessa varir eru þeir beðnir að tilkynna lögreglunni það. Málflutningsskrifstofa MAGNÚS THORLACIUS hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 9. Sími 11875.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.