Vísir - 29.05.1958, Blaðsíða 4
I
VlSIV
Fimmtudaginn 29. maí 1958
WMSIXL
DA6BLAÐ
▼Mr kemur út 300 daga á árl, ýmist 8 eOa 12 blaOsíöur.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritatjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
ASrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00, s
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—18,00.
Sími: (11660 (fimm línur) J j
Vísir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hin nýja
>egar núverandi rikisstjórn
hafði verið nokkrar vikur við
völd, réðst hún í að stöðva
vísitöluna og banna kaup-
gjaldshækkanir, og stefna
; sú, sem hún tók upp, var þá
þegar kölluð verðstöðvunar-
stefnan. Mjög orkaði það þó
tvímælis, að sú nafngift gæti
staðizt, því að almenningur
varð ekki sv osérstaklega var
, við verðstöðvunina, þegar
komið var fram yfir jólin, og
áhrifin frá jólagjöfinni fóru
; að segja til sín, svo að um
munaði. Sannleikurinn var
nefnilega sá, að allt hækk-
aði nema vísitalan, svo að
ekki var um neina verð-
stöðvun að ræða.
Stjórnin og flokkar hennar,
óbreyttir fylgismenn í þeim
þrem flokkum, sem stjórn-
ína styðja, héldu þó áfram
að gefa stefnu stjórnarinn-
ar þetta nafn, enda þótt það
yrði sífellt meira háð eftir
því sem lengra leið. En
-stjórnarflokkarnir máttu
ekki heyra annað nefnt en
að verðstöðvunin væri eina
stefna.
rétta stefnan, sem um væri
að ræða, og jafnvel komm-
únistar, sem alltaf hafa
barizt fyrir kauphækkun-
um, án þess að spyrja um
gjaldþol atvinnuveganna,
sneru algerlega við blaðinu
og börðust ákaflega gegn
verkföllum og kauphækk-
unum, svo að stefnan byði
ekki ósigur.
Það er sagt, að Adam hafi ekki
verið lengi í paradís forðum,
og hann var það heldur ekki
lengi að' þessu sinni. Verð-
stöðvunarstefnan, björgun-
unin, sem átti að vera, ent-
ist ekki einu sinni hálft
kjörtímabil, því að hún hef-
ir nú verið fordæmd, svo að
um munar. Ríkisstjórnin
hefir kúvent, svo að ekkert
verður eftir af hinni gömlu
stefnu hennar, þegar bjarg-
ráðin miklu og góðu verða
komin til framkvæmda. Hún
berst ekki lengur við
verðstöðvunarstefnu, held-
ur verðbólgustefnu, sem
enginn getur gert sér grein
fyrir hvernig endar.
Miklar veribækkanir.
Fyrirsjáanlegt er, að verðiag
ailt hækkar til mikilla
muna, og ríkisstjórnin
treystir sér ekki til að mót-
mæla því. Eitt af stuðnings-
blöðum hennar hefir meira
að segja látið svo um mælt,
að það sé ekki hægt að gera
sér almenniléga grein fyr-
ir því, hversu miklar verð-
. hækkanirnar verða, sem yf-
ir eiga að dynja af völdum
bjargráðanna.
Er hægt að ganga öllu lengra
í vesaldómi en þetta? Stjórn
arblað viðurkennir, að rík-
isstjórnin viti ekki, hvaða
áfleiðingar verða af þeim
ráðstöfunum, sem hún hefir
ákveðið að gera. Er hægt að
kalla þetta stjórn, eða æt]
réttara sé að viðhafa nafn
giftir almennings — kall
þetta óstjórn, stjórnleysi eð
ráðleysi?
Stjórnarblaðið veit ekki, hvað
afleiðingar verða af því, a
hún hefir tekið upp nýj
stefnu til að bjarga þjóðinn
Það ætti þó að gera sér grei:
fyrir einu: Stefna sú, ser
stjórnin hefir tekið upi;
hlýtur óhjákvæmilega a
leiða til enn meiri vandræðí
en við eigum við að glím
nú, enda þótt ekki sé hæg
að segja, í hve ríkum mæ!
þau vaxa. En finnast stjórn
arliðinu þau ekki nóg?
Unnið fyrir
Eitt af því, sem stjórnin hefir
tekið sér fyrir hendur er að
auka kostnað námsmanna til
mikilla muna, svo að margir
efnilegir menn en efnalitlir
hljóta að gefast upp við að
afla sér menntunar ytra.
Þetta afrekar stjórnin með
því að leggja 30% á allan
gjaldéyri, sem námsmenn
þurfa á að halda.
Með þessu er rlkisstjórnin
sannarlega að vinna fyrir
framtíðina, því að með þess-
ari ráðstöfun vinnur hún
beinlínis að auknum kaup-
kröfurti í framtðinni, þegar
framtíðina.
þeir námsmenn koma heim,
sem nú stunda,'nám erlendis.
Þeir verða í meiri skuldum,
þegar námstími þeirra er á
enda, og þeir munu eðlilega
heimta betri launakjör til
þess að auðveldara verði að
endurgreiða þær. Með þess-
ari ráðstöfun er því verið að
efla dýrtíð í framtíðinni, og
verður að segja það, að
stjórnin vinnur langt fram í
tímann. Henni nægir ekki að
efla dýrtíðina á næstu mán-
uðum, heldur hugsar hún
mörg ár fram í tímann. Ekki
er ráð nema í tíma sé tekið.
Ekki hefir dregið úr
ferðamannastraumiuim
Spara ver5ur 20 milljarða í
erlenduin gjaldeyri.
í fréttapistli til New York
Times í fyrri viku segir, að
öngþveitið í Frakklandi hafi
ekki orðið til þess að draga úr
ferðamannastraumnum. Segir
fréttamaðurinn, að skemmti-
ferðafólk sé komið í þúsunda-
tali til Parísar og ekkcrt lát á
ferðamannastraumnum.
Fulltrúar ferðaskrifstofa,
flugfélaga og skipafélaga sögðu
honum, að nokkuð hefði borið
á því, að fólk í Bandaríkjunum
hefði frestað áformuðum ferð-
um til Frakklands, en það komu
bara aðrir í staðinn undir eins,
fólk, sem var á biðlistum. Á
götum Parísar* segir hann, er
allt með sínum vanalega brag,
nema að lögreglubifreiðar sjást
miklu víðar en áður.
Frakkar vilja
líka ferðast, en —
En Frakkar vilja líka ferðast
til annarra landa og horfur á
því, að þeir geti brugðið sér til
annarra landa í sumar eru
vissulega dökkar. Franska
stjói’nin hefur fyrirskipað
strangt eftirlit, til varnar því
að fólk, sem hætta gæti stafað
af, fari úr landi (til Alsír), og
þess er því krafzt, að öll vega-
bréf Frakka, sem úr landi fara,
séu árituð. Og áritunina verður
að fá í lögreglustöðvum lands-
ins. Svo eru gjaldeyrishömlurn-
ar þrándur í götu, en aðalerfið-
leikarnir eru að fá áritun, og í
París bíða menn í röðum við
aðallögreglustöðina til þess að
fá áritun. Og afgreiðslan geng-
ur seint, því að menn eru yfir-
heyrðir, og menn verða að
sanna, hverjir þeir eru, hvað
sem liður vegabréfsmyndinni
þeirra, að þeir eigi heima, þar
sem vegabréfið gefur til kynna
o. s. frv. Lögreglan vill vera
alveg viss um, að menn ætli
ekki til Alsír, og er ekkert að
flýta sér við afgreiðsluna.
Hömlurnar.
Á undangengnum tíma hafa
Frakkar, sem ætla í sumarleyfi
til annarra landa, jafnan fengið
sem svarar til rúmlega 87 doll-
ara í gjaldmiðli þess lands, sem
ferðast er til.
í fyrra eyddu franskir ferða-
menn meira fé í öðrum löndum
én erlendir ferðamenn í Frakk-
landi, en í ár ætlar franska
stjórnin að spara hvorki meira
né minna en 20 milljarða í er-
lendum gjaldeyri (um 50 millj.
dollara) með því að neita ferða
mönnum um gjaldeyri, með
þeirri einu undanþágu, að þeir
mega hafa með sér 20.000
franka (50 dollara), sem þeir
,,höndla með“ sem bezt þeir
geta, og svo eru smávegis íviln-
anir, ef einhverjar sérstakar á-
stæður eru fyrir hendi, svo sem
ef menn fara í kaupsýsluerind-
um, í heimsókn til ættingja o.
s. frv. og þeir, sem fara til
Spánar, fá leyfi til að hafa með
sér 60.000 franka eða sem svar-
ar til 150 dollara.
„í allri hreinskilni —“
Hér i blaðinu var birt viðtal i
gær við belgíska konu, miðaldra,
prinsessuna E\'rad d’Arenberg,
bráðgáfaða- víðförla konu. Eg,
sem þessar línur rita, átti viðtal
við hana, og lét þess getlð, að
sitthvað fleira hefði borið á
góma, er ég ræddi við hana, en
fram kom í viðtalinu, og má
vera, að ég minnist á eitthvað
af því síðar, en á eitt vildi ég
minnast í þessum dálki. — Eg
spurði hana og son hennar, lækn,
inn unga frá Belgíska Kongö,
hvort þau hefði lesið mikið um
Island eða heyrt, þ. e. fræðst um
það af bókum, blöðum, útvarpi
o. s. frv. Svar þeirra var stutt og
afdráttarlaust: „í hreinskilni
sagt — ekki neitt.“
Umhugsunarefni.
Umhugsunarefni má þetta okk
ur Islendingum vera, með tilliti
til kynningar á landi okkar, þjóð
og menningu, því að í því, að vel
menntað og „víðreist" fólk, sem
er alveg ófrótt um þetta allt og
af tilviljun kynnist landinu og
fær þegar löngun til nánari
kynna, hlýtur að vera bending
um, að kynni menntaðs fólks,
Jafnvel i tiltölulega nálægum
löndum, af íslandi, séu miklti
minni en við höfum gert okkur
í hugarlund. Nú er það vitað
mál, að á Norðurlöndum, Þýzka-
landi Bretlandi, Irlandi, Banda-
rikjunum og Kanada, er margt
menntaðra manna, sem þekkir
Island allvel og islenzka menn-
ingu, og í þessum löndum munu
talsvert margir innan ýmissa
stétta, sem vita eitthvað um ís-
land. En hvemig mun það vlra
í öðrum tiltölulega nálægum
menningarlöndum, Frakklancli,
Italíu, Spáni, Hollandi, Belgíu o.
fl. löndum? Ætli það megi ekki
telja þá á fingrum sér í þessum
löndum og fleiri, sem hafa lítil
kynni af íslandi, — og allur
fjöldinn viti sáma sem ekkert
um það?
Landkynningin.
Er hin aukna landkynning nú-
tímans, sem svo mjög er talað
um — og oft gumað af — ekki
eins mikils virði og af er látið.
Mér er fjarri að draga úr gildi
kvikmynda, sjónvarps, fyrir-
lestrahalds, ferðaritlinga o. fl.
til landkynninga — og þó hefur
flögrað að mér, að þessi land-
kynning rissti sjaldan djúpt. Til
bóta er þó sjálfsagt, að stunda
hana.
Er við hugleiðum þetta mætt-
um við minnast þess, að senni-
lega hefur þekking á Islandi
ekki orðið eins útbreidd með
nokkurri þjóð fyrir aldamót sein
ustu og á fyrstu tugum þessarar
aldar, sem á Þýzkalandi og jafn-
vel i Austurríki. En það var
vegna mikils áhuga fræðimanna
og unnenda íslenzkra bókmennta
í þessum löndum, sem þekking-
in breiddist út, á fyrrnefndum
tíma og fyrr, þekkingin á því,
sem er- áreiðanlega með því
bezta, sem við eigum. En ef sú
þekking er til staðar, kemur þá
ekki þekking á öðru i kjölfarið.
Er það með öðrum orðum ekki
meginatriðið, að grunnurinn til
landkynningarinnar sé kynning-
in á sögu landsins og bókmennt-
unum? — ATH.
Leiðrétting.
Við leiðréttingu á viðtali, sem
birt var I gær, hafa fallið alveg
úr nokkrar línur. Réttur er þessi
kafli svona: „ ... en hvergi.
finnst mér ég hafa fundið það,
sem ég hef fundið hér, t d. auk
Kunnið þér „ástkæra,
ylhýra málið“?
Á reykvíska nokkuð skylt við það?
„Bréf“ þáð hér fer á eftir, hefur Vísir leyft sér að taka upp
úr fjölrituðu blaði, Aski, sem gefið er út í Verzlunarskóla ís-
lands. „Dollý“ leyfir mönnum þar að kynnast reykvískunni,
eins og hún er meðal æskunnar í dag, og vonandi lærist þeim,
sem þannig tala, móðurmálið rétt og óbjagað síðar. „Dollý“
verðskuldar þakklæti fyrir að bregða upp þessari skopmynd
af bæjarmálinu.
„Elsku Dúdí.
Eg þakka þér ægilega'vel
fyrir bréfið, sem þú sendir til
mín um daginn. Eg margrídaði
það og hafði gassalega gaman
af því. Eg er nú að dressa mig
upp, því eg er að hugsa um að
juinpa í távnið smátíma og
labba nokkra rúnta. Veðrið er
svo ógurlega gott. í gær, laug-
ardag, fór eg á ball, ægilegt
jamm, og hvað heldurðu. Sússó
og Johnny voru þar báðir og
voru alltaf að reyna að dobla
okkur, mig og Gúgó, út í karið
þeirra. Við föttuðum þetta
samt eins og skot og blöffuðum
þá með því að þykjast vera
vondar út í þá. Þá urðu þeir
gassalega reiðir og fóru að eiga
við einhverjar fýsur þarna. En
í restina meldaðist þetta allt
saman, því að við fifíuðum þá
með smátrikkum.
Annars skeði dálítið svaka-
legt niður á ísborg um daginn.
Við sátum þar inni, þegar
nokkrir gæjar úr Gaggó-Aust
voru að hilla afgreiðsludömun
svo að kallinn (eigandinr
hringdi á pólísinn. Þegar har
kom féllu gæjarnir alveg
rusl og þóttust ekkert ha
gert. En pólísinn hlustaði ek!
á þá, ein druslaði tveimi
gæjunum upp í einhver
skruggukerru og brenndi beii
á stöðina. Ekki hef eg nokki
ædeu um, hvað gert var við þ
en ekki býst eg við, að þei
hafi verið stungið inn. Þe
höfðu víst bísað hjálpartík daj
inn áður.
Eg er enn í Gaggó-Hrin
komin í fjórða bekk, en mi
þykir samt gasalega leiðinleg
Eg hlakka skverlega til vor:
ins. Jæja nú er að hugsa u
að fiffa enda á þetta rövl í mé
Gerðu nú engar dillur þan
fyrir norðan, skrifaðu fljótt.
Með ástarkveðju,
Dollý.
PS.
Hvað ætlarður að jobba
sumar?“