Vísir - 07.06.1958, Blaðsíða 2

Vísir - 07.06.1958, Blaðsíða 2
1 VlSIB Laugardaginn 7. júní 1955 Bœjas'foéttfa Uívarpið í dag: 8.00—9.00 Morgunútvarj. — j 10.10 Veðurfregnir. — 12.00 j Hádegisútýarp. 12.50 Óska- j lög sjúklinga (Bryndís Sig- ; urjónsdóttir), 14.00 „Laug- j ardagslögin“. (16.00 Frétt- ir). 19.00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón , Pálsson). 19.30 Samsöngur: Karlakórinn „Adolphina11 í Hamborg syngur (plötur). 20.30 Raddir skálda: „Ráð- vendni“, smásaga eftir Þóri Bergsson. 21.00 Tónleikar (plötur). — 21.20 Leikrit: ' „Nói“ eftir Arne Bolander, í þýðingu Helga J. Halldórs- sonar. Leikstjói’i: Rúrik Haraldsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög (plötur) til 24.00. ÍLJtvarpið á moígun: 9.30 Fréttir og morguntón- leikar (plötur). 10.10 Veð- urfregnir. 11.00 Messa í Frí- kirkjunni (Prestur: Séra Þorsteinn Björnsson. Organ- leikari: Sigurður ísólfsson). 12.15—13.15 Hádegisútvarp. — 15.00 Miðdegistónleikar (segulband og plötur). — 16.00 Kaffitíminn: Létt lög af plötur. 18.30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdæt- ur): a) Leikritið „Stóllinn hennar ömmu“; II. þáttur: „Lávarðarnir tveir“. Leik- stjóri: Helgi Skúlason. b) „í musterinu", saga eftir Selmu • Lagerlöf. — 19.30 Tónleikar (plötur). 20.20 Skáldið og Ijóðið: Steinn Steinarr (Knúf ur Bruun stud. jur. og Njörð- ur Njarðvík stud. mag. stjórna þættinum. Með þeim kemur fram Matth. Johann- essen cand. ma.). — 20.50 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur. Stjórnandi: Hans- Jachim Wunderlich. Ein- söngvari: Nanna Egilsdóttir. 21.20 „í stuttu máli“, þáttur í umsjá Lofts Guðmundsson- ar og Jónasar Jónassonar. 22.00 Fréttir og veðurfregn- ir. 22.05 Danslög (plötur) til 23.30. Messur á morgun: Dómkirkjan: Messa kl. 11 f. h. Sr. Kristinn Stefánsson. Óháði söfnuðurinn; Messa i Kii’kjubæ kl. 11 f. h. Sr. Emil Björnsson . Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. 2 e. h. Sr. Þórður Odd- geirsson frá Sauðanesi pré- dikar. Heirnilispresturinn. Bústaðaprestakall: Messa í Kópavogsskóla kl. 2 e. h. Sr, Gunnar Árnason. Laugarneskirkja: Messa kl. 11 f. h. Sr. Þorsteinn Jó- hannesson fyrrv. prófestur 1 Vatnsfirði. Fríkirkjan: Messað kl. 11. (Ath. breyttan tíma). Sr. Þorsteinn Björnsson. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f. h. Sr. Sigurjón Þ. Árnason. Neskirkja: Messa kl. 11 f. h. Sr. Jón Thorarensen. Háteigsprestakall: Messa í hátíðasal Sjómannaskólans kl. 2. Biskup landsins hr. Ás- mundur Guðmundsson pré- dikar. Að messu lokinni hefjast í borðsal skólans kaffiveitingar kvenfélagsins. Sr. Jón Þorvarðarson. Kvenfélag Háteigssóknar. Kaffisala í Sjómannaskólan- um á morgun og hefst kl. 3 eftir messu. Safnaðarfólk og aðrir Reykvíkingar, fjöl- mennið í Sjómannaskólann á morgun. — Nefndin. Sextugur er í dag Jóhann J. Kristjáns- son héraðslæknir á Ólafsfirði. Ókeypis kvikmyndasýning. Á vegum Sambands bruna- tryggjenda á íslandi verða sýndar þrjár merkar eld- varnamyndir kl. 3 e. h. í dag í Tjarnarbíói og er aðgangur ókeypis. Auk þess verður sýnd ný kvikmynd um lífgun úr dauðadái. Eldvarnamynd- irnar eru jafnt fyrir heimili og vinnustaði og veita glögg- ar upplýsingar um orsakir eldsvoða og hvernig fólk á að bregða við ef eldsvoða ber að höndum. Gullfoss og Geysisferð. Bifreiðastöð íslands og Fe'rðaskrifstofa ríkisins efna til Gullfoss- og Geysisferðar sunnudaginn 8. júní kl. 9 ár- degis. Lagt verður af stað frá Bifreiðastöð íslands við Kalkofnsveg. Farið verður um Þingvöll — Geysi — Gullfoss — Skálholt — Iðu- brú — niður Skeið — um Selfoss og Hveragerði til Reykjavíkur. Farseðlar seld- ir á Bifreiðastöð íslands og Ferðaskrifstofu ríkisins. — Fargjald verður kr. 150.00. KROSSGATA NR. 3510: Lárétt: 2 stundi, 6 fangamark fyrirtækis, 8 fornafn, 9 straum- ur, 11 hæð, 12 rómv. tala, 13 blað, 14 um ár, 15 vörumerki, 16 tíma, 17 foss. Lóðrétt: 1 hreinlætistæki, 3 reið, 4 leit, 5 fatnaður, 7 t. d. á- kveðin ,10 síðastur, 11 tímabils, 13 þrengslin, 15 hress, 16 for- feðra. Lausn á krossgátu nr. 3509: Lárétt: 2 kefli, 6 rá, 8 la, 9 ábóti, 11 td, 12 næm, 13 Nói, 14 gr, 15 dælu, 16 búr, 17 ylj- aði. Lóðrétt: 1 Drangey, 3 elt, 4 fa, 5 Indíur, 7 Ábær, 10 óm, 11 tól, 13 nærð, 15 Dúa, 16 BJ. Ferðafélag íslands fer væntanlega í síðustu gróðursetningarför sína á þessu vori í Heiðmörk í dag kl. 2 e. h. Gróðursettar hafa verið þegar um 5 þús. plöntur á vegum félagsins í vor og hafa velunnarar þess sýnt mikinn áhuga fyrir starfinu og verið ótrauðir á að hjálpa til við gróðursetninguna. Kann Ferðafélagið þeim öll- um beztu þakkir. í dag er ráðgert að gróðursetja rösk- lega 1 þúsund plöntur og þar með er þá lokið gróðursetn- ingu á vegum Ferðafélagsins á þessu vori. Loftleiðir: Hekla var væntanleg kl. 8.15 frá New York, átti að fara kl. 9.45 til Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Ham- borgar. Edda er væntanleg kl. 21 frá Stafangri og Glas- gow. Fer til New York kl. 22.30. Hvíldarheimili Mæðrastyrksnefndar byrjar upp úr 1. júlí. Æski- legt er að umsóknirnar séu komnar fyrir 15. júní á skrif- stofuna, Laufásvegi 3. Sími 1-4349. Bezt að auglýsa í Vísi iíristiieg æskuSýðsmót um heigina. Þau ver5a á 6 stöBum víða um landlð. Um þessa helgi munu á átt- unda hundrað unglinga sækja kristileg æskulýðsmót á 6 stöð- um víðs vegar um land. Munu flestir þátttakendurnir vera fermingarbörn, sem fermzt hafa á þessu vori. Mótin fara fram á þessum stöðum: Laugum í S.- Þingeyjarsýslu, Hólum í Hjalta dal, Bifröst í Borgarfirði og Vatnaskógi, Laugarvatni og Skógarskóla. Síðar í vor verða mót að Núpi í Dýrafirði og á Eiðum eystra, en hentara þótti, að mótin þar yrðu ekki fyrr en 5.—6. júlí. Mótin eru haldin að tilhlutun æskulýðsnefndar þjóðkirkjunry- ar (form. sr. Bragi Friðriksson) í nánu samstarfi við biskup landsins, herra Ásmund Guð- mundsson, sem stutt hefur málið með ráðum og dáð. Skipaði hann nefndir til að undirbúa mótin á hverjum stað, en formenn nefnd anna eru: Séra Erlendur Sig- mundsson, Seyðisfirði, séra Pét- ur Sigurgeirsson, Akureyri, séra Birgir Snæbjörnsson, Æsustöð- um, séra Jón Isfeld, Bildudal, séra Leó Júlíusson, Borg, séra Magnús Runólfsson, Rvik, séra Ingólfur Ástmarsson, Mosfelli, séra Sigurður Einarsson, Holti. Mótin fara fram á líkan hátt á öllum mótsstöðum, enda hef- ur verið gefin út sameiginleg dagskrá fyrir þau öll og er þar prentað ávarp biskups til móts- gesta. Mótin hefjast um kl. 4 á laug- ardag. Um kvöldið verður kvöld- vaka, en á sunnudagsmorgun verða morgunbænir og Biblíu- lestur. Ríflegur timi er ætlaður, til útivistar, íþrótta og leika. Mótunum verður slitið síðdegis á sunnudag að aflokinni messu, sem hefst kl. 2. Á mótsstöðunum er séð fyrir feeði að öllu leyti og selt vægu verði. Hér er um að ræða nýjung í æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar, og er það von allra þeirra, sem að mótunum standa, að þau megí verða þátttakendum öllum til gleði og blessunar. Mikið undirbúningsstarf hefim verið unnið á hverjum stað. ÖU- um þeim, sem það starf hafa unnið og styðja að góðum ár- angri þessara móta á einhvern hátt, vill æskulýðsnefndin tjá þakkir sínar. Sérstakar þakkir eiga þeir skildar, sem opna ungl- ingunum hús sín til þessara móta og með því sýna skilning á málum kirkjunnar og áhuga á því, að starf hennar beri ríku- lega ávexti meðal æskufólksina í landinu. Noregur og landhelgin - ’iiUhhiMtÍa? atmemingA Laugardagur. 158. dagur ársins. WWIWIIWWVMWWMWVWWW Ardegisflæði kl. 10,19. Slökkvistöðin heíur slma 11100. Næturvörður Reykjav. Apóteki, simi 11760. Lögregluvarðstofan hefui' sima 11166. Slysavarðstofa Reykjavíkur 1 Heilsuverndarstöðinni er op- In allan sólarhringinn. Lækna- vörður L. R. (fyrir vitjanir) er á sama stað kl. 18 til kl. 8. — Sími 15030. Ljósatíml blfreiða og annara ökutækja I lögsagnarumdæmi Reykjavíkur verður kl. 23,45—4,05. Árbæjarsafn. Opið daglega nema mánudaga, kl. 2—6 e. h. Tæknisbókasafn I.M.S.I. í Iðnskólanum er opið frá kl. 1—6 e.h. alla virka daga nema laugardaga Listasafn Einars Jónssonar Hnitbjörgum, er opið kl. 1.30— 3.30 á sunnud. og miðvikud. Landsbókasafnið er opíð alla virka daga frá kl. 10—12, 13—19 og 20—22, nema laugardaga, þá frá kl. 10—12 og 13—19 Þjóðminjasafnið er opið á þriðjud., íimmtud. og laugard. kl. 1- -3 e. h. og á sunnudögumJkL 1—4 e; h. Bæjarbókasafn Reykjavíkur Þingholtsstrætl 29A. Sími 12308 Utlán opin virka daga kl. 13—22 laugardaga 13—16, sunnud. 5—7 Lesstofa opin kl 10—12 og 13— 22, laugard. 10—12 og 13—16 sunnud. 2—7. Útibú Hólmgarði 34 opið mánud., miðv.d. og föstud. fyrir börn kl. 17—19, fyrir fullorðna mánud. kl. 17—21, miðv.d. og föstud. kl. 17—19. — Hofsvalla- götu 16 opið virka daga nema laugard. kl. 6—7. — Efstasundi 266, opið mánud. miðvlkud og föstud. kl. 5-6. Biblíulestur: Jósúa 3,1—17. — Guð er með oss. Frh. af 1. síðu. Tiigangslaust. Þá vitnar Aftenposren í um- mæli Knuts Vartdals, formanns Félags útgerðarmanna, er stunda síldveiðar við Islands. „Vitan- lega er það tilgangslaust fyrir okkur,“ sagði hann, „að berjast gegn útfærslu landshelginnar í 12 mílur, ef þau fjarlægu fiski- mið, sem við höfum sótt á, lok- ast okkur.“ Lét hann þetta álit í Ijós í tilefni yfirlýsingar, sem lögð var fram , færeyska lög- þinginu. Knut Vartdal og félag hans hafa verið í flokki þeirra, sem harðast hafa barizt gegn 12 mílna landhelginni. Á hinn bóginn — Á hinn bóginn, bætti hann við, skiptir það ekki miklu máli með tilliti til fiskveiða við Vestur- land (Vestlandet), þótt Færey- ingar færi út landhelgi sína. „Fyrir okkur hér á Vesturlandi er það mikilvægara framvegis sem hingað til, að Noregur kom- ist hjá að færa út landhelgi sína, svo framt að það geti hindrað Korðmenn heiðra Bjarna M. ^ísfason. Mánudaginn 9. júní n. k. kl. 17.00 eftir norskum tíma verð- ur fluttur dagskrárliður um Bjarna M. Gíslason rithöfund í norska ríkisútvarpinu. Dagskrárliður þessi er und- irbúinn af Fridtjov Sörbö, sem ræðir um störf Bjarna, en leik- konan Else Frogner les nokkur ljóð hans úr ljóðasafninu „Stene pá stranden“. (Frétt frá utan- ríkisráðuney tinu). stækkun landhelginnar við Ný- fundnaland og Grænland, þar sem vér eigum mikilia hags- muna að gæta. En ég. er bara, dauðsmeykur um, að ef Færey- ingar færa út landhelgi sina, geti það leitt til almennrar stækkun'ar landhelgi þar sem mið eru, sem við höfum stundað fiskveiðar." Erfitt að svara — Vartdal kvað erfitt að svara þeirri spurningu, hvort hagur væri að því að halda landhelgis- mörkunum óbreyttum, ef litið væri á fiskveiðar landsins í heild, Hann bendir á, að í Nor- egi séu menn mjög fylgjandi ót- færslu, en á Vesturlandi og Mæri telji menn það mundu hafa háskalegar afleiðingar, ef tak- jmarkaðir væru frekar mögu- ^leikarnir til fiskveiða á fjarlæg- um miðum. Telur hann, að sú á- kvörðun ein, að Islendingar fæii út landhelgi sína, hafi þær af- leiðingar að helmingur þess flota frá þessum landshluta, sem sæk- ir á fjarlæg mið, verði að hætta. slíkum veiðum. Afstaða Vestur. Þýzkalands. Þá ræðir blaðið afstöðu Vesfur-- Þýzzkalands til útfærslu land- helginnar við ísland, — þar telii. menn að fiskveiðar Þjóðverja á Islandsmiðum muni minnka um helming, og styðji þvi tillögu Breta um að halda áfram veið- um þar eftir útvíkkunina. Á- kvörðun íslands muni nú verða rædd innan NA-varnarbanda- lagsins (í fastaráðinu). Þar muni þær þjóðir, sem útfærslan bitnar á, geta skipzt á skoðun- um, og ef til vill náð samkomu- lagi um sameiginlega afstööu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.