Vísir - 07.06.1958, Page 7
Laugardaginn 7. júní 1958
VÍSI&
CATtSERIl\IE GASiíliV.
<2)éttir
F □ Ð U R 5 ! N 5
40
verið hirðulaus um rekstur búsins. Hann var ekki misheppnaður
maður, en honum íannst hann vera það. En þaö hafði verið
mjög einmanalegt á Rathbeg og Tom háfði verið fjarverandi
fjórum árum lengur en hann þurfti. En níi var Tom þó kom-
inn heim og hann átti að framkvæma það, sem hann Gerald,
hefði átt að framkvæma. Tom, sem var svo gáfaður og talaði
írönsku og ítölsku eins og sitt eigið móðurmál. Hann fékk alltaf
nýjar bækur og tímarit frá London og hann talaði um að korna
skipulagi á bókasafnið. Gerald hafði aldrei hugsað um þaö, því
að honum þótti vænt um bókasafnið eins og það var. Þau pönt-
uðu grammófónplötur og hann vissi, að Maura mundi aldrei
senda börn sín til miss O’Reilly í borginni til að læra á píanó.
Hann minntist þeirra tíma, þegar hann hafði verið eins og
Tom. Þegar hann kom heim frá Trinity hafði honum þótt vænt
um heimili sitt, en honum hafði þótt vænt um fleira. Hann
minntist þess, að hann hafði haft yndi af tónlist og þess vegna
hafði hann langað til, að fara um alla Evrópu og sjá óperusýn-
ingar. En hann hafði kvænzt Láru, hinni fallegu, skapheitu
Láru, sem hafði farið með honum í innkaupsferðir til Lundúna
og Parisar. Þar hafði hann skoðao söfn, því að hann var hrifinn
af málverkum. Hún hafði verið mjög fjörleg og dugleg kona og
það hafði verið mikið líf og fjör á heimilinu. Og hann hafði ekki
óskað neinna breytinga. En breytingin hafði skyndilega komið
þann dag, þegar hún kom heim af refaveiðum, rennvot og skjálf-
andi af kulda. Th'eim dögum seinna dó hún og hann sat einn í
hljóðu og þögulu húsinu og bar kviðboga fyrir ungum sonum
sínum tveimur. Hann hafði aldrei getað komizt yfir þetta áfall,
en á einhvem hátt hafði hann þó hfað þessi ár. Hann hafði
helgað sig landbúnaðinum og veitt og fiskað og alið syni sína
upp við þetta. Það var sem allt væri komið í rétt horf nú, þegar
Maura var komin. Hún var að vísu öðru vísi kona en Lára, en
hún fyllti sæti hennar. Tom og Gerald fóru út úr borðsalnum
um leið og Maura og gengju mn í salinn, sem aðeins var lýstur
af eldinum frá arninum.
— Þú mundir ef til vill vilja spila fyrir okkur, Maura, sagði
Gerald. Geturðu það án þess að kveikt sé á rafmagnsljósunum.
Það er miklu skemmtilegra hér. þegar aðeins logar á arninum.
ÞRIÐJI KAFLI.
Fyrsta skeiðinu var lokið. Þau smeygðu sér fram milli bíl-
anna, sem hafði verið lagt við Collhaven. Hópur smádrengja
ruddist fram og maður nokkur rétti veðreiðadagskrá inn um
gluggann. Gerald bað einn drengjanna að líta eftir bílnum og
gekk á eftir Tom, sem þrengdi sér fram gegn um fólksfjöldann.
Það hafði byrjað að rigna snemma um morguninn. Þarna var
mikill hávaði, eins og vant er að vera við kappreiðar i írlandi.
Maura þekkti nú aftur þann sérstaka hugblæ, sem hún hafði
orðið vör við við þær kappreiðar, sem hún hafði verið viðstödd
ásamt Tom við lok styrjaldarinnar. Og hún minntist óljóst
kappreiða, sem hún hafði verið viðstödd i bernsku sinni, þegar
vmnumaður hafði farið með þeim til þess að, eins og Gerald
komst að orði, sjá um, að hestarnir spörkuðu ekki í þau. Hún
minntist með trega þess frelsis, sem hún naut þá. En nú var
því öðru vísi farið. Nú söfnuðust vinir Geralds kringum Tom.
Og það var oft talað um brúðkaupið og menn voru undrandi yfir
því að það skyldi eiga að fara svo hljótt.
Allir virtu Mauru fyrir sér af mikilli forvitni. Maður á líkum
aldri og Tom stóð við hlið hennar og horfði rannsakandi á hana.
Maura tók eftir því, að honum fannst hún ekki sérlega falleg.
— Hvers vegna ætliö þið að gifta ykkur í Englandi ungfrú de
Courcey? Við höfðum lilakkað til að dansa í brúðkaupi Tom’s.
Tom hafði heyrt þetta og sneri sér snarlega við:
— En það er nú brúðurin, sem er aðalatriðið við þess háttar
athöfn en ekki dansinn.
Kunningjarnir voru ekki alveg vissir um, hvernig þeir ættu
að skilja þessi orð. Þeir ættu ef til vill að geyma það að dæma
hana, fyrr en þeir hefðu kynnzt henni betur, hugsaði Maura.
Tom sagði, að þau skyldu flýta sér inn.
— Vitið þið hvað klukkan er orðin. Sheelagh finnst það vafa-
laust skrýtið, að við skulum hafa beðið hana að vera knapi, en
koma svo ekki að sjá hana leggja af stað. Bölvuð þrengsli voru
þetta. Svo sagði hann hærra: — Viljið þið gera svo vel og gefa
okkur rúm.
Þau hittu Sheelagh hjá Merry Lady. Það var verið að söðla
hestinn. Hún var hávaxin, falleg stúlka og andlit hennar ljóm-
aði af eftirvæntingu og gleði yfir því að sjá þau.
Gerald tók vingjarnlega undir arm hennar.
— Fyrirgefðu, vinkona. Tom ávítaði okkur fyrir það, að við
mundum koma of seint. Og fólk hefur tafið fyrir okkur með
því að tala um brúðkaupið.
Sheelagh sneri sér að Mauru.
— Eg hef ekki enn þá fengið tækifæri til aö segja þér, hversu
þetta gleður mig/ Eg skrifaði Tom, þegar eg frétti af þessu. Eg
veit ekki, hvort hann hefur sagt þér frá þvi. Eg man eftir þér
og Chris á Rathbeg fyrir löngu, löngu síðan. Og þú komst of
til Drumknock. Hún borsti við Tom. En hvað það er gaman, að
þú skulir vera alkominn heim. Faðir þinn hefur verið mjög
þolinmóður.
Hún hélt áfram að tala og nú snerust umræðurnar um veð-
reiðarnar og Merry Lady. Maura var víðs fjarri í huganum. Hún
minntist Sheelagh frá því fyrir mörgum, mörgum árum. Hún
hafði verið hávaxin, elskuleg stúlka, dökk yfirlitum. Og hún
hafði verið mjög liugrökk á hestbaki. Hún hafði verið eftirlæti
Geralds og vinkona Harrys í fiskveiðiferðum. Maura mundi
eftir því, að á heimili Sheelagh’s hafði einungis verið fullorðið
fólk og hún hafði oft fengið hestsveininn til að ríða með sér til
Rathbeg, þar sem jafnaldrar hennar voru.
Nú höfðu þau hjálpað henni á bak á hryssuna. Hún var bein
í baki og bar sig vel x söðli.
— Þessar veðreiðar verða ágæt auglýsing fyrir þig, sagði
Gerald — ef þú stendur þig vel. Hryssan er ekki mjög þrek-
mikil, en hún er í góðri æfingu og fim, þegar um hindranir er
að ræða. -
Þau hoi-fðu á Sheelagh, þegar hún reið á staðinn, þar sem
veðreiðarnar áttu að hefjast. Merry Lady lagði kollhúfur, þegar
lxestadrengurinn teymdi hana gegnum mannþyrpinguna. Því
næst flýtti Gerald sér þangað, sem veðbankinn var og Tom
fylgii Mauru þangað sem bezt var að fylgjast með veðreið-
unum.
Maui'a sá hes'tana þjóta fram hjá. Tom gerði stuttorðar athuga-
semdir og hann, og Gei'ald horfðu í sjónauka sína og voru þung-
búnir á svipinn. Mikill hraði var í kappreiðunum og Merry
Lady var sýnilega á undan. Hún stökk léttilega yfir erfiðustu
hindranir. Átta höfðu tekið þátt í kappreiðunum og þrír knapar
voru dottnir af baki. (
— Það er ófær hestur, sem Rose Cassidy er með, sagöi Gerald.
Hestarnir þutu fram að markinu. Þetta voru ágætir hestar og
síðasta hindrunin var auðveld. Sheelagh var á undan og varð
fyrst. Hún var afbragðs knapi og var alveg róleg á taugum,
þegar hún kom.
— Þetta var dásamleg skemmtun, sagði hún. — Merry Lady
hefur aldrei verið betri en núna að stökkva yfir hindranir.
Hún brosti vingjarnlega framan í Tom, Mauru og Gerald.
— Eg er glorsoltin, sagði hún og lagði af stað út að bíla-
stæðunum, en fólk hrópaði heillaóskir á eftir henni.
Það hafði stytt upp, en þegar þau nálguðust Drumknock fór
að í-igna aftur. Regnskúrin lamdi bílrúöurnar, vatnið fossaði um
vegina og það dimmdi yfir hinum óþrifalegu þorpum, sem urðu
k KVÖLOVÖKUNNf
lllll
í glugga lánafyrirtækis í
San Diego: „Spyrjist fyrir um
áætlanir okkar um að eignast
yðar eigin heimili.“
★
Úr „The Wall Street Journal“:
— Það er augljóst, að eftir að
hafa tekið stefnuna á Hvíta
húsið 1960, telur Nixon sig
þurfa að losa sig úr frakkalöf-
um annarra og ganga á sínum
eigin.
★ C
í þætti sínum „Bréf til dóttur
minnar“ í Lundúnablaðinu
Daily Mail, ski’ifaði dr. Edith
Summerskill m. a. á þessa leið:
— Ráðlegging mín til greið-
vikinna stúlkna, sem eiga erfitt
með að rísa gegn grátbænum
kunningja sinna úr hópi pilta,
er: —• Nei.
★
— Það er alls ekki langt síð-
an liægt var að kosta talsvert
imifangsmikinn styrjaldar-
rekstur fyrir sömu upphæð og
sex mánaða friður kostar í dag.
(Bill Vaugham).
vinna o!Ip
konor störf - et»
þoö þarf ekkl a5>
skoba þær neithj
Niveabætirvrþvðíi
1
Skrifstofuloft 09
ínnivera gerir húð
yðor.föla og þurra
Niveabætirúrþvf.
Slæmt vebur gerir
húb ybor hrjúfo og slökko _.j
NIVEA bætir úr þvf-'j
k\
á
E. R. Burroughs
TARZAN -
4* 4?
4*r
Kulp var nú orðinn tryllt-
ur og hélt áfram að skjóta
meðan hann hljóp til hliðs-
ins og hélt eftirleitarmönn-
um síiium í hæfilegri fjar-
lægð. Við hliðið rotaði hann
vei'ðina og hljóp inn í|
skóginn. Jim Biggims var íj
þann veginn að veita honum!
eftirför, en þá sagði róleg
í’ödd að baki honúm: „Lát-
um hann fara“.
Tímaritið Úrval.
Blaðinu hefur borizt 3. heftí
Úrvals á þessu ári. Af efni'
þess má nefna: Lestrarkunn-
átta og ólæsi í heiminum,
greinarflokkur úr tímarití
UNESCO, Bóluefni gegn
krabbameini?, Kóngur í
landi Kaffíranna, Maðurinn
og hafið, Vikulegur frídag-
ur fyrir eiginkonur, Gerum
lííið auðugra!, Þorp elskend-
anna, Herbergið hennar,
smásaga eftir Björn Rongen,
Tatarar — tvö þúsund ára
flökkuþjóð, Gáfnaljósin eru
vanrækt, Hvað er ást?,
Stórurriðar í Grænavatoi,
Bók sem breytti heiminum,
og loks útdráttur úr þókinni
Brúin til sólarinnar eftir
Gwen Terasaki. ^;' ÚIJíu