Vísir - 10.07.1958, Page 5

Vísir - 10.07.1958, Page 5
Fimmtudaginn 10. júlí 1958 « * VfSIB Bréf: Omakleg ummæii um ferðaskrifstofu Fyrir h.u.b. tveimur vikum birtist pistill um íerðir og ferða- lög, undirritaður dulnefninu „Víð förli“. Var þar ýmislegt rætt um þessi mál og margt ágætt, en einnig nokkuð, sem betur hefði verið látið óritað. Er þar um að ræða ummæli, sem Víðförli hef- ur eftir háttsettum erlendum embættismanni um öræfaferð með Páli Arasyni á s.l. sumri. f Vísi dags. 2. þ.m. kemur Víð- förli svo aftur fram á sjónar- sviðið og er nú greinilegt, að hinn erlendi embættismaður hef- ur átt til við hann og beðið um leiðréttingu á ummælunum, sem eftir öllu að dæma hafa ekki ver- ið til þess ætluð að vera birt í fréttablaði og þar að auki nokk- uð aukin í meðförum hjá Við- förla. Höfundi tekst þó ekki bet- ur en svo til við þetta, að ekki verður um neina leiðréttingu að ræða, heldur öllu frekari árétt- ing á því, er fyrr var ritað. Eg vil taka það fram, að ég var ekki þátttakandi í umræddri ferð og mun heldur ekki gera fyrirkomulag hennar í ferð eða fæði að umtalsefni hér. Hitt þyk- ir mér ástæða til þess að benda á, hve óréttmætt og óheppileg slík skrif eru til örvunar fólks til öræfaferða yfirleitt. Það eru ekki ýkja mörg ár sið- an öræfaferðir hófust að nokkru ráði hér á iandi. Helztu frum- kvöðlar þeirra voru þeir Páll Arason og Guðmundur Jónasson ásamt Ferðafélagi Islands, Ferða skrifstofu rikisins og Ferðaskrif- stofu Orlofs. Allir þessir aðilar hafa þar unnið merkilegt starf, sem oft hefur verið erfitt að vinna og örðugleikarnir margir. En smám saman hefur þeim tek- ist að sigrast á torfærunum og nú er svo komið að þátttaka í fjallaferðum þessara aðila er mjög mikil og sumarleyfisferðir um öræfi íslands orðnar mjög eftirsóttar. Þegar fólk leggur af stað í þessar ferðir gerir það sér áreiðanlega ljóst, að ekki er við þvi að búast, að aðbúnaður geti verið svo sem um stuttar ferðir I byggð væri að ræða og kemur þar margt til greina. Um fæðið í þessum ferðum er t.d. það að • segja, að matarval verður að miða við aðstæðurnar og að miklu leyti verður að nota niður- soðin mat. Um matartilbúning- inn og framreiðslu fæðunnar getur verið með ýmsum hætti allt eftir aðstæðum hverju sinni. Stundum eru erfiðleikarnir meiri, stundum minni. Eg minnist þess ekki að hafa nokkru sinni séð á prenti kvört- un yfir fæði hjá þeim aðilum, sem gangast fyrir sumarleyfis- ferðum um öræfi landsins. í því tilfelli, sem Viðförli ræðir um, má vel vera að útbúnaði hafi eitt- varið til þess, að glæða ráð- deildarhug þeirra, sem upp vaxa og ríkin erfa. Og ekki að- eins meðal barna, heldur einn- ig meðal unglinga og æsku- fólks. Hér má segja að starfið hafi gengið vel á því ákveðna sviði, sem því var markað í upphafi. Hips mundi vissulega þörf nú, að það” starfssvið yrði stækkað. hvað verið ábótavant hvað þetta ' snertir, en tæplega svo mjög að ástæða sé til þess að álasa Páli tvivegis fyrir það í viðlesnu dag- blaði. Og heldur verður það að teljast undarlegur gagnrýnis- máti að bíða með þessa gagnrýni í allan vetur og vor, en birta ( hana einmitt nú, þegar Páll og aðrir, sem til öræfaferða efna, 1 eru að hefja starfsemi sína. Það j skýtur og nokkuð skökku við í því tölublaði Visis, sem birti fyrri greinarstúfinn, að þá eru á annarri útsíðu blaðsins tvær tveggja dálka fréttir um fyrir- hugaðar sumarleyfisferðir Páls 1 Arasonar og Ferðafélags Is- lands. Það fer varla hjá þvi að þeir, sem eitthvað eru kunnugir þessum málum renni grun í að eitthvað fleira búi undir skrifum Víðförla heldur en eintóm mann- gæskan og umhyggjan fyrir væntanlegum ferðalöngum. j Á undanförnum árum hafa blöðin veitt miklu af rúmi sínu I til birtingar allskyns auglýsinga, upplýsinga og frásagna um ferðalög bæði innanlands og ut- an. Virðist svo sem dagblöðin öll hafi litið með miklum velvilja á þessa starfsemi, og ekki hvað sízt ferðalög innanlands, bæði í byggð og óbyggðum. Þetta er vafalaust hið rétta viðhorf og ef það er eitthvað eitt sérstakt, sem gerir okkur öll að betri Islend- ingum, þá er ég ekki í neinum vafa um, að það er öðru fremur þetta: að ferðast um landið okk- ar, sjá fegurð þess og gæði. Þeir aðilar, sem hafa gerzt brautryðj- endur á þessu sviði hér á landi eiga það áreiðanlega ekki skilið, að að þeim sé veitzt mieð ómak- legum stóryrðum um ferðir þeirra. Okkur ber að stuðla að því eftir megni að auka þessar ferðir og örva fólk á öllum aldri til þess að taka þátt í þeim. Það er lika vafalaust tilgangur Vísis með því að birta þennan þátt Víðförla um vegi og vegleysur. Einmitt þess vegna koma um- mæli hans um Pál Arason svo undarlega fyrir sjónir manna. Sá erlendi embættismaður, sem Viðförli hefur ummælin eft- ir, er möi’gum þeim, sem ferðast hafa um óbyggðir vel kunnur. Maður þessi hefur tekið mikinn fjölda litmynda á fjölmörgum ferðum sinum um landið og þeg- ar hann hefur komið til heima- lands síns í fríum, þá hefur hann iðulega haldið þar fyrirlestra og sýnt litskuggamyndir frá Islandi fyrir hópa stjórnmálamanna og „diplómata". Og það sem furðu- legast er — þ.e.a.s. ef grein Víð- förla væri tekin alvarlega -— þá I hefur þessi maður oftast ferð- j ast með Páli Arasyni og kveðst áreiðanlega gera það svo lengi, sem hann dvelst hér á landi. Hann hefur ekki ferðast svo mikið með Páii af því honum hafi líkað illa vistin, heldur af því gagnstæða. En hann hefur einnig ferðast með öðrum þeim aðilum, sem efna til öræfaferða og ekki haft yfir neinu að kvarta. Hitt er svo annað, að það er heldur léleg blaðamennska að birta á prenti lausleg ummæli manna, orð sem eru töluð í einka samtölum um einhverja skipu- lagsgalla eða annað þ.u.l. og áreiðanlega alls ekki ætluð til birtingar. Að lokum vona ég, að Við- förli telji sig ekki knúðan til þess i framtíðinni að fara viðlíka hörðum orðum um þá starfsemi; sem einstakir menn, félög eða stofnanir reka til kynningar á ýmsum fegurstu og sérkennileg- ustu stöðum á Islandi. Þessir aðilar eiga við nógu mikla erfið- leika að etja, þótt ekki verði af mannavöldum lagðir steinar í götu þeirra. Haraldur Teitsson. Metár í gróðursetn- ingu trjáplantna. í sumar veröur gróöursett 1,4 millj. trjápiantna, en það er helmingi meira en plantað var út í fyrra. Eltingaleikur í Eyjafirði - Frh. af 1. síðu. á Akureyri, en þar var dans- leikur í gærkveldi. Fyrir utan húsið skiptu þeir félagar um hjól, skildu eftir þau, sem þeir komu á og fengu sér önnur í staðinn. Á þeim hjól- uððu þeir að Strandgötu 51 á Oddeyrinni, náðu sér þar í fólks- bifreið, sem húseigandinn átti og héldu brott á henni út úr bænum. Óku þeir fyrst sem leið ligg- ur vestur þjóðveginn yfir Mold- haugnaháls og beygðu að því I búnu inn Þelamörkina. j Nálægt Krossastöðum lenti bifreiðin út af þriggja metra I hárri vegbrún og síðan um það bil 20 metra út á melholt, þar sem hún hafnaði á toppnum. Er bifreiðin talin stórskemmd eða jafnvel eyðilögð. Mennirnir sjálfir sluppu við meiri háttar limlestingar og beinbrot, en skrámuðust þó tals- vert. Hljóp annar þeirra í felur, en hinn lagði leið sína heim á Krossastaði. Þar stóð Bedford- vörubifreið heima við bæinn. Þessa bifreið tók maðurinn, ók henni niður á þjóðbrautina og hirti ekki um að opna girðingar- hlið á túninu, heldur ók á það og síðan niður veginn og áfram inn Þelamörkina. Bóndinn á Krossastöðum, Pét- ur Steindórsson, varð þess var er bifreiðinni var ræst fyrir ut- an húsið. Leit hann þá út um glugga og sá á eftir bifreiðinni niður á veginn. Sími er þarna á hverjum bæ, og símaði Pétur á nærliggjandi bæ, þar sem hann vissi af Egg- ert Jónssyni bónda á Hallgeirs- stöðum, með jeppa sinn. Söfn- uðu þeir sameiginlega liði og óku í jeppanum á eftir bílþjófn um. Þegar eftirreiðarmennirnir komu á móts við Neðri Vind- heima, stóð vörubíllinn á veg- inum og ökumaðurinn á leið heim að bænum, en þar stóð jeppabifreið á hlaðinu og var j talið líklegt, að hann myndi hafa ætlað sér að skipta um far- j artæki. Þarna handsömuðu hinir ey- firzku bændur þjófinn, óku hon- um til Akueyrar og seldu hann lögreglunni í hendur. Var þetta á fjórða tímanum í nótt. Reynt var að taka skýrslu af manninum strax við komuna, en hann var svo ofurölvi, að ekkert samhengi fékkst í fram- burð hans. En bæði var það, að lögreglan hafði véitt þessum manni at- Meira hefir verið gróðursett af trjáplöntum í ár hér á landi, heldur en nokkurt eitt ár áður, sagði Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri í viðtali við Vísi í gær. Alls hafa verið gróðursettar í vor og sumar 1.3 millj. plönt- ur og við gerum ráð fyrir, að gróðursetja um 100 þús. plönt- ur seinna í sumar. Við hefðum getað gróðursett 100 þús. plönt- ur til viðbótar, því við eigum þær til, en höfum ákveðið að láta þær standa til næsta árs í gróðrarstöðvunum. Til samanburðar má geta þess, sagði Hákon, að við gróðursett- um ekki nema 700 þúsund plöntur í fyrra, eða aðeins helming þess sem við gróður- settum í ár. Mesta gróðursetn- ing’ á einu ári til þessa var ár- ið 1956. Þá voru gróðursettar tæplega ein milljón plantna. Þess má geta til verðugs hróss þeim, sem hlut eiga að máli, að ýmsar stofnanir, félög og ein- staklingar hafa kostað gróður- setningu á um 400 þús. plönt- um í ár. Þá hafa skógræktar- félögin annast gróðursetningu á 700—800 þúsund plöntum á þessu ái’i, og lagt þar með í þetta stai’f hátt á 4. þús. dags- vei’k við útplöntunina eina, fyrir utan gii’ðingavinnu, við- hygli í gærkveldi og séð hann þá með öðrum manni, og eins vegna hins, að reiðhjólin voru tvö á staðnum, þar sem bílnum hafði vei’ið stolið á Sti’andgöt- unni, þá grunaði hana að annar maður myndi hafa verið í för með honum. Voru því sendir tveir lögregluþjónar, ásamt Sig- urði Indi’iðasyni bifreiðaeftii’- litsmanni og eiganda hinnar stolnu bifi’eiðar í bifreið eftir- litsins á veltustaðinn hjáKi’Ossa- stöðum, bæði til að kanna skemmdii’nar á bílnum og huga að mannaferðum. Á meðan löggæzlumeinnirnir voru að athuga bílinn úti í holt- inu hjá Ki’ossastöðum, var jeppabifreið ekið eftir veginum á leið til Akureyrar. Þekktu lög- reglumennii’nir að við stýri hennar sat sami maður og í gær- kveldi hafði verið í fylgd með bílþjófnum, sem nýlega var bú- ið að handsama. Var honum því þegar í stað veitt eftirför. En er bílstjói-inn í jeppanum varð þessa var, jók hann hraðann og ók á ofsafei’ð til Akureyrar. Ók hann þar niður á bi’yggju, en hinir fylgdu fast á eftir og hand- tóku hann áður en hann komst út úr jeppanum. — Maðui’inn var það mikið meiddur og skrámaður í andliti, að hann var lagður inn í sjúkra- hús. Lögreglan á Akureyri tel- ur, að hann muni hafa ökurétt- indi, en vafasamt mjög um fé- laga hans, sem tekinn var áður um nóttina. Skip þeiri’a félaga, sem ætlaði að leggja út á veiðar í nótt, bíð- ur íxú aðgerðai’laust í höfn í bezta veðri, því það vantar báða mennina. hald og fleira, og mest af þessu starfi verið unnið í sjálfboða- vinnu. Mundu skógræktarfé- lögin geta unnið enn meir, ef þau hefðu betri starfsskilyrði. Og sama mætti segja um starf- ið heild, ef um fastmarkaðri áætlun væri að ræða, en í því efni skortir nokkuð á. Annars má fullyrða, að mik- ill kraftur er í skógræktarfé- lögunum víða urn land og stór hópur einstaklinga innan þeirra, sem fói’nar bæði tíma og fjármunum fyrir þessa hug- sjón og ánægjuna, sem þeir hafa af henni. Og í þessu sam- bandi vil eg, sagði Hákon, þakka ísfirðingum alveg sér- staklega fyrir góða fyrir- greiðslu í hvívetna í sambandi við skógræktarþingið. Af þeim 1.3 millj. trjáplönt- um, sem gróðursettar hafa ver- ið í sumar, er mest af sitkagreni og sitka-bastarði, eða 400 þús. plöntui’, þá 300 þús. plöntur af skógarfuru, 200 þús rauðgreni- plöntum, rúmlega 100 þús. bii’kiplöntum og auk þess nokkru af blágreni, brodd- grenni, hvítgreni og lerki, auk fleiri tegunda. Stærsta samfellda gróður- setningin í sumar var 1 Þjóð- garðinum á Þingvöllum, í hall- inum vestan við Gjábakka. Það er stærsta gi’óðursetning, sem gerð hefir verið hér á landi til þessa og prýðilega af hendi leyst í hvívetna. Voru gróður- settar þar rösklega 100 þúsund plöntur. Skógræktarstjói’i sagði að lokum, að útlitið væir þannig að óbreyttum aðstæðum, að unnt myndi verða á næstu ár- um að planta álíka miklu af ti’jáplöntum og gert hefði verið nú í sumar. Tólf daga ferð með Guðmundi Jónassyni. Guðmundur Jónasson bílstjórl mun í samvinnu við Ferðaskrif- stofu ríkisins efna til 12 daga ferðar norður xun land og inn í óbyg'gðir og hefst sú ferð á laugardaginn kemur. Á laugai’daginn verður ekið norður á Hveravelli og þar staldrað í einn dag og hann not- aður til þess að fara í Þjófadali. lAð því búnu verður ekið sem leið liggur norður i Húnavatns- 'sýslu og Skagafjörð. Þar verður lögð lykkja á leiðina og farið norður að Hólum. Þá er ferðinni heitið um Akureyri til Mývatns og dvalið þar dag um kyrrt, en siðan haldið i Herðubreiðarlindir og Öskju og haldið kyrru fyrir sinn daginn á hvorum staðnum. I bakaleið vei’ður ekið niður með Jökulsá með viðkomu að Dettifossi og siðan um Ásbyrgi, yfir Reykjaheiði til Húsavíkur og Akureyrar og. síðan sem leið* liggur frá Akureyri til Reykja- víkur. Nánari upplýsingar um þessa ferð veitir Ferðaskrifstofa ríkis- ins. i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.