Vísir - 10.07.1958, Side 7
Fimmtudaginn 10. júlí 1958
VÍSIK
f
WWWWW|
Jennsfsp 'Asnes:
o
SAGA
SEKT
•
II
STJÖRNULÁUS
NÓTT
UM
□ G
ASTIR
„Það er satt,“ sagði Jones rólega, „en ég get eí til vill hjálpað
minninu yðar við, ef ég segi yður að faðii. minn hét Sempleton
Jones. Hann var einn af skjólstæðingum yðar, herra Valentine."
Nú varð þögn aftur.
„Góði vinur minn. Er það alvara að þér séuð sonur Sempletons
Jones?“ hrópaði Valentine.
„Eg held að þér hafið verið ráðunautur föður míns,“ sagði Clark.
„Eg annaðist aðeins um nokkur mál fyrir hann.“
„Úrslit þeirra mála urðu ekki sem heppiiegust.“
Valentine yppti öxlum. „Það kann að vera. Faðir yðar var ein-
stakt ljúfmenni, en leyfið mér að segja það: hann hafði ekkert
vit á kaupsýslu."
„Hann hlýtur að hafa verið hreinasta barn í fjármálum,“ sagði
Clark, „því engir nema börn glutra aleigu sinni. Er það ekki, herra
Valentine?"
„Jú góði, nú man ég hvernig þetta var,“ sagði hann og strauk
mjórri hendinni um kolsvart hárið. „Hann var hræðilega óhepp-
inn. Ef ég man rétt var hann mjög einþykkur. Eg gerði mitt
ýtrasta til að afstýra því að hann legði peninga í fyrirtæki, sem ég
áleit mjög tvísýn, en eins og ég sagði fór hann sínu fram. Eg
get ekki lýst hve þungt mér féll að þurfa að skrifa yður og segja
yður að ekkert væri eftir af eignum hans þegar hann dó.“
„Nei, það var allt fokið út í veður og vind,“ sagði Clark. „Og
faðir minn er horfinn líka. Eg get sagt yður, ungfrú Grey,“ sagði
hann svo og sneri sér að Nancy, „að hann fórst í járnbrautar-
slysi."
„Eg heyrði það,“ svaraði hún og varir hennar urðu allt í einu
þurrar. Hún hlaut að hafa fölnað, því að Valentine drap eitt-
hvað á, að þetta væri viðkvæmt efni fyrir ungfrú Grey, sem
sjálf hefði lent í járnbrautarslysi. Honum fannst hörmulegt
hvernig æfilok Jones hefði orðið. Því miður hefði hann sjálíur
veriö norður í Skotlandi þegar þetta gerðist, en komst þó nógu
snemma heim til að vera í jarðarförinni.
„Mér þótti vænt um að einhver var viðstaddur, sem ekki stóð á
sama um fráfall föður míns,“ sagði Clark.
Þetta var undarlegt samtal og siðustu Qrðin hljómuðu lengi í
eyrum Nancy. — „Sem ekki stóð á sama um fráfall föður míns ...“
Hún fann að hún þurfti að spyrja Clark Jones um eitthvað, þegar
þau yrðu ein. En hún kom sér ekki að þvi áður en komið var að
heimferðinni til Glebe House. Stjúpinn hafði komið þarna út til
Meg í leigubíl, en hann varð Nancy og Frea samferða heim. Hann
sagðist ætla að taka þátt í samkvæmum unga fólksins meðan
Nancy væri i Glebe House. Vonandi amaðist hún ekki við að
vera með honum öðru hverju, þegar Fred heíði svo mörgu að
sinna.
Fred hló og hafði orð á því að stjúpi hans væri orðinn gamall,
kvennabósi. En Fred sagðist ekki hafa hugsað sér að geía honum.
tækifæri til að gefa sig að Nancy, hann sagðist ekki mundu
hafa mörgu öðru að sinna meðan hún væri gestkomandi.
„Það var skrítið að þú skyldir kannast við þennan lögreglu
mann frá Jamaica," sagði Fred eftir dálitla stund og hnyklaði j
brúnirnar. „Og einkennilegt að hann skyldi koma hingað til
Sedhurst. Hér er ekkert til að lokka ókunnugt fólk, sem ekki á
kunningja hérna.“
Nancy hugsaði með sér, að Clark mundi vafalaust hafa eitt-
hvert annað erindi hingað en að mála. Hún varð að spyrja hann
um dálítið, en það var hlutur sem hún hafði syo miklar áhyggjur
af að hún kveið fyrir svarinu. «
Fred stakk upp á að þau brygðu sér eitthvað í vélbátnum
eftir hádegisverðinn. Valentine leit út á sjóinn og sagði að aldan
væri full mikil til þess. „Og ég held.að hann sé að hvessa,“ sagði
haiin.
„Því betra,“ sagði Fred. „Þá verður enn meira gaman, heldurðu
það ekki, Nan? Eigum við að segja, að við förum klukkan fjögur?“
Og hún félst á það. Eftir hádegisverð gekk hún dálitla stund
ein út í klettana. Það var snarpur vindur og sjórinn faldaði
hvítu inni á víkinni. Líklega mundi Fred snúast hugur. Hún
rakti götuslóða inn með fjörunni. í fjörðunum milli klettanna
hafði verið plantað blómum, það var fallegt, en drottinn minn —
skelfing var eyðilegt hérna. Engin furða þó að móðir Freds hefði
orðið þunglynd. Á leiðinni til baka sá hún álengdar fjær að i
maður kom út úr bátskýlinu. Hún hélt að það væri Valentine, og '
hún faldi sig í gjótu milli kletta þangað til hann var kominn upp j
að húsinu. Fred kom niður í fjöruna klukkan fjögur. Hann var í *
bezta skapi. „Þetta eykur hjá okkur matarlystina undir mið-
degisverðinn hjá Rockaway," sagði hann. Nancy var að vísu
hrædd um að hún mundi verða sjóveik, en sagði við sjálfan sig
að allt væri betra en að vera ein með Valentine heima í húsinu.
Fred tók undir handlegginn á henni og brosti glaðlega, hún var
áræðinn félagi og það féll honum vel. Og þá létti henni strax.
Fred stýrði vélbátnum, sem var lítill, og stefndi beint til hafs.
Sólskin var og heiður kominn, en stormurinn ágerðist með
hverri mínútu. Sjórinn freyddi við hvasst mahognystefnið og
Nancy hélt sér dauðahaldi og reyndi að harka af sér að verða
sjóveik.
„Þetta er nú ekki neitt,“ sagði Fred. „Þú ættir að vita rokið,
sem ég hef verið í á þessum bát. Hvað gengur að þár, Nan. Þú
ert þó varla að verða sjóveik?“
„Nei-ei,“ sagði hún og beit á jaxlinn til að reyna aö bæla
niður umbrotin, sem voru í henni. En það tókst ekki. Eftir
stutta baráttu varð hún að forða sér inn i klefann. Henni leið
betur eftir að hún hafði kastað upp, en hún treysti sér ekki upp
á þilfarið aftur, henni fannst betra að fá að liggja á bakið þarna
niðri, með lokuð augun. Báturinn veltist sitt á hvað. Og bráðum
fannst henni hann vera farinn að reka, vélin var hætt að ganga.
Fred rak hausinn inn um klefadyrnar.
AKVÖLDVÖKUNNí
lllll
Prestur einn í vilta vestrinu
var að halda ræðu um skyldur
eiginkvenna.
mm.
Biðjið allsstsðar um þessar vinsælu tegundir
SINALCO
SPUR COLA
ENGIFERÖL (GINGER ALE)
APPELSIN
SODAVATN
MALTEXTRAKT
PILSNER
BJOR
KVITOL
H.F. Öfgerðin Egill SkallagrÉmsson
Sími 1-13-90.
rft-rw
E. S. Burroughs
- TARZAM -
Áður en Tarzan gæti spurt
fleira, greip innfæddur með-
ur fram í fyrir honum með
því að
Buffalo!“
fram og
kalla: „Bwana-
Mennirnir stukku
renndu augunum
með skjálfandi fingri burð-
armannsins, sem benti á ryk_
ský í fjarska, þar sem það
var hverju orði sannara, að
æðisleg buffalohjörð kom
þjótandi yfir slétturnar í átt-
ina .til þeirra!
- Til allrar óhamingju er
ein lcona í söfnuði mínum, sem
á langt í land með að sýna eig-
inmanni sínum viðeigandi
hlýðni. Svo orðið geti öðrum
til viðvörunar, ætla eg að
henda bók minni í hana.
Plann hóf bókina á loft — og
hver einasta kona í söfnuðin-
um beygði sig.
★
Maður nokkur sagði kunn-
ingja sínum frá „hræðilegum
draumi“, sem hann hafði
dreymt nóttina áður. Hann
sagðist hafa verið skipreika á
eyðiey ásamt Marilyn Monroe,
Diana Dors og Jane Mansfield.
Kunningjarnir gripu fram í
fyrir honum, þegar hér var
komið sögu, og sögðust alls
ekki sjá neitt hræðilegt við
þetta.
— Jú, bætti sögumaður þá
við og stundi þungan. — Eg
var Ava Gardner.
★
— Eg hefi ruglað saman kon-
íaksflöskunni og flöskunni með
D.D.T skordýraeitrinu.
— Hamingjan hjálpi mér!
hefirðu drukkið skordýraeitr-
ið?
— Nei, en eg ber ábyrgð á
drykkjuskap næstum allra
flugnanna í húsinu!
MjóSkurfræðingar í
verkfall á miðnætti?
Samningar hafa ekki tekizt
við mjólkurfræðinga og hcfst
verkfall þeirra á miðnætti í nótt
að aðstæðum óbreyttum.
Það var misskilningur hjá
blaðdnu, að fund ætti að halda
með deiluaðilum í gær. Sá
fundur, sem um var að ræða,
hefst kl. 5 í dag og verður þá
gerð síðasta tilraun til þess að
ná samkomulagi, án þess að til
verkfalls komi.
Suðurnesjaferðir
byrjaðar.
Fyrsta Suðurnesjaferðm var
farzn síðastliðinn laugardag og
komust færri að en vildu.
Þó að dimmt væri yfir og
fjallasýn lítil kom hópurinn hinn
ánægðasti úr ferðinni og all-
miklu fróðari um þetta sérkenni
lega hérað. Sérstaka ánægju
vakti heimsóknin að Reykjanes-
vita og undurfögur kvöldstund
að Bessastöðum.
Leiðsögumaðurinn lét sér ekki
nægja að segja frá iandslagi og
staðháttum heldur flutu með
nokkrar þjóðsögur, þar á meðal
ein aiveg ný um hinn fræga
Stapadraug.
Sérieyfishafar hafa beðið blað-
ið að geta þess að í ferðir þessar
verði aðeins notaður einn lang--
íerðarvagn, sem tekur 50—55
manns í sæti. E ^ :