Vísir - 11.07.1958, Side 8
Efckert blað er ódýrara í áskríft en Víslr.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lentrarefnl heim — &n fyrirhafnar af
. i, yfar *ȇifn.
Sími 1-16-60.
’lttSIR
rviunið, að þeir, sem gerast áskrífendns
V'isis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaí'ð
ókeypis til mánaðamóta.
Sími Í-16-60.
Föstudaginn 11. júlí 19581
II. C. Hansen kom ekki
sem málamiðlari.
landhelgi Grænlands færð út, verði víkkunar-
áformin framkvæmd hér.
Síðdegis í gær var boðað tii
átmdar H. C. Hansens forsætis-
náðlierra Danmerkur, sem liér
<;.r staddur, og blaðainanna í
•danska sendiráðinu, að viðstödd-
iim Knuth greifa, ambassador.
H. C. Hansen gerði grein fyr-
ir tildrögum að komu sinni og
tilganginum með henni, og vélc
-að fiskveiðilögsögumálunum o.
fl., og svaraði svo fyrirspurnum.
Tók forsætisráðherrann fram,
•að för hans til Grænlands og við-
koma hér, hefði verið ákveðin
áður en útvíkkun landhelginnar
var tilkynnt. Hann kvað barna-
legt að leyna því, að hann hefði
Tætt fiskveiðilögsögumálin, við
leiðtoga hér, en hann væri ekki
kominn liingað til þess að miðla
rnálum eða til þess að beita á-
hrifum sínum við islenzka stjórn
málamenn.
Hann ræddi næst nokkuð af-
stöðu Dana í Genf, „6 plús 6“-
afstöðuna, eins og hann kallaði
hana, þ. e. 6 sjómílna almenna
landhelgi og 12 mílna fiskveiði-
lögsögu fyrir þjóðir, sem byggju
alla afkomu sína á hafinu, eins
og á Færeyjum, Islandi og Græn
landi.
Ákvörðun íslands um 12 mílna
landhelgi kvað hann hljóta að
hafa keðjuverkanir. Hann kvaðst
vona, að róleg athugun leiddi til
friðsamlegrar lausnar.
Heimdallarferð.
Um helgina efnir Ferðadeild
Heimdallar til ferðar í Kerling-
arfjöll, eins og þegar liefir ver-
ið skýrt frá,
Þátttakendur eru þegar orðn-
ir eins margir og gert var ráð
fyrir í upphafi, en þar sem
áframhaldandi veðurblíðu er
spáð, má ætla, að enn fleiri
fýsi að taka þátt í ferðinni og
er þeim ráðlagt að hafa sam-
band við skrifstofu félagsins í
síma 17102.
Hann sagði, að landhelgin í
Grænlandi yrði stækkuð, ef
víkkiiii landhelginnar kæmi til
framkvæmda hér, en ekkert á-
kveðið hvenær slíkt yrði gert.
Ekki kvað hann áhuga í Dan-
mörku fyrir meira en 6 mílna
iandhelgi.
Af Norðurlandsför H. C. Han-
sens verður ekki, vegna tafa sem
hann varð fyrir á ferðalaginu.
Hann er ánægður yfir veru sinni
hér — á hér marga vini og er
aðdáandi íslands — og hyggur
gott til Grænlandsfararinnar,
þar sem hann hyggst kynna sér
skilyrði og kjör manna,
Bílfl sliemmisl
af eldi.
Frá fréttaritara Vísis —
Seifossi í gær.
Um hádegisleytið i dag kvikn-
aði í nýlegum lúxusbil frá Rvík.
og stórskemmdist liann.
Þegar bíllinn kom til Selfoss
um hádegisbilið stóð blár loginn
aftur úr honum og var kominn
í hann talsverður eldur. Var
fyrst náð í brunaliðið á staðnum,
en seinna bar að bílstjóra með
sandhlass, sem sturtaði því á
logandi bílinn og tókst þá að
kæfa eldinn.
Bíllinn sem er af Buickgerð
1954 var talinn mikið skemmdur.
Ekki er mönnum Ijóst hvað olli
eldinum. Hugðu sumir að það
mundi stafa af því að hand-
bremsan hefði verið á, en aðrir
að orsakanna gæti verið að leita
til þess að afturdekk hafi
sprungið.
Tveir forstjórar SÍS voru í
bílnum.
Fjórar bandarískar þotur
hafa flogið í einum áfanga
frá YVashington til Belgíu á
6—7 klst. Þetta voru litlar
orustuflugvélar.
Var særður svöðusári, en
komst þó til bæjar.
MtreysÉivoríi aldlraös aiuaias.
Það slys vildi til fyrir nokk-
iirum dögum að borgfirskur
bóndi, Páll Þorsteinsson á
Steindórsstöðum í Reykholts-
dal, hjó sundur æð á fæti sér,
er liann var við skógarhögg
einn síns liðs og Iangt frá bæj-
nm.
Skeði þetta að Húsafelli íj
Hálsasveit, efsta bætium í
Borgarfjarðarsýslu, en þar er
skóglendi mikið og vann Páll
þar að skógarhöggi. Missti
hann öxina úr hendi sér, svo
að hún lenti á ristinni á fæti
hans og hjó þar sundur æð.
Bjæddi nijög mikið úr fætinum,
en langt til bæja, eða sem næst
klukkustundargangur. Þessa
leið alla gekk Páll, sem þó er
talsvert á áttræðisaldri, en hins-
vegar hraustmenni mikið. Var
mjög af honum dregið er hann
kom heim að Húsafelli, sökum
blóðmissis og féll þá í öngvit.
Símað var eftir lækni að
j Kleppjárnsreykjum, sem kom
fljótt á vettvang og stillti blóð-
rásina,
Flutti læknirinr. Pál í
sjúkrahúsið á Akranesi þar sem
hann hefur legið rúmfastur síð-
an, en er nú á batavegi og .í
þann veginn að fara heim til sín
af sjúkrahúsinu aftur.
Bregið í 7. IL
*
H.H.I. i gær.
Maðurinn fyrir miðju á myndinni er Ezra Taft Benson. land-
búnaðarráðherra Bandaríkjanna, og er hann að óska tveim
nýjum stúdentum til hamingju, því að livort um sig hefur verið
kjörið „vingjarnlegasti“ stúdentinn í sínum bekk. Er það siður
í flestum menntaskólum Bandaríkjanna að efna til atkvæða-
greiðslu, um slíkt, þegar komið er að prófum. Þess má geta til
viðbótar, að stúlkan er dóttir Bensons, en svertinginn heitir
Harry Johnson.
•í gær var dregið í Happdi'ættú
Háskóla íslands, 7. flokki, um
843 vinninga samtals að uþphæð
1.085.0ÍM).— krónur.
Hæsti vinningurinn, 100.000 k '.
kom upp á númer 31116, heiln-.: 'ix
seldan á Akureyri, hæsthæsti
vinningurinn, 50.000 kr., á núnwr
10658, hálfmiða selda hjá Helg.i
Sivertsen í Vesturveri og Frí-
manni Frimannssyni í Hafnar-
húsinu.
Aðrir hæstu vinningar féUu
eigendum eftirtalinna miða í
skaut:
10 þúsund.
7670, 9000, 15826, 18724, 32107,
32342.
5 þúsund.
257, 1955, 2358, 11133, 21541,
26436, 28458, 32530.
(Birt án ábyrgðar).
Da Silva sigraði örugglega í
jþristökksein víginu.
Æslíulýðsmóf
1 Dýrafirði.
Fimm Islendingar hafa náð lágmarks-
árangri til þátttöku í EM í sumar.
Seinni hluti iR-mótsins fór
fra.m á íþróttavellinum í gær við
heldur óhagstæð skilyrði, en í
sumum greinum náðist samt all-
góður árangnr.
Mesta athygli vakti að sjálf-
sögðu þi’ístökkseinvígi þeirra da
Silva og Vilhjálms, en í þeirri
viðureign bar Brazilíumaðurinn
ótvíræðan sigur af hólmi og virt-
ist þar ekki ráða hending ein.
Átti hann í heild jafnbetri stökk |
heldur en Vilhjálmur og stökk
lengst 15.62 metra. Vilhjálmur
stökk 15.42 í fyrsta stökki sinu
og náði þeirri stökklengd aldrei
eftir það.
Tugþrautina vann Pétur Rögn
valdsson að heita mátti keppnis-
laust og hlaut samanlagt 6116
stig. Árangur hans í einstökum
greinum var þessi: 100 m. á 11.3
sek., langst. 6.68 m., kúluvarp
13.15 m. hástökk 1.70 m., 400 m.
hl. 54.0 sek., 110 m. grindahlaup
15.2 sek., kringlukast 38.65 m„
stangarst. 3.20 m., spjótkast
51.83 og 1500 m. hl. 4:43.0 mín.
Með þessu hefur Pétur náð því
lágmarksafreki, sem krafist er
til þátttöku í E-M-mótinu í sum-
ar. Fjórir aðrir íslendingar hafa
náð tilskildu lágmarki, en það
eru þeir Hilmar, Huseby, Val-
björn og Vilhjálmur. Sumir aðr-
ir eru við það að ná markinu.
1 1500 m. hlapi sigraði Svavar
Markússon KR á 3:53,5 mín.
Kristl. Guðbjörnsson KR hljóp
á 3:59.4 mín.
1 200 m. hlaupinu tognaði
Hilmar illa í miðju hlaupi og
hafði þá örugglega forystuna.
Hætti hann þegar og var studd-
ur út af vellinum. Þórir Þor-
steinsson Á. sigraði á 23.2 sek.
og 2. varð Úlfar Teitsson KR á
24.3 sek.
í 40 m. grindahlaupi náðist á-
gætur árangur og munaði ekki
nema 3/10 úr sek. á metjöfnun.
Guðjón Guðmundsson KR sigr-
aði á 55.0 sek. Annar varð Daní-
el Halldórsson ÍR á '55.5 sek. og
þriðji Björgvin Hólm IR á 56.0.
Jóel Sigursson ÍR bar enn
einu sinni sigur úr býtum i spjót
kasti með 57.52 m. löngu kasti.
Gylfi S. Gunnarsson IR kastaði
57.19 m. og Valbjörn Þorvalds-
son IR 51.97 m.
I kringlukasti sigraði Friðrik
Guðmundsson KR á 46.86 m. 2.
varð Hallgr. Jónsson Á 45.64 og
3. Þorsteinn Löve IR 45.40 m.
Valbjörn Þorláksson IR sigr-
aði örugglega í stangarstökkinu
4.20 m. 2. varð Heiðar Georgsson
lR 3.90 m. og 3. Valgarður Sig-
urðsson lR 3,80 m.
Kínverjar segjasf ætla að
fara fram úr Bretuni í fram-
leiðslu á reiðhjólum eftir
tvö ár.
ísafirði í gær.
Æskulýðsmót var haldið að
Núpi í Dýrafirði 6. og 7. júlL
Jón ísfeld prófastur á Bíldu-
dal annaðist forstöðu mótsins.
Sóttu mótið sjö prestar og rúm-
lega hundrað börn og ungling-
ar. Kvenfélag Mýrahrepps ann-
aðist myndarlegar veitingar.
Séra Sigtryggur Guðlaugsson,
sem nú er 96 ára gamall, ávarp -
aði mótsgesti og hvatti til hóf-
semi og bindindis. Jónas Tóm-
asson var söngstjóri mótsins.
Var mikið sungið og er mót
þetta liður í æskulýðsmótum
Þ j óðkirkj unnar.
Ekið úi í skurð..
í fyrrakvöld eða nótt var
bifreið ekið út í skurð við Rétt-
arholtsveg og meiddist tvemnt
sem í bílnum var.
Stúlka, ók bílnum, en piltur
var farþegi og annað ekki í
bílnum. Hlutu bæði einhver
meiðsli, en ekki alvarleg að því
er talið er.
*
Froðleg grein um Island í
merku, erlendu tímariti.
„World Físhing" sendi fréttaritara hingað
í vor.
Tímaritið „World Fishing“, því að grein hans er rituð af
sem gefið er út « Lundúnum, góðri þekkingu og vinsemd í
helgar Islandi mikið rúm í júlí- íslands garð. Tímaritið tekur
hefti sínu. j fram í ritstjórnargrein, að sem
Fjallar aðaigrein timaritsins alþjóðlegt rit taki það ekki af-
um landhelgismálið og afstöðu
íslendinga. Heitir hún „Iceland:
The Law of the Sea? NO, THE
LAW OF SURVIVAL." Höfund-
urinn heitir H. S. Noel, einn af
föstum fréttamönnum Jtimarits-
ins, sem sendi hann hingað til
stöðu í málinu, dragi taurn
hvorugs aðila, en hvetur hins
vegar til þess, að reynt verði að
semja um málið í bróðerni, því
að ella kunni illa að fara.
Næstum tuttugu myndir
fylgja greininni, en tímaritið
lands til vikudvalar í vor til að er til sölu í Bókaverzlun Snæ-
afla efnis í grein 'um ísland í bjarnar Jónssonar, sem gerði
sambandi við boðaða stækkun
landhelginnar. Hefur hann ber-
sýnilega átt tal við marga menn
ráðstafanir til að fá það hingað
flugleiðis, af því að skipaferðir
hafa lagzt niður.