Vísir - 18.07.1958, Side 5

Vísir - 18.07.1958, Side 5
Föstudaginn 18. júlí 1958 V í S I R Rússar... Frh. af 1. s. stjórn hans um aðstoð, þar sem samskonar byltingartilraun og gerð var í Irak væri yfirvof- andi, undirbúin og skipulögð af Arabiska sambandslýðveldinu, og hefði brezka stjórnin komist að raun um, að þetta hefði við rök að styðjast, og ákveðið að verða við beiðninni, gegn lof- orði Jordaníu um, að her Jord- aníu yrði ekki sendur til árása á Irak. Var fallist á þetta skil- yrði Breta. Macmillan kvað ákvörðunina siðferðilega og lagalega réttmæta. — Kvaðst hann þess fullviss, að þjóðin aðhyltist hana. Gagnrýni Hugh Gaitskells. Hugh Gaitskell leiðtogi stjórnarandstöðunnar kvað flokkinn og þjóðina alla hafa áhyggjur af afleiðingum þeim, sem ákvörðin kynni að hafa fyrir Breta og friðinn í heim- inum. Hann vék að yfirlýsing- um sovétstjórnarinnar, til- kynningum um heræfingar Hússa við landamæri Irans og Tyrklands, flutning á flugvél- um og skriðdrekum þangað o. s. frv. Hvers vegna — ? Svarræða Macmillans var stutt. Hvers vegna, spurði hann, greiddi stjórnarandstað- an ekki atkvæði gegn Banda- ríkjunum fyrir liðflutningana til Libanon, og rauf þannig ekki þjóðareiningu út af þeim, en gerði það nú með því að greiða atkvæði gegn Bretlandi. Viðræðurnar í Washington. Viðræður Eisenhowers og Selwyns Lloyds stóðu 1 klst., en viðræður S. L. og Dullesar í 7 klst. og verður haldið áfram í dag. Einnig er um sameiginr legt viðhorf og aðgerðir. — Tilkynnt hefur verið, að Bandaríkin áformi ekki lið- flutninga til Jordaníu. Skjótar, gagnkvæmar viðui'kénningar. Lýðveldisstjórnin, sem bylt- ingarmenn í Irak hafa sett á laggirnar, kveðst ekki vera kommúnistísk, en skjótar, gagnkvæmar viðurkenningar þykja benda til þess a. m. k., að frá kommúnistum vænti hún helzt stuðning. Kemmúnistarík- in flýttu sér að viðurkenna hana. Og nú he.fur lýðveldis- stjórnin endurreist stjórn- málalegt samhand milli Iraks og Sovétríkjanna sem slitið var fyrir þremur árum og einnig viðurkennt alþýðustjórnina kínversku. Mótmælafundir. í Moskvu og mörgum öðrum borgum Sovétríkjanna hefur vérið efnt til mótmælafunda út af liðssendingum Bandaríkja- manna til Libanon og Breta til Jordaniu. Fjöldi mótmæla- funda var haldinn í Peking. Brezk blöð í morgun ræða enn mest um Jordaníu ög telja flest ákvörðun ríkis- stjórnarinnar réttmseta og óhjá- kvæmilegt að verða við henni. Daily Herald harmar ákvörðunina, og telui’, að allar ráðstafanir til öryggis eigi að vera á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Til marks um afstöðu óháðra blaða og íhaldsblaða er, að það hafi verið óhjákvæmi- legt að veita umbeðna aðstoð, önnur Arabaríki myndu hafa dregið af því sinar ályktanir, hefði beiðninni verið hafnað, en Daily Mail segir, að bið hefði orsakað, að glatast hefði það, sem leitast væri við að varð- veita. 'fc Skógareldar geisuðu nærri París um s.l. helgi og eyddu 30 hekturum skóglendis. Ný, ódýr reiknivél fyrir minni fyrirtæki. Hún getur bæðí reiknað og 99 geymt” tölur. Matronicverksmiðjurnar í New Yorkborg sendu nýlega á markaðinn nýja gerð rafeinda- reikningsvéla, sem munu gera minni háttar verzlunum auð- veldara með að mæta kröfum nútímans um hraða og ná- kvæmni í daglegum viðskipt- um. Þessi nýja reikningsvél hefur hlotið nafnið „Mastermind 1500“ (,,Meistaraheilinnl500“) og kostar hún allt frá 8.000 til 15.000 dollara. Það er um 1/10 af verði þeirra véla, sem fáan- legar hafa verið áður. Velin er litlu stæri’i en venjuleg ritvél, og segja framleiðendur, að hún sé einfaldai’i í notkun en rit- vélar. Þá geta menn fengið leigða slíka vél gegn 400—500 dollara leigu á mánuði. „Mastermind 1500“ getur hald ið skrá yfir vörubirgðir verzl- unai'fyrirtækis, sölu þess og umboðslaun, fjárhagsáætlanir, áætlanir um nýtingu starfs- krafta og tækja, og loks heldur hún skýrslur yfir innstæður og útlán og bankareikninga. Robert Meisel, forstjóri Matronicsverksmiðjanna, skýr- ir svo frá, að hingað til hafi raf- eindareikningsvélar verið svo flóknar og dýrar, að þær hafi ekki borgað sig nema í allra stærstu fyi'irtækjum og opin- bei’um skrifstofum. „Mastermind 1500“ getur safn að saman og geymt tölur og reiknað út á nokkrum sekúnd- um sölu, birgðir og vörukaup á hverri einstakri vörutegund af samtals 500. Aðaluppistaðan í vélinni er nokkurskonar „talnageymsla“ (sem heldur saman upplýsingum og geym- ir þær og gei'ir útreikningana) og lyklaborð. ,,Geymslan“ er í málmhylki, sem er skrúfað fast á vélritunarborð. Lykla- boi’ðið, sem líkist einna helst reikningsvél að stærð og út- liti, er fellt inn í boi’ðið. Lykla- borðið eitt nægir við notkun vélarinnar, hvorki bönd, götuð spjöld né önnur hjálpargögn eru nauðsynleg. Borðið og sá, sem við það vinnur, rúmast á ekki stæri’i gólffleti en 1,67 fermetrum. Með því að þrýsta á lyklana má stimpla tölur inn í vélina til útreikninga og til geymslu og taka þær úr henni aftur. Samskonar lyklaborði má koma fyrir, hvar sem er í fyrirtækinu, jafnvel í öðrum borgum, og eru lyklaboi'ðin þá tengd með síma þráðum. Ekki er hægt að nota Veiðin 1200 selir á skip. Frá fréttaritara Vísis — Osló í fyrradag. Fregnir frá Álasundi herma, að fyrstu selveiðiskipin hafi ver ið að koma heim af Grænlands- miðunum að undanförnu, en þeim átti að vera lokið 15. þ. m. Meðal þeirra, sem komu á dögunum, var Polaris, sem hafði veitt 1200 seli og Brandal með 1250, en auk þess hafði hvort skipið um sig 60 lestir af spiki. Á þessari vertíð var í fyrsta skipti ákveðið, að afli mætti ekki fara neitt að ráði fram úr 1200 á skip og eru allar lík- til, að flest skipin hafi veitt eins marga seli og leyft var. nema eitt lyklaborð í einu. Ef eitt þeirra er í notkun, fara hín sjálfki'afa úr sambandi. Af þessu sézt, að ekki er nauðsyn- legt að sitja við vélina til þess að geta notað hana, heldur geta forstjórar, sölustjórar, fram- leiðslustjórar og aðrir starfs- rnenn fengið nauðsynlegar upp- lýsingar frá vélinni um sölu og birgðir á hvei’jum tíma, aðeins með því að ýta á takka á skr:í- boi'ðum sínum. „Mastei'mind 1500“ er hægt að taka í notkun, jafnskjótt og henni hefur verið komið fyxir í borðinu, og ekki er nau-í- synlegt að hafa sérstakar raf- leiðslur né annan útbúnað i húsakynnunum. Framleiðend- urnir stilla sjálfir hverja ein- staka vél fyrir þau störf, sem henni eru ætluð, og þar af leiðandi gerist þess ekki þc-rf að ráða sérfræðinga til þess að vinna við vélina — það get- ur hvaða símastúlka og hvaða skrifstofumaður sem er. Maður ferst und- an síldarfargi. í gærmorgnn varð voveiflegt slys í Neskaupstað. Veggur bra.st í einni síldarþró verksmiðjumwr með þeini af(/iðingiun, að maður sem var að vinna í næstu þió, varð imdir og beið bana. Um níuleytið fyrir hádegi í gær voru nokki’ir menn að vinna að smíði þróar, þeirra á meðal ung- ur vélvirki, Þoi’steinn Jónsson. Næsta þró var komin í notkvn og æði mikið magn síldar í henni, sem veggurinn lét undan. Flest- ir mennirnii' gátu forðað sér og sluppu ómeiddir, einn slengdíst þó á vegg og marðist talsvert, og eins og áður segir, varð einn undir þunganum og fórst, en það var Þorsteinn Jónsson. Lik hans náðist ekki upp fyrr en um kvöldið. Þorsteinn Jónsson var aðeins 23 ára að aldri. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. 3. LANDSMÓT Landssamband hestamanna verður háð við Skógarhola, Þingvallasveit dagana 19. og 20. júlí 1958 ÐAGSKRÁ: LAUGARDAGUR: 1. Kl. 10,00 Mótið sett: Steinþór Gestsson, Hæli, for- maður L. H. 2. Kl. 10,15 Sýning stóðhesta. Hestar sýndir í skrán- ingarröð. 3. Kl. 13,00 Sýndar stóðhryssur. Dómum lýst og verðlaun afhent. 4. Kl. 17,00 Gæðingar í dómhring. Hestar sýndir, dómum lýst og verðlaun afhent. 5. Kl. 20.00 Kappreiðar, undanrásir. Skeið, 300 m. hlaup og 400 metra hlaup. 6. Kl. 22,00 Dansað í Þingvallai'étt. (Ókeypis fyi'ir sýningargesti). JFerðtr ird Ætiireiðasiöð Mttlaads SUNNUDAGUR: 1. Kl. 9,30 Hópferð inn á sýningarsvæðið. Hesta- mannafélögin með fána í fararbroddi. Kl. 10 Bæn, sr. Gunnar Jóhannesson. Ræða: Forsætis- og landbúnaðarráð- herra. Að því loknu heldur hópferð áfram um sýningarsvæðið. Kynbótahryssur sýndar og beim lýst, eftir því sem tími vinnst til. Kynbótahryssur sýndar og þeim lýst, eftir því sem tími vinnst til. Ræða: Gunnar Bjai’nason, form. dóm- nefndar. Stóðhestar sýndir, dómum lýst og vei’ðlaun afhent, Gæðingasýning. Hestum lýst og dómum. Úrslit í kappreiðum. Að því loknu dregið í happdrætti og vinningar af- hentir. Dansað ef veður og aðrar aðstæður leyfa. — Lúðrasveitin Svanur leikui’. Stjórnandi Gísli Ferdin- antsson, FRAMKVÆMDANEFNDIN. —- --------- 2. Kl. 10,15 3. Kl. 11,15 4. Kl. 11,15 4. Kl. 13,30 5. Kl. 17,30 6. Kl. 18,00

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.