Vísir - 18.07.1958, Side 7

Vísir - 18.07.1958, Side 7
Föstudaginn 18. júlí 1958 V í S I E 1 grip sem hann ætti. Hún varð að segja honum frá þessari slysni. En ekki í dag! Fred hafði hlakkað til að fá að hafa hana fyrir sjálfan sig í allan dag, og hún vildi ekki eyðileggja daginn fyrir honum. Hún leit eins og óbótamaður á kommóðuna og flýtti sér upp i herbergið sitt. Hún fór í fallegasta sumarkjólinn sinn og hnýtti bandi um hárið. Fred stóð og beið hennar í ársalnum með eikarþiljunum, er hún kom hlaupandi niður stigann. „Mikill dásemdardagur er þetta!“ hrópaði hún. „Ó, Fred, nú skulum við láta okkur líða vel.“ Það hýrnaði yfir honum. „Það skulimrvið gera, Nancy! Veður- guðirnir eru á okkar bandi, og ég hef beðið Berthu að ganga frá nestiskörfu handa okkur.“ „Ágætt! Ó, hvílíkur dagur, Fred.“ Henni var innanbrjósts eins og barni, sem er að strjúka úr hallarfangelsi frá einhverri gamalli norn. Það var yndislegt að fá að setjast í bílinn og vita að hún átti að fá að vera ein með Fred í nærri því allan dag. Og Fred var auðsjáanlega eitthvað likt í hug, því að hann tók handleggnum um axlir henni er hann var kominn út úr bíl- skúrnum og stýrði langa bílnum með annari hendi. „Það ert þú, sem ert yndisleg, Nan. Gott að við höfum fundið hvort annað aftur,“ mulraði hann og dró hana nær sér. Hann sveigöi fyrir rósastoð i garðinum og leit snöggvast til hennar og torosti. Hún svaraði brosinu, titrandi af eftirvæntingu. Tíminn stóð kyrr eitt andartaks augnablik, og allt gat komið fyrir. Það sem kom fyrir var að minnstu munaði að þau ækju yiir Jones veslinginn, sem kom bak við rósarunninn með fangið fullt aí 'málaradóti. Fred snarbeygði bílnum til hliðar á síðasta augna- toliki og snarstansaði svo að ískraði í hemlunum. „Afsakið, ég sá yður ekki,“ tautaði hann. „Það er vonandi rétt, annars hefði þetta verið vísvitandi morð,“ sagði Clark. „Ef ég mætti eitthvað um þetta segja, mundi ég álíta að þér hefðuð verið kærður fyrir gálausan akstúr, með að- eins aðra höndina á stýrinu." Nancy bjóst við að hann mundi milda þessi áfellisorð sín með því að brosa, en það gerði Clark ekki. Hann sneri við þeim bakinu, tók upp dótið sem hann hafði misst og labbaði á burt. „Hann heyrði áreiðanlega að ég bað afsökunar," muldraði Fred ergilegur og renndi bílnum af stað aftur. Nancy benti honum með hæverskum orðum á, að minnstu hefði munað að þau hefðu ekið yfir manninn. Rétt áðan höfð,u þau verið svo samstemd og hamingjusöm, en nú var eins og andrúmsloftið hefði breytzt. Þau létu eins og ekki hefði komið fyrir og töluðu urn daginn og veginn, en Nancy fann að einhver þröskuldur var kominn milli þeirra, og vonbrigðin urðu henni svo sár, að henni .lá við að tárast. Er þau höfðu ekið um stund komu þau að smáragræðum með háum ása og engi með kúm á beit. Þarna var tilkjörinn áningar- staður. Þau stönsuðu og tóku upp nestiskörfuna. Þar var allt sem hægt var að óska sér: kaldur k]úklingúr og salat, ávextir, lítil flaska með hvítvíni og fleira. Þau hjálpuðust að við að raða á dúkinn og settust svo hlið við hlið og nutu útsýnisins og kyrrð- arinnar. „Þetta hef ég alltaf verið að þrá,“ sagði Fred og dró hana að sér. „Ég hef ekki hugmynd um hvaða snurða kom á þráðinn milli okkar, og hvers vegna þú ert svo annarleg stundum, en við eigum marga daga eftir enn, og það skulu verða dásamlegir dag- ar, Nan. Núna ertu alveg eins og þú átt að þér að vera. Svona vil ég alltaf hafa þig. Mjúk og blíö, Nan. Hann kyssti munn hennar og augu og þrýsti henni að sér. Hún lá grafkyrr í faðmi hans með lokuð augun, nokkur tár þrýstust fram undan augn- lokunum. Hann kyssti þau burt, kyssti spékoppana 1 kinnum hennar og strauk jarpt hárið á henni. „Þú ert svo yndisleg, Nan. Þykir þér ekki svolítið vænt um mig?“ „Þú veizt að mér þykir vænt um þig, Fred. „Segðu meira!“ sagði hann skipandi. „Ég sagði þér um kvöldið, heima hjá mér, að ég væri að verða ástfangin af þér,“ hvíslaði hún. „Heldurðu enn að þú sért bara að verða ástfangin af mér?“ Hún hló. „Þegar þú kyssir mig svona er mér ómögulegt að hugsa.“ „Slepptu því, við hugsurn alltof mikið, bæði tvö. Nú skulurn við alls ekki hugsa neitt.“ „Hvað hefur þú verið að hugsa um, Fred?“ „Um þig, auðvitað. Stundum held ég að ég elski þig, og stund- um...." Hann þagði. „Stundum....?“ „Ég veit ekki. Stundum finnst mér ég alls ekki þekkja þig. En núna ertu yndisleg eins og forðum. Ertu stúlkan mín, Nan?“ „Víst er ég þa'ð, Fred. Þú veist það.“ Hann horfði á hana. „Elsltar þú mig?“ spurði hann og horfði fast í augun á henni. „Já,“ svaraði hún lágt. „Ó, elskan — elskan mín! Hann kyssti hana svo ákaft, að henni fannst allt hringsnúast, en undir niðri heyrði hún rödd j Madagaskar áttu þar sitt ríki, höfðu drottningu, ráðherra og fána, höfðu stjórnmlaleg tengsl við Evrópuríki, áður en vernd Frakka kom til sögunnar 1885, og því löngu áður en eyin var lögð undir Frakkland 1896. Madafaskar, gleymd ey með 5 míllj. Asíubúa. tflk og sinnuleysi Frakka vain á myllu konvmúnista. Eyrir nokkru átti sér stað umræða í fulltrúadeild franska þjóðþingsins, sem litla athygli vakti, enda var liún um Mad- agaskar, hina glemdu ey. Eh það fjarlægðin, sem veldur, að sjaldan cr á þetta merka ey- land mjnnst, en vera má, að það komi meira við sögu en áður, einkanlega ef málum eyjar- skeggja verður ekki sinnt betur en verið hefur. Sannleikurinn er sá, að Frakkar hafa haft „öðrum hnöppum að hneppa“ (þ. e. fyrst í Franska Indokína og svo í Alsír, og því ekki sinnt mál- efnum Madagskar sem skyldi. Fáir Frakkar hafa heimsótt Madagaskar vegna fjarlægðar- innar — helzt kaupsýslumenn, sem kaupa þar kaffi, vanilla, grafít o. fl. — há flutningsgjöld hvetja ekki til aukinna við- skipta, en % viðskipta Madaga- skar er við Frakkland. Líklega kemmst íbúatala Madagaskar upp í 5 milljónir á E. R. Burropghs - TARZAN þessu ári. En um íbúana nú er að vissu leyti sömu sögu að segja og í öðrum hlutum Frakkaveldis. Sjálfstæðir — nú eða síðar. Fólkið vill fá sjálfstði viður- kennt, annað hvort þegar í stað, eða samninga um sjálfstæði stig af stigi. Milli Madagaskars og meginlands Afríku eru 240 mílur. íbúar Madagaskars eru ekki af Afríkustofni, heldur AsíúStofnum, forfeðurnir komu frá eyjum, sem nú nefnast Indo- nesia, og frá Polynesiu og Mel- anesíu, Allir tala mállýzkur af sama stofni, og jafnvel þeir, sem tekið hafa kristni frá um 1860, hafa sömu afstöðu og menn áður höfðu til forfeðranna, til út- lendinga og gagnvart skepnum sínum. Skapferli þeirra og upp- lag er þannig, að þeir hafa ver- ið móttækilegir fyrir frönsk á- hrif, án þess að glata sínum sérkennum. Og Hovarnir á 2667 tr. lif'lÁiÍtwTjfötura sýndlatiri*?- Pioc * —rrT-.- Fyrir ellefu árum hitnaði þessum friðelskandi þjóðum, er byggja Madagaskar svo í hamsi, að þeir risu upp, og „mótþrói" þeirra varð ekki bældur niður, nema með því að beita valdi, eftir að tugir þúsunda höfðu særst. Menn hafa reynt að gera sér grein fyrir orsökum þessar frelsis- hreyfingar, og vissulega var því ekki til að dreifa, að efna- hagsástandið væri slæmt. eins og í Kenya. En síðan hafa þjóðernissinn- aðir flokkar sprottið upp einá og gorkúlur á haug, og þeim hefur verið styrkur að hiki og sinnuleysi franskra ríkisstjórna. Arið 1956 var breytt um stjórn- skipun, eynni skipt í 6 fylki, sem hvert um sig hefur sitt þing, og svo er hið sjöunda fyrir allt landið. Þessi ráðstöf- un, sem byggist á gamalli skipt- ingu, varð þó ekki vinsæl. Fólk inu fannst hún úrelt, en því höfðu Frakkar ekki gert sér grein fyrir. Samveldisstaða. Til eru víðsýnir menn í Frakklandi, sem sjá, að tengsl- in við Madagaskar munu því aðeins haldast, að tekið verði af skilningi, áhuga og frjálslyndi á málefnum Madagaskar, og hafa stungð upp á, að Mad- agaskar fái samskonar stöðu og brezku sjálfstjórnarlöndin (dominions), en fyrir því hafa margir Madagaskanar enn á- huga. En meðan Frakkar hika og eru sinnulausir um eyna koma nýjar hugsjónir til sög- unnár á Madagaskar, og menn bíða þar óþreyjufullir fregna ekki aðeins frá Alsír og Vestur- Afríku, heldur og frá Indonesiu. Versnandi efnahagur landsins gæti haft ófyrirsjáanleg og skaðleg áhrif. Verði Madaga- skanar látnir bíða of lengi kunna þeir að endurnýja tengsl sín við skyldar þjóðir í Asíu. n Af ásettu ráði og með stoð. Hinum féllust hendur, „Eg skal segja ykkur, piltar, aðstoð, þá höldum við á- köldu blóði myrti Pomeroy svo forviða urðu þeir, og að „ferðamanna“-leikurinn fram,“ sagði hann. lávarður burðarmennina tvo, gáfu Pomeroy tíma til þess er á enda — svo að ef enginn sem vildu veita Tarzan að- að hlaða riffilinn sinn á ný. annar óskar að veita honum Flight" skrifar tim Flugfélag Islands. Flugfélag fslands átti fyrir nokkru 21 árs afmæli og var þess minnzt f ,Flight“, sem er kunnasta flugmálarit, sem gef- ið er út á Brctlandseyjum. Þar er rakin saga félagsins frá upphafi stofnunar þess sem „Flugfélags Akureyrar“ 3. júní 1937 og til þessa dags. Er sagt ítarlega frá fluferðum félags- ins, bæði millilandaflugi og’ innanlandsflugi, og hinum miklu timamótum á sviði flugmálanna hér, er félagið eignaðist Viscount-flugvélarn' ar (vorið 1957). f upphafi greinarinnar er vikið að því, hve mikinn áhuga íslendingar hafi fyrir flugferðum, hér vilja flestir fljúga. Á íslandi sé íbúa- talan um 160.000, en félagið hafi flutt yfir 80.000 farþega 1957, þar af yfir 59.000 í inn- anlandsflugi. Greinin er rituð af M. H. J. og er mjög fróðleg og ítarleg,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.