Vísir - 18.09.1958, Blaðsíða 7
Flmmíudaginn 18. september 1958
V í S I B
KATHRYN BLAIR:
tfCtiiHtíjri í pwtúyal.
ASTARSAGA
.y<
— Seisei-jú. En við höfum haft mikið að gera í dag, og þess
vegna er ég dálítíð þreytt. Veit Polly að þú ert kominn?
— Ekki ennþá. Ég gerði boð fyrir hana.
— Sú verðúr glöð! Hvernig gastu losað þig að heiman? Hve
lengi ætlarðu að verða hérna? Og hvers vegna í ósköpunum hefur
þú ekki svarað bréfunum?
Hann hló. — Eitt í einu. Ég skrifaði ekki vegna þess að ég var
að reyna að komast í ferðina. Það eru tvö ár síðan ég hef tekið
mér frí, og undir eins og þið voruð farnar fór ég að reyna að ná
mér í staðgengil. Gamli Thcmpson tekur að sér það vandamesta
og staðgengilhnn hitt. Hann er bróðir Lindu Comyn. Hann
brosti og beygði sig og kyssti hana á ennið. Svo spurði hann:
Hvemig líður Júlíu?
Polly kom í sömu svifum, svo að Helen komst hjá að svara.
Polly faðmaði bróður sinn. — Já, þetta kcm á óvænt, það verð
ég að segja! En nú get ég ekki látið þig fá bezta herbergið, því að
hér er maður í hverju rúmi. Þú verður að láta þér nægja að fá
herbergi Gilberto. Komdu og fáðu tebolla — það er svo margt
sem ég þarf að spyrja þig um.
Með handlegginn um mittið á systur sinní spurði hann Helen:
— Svo að ég svari einni spurningunni þinni: Ég ætla að verða
iiérna í þrjár vikur.
— Ágætt! kallaði hún. — Við sjáumst seinna!
Hún hljóp upp á loft og nam staðar fyrir utan herbergi Júlíu.
Allt sem gerst hafði síðasta klukkutímann reið yfir hana eins og
ílóðalda. Richardo vildi láta svo heita, að Júlía væri í öngum
sínum af því að vinir hennar höfðu uppgötvað, að hún vann í
gistihúsinu. — Richardo hafði reiðst sjálfur — svo mikið að hann
hafði strunsað burt og eklri látið kynna sig fyrir Ralph Gordon
lækni. Richardo....
Helen drap á dyrnar og tók í lásinn. En dyrnar voru læstar.
— Hver er þetta? Hvað er erindið? heyrðist Júlía segja ergileg.
— Það er Helen. Get ég komið inn snöggvast?
— Nei, það getur þú ekki. Ég hef séð meira en nóg af þér í dag.
— Júlía, mér þykir þetta leitt, sem skeði við hádegisverðinn,
en í rauninni skipti það litlu máli. Opnaðu....
— Ef þú ætlar að fara að þvæla um, ao ég hafi ekki komið
boði Rcihardos til þín -— eða miðann, sem þú fékkst í eldhúsið....
— Nei, það er ekki erindið. Helen þekkti vel hótanir Júlíu.
Frá því að hún var barn hafði þetta hljómað í eyrum hennar:
Ef þú segir eitthvað, skal ég slíta sundur hárbandið þitt.... skal
ég fleygja bókunum þínum í ofníhn.... skal ég segja pabba og
mömmum að þú 'sért lygalaupur, og þá tala þau ekki við þig í
marga daga....
Jæja, þú getur fengio fréttina gegnum hurðina. Ralph var að
koma. Hann verður hérna í þrjár vikur.
Helen beið ekki eítir svarinu, hún fór inn i herbérgið sitt og
ílej’gði sér. á rúmið. Hún sofnaði undir eins.
HVAÐ ÆTLAST JÚLÍA FYRIR?
Það var langt síðan Helen hafði.séð Ralph í flúnelsbuxum og
tennisskyrtu. Hann yngdist við það þó hann væri íarinn að
grár.a í köilvikunum. Þau höfðu sest niðri í fjöru, hjá gömlum
bát. Heler. lagðist endilöng og sólbakaði sig, en Ralph sat og
starði út á sjóinn. Þetta var nokkrum dögum eftir páska, en
fyrsta skiptiö, sem þau gátu talað rækilega saman.
— Þetta er öðru vísi en ég hafði búist við, sagði Raiph. — Þið
Júlía sjáist varla.
— Ég hefði aldrei átt að fara hingað, sagði Helen. — Skilur
þú — Júlía hélt að sér mundi leiðast og að hún þyrfti á mér aö
;halda sér til dægrastyttingar, en nú hefur hún kynnst Portúgöl-
unum hérna og ýmsum gestunum hérna.
— Þeim ríkustu, sem eiga fallega bíla, sagði hann. — En hún
virðist hafa gaman af vélbátum líka. Öllu sem er spennandi.
Helen fannst hún verða að taka svari systur sinnar: — Hún hefur
ekkert að gera, og mundi verða andvaka og láta sér leiðast ef
hún hefði ekki eitthvað sér til dægrastyttingar.
Ralph spurði umsvifalaust: — Hefur hún orðið hrifin af hin-
um göfuga Richardo de Vallarez?
Helen vætti þurrar varirnar. — Það held ég varla. Hann er
að vísu glæsimenni og heillandi, en hún hefur sagt mér sjálf, að
sér gæti aldrei komið til hugar að giftast honum.
— Trúðu henni ekki, Helen. Hún hefur alltaf haft andúð á
k KVÖLDVÖKUNNE
Kreppt að Serkjum i
Frakklandi.
Aframhald á hermdarverkum og árásum.
Víðtækar öryggisráðstafanir við byltingarmenn í Alsír, verði
eru í undirbúningi í Frakklandi komið fyrir í fangabúðum. Sann
vegna hermdarverka Serkja
landinu.
I
í ist hermdarverk eða hermdar-
j verkatilraunir á menn verða
Auk þess sem De Gaulle hef- þeir sendir til Alsír, þar sem
ur rætt við yfirlögreglustjóra j dæmt verður í málum þeirra.
Parísar hefur stjórnin rætt Lögreglan á að fá frjálsari hend-
þessi mál á fundi. Hafizt verð-Jur gegn grunsamlegum mönn
um.
Áframhald er á skemmdar-
verkatilraunum og árásum á
lögreglumenn. Stjórnin mun
hafa hugleitt, að kalla heim
herlið frá Þýzkalandi til gæzlu
mannvirkja. Kallað verður sam-
an varalið til eflingar lögregl-
ur handa þegar um framkvæmd
öryggisráðstafananna og hert á
þeim eftir þörfum, einkum eftir
að þjóðaratkvæðið fer fram 28.
þ. m.
Talið er, að áformaðar séu
fjöldahandtökur serkneskra
manna í landinu, og að öllum,
sem grunaðir eru um samstarf'unni.
EFNAVERKFRÆÐINGUR
Sementsverksmiðja ríkisins vill ráða til sín yfirefnaverk-
fræðing til starfa á Akranesi. Umsóknir með upplýsingum
um menntun, aldur, fyrri starf og annað er máli kann að
skipta, sendist í skrifstofu verksmiðjunnar í Hafnarhvoli,
Reykjavík^fyrir 1. október n.k.
Sementsverksmiðja ríkisins.
Staða aðstoðarlæknis í röntgendeild Landspitalan-s er laus
til umsóknar frá næstu áramótum. Laun samkvæmt launa-
lögum. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám. og fyrri
störf, sendist stjórnarnéfnd ríkisspítalanna fyrir 20. október
næstkomandi.
Það voru gömlu hjónin, sem
ræddust við:
— Eg hefi alltaf verið opin-
skár við þig, Eva, og sagt þér
allt.
•— Já, sagði hún og kinkaði
kolli. — Og eg hefi alltaf ver-
ið tillitssöm við þig og trúað
öllu.
-k
Maðurinn við kunningja
sinn:
— Ósköp er að sjá þig, þú
hefir grennzt þessi kynstur!
Kunninginn andvarpar:
— J konan mín er nefnilega
í megrunarkúr!
★
Konan (við eiginmann sinn):
— Eg ætla að skreppa yfir í
næsta hús, verð svona í fimm
mínútur. Mundu eftir að hræra
fyrir mig í súpunni á hálftíma
fresti meðan eg er í burtu!
★
Því er haldið fram að málár-
inn heimskunni, Pablo Picasso,
hafi svarað boði Oxford há-
skóla um að koma og þiggja
heiðursdoktorsgráðu á þessa
leið í skeyti, sem hann sendi:
— Ekki tími — stop — lífið
of stutt — stop — vérð að mála
■— stop — Picasso. —
Bretar rýmka um innílutníng
írá dollaralöndum.
Sir David Eccles viðskipta-
málaráðherra Bretlands til-
kynnti £ gær, að afnumdar yrðu
hömlur á ýmsum innflutningi
frá Kanada og Bandaríkjunum.
Nær þetta afnám á hömlum
m. a. til ýmiskonar véla og
margs fleira. Ráðherrann ræddi
nokkuð um nauðsyn frjálsari
viðskipta og var tilkynningu
hns og ræðu vel tekið.
tuíugavegi lö. Sfmi iá38T
'mkftwji,
^ sacs&. ■*
áSEar stæriir
i^köíiiiír
Tarzan og Fáv.ma klifruðu rana óvinarins.--------En nú legu braéði á trjábolinn í. flóttamánhéskjUrnar oíar. úr
upp á trjágreinar og sluppu réðist skepnan í hinni æðis- þfeim tilgángi að hrista trér.u!
með naumindum undan
#L'STURSTRÆT» »1