Vísir - 18.09.1958, Blaðsíða 5

Vísir - 18.09.1958, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 18. september 1958 V í S I B lantlholtjistnálið: 12 mílna landhelgi er öflum þjóðum nauðsyn. Er ekki urn raeSma þjóðar- vakmingu að ræða? Hin aðkallandi þörí fyrir frið- un landgrunnsins fyrir botn- vörpu og skipulagning veiðanna með öðrum veiðafærum, er öll- um Ijós er hafa fylgzt með gangi fiskveiðanna. — Jafnvel vísinda- menn þeirra þjóða, sem nú þeg- ar hafa eyðilagt sin heimamið, viðurkenna þörfina frá fiski- ræktunarsjónamiði séða. — Rán- yrkjan þar og aflaleysið, sem er staðreynd, hefur kennt þeim meira en allur bókalestur og rannsóknir. — Norðursjórinn með Doggerbanka, Stóra og Litla Fiskibanka ásamt Færeyja banka o. fl., eru allir uppörnir vegna ofveiði. -— Þessir gömlu rfiskibankar eru nú aðeins alfara- leið fullkominna fiskiskipa stór- bjóða á leið til Islands og Græn- lands, þar sem þessar þjóðir eru í þann veginn að Ijúka við sama skemmdarstarfið og heima hjá sér. Þessar ráðstafanir eru líkast- ar því, að bóndi, sem hefur lát- ið rótnaga túnið sitt, beiti stóð- inu á tún nágrannans og kalli það almennt afréttar-beitiland. Eftirfarandi skýrla, sem sýn- ir veiði allra þjóða á Islandsmið- um, þrjú ár fyrir og aftur á móti þrjú eftir síðustu heimsstyrjöld, gefin út af sjálfu Landbúnaðar- ráðuneyti Breta, sýnir bezt það alvarlega ástand, sem mun skap- ast, ef rányrkja og ofveiði held- ur áfram að þróast. — En hún er svona: Á árunum 1936—38, fiskuðu allar þjóðir 478 milljón kg. eða 100%, sem skiptist þannig: Island 149 millj. kg eða 31% Bretland 175 — — — 37% Þýzkal. 117 — — — 24% Aðrar þj. 37 — — — 8% En á árunum 1953—55: Allar þjóðir 857 millj. kg eða 100%, sem skiptist þannigr Island 384 millj. kg eða 45% Bretland 225 — — — 26% Þýzkal. 200 — — — 23% Aðrar þj. 48 — — — 6% Takið eftir því, að mismunur á þriggja ára veiði allra þjóða við ísland, eftir friðun stríðsár- anna og þriggja ára veiði fyrir striðið, er 379 millj. kg. og mis- munur á veiði Islendinga sjálfra er 235 millj. kg. — Þetta eru töl- ur, sem tala sínu máli og eru eitt sterkasta málgagn í barátt- unni í þessu alvarlega máli, sem varðar í raun og veru allar fisk- veiði þjóðir, en íslendinga þó mestu. — þessi skýrsla er tekin upp úr nýútkomnu brezku tima- riti „World Fishing", sem skrif- ar „merkilegt nokk“' af sann- girni um þörf íslendinga á 12 mílna landhelgi. Kétturinn: En hver er þá réttur Islendinga til útfærslu landheigislinunnar? —12 sjómílur er álíka vegalengd og sjóleiðin Akranes- Reykjavík, eins og flestir vita. — Á þessu svæði umhveríis og útfrá land- urinn, svo vel, að árangurinn verði miklu betri en nokkurn tíma fyrr. Einn, sem lilustar — og lokar fyrir stundum". inu, er hraun á mörgum stöðum og jafnvel langt út fyrir það. Hraun, sem runnið hafa úr eld- fjöllum Islands. — Þangað sækir fiskurinn til þess að ná sér í æti, samanber loðnugöngurnar, og síðar til þess að hrygna. — Is- lendingar eiga þessi hraun. Þetta eru uppeldisstöðvar, sem Island eitt hefur myndað, með löngum og ströngum fæðinga hriðum, ásamt miklum náttúru- fórnum á landi. — Hér er um að ræða hluta af landgrunninu, en alls ekki úthaf, eins og brezkum skipstjórum og skólabörnum er kennt nú til dag ... Er ekki eðlilegt, að Islending- ar vilji helga sér þennan túnjað- ar sinn, sem hefur ótvírætt úr- slitaþýðingu í lífsbaráttu þjóðar- innar? — Er ekki skiljanlegt, að þeir vilji helst ekki spyrja aðrar þjóðir um leyfi til þeirra hluta. Islendingar eiga þannig land- fræðilegan rétt til þessa um- deilda svæðis, en einnig siðferðis- iegan og lagalegan rétt til fram- kvæmda í þessum málum, enda var 12 sjómílna sjónarmiðið sam- þykkt á Genfarráðstefnunni, með hreinum meirihluta, en það verð- úr samkvæmt lýðræðisreglum, að teljast gott og gilt. — Það verður að minsta kosti mikill styrkur í baráttunni, sem fram- undan er .... — Hvernig henni lýkur, er ef til vill mest undir Islendingum sjálfum komið. Baráttan: I sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar var aðeins við eina þjóð að etja, en samt tók það langan tima. — Þá naut við bestu krafta þjóðarinnar og hún stóð einhuga saman i baráttunni, að minnsta kosti á úrslitastund. — Nú er 10% lengri leið. minst við fimm þjóðir að þær stórar að stríða. Ein þeirra hót- ar jafnvel vopnavaldi og veiði- þjófarnir sjóðandi vatni, ef Is- lendingar láta ekki af kröfum um sanngjörn og sjálfsögð land- grunnsréttindi. En hvernig stendur þjóðin nú í þessu máli? — Eitt útvegs- mannafélag og nokkrar hrepps- nefndir, hafa sent frá sér sam- þykktir í þessu máli. — Það virð- ist þvi miður ekki vera mikil þjóðarvakning á ferðinni um þetta sjálfstæðismál. — Það er eins og eitthvert hik og úrræða- leysi og jafnvel hræðsla, sem kanske er ekki óeðlileg, einkenni alla meðferð málsins. — 1 þess- ari örlagaríku baráttu. — Þetta er til skaða og skammar fyrir hinn góða málstað vorn. — Nú hefði átt að mynda sérstaka þjóð- ALLT Á SAMA STAD CHMIi kraftkertin fáanleg í flestar tegundir bifreiða. Ný Champion-kraftkerti fyrir 1 VOLKSWAGENBIFREIÐAR Champion kertið L-85 er framleitt sérstak- lega í samráði við Volkswagen-verksmiðjurn- ar, enda mæla þær sérstaklega með notkun þeirra í allar VW-vélar. Það er sama hvaða tegund bifreiðar þér eigið, það borgar sig að nota Champion-kerti. Egill Vilhjálmsson Laugavegi 118. — Sími 2-22-40. Lúðvík: „Þú manst það bara, Guðmundur, að landhelgismálið er innanríkismál, svo að þú skiptir þér ekki af því. Eg kem eins og skot, ef þú ætlar eitthvað að blanda þér í það.“ stjórn til baráttu í landhelgismál- inu, án afskipta allra stjórnmála- flokkanna. — Slíkt mál má ekki og á ekki að nota í „pólitiskri" refskák. — Varnir: Það er ekki nóg að teikna lín- Ur og gefa út reglugerð um 12 sjómílna landhelgi. — Það þarf að verja línuna, hvort sem þær verða ein eða tvær. -— I því sam- bandi má spyrja. — Vegna hvers var ekki sett að skilyrði við framlengingu á varnarliðssamn- ingnum við Bandarikjaher, að hann tæki ábyrgð á og hjálpaði til þess að verja 12 milna lín- una? -— Það hefði verið betra en bæn. — Einn allra ákveðnasti og ötul- asti baráttumaðurinn fyrr og síð- ar í landhelgismálinu, stakk upp á þvi, að nota kafbáta ásamt flugvélum og núverandi varð- skipum. — Það þarf vissúlega þau tæki, sem að gagni koma og skjóta þeim skelk í bryngu, sem nú skafa landgrunnsbotninn, spilla veiðafærum vorum og böl- syngja þeirri frekju íslendinga, að vilja sjálfir eiga ráðstöfunar- rétt á heimamiðum sinum. En loftið er þrungið af þesskonar útvai’psöldum. — J. Þ. „Sumartimi44 til óþurftar. „Kennarafundur, haldinn í Gagnfræðaskóla Austui'bæjar 15. sept. skoi-ar á dómsmála- ráðheri’a að breyta. í’eglugerð um sumartíma á íslandi þann- ig að klukkunni sé seinkað eigi síðar en fyrsta laugai’dag í októbex’. Telur fundui’inn, að sumar- tími langt fram í október, eins og nú tíðkast, lengi að óþörfu þann tíma, sem börn og ung- lingar vei’ða að vakna til starfa myi’ki'i, og sé því til óþui-ftar. Jafnframt telur fundurinn reynslu sanna, að bi’eyting klukkunnar tvisvar á hverju skólaári oi’ki truflandi á starfs- venjur nemenda.“ Snæbjörn í Hergilsey. 2. ntfjáfa entlur* tninninjja hans. Út er komin á forlagi Kvöld- vökuútgáfunnar h.f. á Akureyri 2. útgáfa af ævisögu Snæbjarn- ar í Hei'gilsey. Þetta er ein. hinna íslenzku hetjusagna frá seinni tímum. - Sagan er rituð af Snæbirni sjálfum og gefur góða yfirsýn yfir baráttu hinnar ný horfnu kynslóðar við hörð kjör og ó- vægin náttúruöfl. Fróðlegt er nú að rifja upp frásögnina af Englandsför Snæ- bjarnar er brezkur landhelgis- brjótur rændi og Guðmundi Björnssyni sýzlumanni og flutti þá nauðuga til Bi’etlands. Ekki missir frásögnin gildi sitt við það, að hún er sögð af Snæbirni sjálfum. Austurver — Frh. af 1. s. , * 3 : verzlanirnar gaetu tekið til stai’fa og opnað fyi'ir hátíðar í vetui'. Seimxa mun það vera hug- mynd h.f. Veggs að byggja fleii'i verzlunarhús með ný- tízku sniði á þessai’i sömu lóð, þannig að þar myndist fullkom- in verzlunarmiðstöð, eins og gei’ist sumstaðar erlendis. • Dr. Best sektaður. Dr. Werner Best, hernámsstjóri Hitlers í Danmörku, lxefur verið fyrir rétti í V.-Berlín. Var athugað samband hans við nazistaflokkinn, og gekk honum eðlilega illa að færa sönnur á, að hann hefði ekki verið eldheit- ur nazisti. Hann var loks dæmd- ur í 70.000 marka sekt fyrir þjónustu sína við flokkinn og forustu í SS-sveitum. , ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.