Vísir - 27.09.1958, Blaðsíða 8
C—---------------------------------------
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
LátiS liar.m færa yður fréttir «2 anuaB
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfn.
Sími 1-16-60.
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendnr
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Laugardagihn 27. september 1958
F rímerk jasýningin
opnuð í ðag.
Frímerkjasýningin FRIMEX í
Þjóðminjáéafninn verður opnuð
í dag og í tilefni sýnmgariimar
verðui’ póststofan í Reykjavík
opin til kl. 18 siðdegis.
Einnig verður sett upp póst-
hús í Þjóðminjasafninu vegna
frímerkjasýningarinnar, til þess
að auðvelda fólki að senda bréf
'þaðan og fá frímerki stimpluð.
Opið verður í dag kl. 16—22 og
aðra daga, sem sýningin stendur
y fir kl. 14—18.
Gerfihnetti skotsð
út í geyminn.
Á vegum Bandarikjaflotans
var í gær skotið eldflaug, sem
■bar gervihnött út í geiminn.
Ekki var kunnugt, er þsssi
fregn var send, hvort gervihnött-
urinn, var kominn á rás kring-
um jörðina.
Það var Vanguard-eldflaug,
sem notuð var. Tilraunin var
gerð á Canaverakhöfða á Flór-
ída.
Fulltrúar járniðnaðar-
manna á þingi ASÍ.
Járniðnaðarmcnn hafa kos-
oð 5 fulltrúa á þing A.S.f.
og urðu úrslit sem hér segir:
A-listi, borinn fram af stjórn
og trúnaðarmannaráði félagsins
hlaut 191 atkvæði og alla menn
kjörna — en B-listi, sem til-
skilinn fjöldi félagsmanna bar
fram, fékk 99 atkvæði.
Fulltrúar járniðnaðarmanna
Þetta er Gasherbrum I., ellefta hæsta fjall heims, sem ekki hafði
verið klifið þar til í sumar, að bandarískum lgéSingn tókst það
undir forystu Nicholas Clinch, en hann dvelur þessa dagana
hér f Reykjavík meðal fornvina og kunningja. Gasherbrum I. er
8069 metra hár. Til samanburðar má geta þess að hæsta fjall
íslands — Öræfajökull — er aðeins 2119 metra hátt.
Sjá grein um leiðangurinn í Vísi í gær).
á þinginu verða því þeir Snorri
Jónsson, Kristinn Á. Eiríksson,
Guðjón Jónsson, Kristján
Huseby og Hafsteinn Guð-
mundsson, en til vara: Ingimar
Sigurðsson, Þorleifur Þor-
steinsson, Sveinn Jónatansson,
Hörður Hafliðason og Sigurður
Jónsson.
Septembermótið fer fram
á Melavellinum í dag.
Spennandi keppni fyrirsjáanleg í ýmsnm
greinum. - Reynt að hnekkja nokkrum metrum.
í dag fer fram á Melavellinúm
síðasta frjálsíþróttamót suinars-
ins, SEPTEMBERMÓTIÐ, og
verður keppt í 100 m. hl., 400 m.
gr.hh, 3000 m. hl. unglinga, 800
m. lil. unglinga, 1000 m. boðhl.,
kringlukast, kúluvarp, spjótkast,
lankstökk og hástökk.
Keppnin hefst ki. 2 e. h. og er
þátttaka allgóð. Meðal annars er
kunnugt um, að keppendur hygg
ist reyna að hrinda gildandi met-
um í 400 m. gr.hl., 3000 m. hl. og
jafnvel hástökki, en að sjálf-
sögðu fara möguleikar þeirra til
árangurs mjög eftir veðurskil-
yrðum.
1 400 m. gr.hl. eru 6 keppend-
ur, og þeirra á meðal er Guðjón
Guðmundsson, sem tvívegis hef-
ur hlaupið á 54.8 sek., en núgild-
andi met Arnar Clausen er 54.7
■sek. Einnig hlaupa þeir Björgvin
Hólm lR, sem hlaupið hefur
bezt á 55.8 sek. og sigurvegari í
landskeppninni í sumar. Þórir
Þorsteinsson Á. mun einnig
vera skráður til leiks, en hann
hefur, sem kunnugt er, náð mjög
góðum tima I 400 m. hl. í sumar
eða 48.5 sek. Er gaman að vita
hvernig honum gengur að fást
við grindurnar.
í 3000 m. hl. hleypur m. a.
Kristleifur Guðbjörnsson og mun
gera tilraun til að hnekkja met-
inu. Óvist er, hvort Kristján Jó-
hannsson og Haukur Borgfirð-
ingur munu geta orðið meðal
keppenda í þessu hlaupi, en þess-
ir þrír áðurnefndu menn haía
löngum háð harða baráttu um
fyrsta sætið í lengri hlaupunum,
en Kristleifur jafnan borið sig-
ur úr býtum.
1 hástökki eru 6 keppendur og
er Jón Pétursson meðal þeirra.
I-íann hefur stokkið 1.93 m. í
sumar. Met Skúla Guðmundsson
ar í hástökki er 1.97 m., en Jón
var mjög nærri þvi að fara yfir
1.98 m. í landskeppninni í sumar.
f kringlukasfi eru 5 keppend-
ur og þar á meðal eru þeir Þór-
steinn Löve, Friðrik Guðmunds-
son og Gunnar I-Iuseby. f kúlu-
varpi eru 3 keppendur, þeir
Gunnar Huseby, Friðrik og Pét-
ur Rögnvaldsson og eru þeir all-
Fyrirmæium land-
helgisgæziunnar
mótmælt.
Vísi barst í gær eftirfarandi
ályktun undirrituð af 26 starfs-
niönnuni Félagsprentsmiðjunn-
ar:
,,Við undirritaðir starfsmenn
Félagsprentsmiðjunnar látum
í Ijós andúð okkar á, að herskip-
um Bretadrottningar sé leyft. að
sigla inn í íslenzkar hafnir með
sjúka og slasaða menn af brezku
togurunum, sem stunda land-
helgisbrot hér við strendur lands
ins. Hinsvegar finnst okkur sjálf-
sagt, að veita hinum sjúku alla
þá hjálp, sem okkur er unnt. ef
togarar sigla sjálfir inn í ís-
lenzka höfn með þann eða þá,
sem hjálpar ery þurfandi. Einn-
ig teljum við þetta freklega
móðgun við starfsmenn íslenzku
landhelgisgæzlunnar, sem oft
eru í bráðri lífshættu vegna sigl-
inga togaranna.
inga togaranna."
ir sagðir í mjög góðri æfingu. í
langstökki eru 6 keppendur og
meðal þeirra er sigurvegarinn
úr landskeppninni Einar Frí-
mánnsson KR. í spjótkasti eru
meðal keppenda Jóel Sigurðsson,
Björgvin Hólm, Ingvar Hall-
steinsson FH og Pétur Rögn-
valdsson.
Óhætt er að spá mjög spenn-
andi keppni i flestum ofangreind
um keppnisgreinum fullorðna,
en auk þess keppa unglingar í 2
greinum þ. e. 200 og 800 m. hlaup
og eru margir efnilegir iþrótta-
menn sem taka þátt í þeim.
Sýnintfarsafurinn Skúlatúni 2
byggðasafnsdeiid.
Verður opnaður 1. n. m. Skilyrði fengin tH
varðveiziu gripa.
Sýningunni á gömlum hafa til sýnis í góðum húsa-
Reykjavíkurmyndum í Skjala- j kynnum. Starfsmenn safnsins
)g minjasafni bæjarins að munu fúslega skoða muni, sem
Skúlatúni 2, sem haldin var í' fólk kann að hafa lagt til hlið-
iamvinnu við Reykvíkingafé-, ar, og kveða á um safngildi
agið, lauk 9. þ. m. þeirra, ef þörf krefur. Háaloft-
Vakti sýningin mikla at- in í Reykjavík geyma enn.
lygli, en hana %ótti 4650 j kynstrin öll af merkustu grip-
nanns. Meiia um vert var þó, j um, ef menn vildu aðeins gera
að margir gestir færðu safninu sér það ómak að leita þeirra.
að gjöf gamla muni og myndirl Árbæjarsafn hefur verið op-
Dg greiddu þannig fyrir því, ig í sumar, en það var opnað
ið minjasafni.ð nái skjótt þeimjfyrra haust sem kunnugt er.
ilgangi sínum, að verða sögu- þvj þag var opnað er tala
3g byggðarsafn Reykjávíkur, I gesta komin á tíunda þúsund.
,'íkulega búið merkilegum ■ Safnið hefur verið aukið veru-
ninjum og heimildum um iega í sumar með góðum gjöf-
um og verður væntanlega hægt
að flytja fyrstu gömlu Reykja-
Dæjarbúa, líf þeirra og verk.
Sýningarsalurinn, sem tek-
nn var í notkun við þetta tæki-
’æri, verður opnaður almenn-
ngi sem byggðarsafnsdeild 1.
)kt n. k. og þá opinn daglega
d. 1—5 nema mánudaga. Sýn-
mgartíminn um helgar, laug-
ai'daga og sunnudaga, verður
hinn sami. Hefur þegar verið
komið upp allmiklu safni í
sýningarsalnum, en það á áreið-
anlega eftir að aukast stórlega
með framlagi bæjarbúa, þegar
nú er fengin aðstaða til þess að
taka á móti og varðveita alls-
konar listmuni og hluti, sem
minningar eru við tengdar, og
m
Horft af brúnm
í síðasta sinn.
„Horft af brúnni" verður sýnt
í siðasta sinn í Þjóðleikhúsinu
annað kvöld og er það 53. sýn-
ing.
Síðasta sýning á leiknum úti á
landi var á Selfossi s.l. fimmtu-
dagskvöld. Húsfyllir var og und-
irtektir ágætar. Sýningar á þessu
leikriti geta ekki orðið fleiri, þar
sem Ólafur Jónsson, sem fer
með eitt af aðalhlutverkunum,
er á förum til Austurríkis um
næstu mánaðamót, til leik- og
söngnáms.
víkurhúsin upp eftir naésta
vor. í því sambandi má gjarn-
an minna á, að þá muni þurfa
að útvega í húsin húsgögn og
annan húsbúnað frá fyrri tím-
um.
Eftir helgina verður Árbæj-
arsafni lokað yfir vetrarmán-
uðina, og er það heldur fyrr en
í fyrra vegna viðgerða, senx
fram þurfa að fara á bæjarhús-
unum fyrir veturinn. Safn-
munir verða fluttir í burt til
geymslu en nokkrum þeirra
verður komið fyrir til sýnis í
sýningarsalnum að Skúlatúni.
Lárus Sigurbjörnsson,
skjala- og minjavörður.
— • —
□ Kosningar liófust í Alsír mn
stjórnarskrá De Gaulles og
hafa 4 millj. manna kosning-
arrétt. Gripið liefur verið til
víðtækra varúðarráðstafana,
þvi að vitað er að uppreist-
armenn niunu reyna að truils
kosningarnar eftir niegni,
Menningar- og
• rl
kvenna.
Róbert Arnfinnsson
í hluterki Eddie Carbone,
í dag 27. september, er
merkjasöludagur Menningar-
sjóðs kvenna. Dagurinn er af-
mælisdagur Bríetar Bjarnhéð-
insdóttur, en sjóðurinn er
stofnaður með dánargjöf lienn-
ar. —
Hlutverk sjóðsins er að
styrkja konur til mennta, bæði
til náms og vísindastarfa, og
auk þess að varðveita minn-
ingu látinna kvenna. Myndir
og æviágrip þeirra kvenna, sem
minningargjafir að vissri lág-
! mai'ksupphæð eru gefnar um,
jverða um aldur og ævi geymd-
! ar í sérstakri bók. Bókin er hin
mesta gersemi, spjöld hennar
; hefir Ágúst Sigmundsson,
: myndskferi, skorið út, en silf-
urspennurnar smíðaði Leifur
Kaldal gullsmiður.
Búið er að prenta æviágrip
61 konu og er annað hefti í
undirbúningi. Haldið verður á-
Framh. á 2. síðu.