Vísir - 03.10.1958, Side 4
I
Föstuda#ni»' 3. október 195S
AtóimMn 15:
í LEIKSLOK.
„Atomhöfuóborgin" Oak Ridge. — Milljarðar gata í einum ferþumlungi
— Hinn leyndardómsfulli bær atómsprengjunnar. — Dæmafáar öryggis-
ráðstafanir. — Svikarinn! — Himinninn grét og stormarnir æddu.
Hiroshima. - Nagasaki. — Atómöldin.
Eftir Christian Dahtorup Koch.
Sagan um það, hvernig
,,atómsprengju-sprengiefnið“
úraníum-235, varð til,gefur full-
komna skýringu á því, hvers
vegna atómsprengjan varð
svona dýr — hvers vegna það
kostaði Bandaííkjamenn millj-
arða dollara að bregða upp svip-
mynd af furðum atómaldarinn-
ar.
Þó þurfti ekki að framleiða
efnið sjálft, heldur skilja það
frá úraníum-238.
Það er liltölulega auðvelt að
aðskilja úraníum og plútóníum,
af því að það eru efni með mis-
munandi eðlisfræðilega og efna-
fræðilega eiginleika. Úraníum-
235 og 238 eru aftur á móti
nœstum því eins í öllu tilliti
— ísótópar af úraníum. Eini
möguleikinn til að aðskilja þau
liggur í því, að atóm úraníum-
235 er, við skulum segja, einum
billjónasta léttara en atóm úr-
aníums-238. Þetta virðist kann-
ske vera fjarstæðukennd full-
yrðing og vissulega er erfitt að
skilja, að svona óskiijanlega lít-
ill " þyngdarmuhur geti haft
nokkuð að segja í reyndinni —
i verkfræðilegu tilliti. Það
reyndist þó svo.
Þegar til kastanna kom, var
um tvær aðferðir að ræða, eins
og oft vill verða. Önnur að-
ferð er hin svokallaða dreifi-
aðferð (diffusion) og hin að að-
skilja efnin.
Það var ákveðið að reyna
báðar þessar leiðir.
Dreifiaðferðin er í því fólg-
in að breyta hreinu úraníum
— það er málmur, eins og
kunnugt er — í lofttegund.
Þetta er gert með því að binda
úraníum og flúor efnafræðis-
lega. Maður fær þá lofttegund,
uraniumhexafluorid, sem inni-
heldur úraníum 238 og úraní-
um 235 í sömu hlutföllum og
málmurinn úraníum.
En þetta er merkileg loftteg-
und. Hún etur og tærir svo að
segja allt, sem hún kemst í
snertingu við, og örlítil væta,
eins og t. d. raki loftsins, get-
ur haft þau áhrif, að hún
breytist í vetnisfluor, sem er
ennþá meira tærandi og eyð-
andi, en fyllir jafnframt upp
eða þéttar allar holur í efnum.
Þetta síðastnefnda var jafn-
vel versti gallinn, því að dreif-
ing fer fcam á þann hátt, að
úraníumhexfluoríðið er látið
fara í gegnum síur, sem verða
að vera svo þéttar (fínar), að
síugötin séu ekki meira en einn
milljónasti úr millimetra í
þvermál. Það er auðvitað mik-
íl hætta á að svo örsmá göt
stíflist.
Atómborgin Oak Ridge.
Til að koma í veg fyrir tær-
ingu og að síurnar stífluðust,
var nýtt efni tekið i notkun —
samband fluor og kola, — og
hefur það sýnt sig, að það gerir
svo að segja hvert efni „hæft
til að þola svo að segja hvað
sem er“. Það er því orðið afar
þýðingarmikið í iðnaðinum.
En svo voru það síurnar, sem
áttu að hafa „milljarða gata á
ferþumlungi“, eins og það var
seinna orðað í Smyth-skýrsl-
unni. Það þurfti aragrúa af
þessum síum, og loks urðu þær
svo margar, að byggingin, sem
þær eru í, þekur nú 100 dag-
sláttur lands og er eins há og
fjögra hæða hús.
Byrjað var að reisa segul-
tækin í Oak Ridge í marz 1943
og um veturinn 1944—45 hófst
framleiðsla á úraníum-235 í
verulega stórum stíl. Þannig
var farið að framleiða báðar
tegundir sprengiefnisins í árs-
byrjun 1945 i stórum stíl.
En það þarf meira en sprengi
efni í atómsprengju. Mundi
þetta takast?
Allar rannsóknir voru nú í
fullum gangi. Þegar á árinu
1942 hafði verið ákveðið að
reisa rannsóknarstöð, þar sem
búa átti til atómsprengju. For-
stöðumaður þessarar tilrauna-
stofu var Robert Oppenheimer,
Robert Oppenheimer.
Oppenheimer valdi stöð
sinni stað í eyðimörkinni í Nýja
Mexikó um 30 km frá Santá
Fé. Þar heitir LOS ALAMOS.
Þar var meðal annars heima-
vistarskóli gamall og skyldi not
ast við hann fyrsta kastið. —
Smátt og smátt varð þetta að
heilum bæ með öllu tilheyrandi
og þar var reist ein bezta eðlis-
fræðirannsóknastöð heims.
Þetta varð einhver mikilvæg-
asti staður heims og vel var
hans gætt.
Allir þessir staðir, þar sem
atómrannsóknir fóru fram, eins
og ,,málrannsóknastöðin“ í
Chicago, Oak Ridge verksmiðju
hverfið, Haiiford-verksmiðj urn-
ar o. fl. voru náttúrlega um-
girtir öllum hugsanlegum ör-
yggisgirðingum eins og gadda-
vír, alls konar hugvitssömum
gerviaugum, og í kringum þá
snuðruðu blóðhundar en alls
staðar voru þrynvarðir bílar
á ferð og loks svifu flugvélar
og koptar yfir öllu saman. Allir
urðu að sýna vegabréf; hvort
sem það voru mjólkurpóstarn-
ir eða Einstein, eða Bohr, jafn-
vel forsetinn sjálfur. Hver ein-
asti maður, • sem þarna vann,
varð að láta sér lynda að lög-
regla, gagnnjósnaþjónustan eða
upplýsingaþjónustan rannsök-
uðu hann, fjölskyldu hans og
uppruna næstum því allt aftur
til Adams og Evu.
Leynt var tilveru staðarins á
meðan á styrjöldinni stóð. Hver
og einn, sem ráðinn var til
starfa þar varð að tilkynna að-
standendum sinum, að fyrst um
sinn yrði ekki hægt að hafa
samband við hann nema bréf-
lega og var utanáskriftin: Póst-
hólf 1663, Santa Fé . .
Samstarfsmenn Oppenheimers.
Það kom þó brátt í ljós, að
jafnvel allar þessar öryggisráð-
stafanir voru ekki einhlýtar.
Þegar Los Alamos var valið
fyrir samastað fyrir „sprengju-
verksmiðjuna“ tók Oppenheim-
er til við að ráða sér samstarfs-
menn. Suma fékk hann frá öðr-
um rannsóknarstöðvum fyrir
milligöngu Comptins, Urey og
Lawrence, sem áður eru nefnd-
ir, aðrir voru frá háskólum og
öðrum menntastofriunum og
loks komu enn aðrir frá Bret-
landi og enn öðrum löndum fyr-
ir milligöngu Breta.
Bretar höfðu orðið að hætta
rannsóknum sínum vegna loft-.
árása Hitlers og töldu rétt að
vær færu fram á einum stað —
í Bandaríkjunum. Þeir gátu því
séð af mönnum eins og ástr-
alska prófessornum Oliphant
og efnafræðingnum J. W. Bazt-
er og fóru þeir nú til Banda-
ríkjanna.
Skömmu áður en hér var
komið sög'u, hafði próf. Niels
Bohr flúið frá Danmörku til
Englands. Sagan um það hvern-
ig' honum tókst að flýja og
hvernig hann komst til Banda-
'íkjanna undir nafninu Nicolas
Saker var ryfjuð upp í tilefni
af 70 ára afmælisdegi hans.
Oppenheimer bað hann að
koma til sín til Los Alamos og
þar tók hann við einni deild-
inni, sem annaðist einn hluta
rannsóknanna.
Einn þeirra manna, sem frá
Bretlandi komu, og var fluttur
til Los Alamos, var þýzkur
| flóttamaður, sem áður hafði af-
I rekað stórvirki í sambandi við
| útreikninga á stærð sprengjunn
ar. Hann naut því mikillar að-
dáunar og álits. Þetta átti eftir
að breytast- mjög til hins verra.
Þessi maður situr nú í íangelsi
og afplánar 13 ára fangelsis-
dóm í Brixton fangelsinu fyrir
utan London fyrir að hafa látið
Sovét-Rússum í té mikilvægar
upplýsingar um atómrannsókn-
ir. Hann heitir Klaus Fuchs.
Gerð atómsprengjunnar.
Nú er komið svo langt, að
ákveða þurfti stærð sprengjunn
ar og þá fór málið nrjög að
vandast.
Ef nevtróna úr kjarna, sem
er að springa, nær að hitta og
kljúfa. annan kjama, þá gerist
það á einum hundraðmilljón-
asta hluta úr sekúndu. Ef við
aðeins tvöföldum þetta — ef k
er bara sama og 2 (og það er
mjög lágur margfaldari, þegar
um er að ræða hreint úraníum-
235 eða plútóníum) þá þýðir
það, að á milljónasta hluta úr
sekúndu fær maður kvadrilljón
(1 með 24 núllum fyrir aftan)
kjarna til að springa — það
þýðir, að mörg hundruð smá-
lestir af sprengiefni rjúka í
loft upp. — Og því má ekki
gleyma, að þetta sprengiefni,
sem hér er um að ræða, er
20.000 sinnum öflugra en TNT!
Það lá því í augum uppi, að
„hið vafasama magn“ eða
sprengjuhleðslan varð að vera
mörg þúsund sinnum minni, en
hve lítil átti hún að vera?
Svarið, sem Fuchs og aðrir
fundu, hefur enn ekki verið birt
opinberlega, en af þeim upp-
lýsingum, sem prófessor Olip-
hant hefur látið frá sér fara nú
eftir styrjöldina má ráða, að
„klumpurinn“ megi vega á milli
10 og 30 kg.
Þessi klumpur er þó stærri
en vera skyldi, kannske 50(/o
stærri, hann mundi því springa
af sjálfu sér. Hvernig átti að
koma í veg fyrir það? Einfald-
lega með því að skipta honum í
tvo hluta, sem hver um sig var
undir hinni ,,réttu“ stærð eða
þyngd. Þessir tveir hlutar eru
settir í sprengikúluhylkið, en
haft hæfilegt bil á milli þeirra.
Þegar sprengja skal sprengjuna
fer sérstök vél eða verk í gang
með þeim afleiðingum, að báðir
hiutar „kiumpsins“ rekast sam-
an af miklu afli og verða að
einum klump. Á sama augna-
bliki springur klump.urinn all-
ur í loft upp í einu af sjálfu sér.
Himininn grét.
Þannig var gert ráð fyrir að
Loks: Til þess að fá einn
lítra af úraníumhexafluorídi,
sem aðeins-- inniheldur úraní-
um-235, út úr öðrum enda þessa
risatækis verður að dæla
100.000 lítrum af venjulegu
úraníumhexaflorids (sem Inni-
heldur bæði úraníum-238 og
235) inn í hinn endann.
Ekki var tekið til við fram-
leiðslu þessa tækis fyrr en seint
á sumrinu 1943. Það átti að
vera í Oak Ridge, sem þannig
varð hin raunverulega atóm-
höfuðborg Bandaríkjanna. £
ársbyrjun 1945 var svo byrjað
að framleiða þarna hreint úran-
íum-235. Byggingin, sem tekið
er í, en hér að ofan var sagt
frá stærð hennar, fékk nafnið
K-25. Hringinn í kringum hana
eru fleiri tilheyrandi bygging-
ar og íbúðarhús. Alls þekur
fyrirtækið nærri 1200 dagslátt-
ur, og er þá aðeins mælt það,
sem er undir þaki.
Þessar tölur segja sína sögu
og af þeim má m. a. ráða, að
það var ekki á allra færi að
hefja slíka framleiðslu eða búa
til atómsprengjuna.
Af þessu má einnig ráða, að
það er engin smávegis gjöf, sem
einni þjóð er færð, þegar henni
eru afhent nokkur kíló af
,,sprengiefni“, eins og átt hefur
sér sta^
Silfurþráður í smálestatali.
Nú var líka ákveðið að reyna
hina aðferðina: Hún er líka
nefnd ,,massaspectografí“.
í fáum orðum sagt er hér uni
það að ræða, að maður lætur
úraníum, sem breytt hefur ver-
ið í lofttegund, t. d. hið áður-
nefnda úraníumhexafluorið
fara fram hjá sterkum segli.
Segulmagnið gerir það að verk-
um, að atómin í úraníum-235,
sem eru aðeins léttari en atóm-
in í úraníum-238, eins og áður
var sagt, (hafa aðeins 143 nev-
trónur í kjarnanum í stað 146)
aðskiljast frá hinum og falla
á sinn stað. Þannig fær maður
tvær ,,hrúgur“, a’3ra með úraní-
um-238 og aðra með úraníum-
235.
Það féll í hlut Lawrence í
Berkeley að sjá um þetta verk-
efni. Hann var segulmagns-
fræðingur og átti rannsóknar-
stofu með 37 þumlúnga segli
og varð að ljúka við smíði, sem
var 184 þumlungar.
í marz 1942 var hann kom-
inn vel á veg með að aðskilja
úraníum-123 frá úraníum-238 í
37-þumlunga seglinum sínum.
í maí s. á. tók hann stóra seg-
ulinn í notkun og í september
1942 framleiddi hann úraníum-
235 í allstórum stíl, en þó ekki
svo að neinu tali tæki miðað við
það risamagn, sem nota þurfti
til að búa til atómsprengju.
Nú var þó enginn vandinn,
annar en að búa til nógu stór-
Frh. á 11. síðu.
Efnageymlsa sementsverksmiðjunnar — stærsta hús s eigu
Islcndinga.