Vísir - 03.10.1958, Blaðsíða 1
»8. árg.
Föstudaginn 3. október 1958
218. tbl.
Stefáni ákaft
fagnað í gær. |
,
Stefán Islandi óperusöngvari
söng í Gamla bíói í gærkvöldi
við fádæma hrifningu áheyr-
enda, sem voru eins margir og
húsrúm frekast leyföi.
Á söngskránni voru gamal-
kunn íslenzk lög og nokkur er-
lend, ásamt aríum úr ,,Tosca“
og „Werther". Var söngvaran-
um fagnað ákaflega og honum
óspart klappað lof í lófa, enda
bar mönnum saman um, að
sjaldan eða aldrei hefði rödd
hans hljómað fegurr en að
Jaessu sinni.
5
Varð Stefán að syngja mörg
'aukalög, áður en söngskemmt- ;
unin var á enda og barst hon-
um fjöldi blómvanda. Nokkrir
tugir manna biðu eftir þvi,
að söngvarinn yfirgæfi húsið
og klöppuðu innilega, þegar
hann steig upp í bifreiðina á-
samt Fritz Weisshappel undir-
leikara. ,
Eins og kunnugt er af fréttum, hefur franska lögreglan gert
margvíslegar ráðstafanir, til þess að reyna að koma í veg fyrir
skemmdarverk alsírskra uppreistarmanna. Hér á myndinni sézt
lögreglumaður með vélbyssu standa vörð við umferðartálma á
götu einni í París.
Riíssar tffkynna opinberEega, að þeér hafi byrjað
tifraunir með kjarnavopn á ný.
Hafa þegar sprengt fjórar sprengjur nú
í vikunni.
Ráðstjórnin rússneska hefur
nú viðurkennt opinberlega, að
hafnar hafi verið af nýju til-
iraunir með kjarnorkuvopn í
Ráðstjórnarríkjunum. Var birt
Um þetta opinber tilkynning í
morgun.
Segir þar, að Bretar og
Bandaríkjamenn hafi notað sér
ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá
í vor, að hætta tilraunum með
kjarnorkuvopn, og þá afstöðu
ráðstjórnarinnar, að tilraunum
með kjarnorkuvopn yrði þegar
heett, til þess að geta haldið
áfram tilraunum af kappi og
komist fram úr Ráðstjórnar-
ríkjunum.
Vegna þessa aðstöðumunar,
sem þannig hafi skapast, en
Bretar og Bandaríkjamenn
hafi í engu sinnt samkomulags-
viðleitni Rússa, hafi þeir ekki
séð sér annað fært en lýsa yfir
því, að þeir væru ekki lengur
bundnir við yfirlýsingu sína
frá í vor.
Jafnframt tekur ráðstjórnin
fram, að hún muni áfram beita
sér fyrir því, að gert verði al-
þjóðasamkomulag um bann
við kjarnorkuvopnum og við
tilraunum með slík vopn.
í London og Washington er
litið svo á, að þessi nýja til-
kynning sé í rauninni endur-
tekning á yfirlýsingu Krúsévs
frá í ágúst, en hún var birt í
viðtalsformi í Moskvublaðinu
Pravda.
Sprengingarnar
orðnar 4.
Nærri samtímis og fregnin
barst um tilkynningu ráð-
stjórnarinnar tilkynnti Kjarn-
orkuráð Bandaríkjanna, að
Rússar hefðu sprengt tvær
kj arnorkusprengj ur til viðbót-
ar, og hefðu þeir þannig sprengt
fjórar nú í vikunni, en það var
í gærmorgun, sem fregnin
barst um hinar fyrri tvær.
Utanríkisráð-
herrafundur.
Þeirri tillögu ráðstjórnar-
innar, sem frá var sagt í gær,
að utanríkisráðherra Bret-
lands, Bandaríkjanna og Sovét-
Rússlands ræði bann við fram-
leiðslu á kjarnavopnum og til-
raunum með þau, er fremur
vel tekið í brezkum blöðum,
„Batnandi rnanni er bezt
að lifa."
Hermann farinn að hlýða
*
ráðuan Olafs Thors.
„Batnandi manni er bezt að Iifa,“ segir fornt spakmæli,
og kemur sannleiksgildi þess oft í ljós. Nú síðast birtist
þessi gamli sannleikur íslendingum, þegar Hermann Jónas-
son tekur sig til og hlýðir Ólafi Thors. — Þegar haldinn
var fundurinn í Stúdentafélagi Reykjavíkur fyrir nokkrum
dögum, drap Ólafur m.a. á það, að ekki kæmi til mála að
leyfa herskipum Breta að taka við mönnum af togurunum
og flytja til lands. Hermann brá við skjótt og kallaði sendi-
herra Breta fyrir sig tveim dögum síðar, til að skýra frá
því, að hann hefði tekið þessa ákvörðun. — Þau tíðindi
gerðust á framsóknarheimilinu við tjörnina í gærkvöldi,
þegar þcssi tíðindi spurðust þar, að gamlir og kvíðnir Fram-
sóknarmenn brostu út að eyrum og sögðu hver við annan,
að vonandi færi nú eitthvað að lagast hjá Hermanni og^
stjórninni, úr því að hún væri farin að hlýða heilræðum
Sjálfstæðismanna.
Ovíst om framíialdsvið-
ræður Breta og Dana.
Sluílai' fundur í gær — málónu vísað til
sédræðinga.
en þeir eru aðalsamningamenn-
Einkaskeyti til Vísis. —
Khöfn í morgun.
Viðræður Breta og L'ana um
landhelgismál Færeyja hófust
I í nýjan leik í London í gær,
! en fundurinn var stuttur, og
að honum loknum tilkynnt, að
sérfræðingar beggja (þ. e. Dana
og Breta) myndu nú fjalla um
málið.
Fundurinn var haldinn fyrir
luktum dyrum. Sérfræðingarn-
ir munu ræða um grunnlínur,
hrygningarstöðvar o. fl.
Ekkert verður sagt að svo
stöddu hvenær næsti við-
ræðufundur fer fram, þar sem
þeir mæta Kampmann fjár-
málaráðherra og John Hare
fiskimálaráðherra Bretlands,
írmr.
Fæstir búast við, að neinar
mikilvægar ákvarðanir verði
teknar fyrr en að afstöðnum
Lögþingskosningunum í Fær-
eyjum í næsta mánuði. (Bret-
um mun hafa verið mjög hug-
leikið, eftir ýmsum fregnum að
dæma, að ná samkomulagi við
Dani um landhelgi Færeyja hið
fyrsta, til þess að benda á sam -
komulag til fyrirmyndarlausn-
ar deilunni um landhelgi ís-
lands. Hinn stutti fundur og
málsvísunin til sérfræðinga
bendir til, að Bretar hafi séð,
að vonlaust sé að samkomulag
náist í bili).
Kjarasamningar hafa tekizt í
Kefiavík, Akureyri og viðar.
Verkfalli vörnliifreiðastjóra a
Sufðuriicsjiim frestað um sinn.
Þessa dagana hefur verið
gengið frá nýjum kjarasamn-
ingum við nokkur verkalýðs-
félög úti u,m land og á sumum
stöðum standa viðræður yfir.
Þær kjarabætur, sem samið
hefur verið um, verkalýðnum
til handa, hafa yfirleitt verið
hinar sömu og reykvískur
verkalýður fékk nýlega eða
9,5% grunnkaupshækkun á-
samt nokkrum minniháttar til-
færingum. Á þessa lund eru
samningar sem náðst hafa milli
vinnuveitenda og verkakvenna
í Keflavík og Njarðvíkum og
gilda munu til 1. des. 1959. —
Auk þess mun samkomulag um
svipaðar kjarabætur hafa tek-
ist við verkamenn á þessum
stöðum.
A Akureyri hefur verið und-
irritaður nýr samningur við
verkamenn á sama grundvelli
og samningur Dagsbrúnar.
Samningaviðræður hafa
einnig staðið yfir á Akranesi að
undanförnu, en ekki er blaðinu
kunnugt um, hvort samningar
hafa tekizt.
Verkfalli
vörubílstjóra frestað.
Eins og skýrt var frá hér í
blaðinu nýlega, boðuðu vöru-
svo sem í Times (óháð) og
Daily Telegraph (íhaldsbl.)
en bæði þessi blöð eru í miklu
áliti.
Tillaga Rússa í þessu efni
kom fram í orðsendingum, sem
nú eru til athugunar í London
og Washington.
bifreiðastjórar á Suðurnesjum
verkfall á allan akstur á vegum
íslenzkra aðalverktaka, til þess
að leggja áherzlu á vissar kröf-
ur sínar á hendur þessum aðila,
og skyldi verkfallið hefjast 1.
þ.m. ef samkomulag hefði ekki
náðst. Deilumálið hefur enn
ekki verið leitt til lykta, en
samkomulag náðist um að fresta
verkfallinu fram til 15. þ.m. og
freista þess að finna lausn á
málinu. Samúðarverkfalli, sem
„Þróttur“ í Reykjavík hafði
boðað, að því er snertir flutn-
inga fyrir umrætt fyrirtæki,
hefur einnig verið frestað jafn-
lengi.
IVIaður fellur af
húsþaki og
mjaðmarbrotnar
Laust fyrir klukkan 1 í gær-
dag varð það slys við Sorpeyð-
ingarstöðina, að maður féll ofan
af þaki. Hann var þegar fluttur
í Slysavarðstofuna.
Þegar læknar þar höfðu at-
hugað manninn, kom í Ijós, að
hann hafði meiðzt talsvert
mikið og meðal annars brákazt
á mjaðmargrind. Var þá farið
með hann í Landakotsspítalann,
og liggur hann bar nú.
Einar Gerhardsfen forsætis-
isráðherra Noregs kom til
Belgrad 25. f. m. í D daga
opinbera heimsókn.