Vísir - 09.10.1958, Blaðsíða 2
V 1 S I B
Fimmtudaginn 9. október 195S
Bæja^téiik
Útvarpið í^kvöld:
20.30 Érindi: Palatinhæðin í
Róm (séra Hákon Loftsson).
—■ 20.55 Tónleikar: Þýzkir
listamenn flytja. 21.15 Upp-
lestur: Davíð Stefánsson
skáld frá Fagraskógi flytur
, frumort ljóð (af nýjum
plötum). — 21'.30 Tónleikar
(plötur). — 21.40 íþróttir
(Siguríur Sigurðsson). —
22.00 Fréttir og veðurfregn-
ir. 22.10 Kvöldsagan: Prest-
, urinn á Vökuvöllum XIX.
(Þorsteinn Hannesson les).
22.30 Létt lög (plötur) til
23.00.
Skipadeild SÍS:
Hvassafell er í Rostock, fer
þaðan til Kiel, Stettin og
Haugesund. Arnarfell er í
Sölvesborg. Jökulfell fer í
dag frá Reykjavíkur til
Norðurlandshafna. Disárfell
er á Siglufirði. Litlafell er á
Akureyri. Helgafell fór 6. þ.
m. frá Leningrad áleiðis til
Austfjarða. Hamrafell er í
Batumi.
Átthagafélag Kjósverja
heldur fyrsta spilakvöldið á
vetrinum í kvöld, fimmtu-
dag, kl. 8,30 í Skátaheimil-
inu og eru félagsmenn hvatt-
ir til að fjölmenna þegar I
byrjun.
Loftleiðir:
Edda kemur í dag kl. 19.30
frá Stafangri, Kaupmanna-
höfn og Hamborg. Fer síðan
til New York kl. 21.00.
Breiðfirðingafélagið.
Spilakvöld Breiðfirðingafé-
lagsins eru nú að hefjast og
verða þau með svipuðu sniði
og undanfarna vetur; verð-
laun veitt á hverju spila-
kvöldi og svo heildarverð-
laun tvisvar á vetrinum. —
Spilað verður í Breiðfirð-
ingabúð á föstudagskvöldi
kl. 8.30. Fyrst að þessu sinni
næstk. föstudagskvöld. _ Er
mjög mikilvægt vegna verð-
launanna, að þeir sem
hyggja á þátttöku í vetur,
séu með frá byrjun. Eins og
fyrr segir, verður fyrst spilað
föstudagskvöld 10. þ. m. og
by.rjar stundvíslega kl. 8.30.
Ferðafélag Islands.
Kvöldvökunni, sem verða
átíi annað kvöld í Sjálfstæð-
ishúsinu, hefir orðið að
frsta af ófyrirsjáanlgum or-
sökum til fimmtudagskv. 16.
þssa mánaðar.
Heilsuvernd.
Tímarit Náttúrulækningafé-
Iagsins, 2. hefti 13. árg. er
nýkomið út. Af efni þess má
nefna: Jónas læknir Krist-
jánsson heiðraður. Náttúru-
lækningar eru heilsuræktar-
stefna (Jónas Kristjánsson).
Hvað segja læknavísindin
um náttúrulækningastefn-
una (Björn L. Jónsson).
Heilsuhælið í Hveragei'ði
eftir sama. Meðferð sjúk-
dóma (Ari Wareland).
Merkilegar liðagigtarlækn-
ingar á Norðurlöndum.
Nafn Náttúrulækningafélags
ins og heilsuhælis þess
(Halldór Stefánsson). Sár á
fótum og ráð, sem reyna má
(Úlfur Ragnarsson og fleira.
Ritstjórar eru læknarnir
Úlfar Ragnarsson og Jónas
Kristjánsson.
Iðnaðarmál,
tímarit Iðnaðarmálastofn-
unar íslands, 4. tbl. 5. ár-
gangs, er nýkomið út. Af
efni þess má nefna: Lýsing
og augnþreyta, eftir Berg-
svein Ólafsson, augnlækni,
Kjötiðnaður, grein eftir
Guðm. H. Garðarsson með
mörgum myndum. Þá eru
greinarnar Val og notkun
trélíms, Fúavarnarefni, Nyt-
samar nýjungar, 19 leiðir til
aukinnar framleiðni, 12.
grein þess flokks og nefnist
Rekstraráætlanir. Forustu-
greinin heitir Upprætum at-
vinnuslysin og loks Tilkynn"
ing um 13. alþjóðaráðstefnu
Um atvinnusjúkdóma og
heilsuvernd á vinnustöðum.
Fjöldi mynda eru í heftinu.
.INDARGÖTU 25 1
ttiimUM dwminqA
M
kl. 3.14.
Ardegisflæðl
Slökkvistöðin
hefur síma 11100.
Næturvörður i dag.
Reykjavikur Apótek. Sími
11760.
Lögregluvarðstofaa
tefur síma 11166.
Siysavarðstofa Beykjavíkur
1 HeilsuverndarstÖðinnJ er op-
Sn allan sólarhringinn. Lækna-
VÖrOur L. R. (fyrir vitjanir) er á
»ama siað kl. 18 til kl.8.—Sími
15030.
Ljósatimi
i bifrelða og annarra ðkutækj*
i lðgsaenarurndæml Reyklavík-
verður kl. 19.05—7.25.
Árbæjársafn
Opið daglega nema mánudaga,
kL 2—6 e.h.
Landsbókasáfnið
er opið alla virka daga frá kl.
10—12, 13—19 og 20—22, nema
laugardaga, þá frá kl. 10—12 og
13—19.
Listsafn Einars Jónssonar
Huitbjörgum, er opi« kl 1,30—
3.30 sunnudaga og miðvikudaga.
Þjóðminjasafnið
er opið á þriSJud.. FimmtuéL
og laugard. kl. 1—3 e. h. og á
sunnudögum kl. 1—4 e. h.
Tæknibrókasafn LMS.1.
I Iðnskðlanum er oplð frá kl.
1—6 e. hi alla virka daea uema
latigardaga. • —
KROSSGATA NR. 3631:
Lárétt: 2 illviðri, 5 hljóð, 7
eldsneyti, 8 nes, 9 alg. fanga-
mark, 10 útl. tala, 11 andi, 13
hljóðar, 15 slóttug, 16 fyrir
bakara.
Lóðrétt: 1 vopn, 3 skáta, 4
ílátið, 6 eld..., 7 dæmi, 11 fugl,
12 dægur, 13 sérhljóðar, 14
einkennisstafir.
Lausn á krossgátu nr. 3630:
Lárétt: 2 ögn, 5 óe, 7 bo, 8
styrjum, 9 AA, 10 Ra, 11 haf, 13
kærir, 15 lof, 16 tól.
Lóðrétt: 1 sósan, 3 Garðar, 4
lómar, 6 eta, 7 bur, 11 hæf, 12
fit, 13 KO, 14 ró.
Ftindfnn helfir Halhnundar?
Kaniisókn á ótilegumannalaclli,
sena faiinst I9J6.
Nemar frá MA á
ferð um Suðurland
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri, í vikunni.
Menntaskólanemendur frá
Akureyri hafa verið í skémmti-
ferð um Suðurland að undan-
förnu, en héldu heimleiðis aft-
ur s.l. mánudag.
Voru það fimmtu bekkingar
Menntaskólans á Akureyri sem
þar voru á ferð og voru fimm
daga í ferðalaginu.
Undanfarin 29 ár hafa
menntaskólanemar efnt til
skemmtiferða, venjulega að
vori til, en síðustu árin hefur
verið farið að hausti. Hefur oft
reynst erfitt að ná til nemend-
anna að vorinu, vegna atvinnu
og annars og því breytt um
árstíma til ferðalags.
Að þessu sinni var fyrst farið
suður á Akranes og Sements-
verksmiðjan skoðuð. Þaðan
haldið austur um sveitir, Fljóts
hlíð og Eyjafjöll og gis.t að
Hellu. Þriðja daginn var farið
til Reykjavíkur og fjórða dag-
inn voru nemendur þar um
kyrrt. M. a. var þann dag farið
í Þjóðleikhúsið, en nemendur
gátu að öðru leyti ráðstafað
tíma sínum að vild á meðan
dvalið var hér. Á mánudags-
morgun var haldið heimleiðis.
Fimmtudagur
282. dagur ársins.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur
sími 12308. ASalsafnið, Þingholts-
stræti 29A. Útlánsdeild: Alla virka
daga kl. 14—22, nema laugard., kl.
14—19. Sunnud. kl. 17—19. Lestr-
arsalur f. fullorðna: Alla virka
daga kl. 10—12 og 13—22, nema
laugard. kl. 10—12 og 13—19
Sunnud. kl. 14—19. Útibúið Hólm-
garði 34. Útlánsd. f. fullorðna:
Mánud. kl. 17—21, aðra virka d.
nema laugard., kl. 17—19. Lesstofa
og útlánsd. f. börn: Alla virka d.
nema laugard. kl. 17—19. Útibúið
Hofsvallag. 16. Útlánsd. f. börn
og fullorðna: Alla virka d. nema
laugard., kl. 18—19. Útibúið Efsta-
sundi 26. Útlánsd. f. börn og full-
örðna: Mánud., miðv.d. og: föstud.
kl. 17:—19. Barnalesstofur eru
starfræktar í Austurbæjarskóla,
Laugarnesskóla, Meiaskóla og Mið
Biblíulestur: 5,13—26; Fram
gangið i .andanum.
Árið 1956 fann Kaiman Stef-
ánsson, bóndi í Kalmanstungu,
helli í Hallmundarlirauni á milU
Eiríksgrúpu og syðra Sauðaf jails
og sá að mannvirki voru í liellin-
um.
í sumar fór Gísli Gestsson í
hellinn ásamt Þorvaidi Þórarins-
syni lögfræðingi og Ólafi Briem
menntaskólakennara og síðar
með Guðmundi Kjartanssyni
jarðfræðingi. Það kom í ijós að
virkisveggur mikill, allt að 3 m.
hár, hefur verið hlaðinn þvert
yfir hellinn og einar dyr á. Inn-
an við vegginn eru gerð flet á
gólfinu og þar er einnig æðimik-
ið af kindabeinum og tönnum úr
stórgrip. Smávegis eldleifar
fundust þar einnig. Ekki fannst
þar annað ag gripum en tvær
látúnsplötur og endi af mjög
mjóu brýni.
Hin síðari ár hefur verið tals-
vert sandfok í nágrenni hellisins
og er sandurinn kominn vel á
veg með að kaffæra mannvirkin
og jafnvel að fylla hellinn aiian,
og er raunar óvíst hve mikið
hann er nú þegar búinn að hylja.
Ekki verður dregið í efa, að
útilegumenn hafi dvalizt í hell-
inum, en hitt er torvelt að segja,.
hve lengi er síðan, þó likur séu
til að það sé ekki skemmra en
300 ár, en það getur eins vel
verið langtum lengra. Til gam-
ans má geta þess, að í Grettis
sögu er gert ráð fyrir að hellir
Hallmundar vinar Grettis hafi
verið á svipuðum slóðum og þessi
hellir er.
Nauðsynlegt að efla Alþjéða-
bankann og gjaldeyrissjcðinn.
Tillögur um það ræddar í N.Dehli.
Eisenhower forseti Banda-
ríkjanna sendi 13. ársfundi
Alþjóðabankans og alþjóða!
gjaldeyrissjéðsins sérstakan'
boðskap, eftir að fundurinn'
hófst í Nýju Dehli.
I boðskap þessum ræðir hann|
samstarf og mark þessara stofn-
ana og efnahagsmálin yfirleitt
Æskuiýðsblaðið.
Kemur nú út á vegum
Æskulýðsnefndar.
Á þessu ári hófst 10. árangur
Æskulvðsblaðsins, en það kem-
ur nú út ársfjórðungslega,
vandað að efni og frágangi.
Biskup íslands skipaði s.l.
sumar Æskulýðsnefnd Þjóð-
kirkjunnar, sem vinna skyldi í
samráði við hann að alhliða
uppbyggingu æskulýðsstarf-
seminnar í ladinu á vegum
kirkjunnar, og var það mál að-
alumræðuefni á seinustu presta
stefnu. Fram til síðustu ára-
móta var blaðið gefið út af
Æskulýðsfélagi Akureyrar-
kirkju, en nú á vegum Æsku-
lýðsnefndar. Ritstjórar eru
prestarnir Kristján Róbertsson
og Pétur Sigurgeirsson, báðir á
Akureyri og Sigurður Haukur
Guðjónsson, Hálsi, Fnjóskadal.
L0KAÐ í DAG
vegna jarðarfarar frá kl. 1—4 e.h.
og nauðsyn þess að efla stofn-
anirnar, svo að þær gætu orðið
að enn meira liði en hingað til,
til umbóta og hvatningar með
öllum þjóðum, sem eru aðilar
að stofnununum.
Lánbeiðnir og lánveitingar
þeirra hafa aldrei verið meiri
en nú. Stofnanirnar standa al-
gerlega sjálfar undir rekstri
sínum. Nigeria og Filipseyjar
fengu lán í fyrsta skipti á sein-
asta starfsári. Öll lán hafa
gengið að verulegu leyti til
samgöngubóta, orkuvera o. s,-
frv.
Eisenhower mælti með til-
lögum til eflingar beggja stofn-
anna og verða þær ræddar á
fundunum í Nýju Dehli.
Hann bættist við á þessu ári.
Formaður Æskulýðsnefndar er
síra Bragi Friðriksson.
„Hlutverk blaðsins er enn
sem fyrr að boða Jesúm Krist,
tengja æskulýðinn kirkjunni og
hennar störfum“.
Æskulýðsblaðið ætti að fá
mikla útbreiðslu. Efni er mjög.
fjölbrejút og vandað og vel
valið við hæfi æskulýðsins".
Það kostar 25 kr. á ári og er
afgreiðslumaður þess Kristján
H. Sveinsson, 6. bekk Mennta-
skólans á Akureyri.
•X'M&sll
.• /,Í%ífK
Þökkum auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför
föður okkar og tengdaföður
EINARS BJÖRNSSONAR
fyrrverandi verzlunarstjóra.
Margrét Einarsdóttir, Björn Einarsson,
Jóhanna Z. Henriksdóttir, Sigúrður Einarsson,
Sigurbjörg Einardóttir, Einar Ásmundsson,
Sæunn Gísladóttir, Kjartan Einarsson,
Guðbjorg Einarsdóttir, Hjörtur Hafliðasoh.