Vísir - 09.10.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 09.10.1958, Blaðsíða 4
4 V í S I B Fimmtudaginn 9. október 1958 WÍSXM D A G B L A Ð Visir kemux út 300 daga á ári, ýmist 3 eða 12 blaSsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn PálssoD. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. SMtítjórnarskrtfstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 mntakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Sáttmáiar, sem Fyrir nokkrum dögum gerði Þjóðviljinn að umtalséfni sáttmála þann, sem jafnan hefir verið kenndur við Miinchen. í sáttmála þeim var gert út um örlög þjóðar, sem engan fulltrúa átti við samningaborðið. Hitler var í rauninni gefið leyfi til aS hegða sér svo gagnvart Tékkóslóvakíu, sem honum sýndist, því að honum voru afhent Súdetahéruðin, sem hann hafðiheimtaðum skeið, þar sem hluti íbúanna þar var af þýzkum ættum. Þeg- ar Þjóðverjar höfðu fengið þessi landamærahéruð af- hent átakalítið, var hægur- inn hjá að gleypa það, sem eftir var af landinu, enda leið ekki á löngu, áður en Hitler skipaði her sínum að gera það. Þjóðviljanum finnst að sönnu, að þarna hafi Tékkóslóvakía verið illa svikin af þeim, sem hún taldi vini sína, Bretum og Frökkum. Rétt er það svo langt sem það nær, því að það er ljótur kafli í veraldarsögunni, sem skráður var [ Múnchen fyrir tuttugu árum af þeim Dala- ciier, Chamberlain og Hi'tler. En sagan nam ekki staðar með því. Hún hefir haldið áfram að gerast, og þess má einnig minnast, að á þessu ári voru 10 ár frá öðrum svikum við Tékkóslóvakíu. Þá ' var hún svipt frelsinu öðru sinni, en Þjóðviljinn þegir vitanlega um það. Sannieikurinn er nefnilega sá, að kommúnistar geta ekki • brugðið upp neitt hreinni skildi en aðrar þjóðir. Þeirra skjöldur ef raunar markað- ur fleiri morðum, fleiri svik- um, fleiri illvirkjum en nokkurs anars flokks eða hóps. Hinsvegar vonast þeir til að geta villt um fyrir Á háium Flestir gera sér grein fyrir því, að margvíslegir skuggar hafa fallið á sögu nær allra þjóða. Um hitt er heldur ekki að villast, að ofbeldis- hneigðin virðist þeim mun ríkari sem þjóðin er stærri eða á meira undir sér. Það blasir við hvarvetna um þessar mundir, en þótt kommúnistar vilji telja mönnum trú um, að þcir sé engilhreinir, verða þeir að sætti sig við, að menn muni ávirðingar þeirra. Þær eru ' einnig af þvf tagi, að ógern- má minnast. hrekklausum almenningi með því að tala hátt og mik- ið um ávirðingar annarra. Það getur tekizt stundum en ekki alltaf, en mönnum er í svo fersku minni, hvern- ig rússneskir kommúnistar hafa reynzt Tékkóslóvakíu, að vonlaust er fyrir komm- únista að slá sig til riddara á því, hvernig einhverjir aðrir hafa komið fram við sama land áður. Það er raunar ekki úr vegi að minnast fleiri sáttmála, sem segja má, að eigi merkisaf- mæli um þessar mundir. Sá, sem rétt er að minna á, var þó ekki gerður fyrr en í ágúst árið 1939, en hann hafði mikil áhrif, þótt ekki væri hann gerður f Mún- chen heldur í Moskvu. Sá sáttmáli var nefnilega gerð- ur af Stalín og Hitler, og hann fjallaði hvorki meira né minna en um það, að Hitler skyldi geta hafið sitt stríð, án þess að Rússar sner- ust gegn honum. Og Hitler fékk ekki aðeins sitt stríð með blessun og blíðu- brosum Stalíns, heldur naut hann síðan einnig ýmiskon- ar hjálpar rússneskra kommúnista, fyrst er hann sigraði Pólverja og síðan er hann sneri hersveitum sínum vestur á bóginn. Hinn óði múgmorðingi, sem Krús- év kallaði svo fyrir næstum þrem árum, sýndi með þess- afi samningagerð við Hitler, að hann var þeim.Chamber- lain og Daladier enginn eft- irbátur í svikum, Þeir höfðu nefnilega ekki tærnar, þar sem hann hafði hælana, og kommúnistar hafa alla tíð reynt að líkjast honum. Þess vegna er saga þeirra líka óslitin keffja svika og illvirkja af öllu tagi. ís. ingur er að gleyma þeim. Þess vegna er Þjóðviljanum hollara að fara varlega í á- róðri sínum. í hvert skipti sem hann bendir á einhvern „sekan“ rifjast upp fyrir mönnum eitthvert afrek kommúnista, sem ber vott um ekki minni sekt og af- leiðingin verður ævinlega og óumflýjanlega, að þeir taoa á því, sem þeir ætluou að nota sér til framdráttar. En svo fer ævinlega fyrir þeim, sem eru óprúttnir og hafa slæman málstað. Þcrunji ióhannsdóttir fékk gurl- verBEaun @§ némsstyrk. Hún lék fyrir styrktarfélaga Tónlist- arfélagsins í gær og fyrradag. Þórunn er nú orSin nokkuð stór, og í gœrkvöldi og í fyrrakvöld lék. hún fyrir styrkt armeðlimi Tónlistarfélagsins í Austurbœjarbíó, útð húsfyllli og forkunnargóðar viðtökur. Hún lék verk eftir Bach, Beethoven, Chopin, Prokoffjeff, Rawtorne og Tanejeff. Sjö ára gömul fór Þórunn Jó- hannsdóttir með föður sínum til London, og nú er hún orðin 19 ára og hefur lokið prófi við Royal College of Music með þeim heiðri, að hún hlaut ein af þrennum gullverðlaunum tón- listarskólans og að auki 200 sterlingspunda námstyrk. Frá því að hún kom fyrst fram op- inberlega hefur hún komið fram 300 sinnum samtals erlendis og hér heima. Námsstyrkinn hugs- ar hún sér að nota til fram- haldsnáms annaðhvort í Moskvu eða París. Þórunn er fyrir nokkru kom- in til landsins og hélt á dögun- um tónleika á Akureyri, og að loknum tónleikunum fyrir Tón- listarfélagið í Reykjavík ætlar hún að halda tónleika á Akra- nesi og í Keflavík. Þrátt fyrir hina löngu dvöl í öðru landi talar Þórunn enn hreint móðurmál sitt, enda hef- ur íslenzka verið töluð á heim- ili hennar alla tíð, sem fjöl- skyldan hefur dvalizt erlendis. Haustsiátrun á Akranesi ioksð. Frá fréttaritara Vísis — Akranesi í morgnn. Haustslátrun sauðfjár á Akra- nesi er lokið. Alls var slátrað þar rúmlega 8 þúsund fjár. Góður karfaafli. Togarinn Bjarni Ólafsson er kominn af Nýfundnalandsmiðum með fullfermi af karfa, eða 280 lestir og nú unnið að því að losa hann. Dágóð færaveiði. Trillur frá Akranesi hafa stund að allmikið handfæraveiðar sið- ustu dagana, enda hefur verið veðurblíða mikil og stutt að fara. Hafa bátarnir veitt dável. „Seg mér, hvað þú lest - og ég skal segja þér hver þú ert". SSæöa Gylfa Þ. Gíslasonar, menntamálaráðh., við opnun amerísku bókasýningarinnar. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, var meðal rœðu- manna við opnun sýningarinnar og mœltist m. a. á þessa leið: „Seg mér, hverjir eru vinir þínir, og ég skal segja þér, hver þú ert.“ — í þessum orðum er án efa mikill sannleikur. En segja mætti líka með nokkrum sinni: „Seg mér, hvað þú lest, og ég skal segja þér, hver þú ert.“ Það liggur við, að hægt sé að segja, að við séum það, sem við höfum lesið. Flestar hugmyndir okkar um heiminn, lífið, manninn ,þjóðfélagið, höf- um við sótt í bækur, vitandi vits eða óafvitandi. Það er vizka í íslenzka orðskviðnum, að blind- ur sé bóklaus maður. Maðurinn hefur ekki öðlazt reisn sína og veldi í skjóli þeirra vopna, sem hann hefur smíðað sér,' heldur með tilstyrk þeirra bóka, sem hann hefur samið og veitt hafa vísindunum vængi, — vopn sín hafa ennirnir borið hverir á aðra, en með þeirri þekkingu, sem þeir hafa sett á bækur, hafa þeir smám saman verið að sigrast á umhverfi sínu og öðlazt vald yfir öflum nátt- úrunnar og getu til að styðja hver annan. Maðurinn hefur ekki orðið herra jarðarinnar eð sverð í höndum, 'heldur bók. Það er því mikið ánægjuefni, að nú skuli opnuð hér á landi sýning á bókum frá þeirri þjóð, sem er voldugust og auðugust í heiminum. Bækur frá slikri þjóð hljóta að hafa sögu að segja, fróðleik að geyma, boð- skap að flytja. Bandaríkin hafa verið forystuþjóð í tækni og verklegum framkvæmdum. — Náttúruskilyrði hafa vissulega verið þjóðinni hagstæð, en þau hefðu samt ekki orðið undir- staða auðlegðar, ef þau hefðu eltki verið hagnýtt af þekkingu og verkhyggni, og þekkingin hefði hvorki orðið djúptæk né almenn, ef bókin hefði ekki bor- ið hana víða vegu. Þessi mjmdarlega bókasýn- ing, hin stærsta, sem haldin hef- ur verið hér á landi, mun án efa efla menningartengsl milli Bandaríkjamanna og íslend- inga. Islendingum er vinátta Bnadaríkjaþjóðarinnar mikils virði, ekki fyrst og fremst vegna þess, að hún er voldug og sterk, heldur vegna hins, að land hennar hefur verið heim- kynni fagurrar frelsishugsjóna og lýðræðislegrar menningar. En einmitt þess vegna ætlast íslendingar til mikils af Banda- ríkjamönnum, þeir vænta þess, að ein hin stærsta og ein hin smæsta þjóðanna geti verið sam- mála um, að það frelsi, sem vera skal aflgjafi framfara og lífs- hamingju, er ekki frelsi hins volduga til þess að beita hinn vopnlausa ofríki og svipta hann lífsbjörg, heldur frelsi hins smáa til þess að hagnýta rétt sinn og eign án þess að verja hann með vopnum. Það er einlæg ósk mín, að kynni af öllum þessum amer- ísku bókum, sem blasa hér við okkur, megi verða til þess að treysta þau bönd, sem tengja Bandaríkjamenn og íslendinga. Á. S. skrifar: „Mér fannst frétt, sem Visir birti s.l. þriðjudag undir fyrir-’ sögninni „Ekki beðið imi lítið þar“ hin athygiisverðasta. Þar var sagt frá því, að Bandaríkja- deild Norður-Kyrrahafs Fiski- málanefndarinnar hafi sam- þykkt að fara fram á það við Japan, að þeir banni fiskiskipum sínum veiði á hvorki meira né minna en 648 þús. ferh. mílna hafsvæði — þeim til verndar vegna þess, að Alaska-laxinn hrygnir á þessum svæðum. —• Frétt þessi sýnir hve viðtækar ráðstafanir eru taldar nauðsyn- legar í Bandaríkjunum, til vernd- ar laxstofninum, og það eru op- inberir sérfræðingar og trúnað- armennn, sem vilja banna veiði umræddu svæði, enda skilja þeir bezt þörfina, og vafalaust hafa þeir stuðning Bandarikjastjórn- ar til að fá málinu framgengt. gengt. Skilningur ætti að vera fyrir liendi — Þegar þeir vestra skilja svo vel þá nauðsyn, sem hér um ræð- _ ir, og vilja gripa til hinna víð- tækustu ráðstafana, finnst manni, að þar ætti að vera skiln- ingur fyrir hendi á þvi hver lifs- nauðsyn smáþjóð eins og Islend- ingum hlýtur að vera að fisk- stofninn við strendur landsins'sé verndaður, og vel má líka vera að skilningur á þessu sé fyrir hendi, jafnvel á æðstu stöðum í hinu mikla lýðveldi, en ákaf- lega hljótt er um þann stuðning, ef um hann er að ræða. Er til of mikils mælzt, að vinaþjóð eins og Bandarikin, sem fær að hafa í landi voru stöðvar, mikilvægar með tilliti til varna og öryggis Bandarikjanna og alls hins frjálsa heims, ef til árásarstyrj- aldar kæmi á þau eða önnur frjáls vestræn lönd, lýsi ýfir, samúð og skilningi við málstað. okkar — og jafnvel styðji okkur i baráttu okkar? Verndin. Það hafa heyrst margar radd- ir í seinni tíð um það, að litið gagn sé i vernd Bandaríkjanna, þegar ekkert sé aðhafst, er brezk herskip vernda veiðiþjófa í íslenzkri landhelgi. En hér ber þess að geta, að ekki er kunnugt um, að um aðstoð til verndar landhelginni hafi verið beðið, og þá fyrst væri um ásögunarefni að ræða, ef um hana væri beðið og beiðninni neitað. En lílega. mun flestum Islendingum þykja réttast, er þeir hugsa málið, að þeir eigi að vernda sína landhelgi sjálfir, gera það, sem þeir geta í því efni, þótt leikurinn sé ójafn, að minnsta kosti eins og sakir standa. En það má vel spyrja stjórnarvöld þessa lands um af- stöðu Bandaríkjanna i landhelg- ismálinu, með tilliti til þess, að það hljóti að vera lágmarks- krafa, að við fáum stuðning verndarþjóðarinnar í málaflutn- ingi okkar og að vittar séu allar ofbeldisaðgerðir í okkar garð, er við færum út landhelgi okkar í 12 mílur, sem við áreiðanlega höfum gert af meiri nauðsyn, en margar þær þjóðir, sem þegar hafa 12 mílna landbelgi — eða stærri. Sá tfeni kemnr — I rauninni er 12 mílna land- helgi ekki stór, og sú er spá mín, að sá tími muni koma og bnð áður- en margir árat!>"’v líða, að viðurkennt verði af ö!l- um þjóðum, sem stunda fiskveið- ar á Norður-Atlantzhafi, að með 12 mílna landhelgirini hafi verið stigið rétt spor. — Á. S.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.