Vísir - 11.10.1958, Blaðsíða 6
V 1 S I It
Föstudaginn 10. október 1958
Bandarískisr böknenntafræ&mgur
hefdur tvo fyrirlestra hér.
Annar verður um Abraham Lincoln, en hinn
um nútíma Ijóðskáld vestra.
Einn af þéim erlendu gest-
um, sem hér hafa verið að und-
anförnu í sambandi við Ame-
tísku bókasýninguna sem nú
cr haldin að Laugavegi 18, er
Dr. Roy P. Basler, deildarstjóri
í þingbókasafninu í Washing-
ton, Library of Congress, en
hann hyggst halda hér tvo op-
inbera fyrirlestra á vegum
'Amerísku bókasýningarinnar.
Bókmenntasérfræðingur.
Dr. Roy Basler er sérfræc-
ingur í enskum og bandarísk-
um bókmenntum og kunnur
vestan hafs fyrir ritstörf sín,
einkum um ævi og starf Abra-
hams Lincolns Bandaríkjafor-
Eeta og fyrir útgáfu sína á rit-
um Lincolns, sem er mikið
verk í 8 stórum bindum og
kom út árið 1953. Hann hefur
auk þess ritað nokkrar bækur
aðrar um bókmenntir auk
fjölda tímaritsgreina um svip-
að efni.
, Heldur tvo fyrirlestra.
Á meðan Dr. Basler stendur
hér við ætlar hann að halda
hér tvo fyrirlestra. Hinn fyrri
þeirra mun fjalla um Abraham
Lincoln og rit hans, og þó eink-
Um þau áhrif, sem Lincoln
hefur haft á stefnur í banda-
rískum bókmenntum, bæði með
ritum sínum og lífsstefnu.
Nefnist þessi fyrirlestur á ensku
The Lincoln Legend, og ber
sama heitið og bók, sem Dr.
Basler hefur ritað um þetta
efni. Verður þessi fyrirlestur
haldinn n. k. sunnudag, 12. þ.
m. að Laugaveg 18 A, þar sem
Ameríska bókasýningin er til
húsa, og er öllum heimill ó-
keypis aðgangur að fyrirlestr-
inum.
Nútíma ljóðskáld vestra.
Síðari fyrirlestur sinn held-
ur dr. Basler í hátíðasal Há-
skóla fslands n. k. þriðjudags-
kvöld kl. 8,30 e. h. og ræðir
hann þá um nútíma ljóðskáld
í Bandaríkjunum verk þeirra
og stefnur í ljóðagerð síðari
ára vestan hafs. Nefnist þessi
fyrirlestur Trends in Contem-
porary American Poetry. Mun
hann án efa vekja athygli
þeirra ‘mörgu, sem hér hafa
áhuga á nútíma ljóðlist. Þessi
fyrirlestur er einnig opinn
Öllum.
. I; "s
Gegn bókavörður.
Dr. Roy P. Basler er maður
* rúmlega fimmtugur að aldri,
fæddur árið 1906 í borginni St.
Louis í Missouriríki. Lauk hann
doktorsprófi í bókmenntasögu
frá Duke University í Colorado
árið 1931. Hann var um árabil
háskólakennari í bókmennta-
sögu, unz hann tók að sér út-
gáfustjórn á hinu mikla verki
um Abraham Lincoln, sem áður
er getið. Árið 1952 gerðist dr.
Basler starfsmaður Library of
Congress og snemma á þessu
ári var hann skipaður yfirmað-
ur einnar af sex deildum þessa
mikla bókasafns, sem er meðal
stærstu bóka- og handritasafna
í heimi. Sú deild safnsins, sem
dr. Basler stjórnar, geymir
allar orða- og uppsláttarbækur
þess, handrit öll, landabréf, tón
bókmenntir og fleira.
Dr. Basler er nú á fyrirlestra-
ferð um nokkur lönd Vestur-
Erópu og er Reykjavík einn
viðkomustaður hans í þeirri
ferð.
wmmm
BIFREIÐ AKENN SL A. —
Aðstoð við Kalkofnsveg. —
Simi 15812.(586
m$m
LAUFÁSVEGÍ 25 . Sxmi 11463
LESTUR • STÍLAR-TALÆFÍNGAR
PÍANÓKENNSLA. Ásdís
Ríkarðsdóttir, Grundarstíg
15. Sími 1-2020. (580
HAFNARFJÖRÐUR:
Kenni ensku, dönsku,
stærðfræði. Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, Lækjargötu
12. Sími 50135. (587
Knattspyrnufél. Valur!
Handknattleiksfólk,
stúlkur og piltar: Fundur
verður í íþróttahúsi Vals
(nýja húsinu) sunnudag kl.
3 e. h. — Fundarefni: Rætt
um vetrarstarfið, íþrótta-
húsið skoðað. — Fjölmennið
og látið auglýsinguna berast.
Nefndin.
Stuðningur Skota —
Framh. af 1. síðu.
hebnskulegar, með tilliti til
ástandsins í alþjóðamálum.
Islendingar lýstu yfir, að þeir
myndu haga veiðum sínum með
tilliti til aflabragða innan þeirra
marka, sem þeir óskuðu eftir og
töldu réttmæt.
Það er ljóst, að þeir kunna að
sigra að lokum. Nú skyldu menn
ætla, að brezka stjórnin myndi
líta með föðurlegum áhuga til
þess litla þjóðfélags, sem er svo
nálægt okkur. En í London eru
menn blindir (þ. e. stjórnarvöld-
in) — alveg eins og þegar skozk
mál (þeirra meðal fiskveiða-
mörk) er um að ræða.
ísland er eitt elzta lýðræðis-
land jarðar. Westminster, sem
alltaf státar af því að vera „móð-
ir þinganna", á sér tiltölulega
skamman feril miðað við íslenzka
sögu. Hinn virðulegi háttur
mannanna á litlu íslenzku skip-
unum, samkvæmt fregnum á
undangengnum 1—2 vikum um
hvernig þeir rækja skyldustörf
sín, sýnir sannarlega menning-
arlegt framferði, sem varpar
sínu Ijósi á lítilmótlegan „John
Bull-isma“ þeirra, sem við er
að eiga.
Ef ekki er betra að vænta frá
stjórninni í London gagnvart Is-
landi, getum við ekki búizt við
að hún komi skynsamlega og að
góðu gagni fram við úrlausn
langtum flóknari vandamál í
öðrum löndum heims. Það blátt
áfram má ekki eiga sér stað" að
koma fram á þeim grundvelli, að
máttur sé réttur, í skiptum við
hið litla ísland, og skírskota svo
til siðferðishugsjóna varðandi
önnur mál, þegar Bretland er
hinn veiki aðili eða ekki eins
máttugur og hinn. Út um heim-
inn hlýtur að verða litið svo á, að
hér sé verið að svala sér á Is-
lendingum, en sálfræðingar muni
vita á þessu önnur nöfn.
Framferði brezku stjórnar-
innar er siðferðilega fyrirlit-
legt, stjórnmálalega hættu-
legt, og mótað af vafasömum
hagsmunum. Skoskar fisk-
veiðar kunna að vera komnar
undir því hvernig deilan við
ísland fer. Hefur ráðherra
Skotlandsmála látið stjórn-
inni í té skýrslu um stöðu
okkar? Eða er lijal íhalds-
manna um skozka málsvara í
ríkisstjórninni og áhrif þeirra
á stjórnargerðii' jafn innan-
tóm orð og það hjal ávallt hef
ur verið — og eins Verkalýðs-
flokksins? Auðvitað er það
svo.
Á Sæúlfinum, bandaríska
kafbátnum, sem var 60 daga
í kafi, er 118 manna áhöfn.
Ef ekki væri vegna endur-
nýjunar matvælaforða og
geymslu þeirra gæti kaf-
báturinn verið miklu leng-
ur í kafi, næstum ótak-
markaðan tíma.
SIGGl LITLI I SÆLVLANDI
tíl
KONUR. Geri gamla hatta
sem nýja. Sunnuhvoll við
Iíáteigsveg. — Sími 11904.
SKRIFTVELA!
VIÐCERÐIR
BERGSTAÐASTRÆTI 3
SÍMI 19651
K1 &§({(§(§ 0
KONA óskast til af-
greiðslustarfa í Veitinga-
stofu í vesturbænum frá kl.
15—21 virka daga. Uppl. í
síma 15932. (570
MÁLARI óskast til að
mála forstofu í tveggja
hæða húsi. — Uppl. í síma
33492,___________________(571
STÚLKA óskast. Uppl. á
skrifstofunni Hótel Vík. —
(584
Fæði
SEL gott fæði, ódýrt. —
Maður sem gæti snowcremað
hús fær frítt fæði. Tilboð
sendist Vísi, merkt: „Mið-
bær — 16“. (586
HÚSRÁÐENDUR. — Við
höfum á biðlista leigjendur í
1—6 herbergja íbúðir. Að-
stoð okkar kostar yður ekki
neitt. — Aðstoð við Kalk-
ofnsveg. Sími 15812. (592
IIÚSRÁÐENDUR! Látið
okkur lelgja. Leigumiðstöð-
in, Laugaveg 33 B (bakhús-
ið). — Sími 10-0-59. (901
HÚSNÆÐI — barnagæzla.
Vantar 2—3ja herbergja
íbúð. Fj'rirframgreiðsla. —
Barnagæzla kemur til greina
Uppl. í síma 33759. (557
ÓSKUM eftir tveim her-
bergjum og eldhúsi strax,
helzt á hitaveitusvæðinu.
Þrennt fullorðið. —■ Tilboð,
merkt: „Góð umgengni —
15,“ sendist Vísi fyrir mið-
vikudagskvöld. (564
2 UNGIR og reglusamir
menn óska eftir herbergi,
helzt í Kópavogi. — Sími
32121 eftir kl. 7. (563
MÆÐGUR tvær vantar
litla ibúð. Skilvísi, góð um-
gengni, fullkomin reglu-
semi. Sími 50826. (568
TIL LEIGU fjögurra her-
bergja íbúð á Bergsstaða-
stræti 69, III. hæð. íbúðin er
til sýnis í dag og á morgun
kl. 1—6.___________(569
MIÐÁLDRA maður óskar
eftir herbergi með eldunar-
plássi, við miðbæinn. Uppl.
í síma 14433, frá kl. 2 í dag.
____________(574
STOFA til leigu við mið-
bæinn. Sérsnyrtiklefi, sér-
inngangur. Álgjör reglusemi
áskilin. Sími
KAUPUM aluminium %g
eir. Járnsteypan h.i. Siml
24406,__________________(601
KAUPUM blý og aðra
málma hæsta verði. Sindri.
KAUPUM og tökum í um-
boðssölu vel með farinn
herra-, dömu- og barnafatn-
að, gólfteppi, útvarpstæki,
húsgögn og margt fleira. —
Umboðssöluverzl., Lauga-
vegi 33, bakhúsið. — Sími
10059, (873
KAUPUM flöskur. Sækj-
um, Símj 33818._____(216
HÚSGAGNASKÁLINN,
Njálsgötu 112, kaupir og
setur notuð húsgögn, herr*-
fatnað, gólfteppi og fleira.
Sími 18570. (000
SÍMI 13562. Fornverzlun-
in, Grettisgötu. Kaupum
húsgögn, vel með farin karl-
mannaföt og útvarpstæki;
ennfremur gólfteppi o. m. fl.
Fornverzlunin Grettisgötu,
31. — (135
HÚSDÝRAÁBURÐUR Hl
sölu. Fluttur í lóðir og garða.
Uppl. 12577. (58
SVAMPHUSGÖGN: Dív-
anar margar tegundir, rúm-
dýnur allar stærðir, svefn-
sófar. Húsgagnaverksmiðj-
an, Bergþórugötu 11. Sími
18830. (528
BARNAKOJUR á 990 kr.;
með dýnum 1300 kr. Hús-
gagnasalan Langholtsvegi 62
Sími 24437.(561
NÝ Silver Cross barna-
kerra til sölu. Uppl. í síma
32402. — (565
SÓFASETT til sölu, vand-
að, útskorið. Verð kr. 7000.
Uppl. í síma 1-0957. (567
ENSK þvottavél til sölu.
Bjarnarstíg 9. (572
TIL SÖLU sperruefni,
battingar og mótatimbur. —
Uppl. í síma 18678. (573
TÆKIFÆRISVERÐ. Til
sölu sófasett, eldri gerð,
vandað. Týsgötu 3, neðstu
hæð. (577
SEM NÝ amerísk kápa
til sölu (meðal stærð). —
Tækifærisverð. Sími 2-2784.
(579
STÓR barnavagn í góðu á-
sigkomulagi til sölu á
Bræðraborgarstíg 26. (581
TÖKUM í umboðssölu ný
og notuð húsgögn, barna-
vagna, útvarpstæki o. m. fl.
Húsgagnasalan Notað og
nýtt, Klapparstíg 17. —
Sími 19557,(575
TIL SÖLU. Nýlegur ket-
ill, spíraldunkur og brennari
til sölu. Nánari upplýsingar
Samtúni 36.
UNG hænsni til sölu, 1
árs og yngri. Uppl. í síma
1-8895. (583
GAMALT skatthol til sölu.
Sími 1-2036,____________(582
SILVER ‘ CROSS barna-
vagn til sölu; •— ennfremur
burðartaska. Nökkvavog 37.
-'Sími "3-3258. , (588