Vísir - 18.10.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 18.10.1958, Blaðsíða 4
4 V I S I B Laugardaginn 18. október 1953 1FXÍSXS& D A G B L A Ð Viilr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eCa 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. llbrtjómirskriístofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Orð, sem engan blekkja. í fyrra varð eitt af sendiherra- efnum Eisenhowers Banda- ríkjaforseta að viðundri fyr- ir sakir vankunnáttu sinnar. Maðurinn hafði verið meðal öruggra stuðningsmanna forsetans, og hann átti að hljóta sendiherratign á Cey- lon fyrir tryggð sína við flokkinn. Blaðamenn vildu að sjálfsögðu fræðast hjá hinum væntanlega sendi- herra, en þeir komu því miður að tómum kofunum hjá honum. Hinn væntanlegi sendiherra vissi sem sé ekki um nafn forsætisráðherra þess, sem hann átti að af- henda embættisskilríki sín nokkrum vikum eða mánuð- um síðar. Fyrir nokkrum dögum kom nýr : sendiherra hingað til lands — nýr fulltrúi sovétstjórn- arinnar í Moskvu. Þegar hann hafði heimsótt forseta íslands, eins og lög gera ráð fyrir, var birt tilkynning um afhendingu embættisskil- ríkja hans, og vakti það þeg- ar nokkra athygli almenn- ings, að tilkynning þessi var um það bil tíu sinnum lengri en slíkar tilkynningar eru að jafnaði. Og þegar betur var að gáð, var tilkynningin líkust fundargerð, því að hún var að mestu frásögn af ávarpi, sem hinn nýi sendi- herra flutti að Be'ssastöðum, er hann afhenti skilríki sín. Sendiherrann þurfti að koma því á framfæri, hversu mik- inn hauk við eigum í hoi-ni, þar sem sovétstjórnin er. Hann komst meðah annars svo að orði, samkvæmt til- kynningunni frá forseta- skrifstofunni, að Sovétríkin ' „fylgdu stöðhgt þeirri stefnu að varðveita friðinn og treysta vináttubönd allra þjóða. Þær gætu lifað í sátt og samlyndi, enda þótt þær hefðu mismunandi þjóð- skipulag. Einn hornsteinn þeirrar stefnu væri sá, að virða fullveldi allra ríkja og foi'ðast hverskyns afskipti af innanríkismálum þeirra.“ Manni dettur ósjálfrátt í hug, þegar -maður les þessar setningar sendiherrans, hvort maður sé ekki með einhverja kennslubók sovét- stjórnarinnar fyrir framan sig. Þetta eru gamlar lumm- ur, sem maður hefir alltaf verið að heyra og lesa — milli þess sem sovétstjórnin hefir blásið að glæðum hat- urs og styrjaldar hvarvetna, þar sem hún hefir getað. Þannig hefir raunveruleik- inn verið, hvað sem fögru orðunum, brosunum og . fleðulátunum hefir liðið, og það er víst ekki ástæða til að ætla, að á honum verði nein- ar breytingar, að því er kom- múnista snerti. Og þegar talað er urn ást kom- ipúnista á fullveldi annarra þjóða, og að þeir vilji „forð- ast hvers kyns afskipti af innanríkismálum þeirra“, þá spyr maður sjálfan sig ó- sjálfrátt: Hefir ræðumaður- inn aldrei heyrt Ungverja- land nefnt? Eða heldur hann, að íslendingar sé svo slitnir úr öllum tengslum við heilbrigða skynsemi og raun veruleikann að hægt sé að ljúga í þá eins og sveita- manninn? Sá, sem þannig talar, gerir málstað sínum mun meira ógagn en hann grunar. Hann er ekki stadd- ur í landi, þar sem hægt er að „servera“ hvaða vitleysu eða blekkingu sem er, án þess að vera grunaður um vanþekkingu á borð við þá, sem getið er hér í upphafi. Nýjar landhelgisvígstöðvar. Stjórnin í Moskvu hefir nú tekið upp hanzkann fyrir ís- lendinga í landhelgisdeil- unni við Breta. Hefir hún tilkynnt Bretum, að hún kunni ekki við það — svo að ekki sé .meira sagt — að brezkur togari skuli hafa dregið upp rauða fánann, er hann var að veiðum innan *T • ■ landhelgi fyrir nokkru. Og betta er þeim mun alvar- legra, segja. Rússar, sem við stöndum einmitt með íslend- ingum í þessari deilu þeirra. Allt er hey í harðindum, hugsa foringjar kommúnista, og allt má nota til að reyna að koma sér vel við mörland- ann. Hver veit nema þá verði auðveldara að fá hann til að segja skilið við bandamenn sína í A-bándalaginu og opna faðminn móti hinum raunverulegu vinum sínum. En það er alveg óþarfi fyrir Kremlverja að reyna að koma sér þannig í mjúkinn hjá íslendingum. Þeir stóðu ekki svo vel við hlið okkar í Genf, enda þótt til þess sé ætlazt, að almenningur átti sig ekki á því. Og úlfurinn lætur líka alltaf vinalega að lambihu, áður en hann ætl- ar að eta það. KIRKJA DG TRÚMAL: Boðið til brúðkaups. Jesús sagði dæmisögu um brúðkaup. Hún er geymd í 22. kapitula Matteusarguðspjalls (1—14. vers) og líka hjá Lúkasi í 14. kapitula (16.—24. versi) Lestu hana. Hún heyrir til degin- um á morgun. Eins og öðrum dæmisögum Jesú er þessari sögu ætlað að vera skuggsjá, er bregði upp fyrir augum mannanna mynd af sjálfum þeim og af Guði þeirra. Því að tvennt er það, sem Jesús Kristur hefur hverjum manni að segja: Hver er Guð þinn og faðir og hver ert þú? Persóna hans var og er svarið við þessum spurningum. Og kenning hans áréttar það svar með ýmsu móti. 1 skuggsjá þessarar dæmisögu sjáum við líkingarmynd af Guði. Hann vill hafa mennina hjá sér. Hann sendir þeim skiia- boð um, að hann viiji gefa þeim hlutdeild í gleði sinni, býður þeim til veizlufagnaðar, til dýr- iegrar hátíðar. Hinn auðugi drottnari himins og jarðar læt- ur það boð út ganga, að ríki hans standi öllum opið, Hann gerir fyrirbúnað í salarkynnum sínum líkt og þegar foreldri býst við barni sinu eftir langa fjar- veru og efnir til hátíðar heima til þess að fagna endurfundun- um. Þannig hugsar himnanna Guð til mannanna barna. Ein- um og sérhverjum hefur hann í huga sér ætlað rúm í höll sinn- ar himnesku gleði og eilífu sælu. Og þessi boð vill hann láta ber- ast til okkar til þess að við snú- um þegar huga þangað á leið, tökum stefnu í guðsríkisátt og öðlumst þegar í trúnni, voninni og kærleikanum eitthvað af þeirri helgu gleði og sælu lífs- fylling, sem í vændum er, og jörðin hans hljóti blessun af því, að börn hennar endurspegli birtu og góðleik þeirrar tiiveru, sem þau eru kölluð til. Þetta sjáum viðfyrstogfremst í skuggsjá þessarar dæmisögu. Við sjáum afstöðu Guðs til okk- ar. En þá vaknar spurningin: Hvernig er háttað afstöðu mannsins til Guðs? Hvernig bregzt hann við? Hvernig tekur hann þessu tilboði Guðs síns og föður? Því svarar dæmisagan einnig: Þeir vildu ekki koma. Þeir t.já forföll með ýmiskonar umsýslu að yfirvarpi. Mennirnir gefa sér ekki tima til þess að sinna eilífð- inni, Guði og ríki hans. Lífsbar- átta og lífshaming.ja líðandi stundar krefst alls, finnst þeim. Einn þarf að vinna á akri sín- um„ annar að hugsa um kaup- skap sinn. Þeir skeyta ekki boð- inu. Og sumir reiðast þeim þjónum, sem sendir eru í veg fyrir þá, smána þá og taka af lífi. Jesús er ekki aðeins aðlýsa því, hvernig samtíð hans brást við honum, þótt það búi líka undir orðum hans. Hann er að lýsa því, sem gerist á h'verri tíð. Hann er að tala um nútímann, um mig og þig. Við eigum annríkt. nútíma- menn, Aldrei var me’ri á nokkurri kynslóð, aldrei meira kapphlaup við tímann. En tím- inn-fer sína leið nú eins og áð- úr og nær okkur öllum. Eða öllu heldur: Eilífðin er á leiðinni í veg fyrir okkur, hvernig svo sem við keppumst við árin og dagana. Um síðir fáum við ekki flúið hana. Og þá verður það eitt, sem skiptir máli: Hvaða stundir liðins tíma hafa helgazt þeirri eilífð, því ríki, sem þá lýkst upp, þeim Guði, sem við eigum þá að mæta? í orðum Jesú er ekki neitt vanmat á umsvifum eðlilegrar lifsbaráttu. Hann man, að við þörfnumst daglggs brauðs. Hann er enginn sveimhugi. Hann lifði raunverulegu jarðnesku lífi, við kjör almúgamanns. En hann vill, að við metum okkur svo mikils, að við munum það, að lífið er meira en fæðan. Við eigum sál, sem er meira verð en allur heimurinn, ef um það væri að tefla að eignast hann en glata henni. Hinn auðugi og örláti faðir í himnunum sendir okkur ekki skilaboð til þess að taka neitt frá okkur, heldur til þess eins að auðga. Hann vill bjóða þér að eignast það, sem er miklu meira en alt, sem jarðneskt er, miklu meira en allt, sem þú get- ur skynjað nú. Hann vill, að líf þitt verði ekki hverfult leiftur jarðneskrar andi'ár, þvi siður tómur skuggi þeirrar dýrðlegu áætlunar, sem hann hefur sett tilveru þinni. Hann vill, að þú komizt í mark, verðir hans, að líf þeitt verði eilífur sigur. Þetta tilboð hefur góður Guð gert okkur öllum. Hann gerði það þegar í heilagri skírn. Marg- sinnis hefur hann ítrekað það, við móðurkné, við altari sitt. Hver kirkjuturn, hver klukkna- hringing minnir okkur á þetta. Eru orð Jesú um okkur: Þeir skeyttu því eigi og fóru burt? Tilboð Guðs lýtur ekki aðeins að komandi heimi handan dauð- ans. Hann talar í nútíð: Komið nú, komið og þiggið þrek og styrk, frið í hjarta, innri gleði, nýja bjartsýni, öruggt leiðar- ljós á lífsbrautinni. Komið nú og gangið því ríki á hönd, sem er kærleiki, gleði, friður, ríkinu, þar sem Jesú Kristur ræður, því lífi, sem hann hefur frelsað ykkur til. Kirkjuþing. Kirkjuþing kemur saman í fyrsta sinn hinn 18. þ. m., k. 2 e. h. í Templarahöllinni í’ Reykjavík. Forseti þess, dr. Ásmundur Guðmundsson biskup, setur þingið. Auk hans og kirkju- málaráðherra eiga 15 kjörnir fulltrúar sæti á þinginu, og eru þeir þessir: Síra Jón Auðuns dómprófast- ur í Reykjavík. Gísli Sveinsson, fyrrv. sendi- herra, Reykjavík. Síra Þorgrímur V. Sigurðs- son, Staðastað. Steingrímur Benediktsson kennari, Vestmannaeyjum. Síra Jón Óafsson prófastur, Holti. Jónas Tómasson tónskóld, ísafirði. Séra Þorsteinn B. Gíslason, prófastur, Steinnesi. Jón Jónsson, bóndi, Hofi. „Sveitakona" skrifar: Tómstundirnar og ungmennin. „Mér datt í hug að stinga nið- ur penna, er ég hafði lesið bréf Á. S. í Vísi í dag. Eg er bréfrit- aranum yfirleitt sammála og vist væri það æskilegt, að rúmgott vinnuherbergi væri haft í fjöl- býlishúsum, þar sem ungmenni gætu dundað við sitt af hverju verklegt, en þar þarf að vera gott skipulag og regla, en senni- lega myndi einhver veljast til eftirlits í hverju húsi. Og þá væri ekki siður gott og blessað, ef hægt væri að sjá af sérstöku herbergi, handa ungmennunum, þar sem þau geta dundað við ýmis verkefni, en gallinn er bara sá, að íbúðirnar eru í flestum til- fellum of litlar, til þess að þetta sé hægt, en þó munu viða vera skilyrði í einbýlishúsum til slíks. Annars var það annað, sem mig langaði til að minnast á í þessu skyni. Meira félagslyndi á heimilunum. Eg er í rauninni kunnugri sveitalífinu en hér í höfuðstaðn- um, og hefi þó af því allmikil kynni. Mér finnst oft á skorta, jafnvel þótt um góð heimili sé að ræða, að. félagslyndi sé nægi- legt, og fjölskyldurnar oft ekki eins sterk heild og tíðkaðist á heimilunum í sveitunum, að minnsta kosti þar sem ég þekki til. Þetta er e. t.v. af því sveitalíf- ið er þannig.að einstaklingar inn an fjölskyld, starfa svo mikið saman, og hefur það ef til vill haft áhrif í þá átt, að talsvert var gert að því að taka sameig- inlega þátt i einhverju til dægra- styttingar, en hér verður meira til truflunar, hópurinn dreifist að vinnu lokinni oft og tíðum, — og margt er utan heimilsins sem kallar og jafnvel freistar. Að gefa sér tima til — En gætu nú ekki margir for- eldrar og áðrir af eldri kynslóð- inni gert meira að því en þeir gera, tíl þess að laða ungmenn: in að heimilunum, með því til dæmis að hvetja þau til að bjóða öðrum ungmennum heim til sín, til þess að tefla skák, spila á spil, rabba saman og jafnvel íá sér snúning stöku sinnum, losa ungmennin við það farg, sem þeim finnst það á sér, að það sé leiðinlegt heima, og leita því annað, þar sem þau telja skemmtilegra en eru kannske undir niðri óánægð yfir. Sjálf- sagt er margt hægt að gera til þess að tengja ungmennin fast- ari böndum við heimilin. — Allt þettta og fleira þarf að ræða meira. Hér gætu margir tekið til máls -eða stungið niður penna mér færari. Eg vona, að þeir geri það. Sveitakona.“ Séra Friðrik A. Friðriksson, prófastur, Húsavík. Sigurður Gunnarsson, skóla- stjóri, Húsavík. Séra Þorgeir Jónsson, próf- fastur, Eskifirði. . Þórarinn Þórarinsson, skóla- stjóri, Eiðum. Séra Sigurður Pálsson, Sel- fossi. Þórður Tómasson, fræðimað- ur, Vallnatúni. Magnús Már Lárusson, pró- fessor, Hafnarfirði. Þingið mun taka til meðferð- ar ýms mál, sem kirkjuna varða og nú eru efst á baugi, þar á. 1 meðal skipun biskups og frum- varp um kirkjugarða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.