Vísir - 18.10.1958, Blaðsíða 8

Vísir - 18.10.1958, Blaðsíða 8
5 . - -------------------------------- ' Ekkert blaS er ódýrara f áskrift en Vísir. ; LátiS hsna fasra yBur fréttir *g uuuð ; leitrarefnl helm — án fyrirhafnar af i. ySar hálfo. . j *,• ! S Síml 1-18-80. Laugardaginn 1S. október 1958 MuciJ, aS þelr, sem gerast áskrifendnr Ví«is e-tir 10. hver* mánaðar, fá blaSil ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-18-80. 99 Hugur og hönd NýstárSeg handavínnusýning Kl@pps- sjúkEinga í Þjóðminjasafnlnu. 6»é í dag eftir hádegið verður opnuð í bogasal þjóðminja- safnsins handavinnusýning geð- veikisjúlclinga á Kleppi og ber sýningin heitið „Hugur og hönd“. Þórður Möller yfirlæknir á Kleppi sýndi fréttamönnum sýninguna í gær og gefur þar að líta hina fegurstu muni sem skipta vafalaust þúsundum talsins. Margir þeirra svo hag- 'lega gerðir, að aðrir gera þar ekki betur þótt geðheilir séu. Á sýningunni er hverskonar saumur, prjón, vefnaður, bast- vinna, handhnýtt teppi og fleira. í stærstu teppunum, sem eru allt að 6 fermetrar að stærð eru um 90 þúsund hnútar og tekur að sjálfsögðu langan tíma að hnýta slík teppi. Þarna er mikill fjöldi muna smíðaður úr hvalbeini, nautshorni og hrein- dýrahorni. Sumir þeirra frá- bærlega vel gerðir og eru það jafnt skartgripir, svo sem næl- ,ur, eyrnarloklcar o. þ. h. og líka nytjagripir. Þá eru þarna einnig skrautöskjur smíðaðar “úr óbrjótanlegu plastgleri, eru þær límdar saman og síðan .brenndar á þær myndskreyt- ingar. Meginþorri munanna er til 'sölu. Þórður læknir sagði að til- gangurinn með handavinnu geðveikisjúklinganna væri fyrst og fremst í læknislegu tilliti. Með því kæmust lækn- arnir og hjúkrunarfólkið í já- kvæða snertingu við — oft annars lokaðan hugarheim sjúklingsins — fyndi umræðu- efni sem hann hefði áhuga fyrir og jafnframt ykist honum sjálfstraust við starfið. Su&austan hvass- viðri á miðunum. Frá fréttaritara Visis. Sandgerði í gær. I»rír bátar reru með reknet héðan í gærkvöldi, en jjeir voru komnir að snemma í morgun vegna þess að skollið var á suð- austan hvassviðri og veiði svo til engin. Svanur var með 7 tunnur og Víðir 2. með 10 tunnur og eitt- hvað svipað hefur verið hjá Guð- björgu. Einnig voru nokkrir aðr- ir bátar á sjó og lögðu sumir mjög grunnt til að reyna. Þrátt fyrir aflaleysi í einar þrjár vikur eru menn vongóðir um að síldveiði verði meiri er á líður, enda hefur það verið reynsla undanfarinna ára. Vegna aflaleysis hefur verið dauft yfir framleiðslustörfunum, en talsverð vinna við ýmsar framkvæmdir 5 landi. Verið er að stækka skólahúsið og auk þess eru verkamannabústaðir í smíð- um og eins er verið að byggja íbúðarhús fyrir einstaklinga. Með sýningunni væri ekki fyrst og fremst stefnt að því að sýna handavinnu sjúklinganna né selja þá, heldur það að sýna almenningi hvaða geta og hæfni búi í þessu fóiki og að það sé hægt að beita huga þess og orku að fögrum og nytsam- legum hlutum og viðfangsefn- um ef réttilega er að farið, sama hvort sjúklingurinn dvel- ur á geðveikrahæli eða utan þess. Fyrsta vísi að þessari handa- vinnustarfsemi var komið á stofn á Kleppi 1933, en bylting varð á þessu sviði árið 1945 þegar spítalinn fékk sérmennt- aðan starfskraft, Jónu Kristó- fersdótur, sem hefur stjórnað þessari kennslu af einstæðum dugnaði síðan. Læknirinn sagði að þessari starfsemi væri þröngur stakk- ur skorinn sökum húsnæðis- ieysis — því sjúklingum fjölg- ar stöðugt án þess að húsnæðið 1 stækki. Árangur taldi hann [ samt i mörgum tilfellum blátt áfram undraverðan. Sýningin verður opnuð kl. 2 e.h. á morgun fyrir boðsgesti og þar mun forsetahjónin verða meðal annarra bcðsgesta. Kl. 4 e.h. verður sýningin opnuð fyrir almenning. Síðan verður sýningin opin daglega kl. 2■—10 e.h. til sunnu- dagskvölds 26. þ.m. Aðsókn hefur verið góð að sýningu Guðmundar frá Miðdal, sem hann heldur í húsakynnum sínum við Skólavörðustíg 43, og eru gestir orðnir hátt á fimmta hundrað, og 27 myndir hafa seizt. Myndin hér að ofan heitir „Svanir“. Ung ísíenzk söngkona heldur fyrstu tónleika sína á föstudag. (iiiArnn Tómasdnöir liefír stimdað söiigiiam í Nen Yurk í 5 ár. Bourgiba fékk einróma traust samþykkt í þjóiþinginu. Nann segir Arabíska lýðveldið verkfæri í höndm Sovét-rikjanna. Ung íslenzk söngkona, Guð- rún Tómasdóttir, efnir til fyrstu sjálfstæðu tónleikanna sinna í Gamla bíói n.k. föstudagaðloknu fimm ára tónlistarnámi í New York. Fréttamenn áttu tal við söng- konuna yfir síðdegiskaffi að Hótel Borg i gær. Guðrún lauk stúdentsprófi hér heima vorið 1949 og settist um haustið í læknadeild Háskóla ís- lands, en var þar aðeins einn vetur. Hún var í Útvarpskórn- um á þessum árum, og munu margir muna eftir henni, því að hún söng einsöng á tónleikum sem kórinn hélt í Dómkirkjunni, og einnig söng hún einsöng á skemmtun stúdenta 1. desember. Guðrún ætlaði sér að halda til London og var búin að leggja drög að því að leggja stund á söngnám við Royal Scool of Mus- ic. Hún gerði sér vonir um að fá námsstyrk frá Menntamála- ráði. en það virðulega ráð dauf- heyrðist við styrkbeiðninni. Þá venti hún sínu kvæði í kross og hélt til New York með lítiinn farareyri þó. Hún var ókunnug í borginni og komst að þvi, að það var vandi að velja sér kenn- ara og fór hún krókaleið til þess. Hún rakst á auglýsingu í blaði, þar sem auglýst var eftir kven- röddum í söngkór. Það kom á daginn, að það var hvorki meira né minna en sjálfur Ro- bert Shaw, sem var stjórnandi kórsins (Robert ShaW er ein- hver mesti söngstjóri, sem nú er upi.) Nítíu umsóknir bárust, en aðeins sex stúlkur voru tekn- ar, og var Guðrún á meðal þeirra sem hlutu hnossið. Þegar hún var farin að æfa með kórnum, var henni bent á úrvals kennara, en það var Júgóslavinn Mirko Pugelj. Hjá honum hefur Guð- rún lært í einkatímum i fimm ár. Varð hún að vinna fyrir sér jafnframt. Hún hefur fengið styrk irá Menningar- og minn- ingar sjóði kvenna, en ekki ann- arsstaðar frá. Minnist Guðrún veru sinnar i stórborginni með ánægju, og hún átti þess kost að ferðast nokkuð með kórnum og einnig að syngja í Carnegie Hall. Guðrún er fædd að Hólum í Hjaltadal, dóttir Tómasar Jó- hannssonar, sem var kennari við bændaskólann á Hólum. Þess má geta, að föðursystir Guðrúnar er Jóhanna Jóhanhsdóttir, sem var mjög vinsæl söngkona hér á árunum fyrir stríð. Á tónleikunum á föstudag mun Guðrún syngja lagaflokk eftir Schumann, sjö spænsk þjóðlög eftir De Falla og loks sönglög eftir íslenzk tónskáld eldri og yngri. IVfaimi bjargað ur hoTuifivii Um miðnærtið i nótt var drukknum manni bjargað úr Rey kj avikurhöf n. Barzt lögreglunni tilkynning klukkan rúmlega 12 i nótt að maður hafi dottið/ í sjóinn af hafnarbakkanum gegnt kola- krananum. Nærstaddir menn, sem sáu þegar maðurinn datt fram aí Brezk blöð í gærvorgun eru ánægð yfir afstöðu Bourgiba Túnisforseta til vestrænna þjóða, en vara við afskiptum af innbyrðis deilum Araba- ríkjanna. Þau segja efnahagsástandið í Túnis hið versta og það sé á efnahagssvæðinu, sem vest- rænar þjóðir geti komið Túnis til hjálpar, og eru slíkrar að- stoðar mjög' hvetjandi. Benda þau m. a. á, að nú heimti Tún- isbúar að efnd verði ýmis gull- in lofoi'ð Bourgiba, áður en sjálfstæðið endurheimtist. Bourgiba flutti í fyrradag í þjóðþinginu ræðu þá, sem boðuð hafði verið, að hann myndi flytja til þess að gera grein fyrir því, hvers vegna Túnis sleit stjórpmálasam- bandi við Arabiska sambands- lýðveldið. Var hann harðorður í garð Egypta og sakaði þá um þátt- töku í samsæri til að myrða sig fyrir einu ári. Hann kvað arabíska sambandslýðveldið, með forystu Nassers, verkfæri í hendi Sovétríkjanna, til þess að þau gætu náð tökum á Ar- abaríkjunum. í þessu vildi Túnis engan þátt taka, væri mótfallið kommúnisma í Ar- abalöndum, og vildi halda tengslum við hinn vestræna heim. Aukins skilnings væri þörf á þessum málum meðai vestrænna leiðtoga. í Kaíró hefir hin opinbera fréttastofa birt frétt, þar sem Bourgiba er sakaður um að styðja heimsveldastefnu gegn Arabiska sambandslýðveldinu og hindrað það í að veita upp- reitsarmönnum í Alsír hjálp — en Bourgiba hafi beyg af sjálfstæðu Túnis. Að loknum umræðium á þjóðþingi Túnis var samþykkfc tillaga til þingsályktunar ein- róma, en í henn var lýst yfir stuðningi við ákvöi'ðun stjói'n- arinnar. Norðmenn þreyttlr á ver&hóígn. Gallup-aílingnn leiddi það í ljns. Norðmenn þreyttir á verðbólg- unni. Samkvæmt rannsókn sem norska Gallup-stofnurxin fram- kvæmdi nú nýlega eru Norð- menn hlyntir því að gefa eftir launauppbætur, ef með því væri hægt að stöðva vei'ðbólg- una þar í landi. í rannsóktxinni tóku þátt tvö þúsund kjósendur viðsvegar um landið. Spurningin sem fjTÍr þá var lögð hljóðaði þannig: Viljið þér afsala yður lauua- uppbótum, ef nieð því væri hægt að stöðva verðlxækkanir og verð- bólgu? bakkanum, vörpuðu til hans bjarghring og rétt á eftir var honum bjargað upp í dráttarbát- inn Magna, sem þar var rétt hjá. Svör manna skiftust þannig: 12% vildu ekki. 80% vildu afsala sér launaupp- bót. 8 Við athugun á svörunum kom í Ijós að mjög lítill munur var á afstöðu manna eftir því hvar i flokki þeir standa, atvinnu þeirra og öðru er að jafnaði hefur áhx'if á skoðanir manna. (Frá Isl. Gallup-stofniuiinni.) Jafnstór brezkur her áfram í V.Þ. Tilkynnt er í London, að Bretar hafi sama herafla og nú í Vestur-Þýzkalandi allt árið 1959. Þeir hafa þar nú 55,000 marma lið. — Það er m.a. vegna bætts fjárhags Bretlands, sem þessi ákvörðun var tekin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.