Vísir - 20.10.1958, Síða 3

Vísir - 20.10.1958, Síða 3
 Mánudagian 20. Toktóber 1958 V í SI R Stóð í Undirfellsrétt þann 1. okt. s.l. Úr Vatnsdalsrétt I Sjónawspil ó * Sundurdráttur 2000 stóð- brossa á einni darstund. — Það er mál að vakna ef þú ætlar að sjá þegar feyrmð verður að skil>a stóðið sundur á Setukonueyri, sagði húsfreyjan á Hofi um leið og hun gægðist inn um dyragættina á svefnherberginu þar sem eg svaf. • Svo var hún óðara horfin, ég nuddaði stýrurnar úr augunum og leit á klukkuna. Hún var að .ganga átta og ennþá tæplega fullbjart. Eg snaraði mér í fötin, snæddi morgunverð í eldhúsinu með nokkurum gestum, sem komnir voru að Hofi til að sækja stóðið sitt. Að því búnu fór ég út á hlað. Eg sá hvar húsfreyja vatt sér léttilega á hestbak og þeysti á harða spretti niður tún- ið. Uppi á malarkabminum norð- an við túnið sá hilla undir ríð- andi menn og eins sá til manna- íerða vestan Vatnsdalsár. 1 sömu andrá reið Ágúst bóndi, faðir húsfreyju, í hlaðið. Hann hafði vakað yfir stóðinu um nóttina, en hann sagðist hafa háldið að ég myndi sofa yfir mig og þess vegna komið heim til þess að ég yrði ekki af góðu gamni. Svo var 'ég drifinn inn í. bíi og ekið með mig ‘niður á Setukonueyri. Hrinsleikahús frá riáitúrunnar hendi. ■'Setukonueyri heitir iiún — þetta mikla hringleikahús, gert af náttúrunni, þar sem tugþús- undir áhorfendur myndu rúmast uppi í hringmynduðum hvamm- inum, sem lykur inn eyrina á þrjá vegu. Og einn morgun á hvér.ju ári, þ. e. þann 1 október er- stórkostleg sýning sett á svið í • þessu hringleikahúsi að HofL háh.sjónarspil, sem þá ber íyrir aitgtr er svo einstætt i sirmi röð og ólíkt öllu sem unnt er að sjá, að það borgar sig margfald- lega að leggja leið sína .í Vatns- dal þennan dag til að hoffa á hinn mikla sjónleik náttúrunnar. Á eyrinni — inni í þessu vold- uga hringleikhúsi — eru senni- lega. um 2000 — tvö þúsund — stóðhross. Fyrst í stað er ,allt með kyrrð og spekkt, hrossin eru j á beit og dreifð um eyrina eftir i því sem við verður komið. En eftir að fullbjart er orðið af degi varir sú dýrð ekki lengur. Hópur riddara á fjörugum gæðingum stefnir inn í miðjan stóðhrossa- hópinn og áður en varir er allt komíð á fleygiferð, stundum þjappast hrossin í bendu, en tvistrast svo á nýjan' leik og hlaupa þá á harða stökki fram og aftur um eyrina en riddararn- ir á fleygiferð á eftir, hestaa- hneggja, hundar gelta en bænd- ur, bændasyriir, húsfreyjur og heimasætur kallast á til að gefa hvort öðru nauðsynlegar leið- beiningar, svo stóðið sleppi ekki úr höndunum á þeim. Þessi sjónleikur, sem þarna er á sviði, er ekki ætlaður til sýn- ingar. Allir viðstaddir eru þátt- tcikendur í leiknum, að mér éin- um undanskildum. Þarna er ekk- ert, sem heitir að sýnast — heldur vera. Þessi leikur ar að- eins einn þáttur úr daglegu lifi sveitabóndans -— en hinsvegar býsna skemmtilegur. Hann er til þess gerður að bændtrmir í daln- um og nágrannasveitunum geti hinum hrossunum og lenda það oft í miklum eltingarleik. r eru ríðandi og jafnan farið st, enda veitir ekki af. Skipt- niklu mádi að sitja á góðum ti, fljótum og auk þess liðug- í snúningum. Á því veltur rt maðurinn eða dýrið sigr- egar búið er að skilja stóð- ssið — eitt eða fleiri — frá Ihópnum er það rekið í þá sem því er ætlað að fara, rt sem það er suður eða norð austur eða vestur. Sum ssin eru rekin yfir Vatns- sá og einstöku sir.num lenda í hyl og á sund. Og um leið þau taka sundtökin beita þau alltaf i strauminn og synda n honum. ltingarleikurinn er oft stör- tlegur og eftir nokkra id eru reiðhestarnir svo löður ttir orðnir að ekki er á þeim rt hár, frekar en þeir kæmu sundi. En þetta eru þrek- pnur og gefa sig ekki þótt ðið sé mikið. arna eru ekki aðeins bænd- ur og húskarlar þeirra að verki, heldur þeysandi húsfreyjur og heimasætur, hnarreistar með flaksandi lokka og minua á val- kyrjur. Þær gefa pi’Vmum i engu eftir hvað ákafa op dugn- að snertir. Þessi eltingaleikur varir í röskar tvær klukkustundir. Sólin er fyrir löngu komin upp og varpar geislum sínum á Setu- konueyri, stóðhópinn og þeys- andi riddarana. Sjónarspilið smá dvínar út. Þeim fækkar stöðugt hrossunum og að síðustu eru ekki orðin eftir nema fá hundr- uð. Hér sitja þeir Lárus í Grímstungu t.v. og Ápúst á Hofi undir réttarveggnum og ræða saman. Báðir þessir menn hafa lengur en nokkrir Vatnsdælingar aðrir farið í göngur, eða í meir cn hálfa öld. •skilið stóðhrossin sundur á eyr- inni, því það er auðveldara miklu heldui en að reka allt til réttar og töfludraga þar — eins og það er kallað á sveitamáli. Það, sem jsveitamenn kalla töfludrátt skil- ur ekki kaupstaðaæskan, nema sú, sem tekið hefur þátt í rétta- störfum á hausti. En með töflu- drætti er átt við það að þukla ji' eyrum hrossanna eftir mörkum og finna síðan eftir markaski’á réttan eiganda þeirra. Þetta er oft erfitt verk og illt, einkum þegar um stygg hross og baidin er að ræða. Stórkostlegur eltingarleikur. En á Setukonueyri fer þetta allt öðru vísi fram. Þegar bænd- urnir hafa komið auga á eitt- hvert hross, sem þeir telja sig eigá, reyna þeir að skilja það j S^tukcna. Eg — eini áhorfandinn, að þessum undarlega leik — labba mig til Ágústs, óðalsbónda á Hofi. Hann stendur og heldur í í jó sinn á bakka lítillar tjarnar, sem er upp undir hvammihum á Setukonueyri. — Hún heitir Setukona, þéssi tjörn, sagði Ágúst — og af henni dregur eyrin nafn. Hér hafðist Skinnpiisa við, en hún var ram- efldur draugur, ættardraugur viðkunnrar og merkrar ættar hér í Vatnsdal. Hún réðist stund- um á menn á förnum vegi eftir að dimma tók og þótti engum gott að verða á vegi hennar. En máttur Skinnpilsu hefur fjarað mjög siðustu áratugina og nú er hún til einskis nýt. Stóðleitir. Eg spurði Ágúst margs um réttarhaldið að Undirfelli og stóðleitir þeirra Vatnsdælinga. Hann sagði mér að fá ár væru liðin frá því byrjað var að reka stóðió að Hofi og vakta það á Setukonuejrri nóttina fyrir rétt- ardaginn. Áður var það rekið beint til réttar, en réttardagur- inn varð langur og tafsamur þegar töfludraga þurfti meiri hluta stóðsins og því var sá hátt- t ur tekinn upp að skilja sem mest af því sundur áður en það kæmi til réttar. Á Setukönueyri var hin ákjósanlegasta aðstaða i til þess arna og þar hafa. bændur heimt megin hluta stóðhrossa sinna um átta ára skeið, áður en þau komu til réttar. j Ekki kemur samt nærri allt stóð til Setukonueyrar, sem af . fjalli kemur, því að sama daginn - og gangamenn koma með stóð- ið niður af heiðinni að Gríms- tung, skilja bændur úr innan- verðum Vatnsdal það af stóðinu sundur, sem þeir þekkja og geta á meðan dagur endist. Venjulega er komið niður af heiðinni laust uþp úr hádeginu, en að þessu sinni urðu nokkurar tafir á, þannig að komið var undir sólsetur þegar stóð- {ð rann i óralangri lest niður rreð Álftarskálará og niður með túngarðinum í Grimstungu. Fyr- ir bragðið vannst lítill timi til þess að skilja stóðhross inndals- bænda úr og kom því venju fremur stór stóðhrossahópur á Setukonueyri í þetta sinn. Þrir fjallkóngar. . . í stóðleit eru Vatnsdælir að- eins á þriðja dagogLárus Björns son bóndi í Grimstunguhefur um áratuga skeið verið gangna- foringi í þeim, jafnframt þvi að vera réttarstjóri í stóðréttinni. Fer vel a því, bæði sakir þess að Lárus er allra manna kunnúg-. astur á Grímstunguheiði.og1 öði'-. um afréttarlöndum Au.stur-Hún- vetninga, og svo sakir þess að^ Lárus er einn stóðríkastur bóndi í Húnavatnssýslu og þótt viðar sé leitað. Þrír Vatnsdælingar hafa eink- um komið við sögu, sem gangna- foringjar og afreksmenn i fjall- leitum það sem uf er þessari öld. Það eru þeir Hofsfeðgar, Jón Jónsson og Ágúst sonur hans Qg • Lárus Björnsson í Grímstungu. Hver þessara þriggja manna hafa farið í göngur i meira en hálfa öld, oftast sem gangnaforingjar í einhverri leit og aldrei hlekkst á i einu né neinu, enda yfirburðarmenn ör- uggir og traustir. Allir hafa þess- - ir menn farið oftlega i .eftirleitir seint á hausti þegar skammdeg- ið er í almætti sínu og allra veðra er von. Hafa þeir með þrautsegju sinni og hugrekki : bjargað margrr skepnunni -frá ■ hungurdauða og ávallt farist far- sællega. ít Undirf’ellsrétt. Stóðið er komið tii UndirfelÍs-: réttar. Það hafði verið i-ekið síð- asta spölinn af Setukonueyri yf- ir Vatnsdalsá og í almenning > réttarinnar. ■ - - . - - Við Undirfell eru tvær réttir,-. önnur gömul, hlaðin úr torfi • með þykkum og miklum veggj- um. Það er stóðréttin. Hin er úr steinsteypu og timbri — miklu . yngri en torfréttin — og: þa-r er , sauðfénu réttað. •. Eg kann betur við torfrétt- irnar. Það fylgir þeim einhver sál — þær eru hluti af þjóðar- Frh. á 11. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.