Vísir - 20.10.1958, Side 4
V f S I R
Mánudaginn 20. október 1958
!_
♦ FRAMFARIR OG TÆKNI
Þessi mynd er af nýjustu þyrilvængju Breta, Westland Westminster, sem nýlega
var lokið við smíði á og verið er að reyna í flugi um bessar mundir. Þyrilvængjur
af þessu tagi geta lyft meira en 6 lestum og eru því mjög hentugar til flutnings
á þungum varningi, þ. á. m. hergögnum, þar sem ekld er hægt að koma venju,-
Iegum krönum við. — Þá cr einnig hægt að innrétta þaar og rúma þyrilvængj-
urnar þá 42 farþega. Westminster er knúin tveimur 2,800 hestafla Eland liverfil-
hreyflum og er lengd hennar 70 fet.
Sól, vindar og sjávarhiti „nýir” orkugjafar.
Fróðleg skýrsla, sem verður til umræðu á þingi
Efnahags- og félagsmálastofnunar S.þ.
MSklar stppíitiBiissfýesB’ z
Vinnsla gúmsins.
Það gengur stöðugt meira og
meira á eldsneytisbirgðir
heimsins - að allega kol og olíu
— og menn reyna því að finna
ný ráð til þess að framleíða
orku.
Þetta vandamál hefir verið
rætt innan Sameinuðu þjóð-
anna, sem hafa látið semja
ítarlega skýrslu um málið.
Skýrslan, sem nýlega er komin
út, var til umræðu á síðari
hluta ársþings Efnahags- og
félagsmálaráðs Sameinuðu
þjóðanna. Ráðið ræddi þessi
mál nokkuð í fyrra og var sam-
þykkt, að láta rannsaka að
hvað miklu leyti ,,nýir“ orku-
gjafar gætu komið í stað þess
eldsneytis, sem nú er almennt
notað. Nefndi ráðið fimm orku-
gjafa: sólina, vinda loftsins,
jarðhita, sjávarhita og sjávar-
föllin. Ráðið lagði áherzlu á, að
ef takast mætti að framleiða
orku og hagnýta hana úr þess-
um 5 orkugjöfum gæti það
haft hina mestu þýðingu fyrir
bætta lifnaðarhætti í hinum
svonnefndu vanyrktu löndum
heimsins.
Fjöldi sérfræðinga hefir unn-
ið að samningu skýrslunnar. í
formála hennar er bent á að af
þeim fimm orkugjöfum sem
skýrslan ræði um sé aðeins
einn ,,nýr“, þ. e. sjávarhitinn.
Þegar orðið „nýr“ er notað í
sambandi við hina fjóra aðra
aflgjafa er fyrst og fremst átt
við nýjar aðferðir til þess að
notfæra sér orkuna á hag-
jkvæman hátt.
Sólarorkan.
Maðurinn hefir löngum not-
fært sér sólarhitann á margvís-
lega nhátt, t. d. til þess að hita
lipp gróðurhús og til þess að
láta sjó gufa upp vi'ð salt-
vinnnslu. Orkuframleiðsla úr
sólarhita er hinsvegar enn á
tilraunastigi. Sólarhiti er nú
notaður til upphitunar — eða
kælingar —• íbúðarhúsa með
góðum árangri. Þá hefir tekist
að framleiða rafmagn með sól-
arhita og í notkun er að minnsta
kosti einn málmbræðsluofn,
sem fær orku sína frá sólinni.
Þessi bræðsluofn er í Mont
Louis í Pyreneafjöllum. Til
þess að safna sólargeislunum
eru notaðir 3,500 speglar og er
geislasafnsflöturinn 12 metrar
í þvermál.
Þessi sólarofn getur
framleitt talsvert meiri hita
en venjulegir bræðsluofnar,
sem kyntir eru t. d. með kolum.
Það hefir tekizt að láta ofninn
borga sig með 100 stunda
vinnu. Ofninn framleiðir 75
kílówött rafmagns. Nú hafa
Frakkar í hyggju að byggja
annan ofn, sem á að geta fram-
leitt 1000 kw.
Þá gera menn sér vonir um
almennari not minni sólarofna,
segir í skýrslunni, sem eru svo
ódýrir í framleiðslu (um 250
ísl. kr.), að gera má ráð fyrir
að þeir komi að miklu gagni í
hitabeltislöndunum og annars-
staðar þar sem menn nota enn
tað til eldneytis og þar sem
Dráttarvélar -
hættulegustú verkfæri
landbúnaðarfits.
Ríkisstjórnir Norðurlanda,
Finnlands, íslands, Danmerk-
ur, Noregs og Svíþjóðar, liafa
falið ríkisstjórn Danmerkur, að
snúa sér til Alþjóðavinnumála-
skrifstofunnar í Genf (ILO)
með tilmæli um að settar verði
alþjóðlegar öryggisreglur um
meðferð dráttarvéla.
Astæðan fyrir þessari beiðni
er, að slys af völdum dráttar-
véla hafa farið mjög í vöxt hin
síðari ár á Norðurlöndum. Árið
1955 reyndust t. d. slys af völd-
um dráttarvéla í Danmörku
28,8% allra slysa er urðu það
ár í landbúnaðinum danska.
í Danmörku er dráttarvélin
álitin hættulegasta verkfærið,
sem notað er við danskan land-
búnað.
meira gagn væri að taðinu sem
áburði.
En höfundar skýrslunnar
benda á, að það sé ekki nóg, að
framleiða slík verkfæri, það
verði líka að fá fólkið til að
nota þau og að það getl reynst
erfitt, einkum meðal frum-
stæðra þjóða, þar sem allskon-
ar hindurvitni eru í algleym-
ingi.
Afl vindanna.
Vindmyllur eru ekki neitt
nýtt fyrirbæri eins og kunn-
ugt er. Um aldir hafa menn
notað afl vindanna tll þess að
létta sér erfiði. Straumlínu-
vindmyllur vorra daga eru að
mörgu leyti ólikar hinum
gömlu myllum, sem enn má sjá
víða um lönd. Hinar nýju vind-
myllur líkjast stundum gríðar-
stórum flugvélahreyfli. Áður
fyrr voru vindmyllur notaðar
til þess að reka vélar, kvarnir
eða vatnsdælur. Nú eru þær
eingöngu notaðar til þess að
framleiða rafmagn. Er hér um
tiltölulega auðvelda orkufram-
leiðslu að ræða, sem óþarfi er
að fara mörgum orðum um, svo
algeng sem hún er.
í skýrslunni er þess getið, að
vindmyllur til rafmagnsfram-
leiðslu séu algengastar í eftir-
farandi löndum: Danmörku,
Bretlandseyjum, Frakklandi,
Þýzkalandi, Sovétríkjunum,
Bandaríkjunum, Kanada, Ástra
líu og Suður-Afríku.
Kraftur sjávarfallanna.
Sumstaðar í heiminum er
mismunur vatnshæðarinnar
milli fjöruborðs og flóðs 12—14
metrar. Á slíkum stöðum má
nota hið óhemju mikla afl sjáv-
arfallanna til þess að fram-
leiða rafmagn. Aðferðin er
mjög svipuð og tíðkast við fossa
og vatnsvirkjanir yfirleitt. Á
flóðum er sjó safnað í stíflur og
síðan er hleypt úr þeim á út-
fallinu.
í Frakklandi er verið að
byg'gja fyrsta sjávarfallavirkj-
unina í La Rance. Þessi virkjun
verður byggð í áföngum frá því
nú og til 1963 að virkjuninni á
Framh. á 9. síðu.
Á fyrstu árum nítjándu ald-
arinnar var mikill skortur á
vélum og tækjum í Bandaríkj-
unum.
Meðal þeirra fyrirtækja, sem
reyndu að bæta úr þessum
skorti var A. Goodyear og synir
í New Haven í Connecticut.
Fyrirtæki þetta hafði Amasa
Goodyear stofnað og fékkst það
aðallega við smíði á landbún-
aðarvélum og tækjum. Því
vegnaði allvel í fyrstunni, ■ en
1836 kom mikil kreppa og gat
fyrirtækið ekki þolað þá raun.
Einn af sonum Amasas, þá
36 ára gamall, ætlaði að verða
uppfinningamaður.
Eitt af því fyrsta sem hann
fékkst við -að búa til voru
björgunarbelti. Við tilbúning
þeirra notaði hann það sem
kallað var „India rubber“ —
gúm.
Gúm var þá lítið þekkt og
litið á það sem einskonar dul-
arfullt efni. Um hundrað árum
áður en þetta var höfðu fransk-
ir landkönnuðir tekið eftir því,
að Indíánar notuðu einhvers-
konar seigt efni eða kvoðu til
ýmissa hluta og' fengu þeir
kvoðuna úr tré nokkru. Þegar
þeir voru búnir að þurrka
kvoðuna í sólinni eða við hæfi-
legan hita gátu þeir búið til úr
því ýmsa hluti svo sem flöskur
og skó og börnin léku sér að
knetti, sem gúm var borið utan
á.
Teygjanlegt gúm var sýnt í
Evrópu upp úr aldamótunum
1800 og litið á það sem furðu-
verk.
Um 1820 bjuggu franskir
framleiðendur til gúmþráð og
notuðu í belti og axlabönd. í
Englandi bjó Charles Mackin-
tosh til vatnsheldar kápur og
notaði gúm til að þétta dúkinn.
Það kom nú í ljós, að gúmíið
þoldi illa hitabreytingar, varð
hart í frosti en vildi bráðna í
hita.
Margskonar hlutir voru þó
ger'ðir úr g'úmi svo sem eins og
ábreiður, húfur. björgunarbelti
o ,fl. En gallarnir voru margir.
Kodakfyrirtœkið í Rochester
í New Yorkfylki hefur tilkynnt,
að því hafi tekizt að framleiða
nýjar röntgenfilmur, sem gera
rannsóknir nákvœmari og stytta
auk þess tímann, sem líkaminn
verður fyrir geislavirkum á-
lirifum.
Önnur filman er notuð til að
taka mjnnkaðar myndir af
brjóstkassa. Er hún svo ljós-
næm, að heímingi styttri tíma
þarf til þess að taka myndina,
en verið hefur hingað til.
Hin filman er kvikmynda-
filma, kölluð „Kodak Cinefluve
Film“, og er einnig mjög ljós-
næm. Við vissar aðstæður og
með alveg sér'stökum tækjaút-
búnaði var áður hægt að taka
allt að 30 myndir á sekúndu,
en á þessa filmu má taka 60
Til dæmis var svo vond lykt af'
því þegar það bráðnaði í hitan-
um, að hlutir gerðir úr gúmi
voru grafnir í jörð því enginn
þoldi af þeim ólyktina.
Charles Goodyear kunni ekk-
ert í efnafræði, en hann einsetti
sér að reyna að finna leiðir til
þess að bæta úr göllum gúms-
ins sem hráefni til iðnaðar.
Hann hóf nú allskonar til-
raunir og þóttist viss um, að
með þrotlausum tilraunum
hlyti hann loks að finna hina
réttu leið. Mánuðum saman
hélt hann þessu áfram án ár-
angurs og á meðan var fjöl-
skylda hans að farast úr hungri,
því fé átti hann nú ekkert.
Loks tókst honum að búa til
poka úr gúmi og selja ríkis-
stjórninni 150 vatnshelda póst-
poka. Þetta bjai’gaði fjárhagn-
um við um stund. Fór hann nú
í sumarleyfi með fjölskyldu
Frh. á 9. s.
„Skiðaskip"
lyftast á sjdnum.
Síðan árið 1947 hafa vísinda-
ménn innan bandaríska flotans
unnið að tilraunum með skip á
„skíðum“, sem lúta að vissu
leyti sama lögmáli og flugvélar,
þ. e. a. s. þau „fljúga“ á vatninu.
Nú hefur U.S. Maritime Ad-
ministration fengið flugvélafyr-
irtæki nokkurt til þess að rann-
saga möguleika á þvi að byggja
stór hafskip af þessari gerð.
„Skíðaskip" þessi eru þannig
útbúin, að þunnar málmræmur
eru festar lárétt við skipsskrokk-
inn hvor upp af annarri, líkt og
þrep í stiga. Þegar skipið er kom
ið á fulla ferð, lyftist það upp
yfir vatnsborðið og rennur á-
fram á neðstu málmþynnunum
líkt og á skíðum.
Skip af þessu tagi haggast svo
lítið á sjónum, að fáir verða
sjóveikir. Þá hafa þau einnig
þann kost, að þau geta siglt I
óveðrum, þegar venjuleg skip
verða að leita hafnar.
myndir á sekúndu. Allar hreyf-
ingar verða þannig fjórum sinn-
um hægari á kvikmyndinni, og
þar af leiðandi er auðveldara
að fylgjast með starfi líffær-
anna. Þetta hefur einnig í för
með sér, að nú verður hægt að
sýna á kvikmynd hreyfingar líf
færa, íem hingað til hefur ekki
verið hægt að festá á filmu,
vegna þess hve hraðar þær eru.
Þessi nýja filma er notuð í
sambandi við . röntgengeisla-
tæki, sem stendur öðrum meg-
in við sjúklinginn, en hinum
megin við hann er flórandi
(flourescent) plata eða mynda-
útbúnaður. Flórandi platan um-
myndar röntgengeislana í sýni-
legt ljós, sem með tilheyrandi
tækjum er hægt að taka upp
á kvikmynd.
Mkomnari röntgenfilmiH1 rní
framieiddar í Bandaríkjnmnn.