Vísir


Vísir - 20.10.1958, Qupperneq 9

Vísir - 20.10.1958, Qupperneq 9
Mánudaginn 20. október 1958 VlSIR £ Kuibysfev-orkuveril var | fangl á eftir áætlun. | PaH áttí all verða fullgerf | árlð 1955. 1 I>ann 10. þ. m. tók Kuibyshev- rafstöðin rússneska til starfa, en liún er talin stærsta vatnsafls- stöð í heimi og framleiðir 2.300. 000 ldlówött. Það var árið 1950, sem ákvörð- unin um byggingu þessarar afl- stöðvar var birt og skyldi henni Ijúka og stöðin tekin í notkun 1955. Það kom þó brátt í ljós, að hér höfðu ráðamenn Sovétríkj- anna reist sér hurðarás um öxl og tókst ekki að halda áætiun- ina. Krúsév, sem hélt vígsluræð- una, ræddi mikið um hina miklu fjárfestingu, sem þarna væri um að ræða. Hann benti. á, hversu langan tíma fjármagnið hefði legið fast og óarðbært, þar sem byggingunni lauk ekki á tilskyld um tíma. Hagfræðingar Sovét- ríkjanna hafa annars ekki metið slíkan kostnað á sama hátt og fjármálamenn í kapítalistískum löndum, sem reikna með vöxtum af fé, en nú virðist Krúsév vera farinn að koma auga- á þýðingu þessa auðvaldsfyrirbrigðis jafn- vel fyrir hagkerfi hins komm- únistíska þjóðfélags. Annars er fróðlegt að veita því athygli, að þrátt fyrir hinar geysistóru vatnsaflsstöðvar bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum, er megnið af öllu rafmagni enn framleitt í kola. eða olíubrennslu stöðvum. Þannig er öll fram- leiðsla Rússlands nú um 210 þús- und milljónir kílówattstunda, en þar af eru aðeins um 40 þúsund milljónir kwst. framleiddar í vatnsaflsstöðvum, Rafmagns- framleiðsla Bandaríkjanna er um 700 þús. milljónir k'wst. og þar af aðeins 120 þúsund millj. framleiddar með vatnsafli. Vanhugsað tiltæki. Pjölmargar aðrar vatnsafls- stöðvar áttu að vera fullgerðar í Rússlandi, en það hefur reynzt hagkerfinu ofvaxið að ljúka Smíði þeirra á tilsettum tíma og heíur mörgu verið slegið á frest. Margvísleg mistök hafa átt sér stað í fjárfestingarmálum Rússa. Þannig er talið að bygging Volgu-Don skipaskurðarins hafi reynzt vanhugsuð fyrirætlun og hefur komið í ljós, að þetta mikla mannvirki nýtist ekki nema að litlu leyti. Eru skipa- ferðir miklu minni en gert var ráð fyrir og þörfin fyrir þetta feiknamannvirki hefur því ekki reynzt eins mikil og sérfræðing- ar Rússa höfðu vænzt. “ Vinnsla gúmsins. * Frh. af 4 s. sína. Þegar hann kom heim aft- ur, fékk hann slæmar fréttir. Póstpokarnir höfðu bókstaflega bráðnað í hitanum og hann varð að setjast niður aftur við tilraunir sínar. Hánn hélt þessum tilraunum áfram í fjögur ár og loks kom tilviljunin honum til hjálpar eins og svo oft fyrr og síðar þegar um svipaðar rannsóknir er að ræða. Einu sinni skvett- ist gúmmíkvoða á heitan ofn og þá sá hann, sér til mikillar undrunar, að gúmið bráðnaði ekki á ofninum heldur hálf- sauð og varð seigt og sterkt á eftir og ekki ósvipað leðri. Honum datt í hug, að ef hann kæmist að því hversu lengi og mikið hann ætti að hita kvoð- una mundi hann komast upp á lagið með að gera hana not- hæfa. Nú hófust enn nýjar til- raunir. Hann var á réttri leið. „Nýir” orkugjáfar. Framhald af bls. 4. að verða lokið. Er reiknað rheð að þegar La Rance virkjunin er fullgerð geti hún framleitt 342,000 kw. Aðrar þjóðir, sem hafa áhuga fyrir sjávarfallarafvirkjunum eru Bretar, Þjóðverjar, Hol- lendingar, Spáiiverjar, Sovét- ríkin, Bandaríkin, Kanada- menn, Nýja Sjáland, Argentina og Brasilía. Jarðhitinn. Víða í heiminum er nú farið að nota jarðhita til framleiðslu rafmagns. Auk þess bendir skýrsla Sameinuðu þjóðanna á, að jarðhiti sé notaður til upp- hitunar íbúðarhúsa og til þess að hita gróðurhús. Segir skýrsl- an ennfremur, að fjórði hluti allra fslendinga búi í húsum, sem séu hituð með hverahita. í lok 1954 framleiddu ítalir 274.000 kw. rafmagns með jarð- hita, fyrst og fremst jarðgufu. Arsframleiðslan nam nærri 2000 milljónum kw.stundum, en það svarar til vinnuafkasta þriggja milljóna múlasna í 'eitt ár. Búizt er við, að rafmagns- framleiðsla úr jarðhita á Ítalíu muni hafa tvöfaldast á við það sem hún er nú árið 1965. Áætlanir um jarðhitavirkj- anir eru á prjónunum í Banda- ríkjunum, Japan, Chile, Belg- isku Kongó og á Nýja Sjálandi. Sjávarhitinn. Tilraunir til þess að nota sjávarhita til orkuframleiðslu hafa aðeins staðið yfir í s.l. 30 ár. Hafa þær tilráunir aðallega farið fram í Frakklandi. Orku- framleiðsla úr sjávarhita bygg- ist á því, að hægt er að fram- leiða orku þegar tvö andstæð hitastig eru fyrir hendi. í hita- beltislöndunum má t. d. nota heita sjóinn á yfirborðinu og kalda sjóinn á miklu dýpi til orkuframleiðslu. Við þessa aðferð fæst auk þess ferskt vatn, sem aukafram leiðsla og er það mikilsvert í hitabeltislöndum, þar sem vatn er víða af skornum skammti. Fyrsta virkjunin af þessu tagi verður reist við Abidjan á Fílabeinsströndinni. Á hún að framleiða 7000 kw. rafmagns og auk þess 15,000 rúmmetra vatns á dag. Veðsetti unglingstelpu á hárgreiðslustofu. Óvenjulegt mál 19 ára stúlku í Panmörku. Fjölskyldan leið skort, eitt bárnanna dó og hann var að verða beiningamaður hjá bróð- ur sínum og vinum. í árslok 1841 var hann kom- inn það langt í tilraunum sín- um, að hann vissi að réttur hiti 100 gr. C. Þá var gúmið ekki lengur límkennt og var hægt að teygja það án þess það missti sitt fyrra lag og þoldi líka kulda og hita. Var nú hafin framleiðsla á margskonar hlutum úr „vúlk- aníséruðu“ gúmi og einkaleyfi tekið 1844. Loks varð þessi maður, sem flestir töldu geðveikan, ó- hemju ríkur og áður en hann lézt vissi hann, að hann hafði lagt grundvöllinn að stóriðn- aði, sem mundi veita ótöluleg- um fjölda manns lífsviðurværi og leysa mörg vandamál hins sístarfandi mannkyns. David Cutliffe undirforingi (kona hans var myrt á Kýpur fyrir skömmu) flaug heim mcð börn sín fimm í sl. viku. Frá fréttaritara Vísis. K.höfn í sept. Sakadómarinn í Hörsholm í Danmörku fjallaði nýlega um mál 19 ára stúlku, sem ákærð hefir v’erið fyrir svik og stuldi. Dag nokkurn ekki alls fyrir löngu fékk hún sér snyrtingu á hárgreiðslustofu í Helsingör, en þegar til átti að taka að borga, voru engir peningar fyrir hendi Hún tók það þá til bragðs að veðsetja barnunga telpu, sem hún hafði með sér, sem var átta ára og hún hafði af tilviljun mætt á götunni. í húsi einu í Hilleröd sagði hún hjarthæma sögu um það, að hún yrði að borga sekt til að komast hjá því að verða sett í fangelsi. Voru henni þá lán- aðar 20 krónur. Næsta dag kom hún aftur, þá til að fá að láni fyrir fargjaldi, svo að hún gæti heimsótt „dauðvona barn sitt“. Á drykkjukrá einni í Birkeröd, þar sem hún hafði áður verið í vist, hafði hún fengið að „láni“ hjá einum ^ gestanna nokkra skartgripi til að skreyta sig með á dansleik. Stúlkan hefir áður fengið 60 daga skilorðsbundinn fangels- isdóm og verið kömið fyrir á heimili fyrir vandræðastúlkur, en úr því að hún flýði þaðan, kröfðust yfirvöldin fangelsis- refsingar yfir henni. Ekki fékk þetta mikið á hina ungu stúlku. Síður en svo. Hún lýsti því þara yfir, að sér hefði aldrei liðið eins vel. Dómur verður kveðinn upp síðar. SANNAR SÖGUR eftir Verus ♦ Þættir ör sögu Bandaríkjanna, 10) Árið 195f ðtakk Eisen- hower Bandaríkjaforseti upp á því, að koniið yrði á alþjóðlegu eftirliti úr lofti til að fylgjast með byggingum hernaðar- mannvirkja. Þessari tillögu höfnuðu Rússar og einnig ann- arri tillÖgu, sem Eisenhower setti fram um að stórþjóðirnar drægu úr vopnabúnaði sínimi og fækkuðu herliði. — — — Lömunarveikibóluefnið, sem Jónas 3alk, banuarískur vís- indamaður fann upp, varð til þess að lækka hlutfallstölu lömunarveíkisjúklinga um 80 af hundraði fyrstu tvö árin eftir að það kom á markaðinn í Bandaríkjunum. Þetta meðal, sem virðist hafa möguleika til að hindra mænusóttartilfelli var strax fengið öðrum þjóðum til afnota. — — — Ásamt 65 öðrum þjóðum taka Banda- ríkjamenn þátt í alþjóða jarð- eðlisfræðiárinu, sem er 18 mán- aða rannsókn á jörðinni, höfun- um, loftinu, gufuhvoli jarðar, háloftunum og sólinni. Mcrki- legur árangur hefur náðst og gerfihnettir Bandaríkjamanna senda til jarðar mikilsverðar upplýsingar sem öðrum þjóðum heims verða látnar í té til frið- samlegra þarfa. — ENDIR, 9) Árið 1950 var stofnað al- þjóðalöggæzlulið með þátttöku Bandaríkjanna til að vernda lýðveldið Kóreu, scm kommún- istar í Norður-Kóreu réðust á með aðstoða Rússlands- og rauða Kína. í þeirri baráttu féllu og særðust 158 þúsund Bandaríkjamenn. áður en inn- rásarherinn hörfaði til baka og friðto var saminn 1953.------- Þaí sama ár héit Eisenhower Bandaríkjaforseti ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna og mælti fyrir stofnun alþjóða samtaka um notkuu kjarnorkunnar í þágu friðarins. Fjórum árum seinna, 1957, gerðust 79 þjóðir aðilar að Alþjóða kjarnorku- málastofnuninni, sem Eisen- hower lagði grundvöllinn að í ræðu sinni. Þessi stofnun suðl- ar að alþjóða samstarfi um rannsókn á kjarnorku til frið- samlegra þarfa.-------Banda- ríkin og aðrar frjálsar þjóðir hjálpuðu Vestur-Þýzkalandi til að verða frjálst lýðræðisríki. Vestur-Þýzkaland fékk inn- göngu í Atlantshafsbandalagið, Vestur-Erópúbandalagið og Sameinuðu þjóðirnar. Austur- þýzkaland er enn leppríki, stjórnað frá Mosku og þjóðinni meinað að njóta kosningarrétt- ar á Iýðræðisgrundvelli. — —•

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.