Alþýðublaðið - 04.01.1958, Blaðsíða 2
Alþýðublaðið
Laugardagur 4. janúar 195ð
Áttugasta og áttunda sýning sjónlciksins „Tannhvöss tengda-
manna” verður í Iðnó á morgun sunnudag. Gert er ráð fyrir,
aðeins séu eftir fimm sýningar. A. m. k. verður reynt að ljúka
sýningum eins fljóít og hægt er, þar eð Emilía Jónasdóttir þarf
að fara til Akureyrar til þess að leika þá „tannhvössu” þar
með Akureyringum.
Framboðslisíi Álþýðuflokksins til
bæjarstjórnarkjörs á Húsavík
FKAMBOÐSLISTl Alþýðu-
flokksins á Húsavík var sam-
þykktur með samhljóoa atkvæð
um á fundi Alþýðuflokksfé-
lagsins þar. Hann er skipaður:
i 1. Guðmundur Hákonarson,
verkamaður.
i 2. Jón Ármann Héðinssen,
skrifstofumaður.
3. Einar Fr. Jóhannesson,
trésmiður.
1 4. Arnljótur Sigúrjónsson,
rafvirki.
5. Einar M. Jóhannesson,
vélstjóri.
i 6. Mikael Sigurðsson, vél-
stjóri.
'7. Sigfríður Kristinsdóttir,
húsfrú.
-8. Þráinn Mariusson, verka-
maður.
9. Vilhjálmur Pálsson. íþrótta
kennari.
10. Jóhann Gunnarsson, sjó-
maður.
11. Salómon Erlendsson, húsa-
smiður.
12. Kristín Jónsdóttir, húsfrú.
13. Jóhannes Guðmundsson,
kennari.
14. Ingólfur Helgason, tré-
smiðameistari.
Blysín
Framhald af 12. síðu.
LÚÐRAS VEITARLEIKD R
UPP VIÐ FJALL.
Um kvöldið mun hafa vcrið
12—14 stiga frost, en það aftr-
aði ekki Lúðrasveit Siglu-
fjarðar frá því að fara upp að
fjalli og leika þar, á Hlíðar-
vegi, nokkur lög, eins og gert
hafði vcrið ráð fyr'.r. Með þess
um hætti fagna Siglfirðingar
nýja árnu. — S.S.
Loffbrú mill Hólmavíkur
og Sauðárkréks í dag
Flugvélar F 1 fluttu nær
500 farþega í fyrradag
FYRSTI FLUGDAGUR eftir
áramótin var í fyrradag. Fluttu
vélar Flugfélags ísiands þá hátt
á fimmta hundrað farþega.
Gullfaxi var í ferðum miili
Akureyrar og Reykjavíkur og
fór þrjár ferðir fullskipaðar, en
Sóifaxi fór á milli .Egilstaða og
Reykjavíkur og Sauðárkróks og
Reykjavíkur.
Loftbrú var komið á milli
Akureyrar og Húsavíkur með
Dakotavélum félagsins, og í
dag' verður sams konar loftbrú
rniíli Hólmavíkur og Sauðár-
króks, af því að á Hólmavík
bíða 70 manns eftir fari og ó-
fært er á landi. Enginn flug-
völlur er á Hólmaví.k, og verð-
ur Katalína flugvél bvi í förum
til Sauðárkróks en þar tekur
Sólfaxi farþegana.
12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn-
dis. Sigurjónsdóttir).
14.00 „Laugardagslögin.”
16.00 Fréttir.
Raddir frá Nprðurlör.dum; 9.
16.30 Endurtekið efni.
17.15 Skákþáttur (Guðmundur
Arnlaugsjon). — Tónleikav.
18.00 Tómst|ndaþáttur barna og
unglinga.'TJón Pálsson).
18.30. Útvari^isaga barnanna; —
„Glaðheim’akvöld”, eftir
Ragnheiði Jónsdóttur, X. (Höf
undur les).
18.55 í kvöidrökkrinu: Tönleik-
ar af plötumf 'Ú
20.00 Fréttir.
20.30 Leikrit: „Litla, kliðandi
lind“, gamalt kínverskt ævin-
týri, fært í letur áf S. I. Ilsi-
ung. Þýðandi: Halldór Stef-
ánsson. — Leikstjóri: Lárus
Pálsson. Lcikendur::VaIur
Gíslason, Arndís Björnsdóttir,
Hólmfríður Pálsdóttir, Katrín
Thors, Jón Aðils, fflvar Kvar-
an, Helgi Skúlason o. i'l.
22.00 Fréttir.
22.10 Danslög' (plötur).
24.00 Dagskrárlok.
Heimskaulið
Framhald af 12. síðu.
um kom tilkynning frá Hillary,
þar sem sagði, að hann hefði
ákveðið að aka áfram til póls-
ins.
EKKI KAPPIILAUP MILLI
HILLARY’S OG FIJCÍI.
Ný-sjálenzka jarðeölisfræði-
nefndin vísar á bug þeirri hug-
mynd, að um kapphlaup haí’i
veriö að ræða milli Hillarys og
Fuch. En alit um það hefur
Hillary haldið geysilegum
hraða yfir pólsléttuna. Öit varð
,að grafa traktorana upp úr
lausamjöllinni og útbúnaður
var skilinn eftir til að létta
farangurinn. Eftir miki.nn
sprett síðustu 110 km. náði hóp-
urinn til pólsins kl. 7 í morgun
eftir íslenzkum tíma. Lauk þar
með til að byrja með. ferð um
eyðimörkina, sem staðlð hefur
í næstum þrjá mámiöi og er leið
in yfir 1900 km. í hópnum Voru
þrír traktorar.
í skeytinu frá Hillary í dag
segir, að veðrið hafi verið
slæmt og þokukennf siðan þeir
félagar fóru frá síðuscu birgða-
stöðinni. „Við stýrum eftir sól-
inni á grundvelli fyrri athug-
ana oghittum beint á búðirnar,1
segir í skeytinu. Ailir voru sof-
andi í búðunum, þegar Ný-sjá-
lendingarnir komu, en þeir
fengu brátt hjartanlegar mói-
tökur hjá amerísku vísinda-
mönnunum, sem settu upp búo-
ir þessar í október í f.yrra.
ENGINN SAMANBURÐUR
VIÐ AMUNDSEN
OG SCOTT.
Frá Scott-stöðinni er til-
kynnt, að Hillary og hans menn
séu hinir fyrstu til að vísa á
bug hugmyndinni um, að þeir
hafi gert samanburð á ferð
sinni og ferð Amundsens og
Scotts á sínum tíma. Suður-
póllinn er nú byggður, flugvél-
ar hafa flogið yfir flest svæði
póllandsins og hægt er að fljúja
fólk með vélaafli í slikurn mæii,
að síkt var óhugsandí í0Tt
liálfri öld, seg'ja þeir.
HEILLAÓSKIR.
Nepalmaðurinn Sherpa Tens-
ing Norkay, sem var með Ilill-
ary á Mount Everest, lét í-ljós
mikla ánægju, er hann heyrði,
að Edmund hefði komizt til
pólsins og sendj honum sínar
beztu kveðjur. Þá hefur forsæí-
isráðherra Nýja-Sjálands sent
Hillary heillaóskir.
RANNSÓKNIR.
Tilgangurinn með Su'ðurpóls
leiðangri brezka samveldisins
er að kanna landslag og bygg-
ingu á suðui'pólslandinu, veður
far og viðbrögð mannsiíkam-
ans. Er starfið unnið í sanv
vinnu við leiðangra annarra
landar einkum Bandarikjanna
og Sovétrikjanna, segir AFP.
Leiðangur samveldisins er í
tveim hópum, stærri hópurinn
er undir stjórn Fuch, en hinna
af Hillary.
Sýning á endur-
prenlunum
í DAG verður opnuð sýning
á eftirprentunum af málverk-
um eftir heimsfræga listamenn
í Sýningarsalnum við Ingólf-
stræti.
Myndirnar eru aðallega eftir
franska, ítalska og hollenzka
málara. Nefna má nöfn eins og
Matisse, Modigliani, Van Gogh,
auk þess Cezanne, Gauguin,
Picasso, Renoir, Degas, Utrillo
o. fl.
Myndirnar eru allar ul sölu
og verð þeirra er frá 209—350
kr. Sýningin er opin alla virka
daga 10—12 f. h. og 2— 10 e. h.
Sýn.ingin varir aðeins í fimm
daga og aðgangur er ókeypis.
Tveir bálar gerðir úf frá
Fregn til Alþýðublaðsir.s,
EYRARBAKKA í gær.
TVEIR BÁTAR verða vænt-
anlega gerðir út frá Eyrar-
bakka á vetrarvertíðmni. Einn
bátur héðan verður gerður út
frá Þorlákshöfn og ekki er víst,
að sá fjórði verði gerður úr.
Verið er nú að undirbúa bát-
ana; en ekkert hefur verið ró-
ið. Eru nokkrir bátar hér í
dráttarbrautinni, bæði héðan og
frá Stokkseyri. Þó að menn
vildu hefja róðra þegar, er það
naumast gerlegt, því ao sjald-
an gefur. En er róið var héðan
á trillum snemma í vetur, var
sæmilegur afli. V.J.
Blóðsótf og tauga-
veiki herja á Ceylon
Colombo, föstudag. ;l
BLÓÐSÓTTAR- og tauga-
veiki faraldur hefiu- gosiú upp
á flóðasvæðunum á Ceylon og
virðist af fregnum í dag, aS
þúsundir manna séu í hættu af
þessum sökum. Ríkisstjóniiii
liefur sett af stað víðtæka bar-
áttu gegn faröldrum þessum og
liefur mikiö lið veríð sett í aS
bólusetja íbúana og sótthrcinsá
þau svæði, þar sem faraldrarn-
ir herja. t
Jafnframt þessu strevmir ací
hjálp frá ýmsum löndum. M,. a.
hefur Indland boðizT. t;l a5
senda fatnað fyrir stórar fjár-
hæðir. 20 þyrlur (heiikopterar)
frá ameríska flugvélaskipina
Princeton héldu áfram í dag að
flytja matvæli til flottamanna,
sem einangraðir eru að flóðun-
um. Tjónið er gí-furlegt og teljá
opinberir aðilar, að byggja'
verði a. m. k. 50.000 ný híbýlr
til að létta af neyðinni meðaí
hinna 300.000 heimilisleysngja.
Bruni
Hýtf ríkjasamband
Framhald af 1. síðu,
sameiginlegt þing allra eyj-
anna. — Stjórnarskrá ríkisins
svipar til hinnar áströlsku. Á
næstu 5 árum munu Bretar
veita ríkinu Vz milljór. punda
í efnahagsaðstoð árlega.
Stjórnmálaleiðtogar á eyjun
um tóku á móti landsstjóranum
og sagði forsætisráðherra Jama
ica í ræðu, að hann gerði ráð
fyrir, að Ríkjasamband Vestur
Indía yrði á fáum árum full
gildur meðlimur Brezku sam-
veldisins. : ðV
(Frh. af 1 síðu.)
in var í voru alelda að innan.
Rufu slökkviláðsmenn göt á
þök og veggi braggana, til aó
komast að eldinum. Tókst ekkf
að slökkva eldinn fyrr en uin
kl. 7,30 um morguninn. Vont
þá allar vélar og vefstólar Gólf
teppagerðarinnar ónýtar, og
einnig talsvert magn af tepp-
um og hráefni.
Rétt er að taka fram að Gólf
teppahreinsunin er ekki tiL
húsa þarna, þótt hún sé rekirr.
af sama fyrirtæki.
Mikið tión er af bruna þess:
um þar sem allar vélai' Gclf-
teppagerðarinnar gereyðilögð-
ust í eldinum, en þær voru
mjög verðmætar. . . . .
Búast má við aö öll starf-
semi Gólfteppagerðarinnai*
liggi niðri um nokkura mánaða
skeið þar sem panta verður vél
ar og vefstóla frá útlöndum,
en Gólfteppagerðin mun hc fja
starfsemi sína aftur þegar ar
nauðsynleg tæki verða fengin.
Gólfteppagerðin hefur starf
að í 12 ár. Forstióri hennax er-
Kristján Hansen.
Vinnudagbék með almanaki fyrir 1951
Er í litlu broti og hefur að geyma margvíslegar upp-
lýsingar handa almenningi. — Verðlaunakrossgáta.
KOMIN er út vinnudagahók
með alnianakj fvrir árið 1958.
Utgefandi er Dagbókarútgálan.
Eins og nal'n bókarmnar, sem
er í vasabroti, ber með sér, er
hún einkar lientug fyrir laun-
þcga til að liakla bókhald yfir
•greitt kaup.
Þá eru upplýsingár um rik-
isstjórn íslands, bæjarmálefni
Reykjavíkur, félög og stofnanlr,
skrá yfir verkalýðsiélög kaup- i
staða og kauptúna, kaupgjald |
faglærðra og ófaglærðra, öku-
taxti bifreiða, mannfjölda á ís-
landi og, úrslit síðuslu alþiugis-
kosninga. I
' 'Vt,j
VERÐLAUNAKROSSGATA.
Að lokum er veróiaunakross
gáta, fimm verðlaun að upp-
hæð 1000 kr. hver. Lausnirr
þurfa að berast fyrir febrúar-
lok 1958. Berist fleiri en fir>:m
réttar lausnir, verður dregið unt
verðlaunin. |
....*• /
..... . ____ , / \
I -L átF"*1** jfe
-j,iig2Síu..
Jónas hleypur út úr búðinni en rekst á náunga, sem hann sér að hafi fulla þörf fj*rir hár meöaiinu.