Alþýðublaðið - 14.01.1958, Side 9
Þriðjudagur 14. janúar 1958
AlþýSublaðiB
8
í. n ós'grandi meistaraflokkur FH í handknattleik.
IIANDSNATTLEIKSKEPPNI
FH og KR fór fram ao Háloga-.
landi s. 1. sunnudagskvöld og'
var margt áhorfenda Kappt var j
í 2 fl kvenna og 3. fl. karla. áð-.
ur en aðalleikurinn hóíst og
sigraði FH í báðum leikjúnum. \
3:1 í kvennaleiknum og 13:6 í
3 fiokki Hafnfirðingarnir í 3.
flokki sýndu ágætan leik á köfl
um og verður sjálfsagt erfitt
fyrir Reykjavíkurfélögin að
sigra FH í þeim flokki á ís-
landsmótinu.
JAFN FYRRI HÁLF-
LEIKUR.
Nú hlupu meistaraflokksiiðin
inn í salinn og byrja að mýkja
sig upp, en mörgum finnst upp-
mýkingin taka fulllangán tíma.
Eftir drykklanga stund birtist
dómarinn, er alveg óhæfa að
hafa ekki ákveðinn dómara til-
búinn á svona stórleik fyrir
fullu húsi áhorfenda.
Leikurinn hófst og gætti
taugaóstyrks hjá báðum fyrstu
mínúturnar, Sigurður Július-
son skorar fyrsta maik leiksins
fyrir FH eftir klaufaleg mistök
KR-varnarinnar, en skömmu
seinna er dæmt vafasamt víta-
kást á FH, Þórir skorar órugg-
lega, 1:1. Hörður FH, skorar
ágætt mark af löngu færi. Aftur
dæmir dómarinn vítakast og nú
á KR, Pétur Ántonsson skorar
og enn skorar Sig. Júl., standa
leikar 4:1 fyrir FH. Nú eiga KR-
ingar góðan kafla og skora
næstu þrjú mörk, Höröur,
Reynir og Þórir með ágætu
skoti, 4:4!.
Þannig gekk þetta hálíleik-
inn út, það munaði einu marki
á annanhvorn veginn. Birgir
skorar fallegt mark, Þórir
næstu tvö. Síðan Karl, Ragnar,
Karl, Ragnar o. s. frv.
Úrslit fyrri hálfleiksins urðu
13:13.
SLAGSMAL I HLEI.
Strax að loknum fyrri hálf-
leik þyrptist fjöldi drengja
inn á salargólfið, sem leikið cr
á og hófst nú þar hinn mesti
djöfladans, það var slegist um
knöttinn, kókflöskum sparkað,
húfum kastað og sumir slógust
í illu eins og sagt er, þannig
gckk þetta mest allt hléið. —
Skömmu áður eh leikur hófst
að nýju tók sig til röggsamur
maður og f jarlægði 2 áflogascgg
ina úr húsinu og þá tærndist
gólfið. Svona nokkuð má ekki
koma fyrir, það cr hættulegt
fyrir lcikmennina að keppa á
gólfinu, þegar búið er að traðka
á blautum bomsum á góltinu
og auk þess mikill ómenningar-
bragur á svona aðförum.
LEIÐINLEGUR SEINNI
HÁLFLEIKUR.
Seinni hálfleikurinn var ekki
eins skemmt-ilegur og sá fyrri,
leikmennirnir sýndu lika full-
mikla hörku á köflum. Það liðu
fimm mínútur af hálfleiknum
áður en mark var skorað, en
það gerði Reynir, en FH jafn-
ar stax og kemst yfir, Birgir
skoraði bæði mörkin. Næstu
minútur leiksins voru lélegar
•og sérstaklega voru KR-ingarn-
ir slappir, því að FH skorar
hvorki meira né minna en sex
mörk í röð og stóðu leikar 19:15,
er 15 mínútur voru til leiks-
loka. Síðustu mínúturnar voru
þófkenndar og tókst KR að
lækka muninn í 3 mörk, en sig-
ur FH var aldrei í hættu. þeir
unnu ýérðskuldað með 23:20.
Bæði FH og KR léku ágæt-
an handknattleik á köflum en
oft hafa þessi lið sýnt betri leik.
Beztu menn FH voru Birgir,
Eagnar, Hjalti og Einar, aniiars
er liðið jafnt. Af KR-ingum
sýndu Guðjón, Hörður, Reynir,
Karl og Þórir beztan leik. Mark
menn beggja liðanna vöktu at-
hygli.
ÁNÆGÐIR ÍÞRÓTTA-
FRÉTTARITARAR.
Nú hefur margra ára draum-
ur íþróttafréttaritara ætzt. Þeir
sem skrifa um íþróttir í dagblöð
in hafa sinn ákveðna stað að
Hálogalandi, svipað og á Iþrótta
vellinum og í þessu ófullkomna
húsi er ekki hægt að gera betur.
Þetta þakkar íþrótiasíða Al-
þýðublaðsins.
Landskeppni Svía og Dana í handknattleik fór fram í sýning-
ar höllinni Forum í Kaupmannahöi'n. Ilér sézt yfir salinn, sem
er hinn glæsilegasti og tckur um 6500 manns í sæti. Hand-
knattleikskeppnin var háð um svipað leyti og sex daga hjól-
rciðakeppnin svokaliaða, sem fór fram í þessari höll.
Skíöaferðir hefjasf
affur.
FERÐIR skíðafclaganna upp
að skíðaskálunum heljast aftur
um helgina. Eins og að undan-
förnu verður farið frá BSR, cn
Guðmundur Jónasson annast
flutningana.
Farið verður úr bænum á
laugardag kl. 2 og 6 e. h., en kl.
10 á sunnudagsmorgun.
Grein Óskars
Framhald af 7. síðu.
sem fram eiga að fara 26. þ.m.
snúast því ekki hvað sízt um
þessi mál. Sá stóri fjöldi bæj-
arbúa, sem á afkomu sína und-
ir því, að næg atvinna sé fyrir
hendi, hlýtur því að ráðstafa
atkvæði sínu í samræmi við
það, hvernig líklegast er að
tryggja farsæla framvindu og
uppbyggingu atvinnulífsins.
Reynslan sannar, að Alþýðu-
flokknum er bezt að treysta til
heillavænlegra áhrifa á þróun
atvinnumálanna. Efling Al-
þýðuflokksins í þeim þæjar-
stjórnarkosningum, sem fram-
undan eru, er vísasti vegurinn
fyrir alla alþýðu, til þess að
tryggja afkomu sína og farsæld
þæjarlífsins. Aðeins úrslitaáhrif
Alþýðuflokksins í bæjarstjóm
Roykjavíkur geta tryggt nauð-
s.vnlcga upphyggingu atvinnu-
lífsins og eflingu útflutnings-
framleiðslunnar — tryggt öll-
um vinnufærum konum sem
körlum atvinnu við þjóðnýt-
störf, _ .
Nú geta allir fesiglfl
eins heilnæma,
eins nærandi,
eins fríska,
eins ilmandi og hún var áður.
MILO-sápan fór sigurför um landið á sínum tíma,
það mun hún einnig gera nú.
MILO-sápan fullnægir kröfum fjölskyldunnar
bæði þeim yngri sem eldri.
MILO-sápan gefur yður nú sem fyrr, nærandi
húð og eykur á yndisþokka yðar.
MILO er þvi sannarlega
MlN OG ÞfN SÁPA
AÐALSTRATI 7
REYKJAVIK
V,
S
V
s,
s
s
s
s
s
s
s
V
s
s
V
s
s
s
S '
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
V
s
s
Yfirhjúkrunarkona óskast.
Staða yfirhjúkrunar- og forstöðukonu í Vífilsstaða
hæli er laus til umsóknar frá 15. febrúar næstkomandi
að telja.
Laun samkvæmt VIII. fl. launalaga.
Umsóknir með upplýsingum um aldur náms og starfs
feril sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 1. febrú-
ar 1958.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður
ÓLAFAR ANDRÉSDÓTTUR
Elín Guðnadóttir
Þórdís og Alcxander Bridde.
útför
Innilegar þakkir fyrir vinarhug og samúð við andlát og'
GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR
Tjarnargötu 47.
Dætur tengdasynu- og barnabörn.
ÍÞrélfir )
HandknattléHC'Urihn um helgina:
öllum flokkum