Alþýðublaðið - 14.01.1958, Page 12
VEÐRIÐ: SV-kaldi; víða snjóél.
Þriðjudagur 14. janúar 1958
AlþíjíiublQúiíl
Eisenhower lagðist gegn griðasátt-
mála og brezka stjórnin sammála
En samt endurtók MacmiHan orð sín um
fýsileik iians í IKarachi í gær
LONDON, mánudag. Bretar eru þeirrar skoðunar, að svar
Eisenhowers Bandaríkjaforseta við tillögum Bulganins um
stórveldafund æðstu manna fcli í sér konstrúktívar tillögur, er
þjóna kynnu málstað friðarins, ef þær næðu fram að ganga,
sagðji talsmaður brezka iutanriiki^ráðuneyt.ísins K dag, sam-
kvæmt frétt frá AFP. „Við erum því ánægðir meö svar Eisen-
howers“, bætti hann við.
Góðar brezka heimildir segja,
að Bretar séu sammála tiliögu
Eisenhowers um, að stórveidin
skuli takmarka notkun sína á
neitunarvaldinu í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna. Mun
brezka stjórnin fús til að falí-
ast á slíkt fyrirkomulag', ef
fastameðlimir ráðsins g'ætu
komizt að samkomulagi um
það, án þess að nauðsyn beri
til að endurskoða stofnskrá SÞ.
Skipf um pófifískan yfir-
mann rússneska
hersins og fiofans
París, mánudag, (NTB-AFP).
KÚSSNESKI lierforinginn
Alexis Jeltov hefur veviS fjar-
lægður úr stöðu sinni sem leið-
togli ihinnar pólitísku deildar
hersins og flotans, að því er
upplýst er í París í dag. Eftir-
maður hans verður sennilega
Philip Golikov, herforingi. —
Ekki er vitað, hvort Jeltov hef-
ur verið hækkaður eða lækkað-
ur í tign. Samkvæmt fréttum
frá Moskva átti Jeltov stóvan
þátt í brottrekstri Sjúkovs í
október s. 1.
— Talsmaðuririn bætti því við,
að svar Macmillans við bréfi
Bulganins mundi sent bráðlega
og gat hann þess, að það mundi
ekki verða verulega frábrugðið
svari Ikes.
„Brezka og ameríska stjórn-
in hafa sömu skoðun á griða-
sáttmálanum", sagði talsmaður
inn, sem þó vildi ekki ræða orð
þau, sem Macmillan við.bafði í
Nýju Delhi, þar sem hann var
hliðhollur slíkum sáttmála, þótt
Eisenhower ’hefði í bréíí sínu
tekið afstöðu gegn honum.
(Frh. á 2. síðu.)
Hollendingar leyfa
eldfiaugstöðvar, ef
þörf krefur
HAAG, mánudag.
HOLLENDINGAK hafa í
meginatriöum fallizt á að leyfa
að komið verði upp eldflauga-
stöðvum á hollenzkri grund, ef
í Ijós kennir, að það sé nauð-
synlegt, upplýsti Hollands-
stjórn í dag.
í skriflegu svari til fulitrúa-
deildar þingsins segir stjórnin,
að hún hafi fallizt á, ásamt öðr-
um NATO-ríkjum, að birgðir
atómvopna og miðlungslang-
drægrar eldflaugar væ.ru nauð-
synleg. Segir stjórnin, að hún
hafi fallizt á slíkar siöðvar í
landi sínu, ef hernaðaryfirvöld-
in telji þær nauðsynlegar. —-
Hollendingar munu st.arfa í
sambandi við aðaistöðvar NAT
O, ef til kemur, að slíkav stöðv-
ar á hoílenzku landi verði tald
nauðsynlegar. Ástæðan fyrir
bréfi þessu er sú, að þingmenn
höfðu krafizt þess að vita um
afstöðu stjórnarinnar til þessa
máls.
184 færeyskír sjómenn
komnirfðl iandsins
184 Færeyingar komu til
Reykjavíkur í gær með Gull-
f'ossi og von er á fleirum síðar
í mánuðinum. En von er á urn
500 Færeyingum alls sem
stunda munu sjó hér við land
á vertíðinni. Ekki er enn ákveð-
ið hvernig þeir dreifast á ver-
stöðvarnar, en þegar eru ráðn-
ir 74 færeyskir sjómenn til Vest
mannaeyja.
Gengið hefur verið á gjald-
eyrisyfirfærslum til þeirra xær-
eysku sjómanna, sem verða hér
í vetur, fá þeir 1800 króna yfir-
færslu á mánuði meðan þeir
dvelja hér og afganginn, að frá-
dregnum sköttum, þegar þeir
haida heimleiðis aftur.
Almannagjá. Mynd þessa rnálaði Dong Kingman er hann var
st addur hér fyrir þrem árum.
Kínverskur málari sýnir valnslitamynd-
ir og leikningar í Sýningarsalnum
Er þetta farandsýning, sem hefur verið sýnd
víða um heim.
OPNUÐ verður í dag í Sýningarsalnum í Alþýðuhúsinu
sýning á olíumyndum og teikningum eftir Dong Kingman. Me'ð
al mynda á sýningunni eru nokkrar vatnslitamyndir frá Is-
landi sem listamaðurinn málaði er hann dvaldi hér fyrir þrenx
árurn síðan. Er þetta farandsýning senx sýnd hefur verið í mörg
urn löndunx í Asíu og Evrópu.
Dong Kingman er fæddur í
Bandaríkjunum af kínversku
foreldri. Fluttist hann ungur
með þeim til Hong Kong og ólst
þar upp. Gekk hann í rnynd-
listaskólaí Hong Kong og naut
Hvað líður frumvarpi um
S. L. VETUK sanxþykkti alþingi þingsályktun frá
Eggert G. Þorsteinssyni uni sameign fjölbýlishúsa. Sam-
þykkt þessi vakti mikla athygli. Nú eru nxenn hins veg-
ar farið að lengja eftir franxgangi málsins. Félagsmála-
ráðherra Hannibal Valdenxarsson mun hafa falið Inga
R. Helgasyni bæjarfulltriia konxmúnista o. fl. að undir-
búa frumvarp um málið, en ennþá hefur ekkert um það
heyrst, kvað líður því og hver er umhyggjan fyrir þessu
máli sem Þjóðviljinn auglýsti á sínum tíma?
tilsagnar þarlendra kennara,
gætir þess mikið í verkum hans.
Fluttist hann síðar aftur til
Bandaríkjanna og hélt þar ;
fram listnámi.
Dong Kingman hefur hlotið
margskonar viðurkenningu fyr-
ir verk sín og hanga mörg
þeirra á merkustu listssöfnum
landsins. Er hann nú kennari í
vatnslitamálun við Columbia-
háskólann í New York, ei.nnig
kennir hann við Famous Art-
ist School.
Málverk þau, er hér eru sýnd
hefur Kingman málað í ýms-
um hlutum heims, og aðallega
á ferð þeirri, sem hann fór um-
hverfis hnöttinn á veguixi
bandaríska utanríkisráðuneytis
ins, fyrir nokkru.
Sýningin verður opin til 27.
þ. m.
Sýningarsalurinn er opinn kl.
10—12 og 14—22.
r
ihaldið skelfur af hræðslu
LIÐSKUNNUN Sjáifstæf^ Ifis.kksins í Reykjavik
viðist hcldur cn ekki hafa skotið foi'ingjununx skelk í
bxúngu. íhaldsblöðin liafa hingað til þótzt sigurviss, en nú
snxía þau allt í einu við blaðinu. Uixx helgina skulfu þau
á beinununx af ótta við úrslit bæjarstjórnai’kosninganna.
Vísir sagði á Iaugardag: „Kæruleysi örfárra kjósenda —
kannski aðeins eins eða tveggja — getur haft meiri og
afdrifaríkari afleiðingar en nxenn gera sér grein fyxir í
fljótu bragð“. Og Morgunblaðið er við sanxa heygarðs-
hornið á sunnudaginn. Forustugreinin heitir: Variö ykk-
ur Siálfstæð smenn. Og greinin er öll í þessuni anda.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins eins atkvæðis mriri-
hluta i hæjarstjórninni. „Aðeins eitt atkvæði. Meiui
skyldu imina það“. Og ennfremur: „Ekki þarf mikið að
hal'pst á kjördegi svo xiti sé um þann meirihluta . . . ”.
Þessi umnxæli verða ekki misskilin. Re.ykvík'ngar
mtina síhækkandi útsvöi- og loforðin, senx svikin eru frá
ári til árs og kjörtímabil eftir kjörtímabil. Þeir láta ekki
litla sannleikann í Morgunblaðinu blekkja sig. Þess
vegna ganga kosningasmalar ílialdsins bónleiðir til húðx.
Og óttinn skekur svo Sjálfstæðisflokkinn, að íhaldslxlöð-
in skjálfa á beinunum.
Fleiri bátar gerðir út írá Vest-
mannaeyjum en nokkru sinni áður
Það verða um 11® þilfarsbátar og
30 triSlubátar.
Fregn til Alþýðublaðsins,
VESTMANNAEYJUM í gær.
LIKUR eru til þess, að í vet-
ur verði gerðir út fleiri hátar
héðan en nokkru sinni áður.
Einn jfærri ðlaísfjaróar-
bálur byrjaður róðra
Eregn til Alþýðublaðsins,
ÓLAFSFIRÐI í gær.
HÉR unx slóðir er rok í dag,
eins og víðar. Einn af stærri
bátununx er byrjaður róðra, er
nú í öðrurn róðri. Var afli hans
lítill x fyrsta róðrinum, enda
hefur verið vond tíð.
Tveir stærri bátar héðan eru
farnir suður og einn Akureyr-
arbátur er mannaður Ólafsvík-
ingum, en gerður út syðra. —
Margar trillur róa héðan í vet-
ur, svo og tveir litlir dekkbát-
ar. — R. M.
Kommar hand-
teknir á Spáni
Madrid, mánudag,
(NTB-AFP).
SPÆNSKA lögeglan hefur
handtekið um 50 unglinga, sem
þátt tóku í Moskvumótinu s. 1.
sumar, segja óstaðfestar frétt-
ir frá Madrid. Munu hinir hand
teknu vera bæði stúdentar og
verkamenn og ástæðan til hand
töku er grunur um kommúmst-
ískar skoðanir.
Einu sampngurnar
ferólr landspósfsins
Fregn til Alþýðublaðsins.
BREKKU í Gilsfirði.
. ALLIR vegir eru ófærir bif-
reiðum hér í kring og bæirnir
Brekka og Kleifar einangraðir.
Einu samgöngurnar eru ferðir
landpóstsins einu sinni í viku.
Snjór er þó ekki mikill, en tölu
vert mikla leysingu þarf til að
I Gilsfjörður verði fær. BS,
Alls nxunu þeir xærða unx i 1®
þilfarsbátar og um 30 trjllix-
bátar. s
Er þetta langmesti fjöidi, sem
héðan hefur verið gerður út á
vetrarvertíð. Bátarnir eru lítið
farnir af stað, rúmelga tuttugtt
bátar hafa byrjað óCra og er
afli þeirra misjafn.
Vélbáfur sfrandaói á
iaugardaginn.
- Talinn ónýfur
Vél'báturinn Búrfell strand-
aði á sunnanverðri Heimaey s„
1. laugardagskvöld. Bátsverjar,
þrír að tölu, bjöx’guðust á land í
gúmmíbáti. Búrfell er 25 lesta
bátu, keyptur í fyrra. Hann var
a ðkoma úr róðri, þegar hamt
strandaði, og er talinn ónýcur.
Eigandi hans og formaður er
Jón Benónýsson. P. Þ.
Indónesar vísa á bug
kæru Hollemfinga
IIIS. Þ.
New York, mánudag'.
INDÓNESÍA vísar í dag k
bug mótmælum frá Hollands-
stjórn vegna brottvísunar holí-
enzkra ríkisborgara frá Indó-
nesíu og upptöku liolieiizkra
eigna. Hollenzkn mótmælin
voru send Sameinuðu þjóðuix-
urn i desember s. I.
í bréfi til Hammarkjöids lýsti
fulltrúi Indónesa, Alj Sasíro-
midjojo, innihaldi bréfs Hpll-
endinga sem rangtúlkun stað-
reynda. „Ráðstaíiamrnar gegn
hollenzkum ríkisborgurum eru
afleiðing neikvæðrar afstöðu
Hollandsstjórnar gagnvart vilja
yfirgnæfandi meirihluta aðild-
arríkja SÞ“, segir Satsroamid-
jojo. Ennfremur segir hann, að
þa ðséu Hollendingar en ekkl
Indónesar, sem hafi trássað
samþykktir S'Þ.