Alþýðublaðið - 05.02.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.02.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. febrúar 1958 A 1 þ ý 8 n b 1 a 8 1 8 3 Alþyðublaöið Útgefandi: Ritstjórí: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnaraimar: Auglýsingasírai: Alþýðuflokk urin n. He 1 gi 5æmundsson. Sigvaldi Hjólmarsson. Emilia Samúelsdðttir, 1490 1 og 14902. 14908. Afgreiðslusími: ,14 9 0 0. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja AlþýðublaðBins, Hverfisgötu 8—10. ( Utan úr Heimi ) Verkin dœma fni ÞJÓÐVIL.JINN á í gær ósköp bágt með skapsmuni sína í tilefni þess, að iafnaðarmenn liái ekki máls á sasmivinnu við kommúnista í Múrarafélagi Reykjavíkúr og Félagi ís- lenzkra rafvirkja. Ályktunin er sú, að vart muni hægt að ganga lengra í ábyrgðarleysi og glæframennsku. Endur- speglar Þjóðviljagreinin sjúklega heilamynd kommúnista- blaðsins af Áka Jakobssyni aiþingis'manni og Alþýðúflokkn- um í eftirfarandi ummælum: „Slík framkoma, jafnframt því að no'kkur hluti Alþýðuflokksins vill halda áfram ríkis- stjórnarsamstari’i og samstarfi við Alþýðúbandalagið í ýms- um bæjarfélögum, stefnir beina leið á upplausn Alþýðu- flokksins, eyðiieggingu alls vinstra samstanfs, og er til ó- bætanlegs tjóns fyrir verkalýðshreyfinguna nái Ákaklíkan verulegum árangri með íhaldsþjónustu sinni.“ ViS jjetta er sitthvað að athuga. Viðiiorfín eru óbreytt í Múraraféiagi Reykjavíkur log Félag; íslenzkra rafvirkja frá því sem verið hefur undanfarin ár. Þar liafa lýðræðis sinnar undir forustu Alþýðuflokksmannanna Eggerts G. Þorstemssonar og Óskars Hallgrímssonar gersigrað kommúnista við hvert stjórnarkjörið af'öðru. ,Sú heilla- vænlega jnóun hófst í nefndum verkalýðsfélögum áður en Áki Jakohsson gelvií: í Alþýðuflokkinn, svo að hann verðskuldar hvorki þakkarorð né Ivanefndir á samkomu- iagi núverandi stjórnarflokka. Hvar er ákvæð; nm það í málefnasainningi stjórnarflokkanna, að jafnaðarmenn skuli starfa með kommúnistum ií verkalýðslelögunum? Vill Þjóðviljinn gera svo vel og tilnefna það ákvæðí? Honum verður óhægt ,um vik að ,svara af því að þessi atriði koma málefnasamningi stjórnarflokkanna ekk- ert við. En eru koinmúnistar ,í alvöru þeirrar skoðunar, að baráttan um verkaiýðshreyfinguna ,sé svik ;við niál- stað ríkisstjórnarinnar? Hverjir hal'a þásvikið ríkisstjórn ina mest og .eftirminnilegast? (Kommúnistar og fylgifisk- ar þeirra á síðasta Aiþýðusainbandsþingi, þegar sam- starfsyilji jafnaðármanna var virtur að vettugi. Hverjir lnugðu þá vopnunum til miskunnailausrar baráttu? Mennimir, sem nú vilja t,einingu“ og „samstarf“ í verka iýðsihreyfingunnj eftir að þcir óttast að vera þar í minni- liluta. Slík og þvílík er'hræsni kommúnista og yfirdreps- Iiáttur. Eftir er þá sú fullyrðing Þjóðviljans, að samstarí lýð- ræðissinna í verkalýðshfieyifingunni sé þjónkun Alþýðu- flokksins við ihaldið. Öðru vísi mér áður brá. Sú var tíð- in, að bommúnistar gerðu bandalag við íhaldið gegn Al- þýðtaflokknum í verkalýðssamtökunum. Hét það íhalds- þjónkun á máli Þjóðviljans? Nei, sú barátta var kölluð „ein- ing“ og „samstarf" og þótti til fyrinnrjyndar í kommún-ista- blaðinu. En sannarlega kemur annað hljóð í strokkinn, þeg- ar Alþýðuflokksmenn sameina lýðræðisöfl í verkalýðs- hreyfingunni geg'n kommúnistum, þó að þar sé eklci um neitt samkomulag pólitískra flokka að ræða heldur viija fólksins í aiþýöusamtökunum. Og' enn biðlar Þjóðviljinn öðru hvoru til Sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunm, þeg'ar kom.múnistar verða yfir sig hræddir. Nú er aðeins sá munur á þeim og Alþýðuflokksmönnum, að kommúnistar eru einangraðir, en baráttusveit lýðræðissinna vinnur hvert félagið af öðru. • Þjóðviljamim er hollt að minnast þess, að eining verkalýðsins tekst .ekki nieð orðum. Þar þurfa verkin til aðí koma. Og í verki haifa koinniúnistar beitt sér í'yrir sundrungu en ekki einingu í samtökum íslenzkrar a!- þýðu. Síðasta og skýrasta isönnun þess eru atburðirnir á síðasta Alþýðusambandsþingi. Þá var gefinn kostur þess, að hjaðningavígin hættu. Kommúnistar og fylgifiskar þeirra komu í veg ,fyrir sættir iog ,grið af því að þeir vildu fiokkseinokun sína í Alþýðusambandi íslands, þó að hægt væri að telja atkvæðin, sem úrslitunum réðu. á fingrum sér. Slíkir svikarar við íslenzka alþýðu ættu ekki að tala eða skrifa um einingu, þegar ótti vondrar samvizku sverfur að þeim, Verki-n dæma þá. Og íslenzk alþýða ,mun sannarlega sigra kommúnista til að geta sameiuuzt í raun og veru. í BYRJUN janúar hélt i Burma hátíðlegt 10 ára afmæli sjálfstæðis síns. Voru hátíða- höidin glæsileg og mjög í aust- rænum anda, eins og við mátti I búast. En undir þessu glitrandi ' yfirboði bjó ótti við framtíð- ina. Ríkið er sem sé í gífurleg- um f járhagskröggum og trúlegt að stjórnin verði að grípa til róttækra aðgerða, ef forða á hruni. Náttúruauðæfi landsins eru gífurleg, en mikið vantar á, að þau séu nýtt sem skyldi. Stjórnmálaástandið er ótryggt, þótt flest sé œeð felldu á yfir- borðinu. Burma liggur sem kunnugt er í suðaustur-ihorni Asín, rétt fyrir norðan miðbaug. Hitabelt isloí'tslag ríkir í mestum hluta lanciísins, en m'ildara en við mætti búazt. Um heimingur landsins er þakin skógum og trjávörur, eru stór hluti af út- flutningl Burmabúa, fyrst og; fremst eik og teakviðurinn dýr ; mæti. Akuryrkja. er stærsti at- j vinnuvegur Burmabúa, og' flytja þeir úr meira magn hrís-1 gjóna en nokkur önnur þjóð í | veröldinni. Ræktun gúmmtrjáa er mikil og fer vaxandi. Auð'- ugar olíulindir eru í landinu, nárnugraftur talsverður og margt góðmálma í fjallahéruð- um landsins, volfram, tin, blý og silfur. Fiskveiðar eru stundaðar í Indlandshafi, og er saltaður fiskur og hrísgrjón aðalfæða al ménnings. Burma er að mestu leyti land búnaðarland. AÓeins tvær stór- borgir eru í landinu, Rangoon og Mandalay. Flestir hinna 20 milljón íbúa landsins búa í smáum þorpum og er hvert þorp girt háum skíðgarði til j varnar gegn villidýrum og j stigamönnum. Tígrisdýr verða árlega fjölda manns að bana og er stórum fjárhæðum varið til útrýmingar þeim, en líi.ill áran.gur hefur náðst. Burmabúar eru Búddhatru- ar og gæta vel trúar sinnar. í hverj þorpi er klaustur og' Pag oda, oft mjög skrautleg. Eru pagodur Burma margar hverjar glæsilegustu hús veraldar, turn háar og gulli þaktar. Burma var sjálfstætt keisara dæmi í margar aldir og stóð menning jafnan í blóma, Evr- ópuveldin börðust lengi um vf- irráð í Burma og báru Bretar sigur úr býturn og stofnuðu þar nýlendu 1824. 1937 hlaut Burma sjáifstjórn innan brezka heimsveldisins. Japanir hernámu landið í síð- ari heimsstyrjöldinni, og lögðu flesta atvinnuvegi landsins í rúst. Að stríðinu loknu hófust samningar milli Breta og Burmabúa og lauk þeim með því, að Burmabúar lýstu yfir sjálfstæði lands síns 4. janúar 1948. Verkefni hinnar nýju stjórnar voru margþætt og erf- ið. Allt atvinnulíf var í kalda koli, stigamánnahópar óðu uppi og hersveitir kínverskra þjóð- ernissinna héldu til í fjallahér- uðum landsins. Kommúnistar gerðu margar uppi'eisnartilraun ir og stjórnin stóð hölium fæti. Erlendar ríkisstjórnir neituðu Burma um lán og vopn. En stjórnin tók málin föst.uxn tök- um og smám saman tók hagur landsins að vænkast. Hrísgrjón hækkuðu í verði, og stjórtiin eyða fé, þar eð peningar yrðu að vera í umferð til þess þeir bæru ávöxt. Þessi ráðlegging fann góðan hljómgrunn hjá j Burmabúum og' stjórnin eyddi og' eyddi. Efnahagsáætlun í sósí álistiskum anda var lögð fram. Lög um skiptingu stói'jarða voi’u samþykkt á fyrsta þing- j inu eftir að landið hlaut sjálf- 1 stæði og U Nu forsætisráð- herra huggaði hina fyrri stór- jarðeigendur með því, að auð-1 kýfingar ættu erfitt með að öðiast Nirvana og því væru hin nýju lög þeim til góðs en ekki skaöa. Timburframleiðsla, hrís grjónarækt, fljótaflutningar og raforkuver voru þjóðnýtt Síðar beindi Burmastjórn er- lendu fjármagni iixn í landið og þjóðnýting hefir setið á hakan- um síðustu árin. Lýðræðið hef- ir náð öryggri fótfestu í land- inu og fólk trúir á það. Rfeynt hefir verið að stpfnsetja vel- ferðaríki, eftir evrópskum fyr- imyndum. I Burmabúum hefir tekizt. að standa utan við deilur stór- veldanna o.g gætt ítrasta hlut- leysis. En innanlandsátök hafa sá sér fært að hefja iðnvæð- ingu landsins og ti'yggja lífs- afkomu þegnanna. Bandarískir efnahagsráðu- nautar hvöttu stjórnina til að veikt þetta auðuga land um of. Uppreisnir óaldarflokka eru tíðar og mikil grimd í átökun- urn. Stjórninni hafa orðið á mörg mistök, valdabrask ein- stakra stjómmélamanna hefir skaðað samvinnu flokkanna. Tíu ára reynslutimabil Burinabúa hefir kennt þeim margt. Friðun landsins er fyr- ir öllu, og uppreisnarmenn gef ast nú umvörpum upp. — Lýð- ræði í stað fallbyssna, er eink- unnarorð U Nu, og mai'gt bend- ir til að honum muni takast að ráða fram úr vandamálum hins unga ríkis, þótt þung'lega horfi eins og stendur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.