Tíminn - 01.04.1965, Blaðsíða 12
12
ÍÞRÓTTiR ! TÍMINN ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 1. aprfl 1965
Ráðast úr-
slit í kvöld?
Sigurlína með FH í kvöld
Alf—Reykjavik.
Ráðast úrslit í meistaraflokki kvenna í kvöld? Keppnin í meist-
ararflokki kvenna í íslandsmótinn í handknattleik er mjög spcnn-
andi, og í kvöld fara fram þrír síöustu leikirnir, þ.e.a.s. eftir móta-
skránni. Mesti spenningurinn er í sambandi við Ieik Ármanns og
fslandsmeistara Vals, en það lið, sem kemur sterkara frá þeirri við-
ureign, mætir að líkindum FH í hreinum úrslitaleik. Verði hins
vegar jafntefli milli Ármanns og Vals, hlýtur FH íslandsmeistara-
tign, þ.e.a.s. vinni FH Breiðablik.
Staða FH er bezt fyrir leikina í
Kvöld. Og nú hefur FH fengið í
sínar raðir aftur Sigurlínu Björg-
vinsdóttur, en hún kom gagngert
frá Noregi til að standa með FH í
úrslitabaráttunni: Sigurlína er
komin til landsins, og leikur með
FH gegn Breiðabliki í kvöld.
Leikjaniðurröðunin er þessi í
tvöld:
Breiðablik—FH
Víkingur—Fram
Ármann—Valur
Þá fer og fram einn leikur í 3.
fl. karla og mætast Víkingur og
KR .
Staðan í meistaraflokki kvenna
er þessi:
Valur
Ármann
FH
Fram
Víkingur
Breiðablik
Samkvæmt mótaskrá áttu síð-
ustu leikimir í íslandsmótinu að
fara fram um helgina næstu, en
vegna utanfarar unglingalandsliðs
ins verður að fresta þeim um eina
viku, þannig að þeir verða leiknir
laugardaginn 10. apríl og sunnu-
daginn 11. apríl. Úrslit eru nú
fengin í sumum flokkum. f 1.
deild hefur FH þegar tryggt sér
sigur. f 2 .deild hefur Valur sigr-
að .í 1. flokki kvenna hefur Fram
sigrað. — Laugardaginn 10. apríl
leika til úrslita í 2. fl. kvenna
Fram og Keflavík, í 3. flokki
karla Víkingur og ÍR, I 2. flokki
karla Valur og KR, — og í 1.
flokki karla Fram og KR. —
Sunnudaginn 11. apríl leika í 1.
deild Víkingur—Haukar og Fram-
FH.
hefst á laugardaginn
í tilefni af Skíðalandsmótinn,
sem haldið verður á Akureyri um
páskana og skíðaviku á ísafirði á
sama tíma, hefur Flugfélag fs-
lands ákveðið, að sérstök „skíða-
fargjöld" skuli gilda frá Reykja
vík til Akureyrar og ísafjarðar
jfrá 8. — 25. aipríl að báðum dög
| um meðtöldum. Skíðafargjöldin
eru 30% lægri en venjuleg ein-
miðafargjöld á þessum flugleiðum
og kostar farið Reykjavík—Akur
eyri—Reykjavík aðeins kr. 1022,00
Sama fargjald er einnig í gildi á
flugleiðinni Reykjavík—ísafjöirð—
Reykjavík um páskana. Gildistími
farmiða er 7 dagar.
Þórólfur leikur gegn úr-
vali Kaupmannahafnar
Alf — Reykjavík, miðvikudag.
Þórólfur Beck lék ekki með
Rangers gegn Morton á Ibrox í
gæirkvöldi (þriðjudagskvöld), en
Rangers tapaði lciknum 0:1 og
missti þar með tvö þýðingarmikil
stig. Eru vonir Glasgow Rangers
nú harla litlar um að geta varið
skozkan meistaratitil. Að öllum
líkindum fer Þórólfur inn í liðið skandinaviskra atvinnumanna á
aftur á næstunni. Má til gamans SkotlandS gegn úrvalsliði Kaup-
geta þess, að Þórólfur hefur leikið mannahafinar, en sá leikur á að
eimungis einn tapleik með Rang- fara fram í Kaupmannaliöfn
ers síðan hann tók að leika með sncmma í maí-mánuði. Gaf Þórólf
félaginu. ur jákvætt svar og mun leika með
Norðurlandabúunum, ef forráða
menn Rangers samþykkja það.
Halda utan í dag
íslenzka unglingalandsliðið leikur fyrstu
leikina í Norðurlandamótinu á laugardaginn
Unglingalandsliðið í handknattleik heldur utan í dag,
fimmtudag, til Nyköbing í Danmörku, en um helgina verð-
ur Unglingamót Norðurlanda háð þar. Mótið hefst á föstu-
dag, en þann dag situr ísland hjá. Hins vegar leika íslenzku
piltarnir tvo leiki á laugardag og tvo leiki á sunnudag. '
, i
I hópnum, sem heldur utan í dæma mun leiki í mótinu.
dag, eru 14 leikmenn og þrír far- Þetta er í fjórða sinn ,sem ís-
arstjórar; þeir Axel Einarsson, land er þátttakandi í Norðurlanda-
Valgeir Ársælsson og Jón Kristj- móti unglinga. Yfirleitt hafa ís-
ánsson. Þá verður landsliðsþjálf-1 lenzku liðin staðið sig vel, þótt
arinn Karl Benediktsson með í för ekki háfi þau hreppt 'efstu sæti.
inni og Karl Jóhannsson, sem I Það hefur sýnt sig, að þátttaka
hefur borgað sig, og má í því sam
bandi nefna, að úr fyrsta ung-
lingalandsliðinu leika nú 5 leik-
menn með aðallandsliðinu. — Lið
ið, sem heldur utan í dag, er mést-
megnis skipað piltum, sem leika
með meistaraflokksliðum, og hafa
þeir því nokkra reynslu að baki.
Á laugardag mætir ísL liðið
fyrst Dönum og síðar Finnum. Á
sunnudag verður leikið gegn Sví-
þjóð og loks gegn Noregi. —
Íþróttasíðan óskar piltunum
góðrar ferðar.
— Tvímenningskeppnin í Lidó um helgina. — Sveita-
keppnin í páskavikunni að Hótel Sögu.
fslenzka unglingalandsliðlð í handknattleik. Aftari röS frá vinstri Hilmar Björnsson, KR, Jón H. Magnús-
son, Víking, Þórarinn Tyrfingsson, ÍR Ágúst Ögmundsson Val, Jón G. Viggósson, FH, Geir Hallsteinsson, FH,
iFriSgeir IndriSason, Fram, og Gfsli Blöndal, KR. — Fremri röð: Bjarni Jónsson, Val, Gunnstetnn Skúlason,
Val, Einar Hákonarson, Víking Finnbogl Kristjánsson, Val, Hermann Gunnarsson, Val og SigurSur Jóakims-
son Haukum. (Tímamynd GE.)
Á annað hundrað bridge-
spilarar víðs vegar að af land-
inu munu á laugardaginn setj
komuhúsinu Lidó kl. 2. Spil-
að verður í tveimur flokkum,
meistara- og 1. flokki eftir
barómeterkerfinu, 28 pör í
hvorum flokki. Núverandi ís-
landsmeistarar, þeir Símon
Símonarson og Þorgeir Sig-
urðsson frá Bridgefélagi
Reykjavíkur, munu verja titil
sinn í keppninni.
»t niður við „græna borðið”
l þreyta keppni um helgina
tvímenningskeppni Islands-
Alflreð Þorstcinssor.,
íþróttafréttaritari Tímans,
fer ntan meS unglingalands
liðinn í handknattleik og
mun skrifa frá Norðurianda
mótinu, sem háð verður í
Nyköbing í Danmörku. Frá
úrslitum fyrsta leiksins verð
uir væntanlega hægt að
skýra í sunnudagsblaði, en í
þriðjudagsblaði mun birt
ast ítarleg frásögn af mót-
inu.
Spilað verður í þremur lotum,
eftir hádegi á laugardag ,eftir há-
degi á sunnudag og sunnudags-
kvöld og lýkur þá keppninni. Bú-
ast má við harðri keppni, þar sem
allir beztu bridgespilarar lands-
ins eru meðal þátttakenda.
Það er nýtt í sögu íslandsmót-
anna að láta það hefjast á tví-
imenningskeppninni, en verður
sennilega vinsælt. Sveitakeppni
mótsins hefst svo mánudaginn 12.
apríl, og verður einnig spilað í
tveimur flokkum, meistara -og 1.
flokki. í meistaraflokknum eru
sex sveitir, en undanfarin ár hef-
ur flökkurinn verið bundinn við
þann sveitafjölda, og eru fimm
þeirra frá Reykjavík og ein frá
Hafnarfirði. íslandsmeistararnir
sveit Benedikts Jóhannssonar ,mun
Framhald á 14. síðu