Tíminn - 01.04.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.04.1965, Blaðsíða 14
14 TÍMINN FIMMTUDAGUR 1. aprfl 1965 Á VÍÐAVANGI Framhald af 3. siðu eins úr - fáryrðaskálum sínum með götustrákaorðbragði og kallar ályktunina „sleggju- d«óma“, „hrærigraut“ og „ábyrgðarlausa hrærigrautar- stefnu“ og fleira í þeim dúr. Það sést ofur vel, hvað það er, sem kemur við kaun stjórnar- innar. Það er hin harða, ábyrga qg rökstudda gagnrýni, sem fram kemur þar um ófarnað stjórnarstefnunnar. Alþýðublað ið er nærri þv kjökrandi yfir þeim dómi, sem ályktun mið- stjórnar Framsóknarflokksins kveður upp um stjórnina en sleppir sér þó ekki í fáryrða- austri eins og Moggi. Betri einkunn gat ályktunin varla fengið en þennan rökþrotafár- yrðaaustur íhaldsstjórnarinnar og á því sér landsfólkið bezt, hvort þar hafa ekki verið ýmis orð í tíma töluð. Sannleikan- um verður hver sárreiðastur, er gamalt og gilt máltæki. BRIDGE verja titil sinn á mótinu. f 1. flokki verða 20 sveitir, sex frá Reykjavík, þrjár frá Kópavogi og Keflavík, og ein sveit frá Akureyri Aikranesi, Hafnarfirði, Selfossi og Siglufirði og færast tvær efstu í meistaraflofcki. Sveitakeppnin verður spiluð að Hótel Sögu, og verður helztu leikj um í hverri umferð lýst á sýning- artöflu, — og verður því aðstaða mjög góð fyrir áhorfendur, sem ekki þarf að efa að verði margir á þessu fjölmennasta íslandsmóti, sem háð 'hefur verið hingað til. FERÐAPISTILL Framhald af 3. síðu laun hlutu, en til að gefa nokkra hugihynd um þessar verðlaunaveitingar, skulu hér tekin nókkur nöfn af handa- hófi, nefnd vörutegund fyrst og framleiðsluland í svigum: Ljósmyndavélin SUPER TECHNIKA V 9x12 (Miinch- en, V-Þýzkal.) saumavél skurð lækna (Sovétríkin), infra-rauð smásjá, (Sovétr.), sjálfvirkur rennibekkur (Leipzig, A Þýzk.), dráttarvélin U-650 (Rúmenía), tvígeisla riðmælir (V-Þýzkaland), ASEA diska- hemlar (Stokkhólmur, Sví þjóð), hraðgengur dieselmótor (Johannisthal, A-Þýzkal.), þétt is-hljóðnemi (Nærum, Noregi), byggingasteinar (Dresden, A Þýzkaland), vél til að hreinsa járnbrautarteina (Vín, Austur- ríki), rotation-offsetprentvél Ultra-set (Leipzig), djúpkæli- skápur (Ítalía, ORWO-litkvik- myndafilman NC 1 (A-Þýzka land), blóðrennslismælir (Oslo, Noregi), sjálfsali með heita drykki (Hamborg, V-Þýzkal.), Radberger Export — lagerbjór (A-Þýzkal.), Alberna Kölnar- vatn (A-Þýzkal.), Eau de Col ogne (París), vodkategundin ZUBROVKA Poznan, Pólland), konjakstegundirnar ,,Extra“ og „Own“ (Frakkland) viskíteg undin BALLANTINE (Skot- land), blómavatn (Tékkóslóv- akía), Bluthner-konsertflygill Modell 1 (Leipzig), sólatakkar á fótboltaskó (A-Þýzkaland), hunangslíkjörinn Honey (Pozn an, Pólland), ullarteppið Zai- Hua (Kína), handmálað ullar- teppi 2x3,5 m (Kairo, Egypta- land), Crescent Marin utan borðsmótor (Uppsalir, Sví- þjóð). íslenzkir framleiðendur stofnuðu ekki til raunverulegr- ar vörusýningar á þessari vor- kaupstefnu í Leipzig en tveir aðilar, Samband íslenzkra sam vinnufélaga (S. í. S.) og Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna (S. H.) ráku sameiginlega upp- lýsingarskrifstofu, sem Guð- mundur H. Garðarsson við- skiptafræðingur og blaðafull trúi S. H. veitti forstöðu með aðstoð íslenzk námsmanns í Leipzig, Hlyns Óskarssonar, sem er við tónlistarnám og hefur trompetleik að sérgrein. Ennfremur var þar nokkurn tíma dags Sigvaldi Þorsteins- son lögfræðingur og forstjóri íslenzka vöruskiptafélagsins, sem hafði annars sér skrifstofu í öðru húsi í miðborginni. Þetta félag stofnuðu þrír að- ilar, áðurnefnd S. í. S. og S. H. og ennfremur Félag ísl. stóiv kaupmanna, fyrir~j4ií árum til að vera samningsáðiíi í við- skiptum við Austur-Þýzkaland, sem ísland hefur ekki enn tek- ið upp stjórnmálasamband við. Fyrst gegndi forstjórastarfinu Árni Finnbjörnsson viðskipta fræðingur, en hann réðist síð- ar til S. H. og tók þá við af honum Sigvaldi Þorsteinsson. Árni Finnbjörnsson var þarna á ferð í fisksöluerindum og hittum við hann snöggvast á íslenzku upplýsingarskrifstof- unni, þegar hann var í þann veginn að ganga frá sölu 100 þús tonnum af íslenzkri salt- síld til Austur-Þýzkalands í ár. G. B. STRAND Framhald af 16. síðu. lengdir sínar eða svo. Liggur það nú utan í eyrinni og er vonazt til að það losni alveg á flóðinu í fyrra málið. Petrell er um þúsund tonna skip. BÍLARNIR Framhald af 16. síðu. svo langt í þessu „vopnahléi" á bílunum, að jafnvel skrauthring- ir á brettum hafa verið sagaðir af. Virðist sem mikill hugur sé allt í einu kominn í þá sem um þessi mál fjalla, að fjarlæga bíl- skrautið, og að þeir láti ekki ein- ungis staðar numið við spjótin. Óneitanlega ljókka margar bíla- tegundir við þessar aðgerðir, enda margt af því skrauti sem rifið er burtu hluti af stíl vagnsins. Það eru því horfur á að þeir sem fara nú til skoðunar með bíla sína, þurfi ekki einungis að greiða hæstu iðgjöld í „manna minnum," heldur komi þeir á kollóttum vögnum heim. BARNAVERNDARNEFND Framhahl af lo. síðu indi, húsnæðisleysi og fleira til grundvallar, og þá drykkjuskapur í 35 tilfellum. Önnur aðalástaða voru afbrot, og hafði nefndin af- skipti af 203 börnum vegna sam- tals 271 afbrots. Þriðja aðalástæð- an er deilur um forræði. Á árinu fékk nefndin 9 hjónaskilnaðarmál til meðferðar vegna deilna um forræði barna. Gerði nefndin í því sambandi tillögur um forræði 17 barna. Fjórða meginástæðan var ætt- leiðing, og mælti nefndin með 20 ættleiðingum á árinu. í 8 þess- ara tilfella var um ættleiðingar stjúpbarna að ræða. Nefndinni bárust á árinu 4 ættleiðingarbeiðn ir, sem ekki var talið fært að mæla með. Undir 5. lið flokkast aðrar ástæður, og hafði nefndin afskipti af 14 börnum af marg- víslegum ástæðum sem ekki verða greindar, segir í skýrslu nefndar- innar. Meðal verkefna barnaverndar- néfndar er heimiliseftirlit, og hafði nefndin eftirlit með 56 heim ilum, þar sem voru 194 börn, í ársbyrjun, en í árslok voru heim- ilin 65 og börnin 218. Hætt var eftirliti á 14 heimilum, en það var tekið upp á 23 heimilum. Þá ráðstafaði nefndin börnum af heimilum, og útvegaði alls 204 börnum og unglingum dvalarstaði um iengri eða skemmri tíma. TILKYNN Samkvæmt samnjngum milli Vörubílstjórafélagsins 1 Þróttar N G í Reykjavík og Vinnuveitendasambands íslands og samningum annarra sambandsfélaga verður leigugjald fyrir vörubifreiðir frá og með 1. apríl 1965 og þar til öðruvísi verður ákveðið, eins og hér segir: Nætur- og Dagv. Eftirv. helgidv. Fyrir 2’/2 tonna vörubifreiðar Kr. 131,30 150,40 169,60 — 21/2 — 3 tonna hlassþ. — 147,30 166,40 185,50 — 3 — 31/2 — — — 163,20 182,40 201,50 — 31/2 — 4 — — — 177,80 196,90 216,10 — 4 _ 41/2 — — — 191,10 210,30 229,40 — 41/2 — 5 — — — 201,80 220,90 240,10 — 5 — 51/2 — — — 211,10 230,20 249,30 — 51/2 — 6 — _ — 220,40 239,50 258,70 — 6 — 61/2 — — — 228,30 247,50 266,60 — 6V2 — 7 _ _ — 236,30 255,50 274,60 — 7 — 71/2 _ _ — 244,30 263,50 282,60 — 71/2 — 8 _ _ — 252,30 271,50 290,60 Aðrir taxtar hækka hlutfallslega. Landssamband vörubifreiðastjóra. ÚRVAL LJÓÐA ÞORSKABÍTS, sem úf komu um síðustu jól er eiguleg bók, sem margir verða að eignast, meðan hún fæst í bóka- búðum. íslenzk frímerki, fyrstadagsumslög. Erlend frímerki. Innstungúbækur. Verðlistar o. m. fl. TIL SÖLII { Vil selja Ferguson dísel árg 1957, hagstætt verð. Kristján Sæmundsson Torfastöðum Fljótshlíð sími um Hvolsvöll. tnwÆ'ið/ LÆKJARSOTU 6a FERÐAÚTBÚNAÐUR hentugar fermingargjafir: Svefnpokar frá kr. 690,00 Tjöld frá kr. 1.830,00 Bakpokar frá kr. 595,00 Liverpool ,♦♦♦♦♦♦♦♦♦. .♦♦♦♦♦ ♦♦♦<j —7 - AÐALFUNDUR IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS HF. verður haldinn í veitingahúsinu Lidó í Reykja- vík laugardaginn 10. apríl n.k., kl. 2.30 e.h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlutahöfum og umboðsmönnum þeirra í bankanum dagana 5. apríl til 9. apríl að báðum dögum með' töldum. Reykjavík, 31. marz 1965 Sveinn B. Valfells. form. bankaráðs. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu, við andlát Og jarðarför. Ketils Helgasonar, Álfsstöðum, Skeiðum. Sérstakar þakkir færum viS starfsfólki Sjúkrahússins á Selfossl, fyrir góða hjúkrun. Einnig hjartans þakklæti til sjúklinga, sem með honum dvöldu og sýndu honum fádæma hiálpsemj og kærleik. Að lokum þökkum við konum í Kvenfélagi Skeiðahrepps, fyrir ómetanlega hjálp. Aðstandendur. Jarðarför móður okkar tengdamóður og ömmu, Margrétar Jóhansdóttur frá Stóra-Hálsi, fer fram að Úlfljótsvatni, laugardgainn þann 3. april kl. 2 síðdegis. Ferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 12.15. Blóm afþökkuð, en minnjngargjafir renni tj] sjúkrahússins á Selfossi. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.