Alþýðublaðið - 27.03.1958, Page 3
FímmtudagTar 27. marz 1958
AiþlDobliSU
3
Alþgímblaðiö
utgcjLaiidl;
ftitstjórí;
Frétt.astjórí:
Auglýsmgastjóri:
Ritstjor ris» r<iímar:
Augiýsmgasimi:
Aígrí»i«siuslmi:
^flsetur:
Alþýðui io&Kurinn.
Helgi Sæmundsson.
Sigvaldi Hjalmarsson
E m i 1 í a S » m ú e 1 s d ó 11 i r
149 0 1 oi ' ‘«02.
14 9 0 6
149 00
Alþýður* o
^rert •
Aiþýðublaðsins
fiHgötu 8—10.
Nám og stöðuval
ÁHUGI skólafólks fyrir starfsfræðsludeginum sýnir
glögglega, að ungmjenni' velta þvi mikið fyrir sér, hvað þau
eigi að taka sár fýrir fiendur, þegar skólanámi lýkur. Fjöl-
breytni í starLsihláttum! og aukin tækni í vinnubrögðum
skapar m-eiri möguleika um stöðuval en áður var. Áður fyrr
var í tiltölulega.íá hús að venda í starfsgreinum, enda fór
unglingiur í vinnu um leið og hann var maður til og stund-
um fyrr. Nú hafa breyttir þjóðfélagshættir og ólíkar lífs-
venjur opnað ungnýjnninu fleiri leiðir og fjölbreyttari statfs
greinir.
Margir hnjáta í hina löngu skólaskyldu og álíta, að
unglingar séu seftir í parrak í skólum .niiklu lengur en
vera ætti. Sannleikurinn er þó sá, að aðsókn að hvers
konar frjálsu námi hefur aldrei verið meiri en nú, og
foreldrar viíja flestir, að börn þsirra læri eitthvað, eins
og það er orðað. ,Þc-ir, sem imest tala um of iangan skóla-
lærdóm, eru ekki ,að tala um sín eigin börn, heldur er
þetta venjuíega óraunhæft gambur út ;í loftið. Fólk vill
yfirleitt, að unglingar nemi eitthvert starf eða iðn, enda
krefst þjóð.éiagið sífellt fleiri faglærðra manna til alls
konar staria.
Hitt er svo aftur á móti satt og rétt, að haga ber nárni,,
og þá ekki sízí skyldurJámi, í samnæmi við kröfur dagsins
og ativinnu og störf á hverjum tíma. Strangt taóknám er
ekki við a-llra hæfi, bæði vegna gláifnafars og á'huga. Fyrir
áhugalitla unj nga um bókn'ám, og sömulieiðis miður gefna
nemendur, þarf skólar.ámið fyrst og fremst að verða þjálf-
un. Og engina skýldi vera haldinn þeirri firru, að þjóðfé-
laginu ríði ekki jalfnmikið á þjálfun hinna lakar gefnu. En
sú þiálfun Vvrmr fyrst og fremst að vena verkleg, en bókleg
aðeins að iitiu leyti. Og sannleikurinn er sá, að hér er
einkennilLga ítt erjaður akur í skólamálum þjóðarinnar.
Það virðist standa í forsvarsmönnum á sviði skólaniála að
tengja skyldu iám unglinga við lifandi störf. Samt er víða
manna vant, og ekki sízt á sió og við vinnslu sjávarafurða.
Sama má raunar um sveitavinnu segja. Hætt er við, að
skyldunáiB o;. hálfskylduniám unglinga verði stundum ut-
an garna, þa’ til hægt er að koma þvií við, að allt námið
verði eins konar stai'fsíræðsludagur, þar sem nemandinn
geti mieð þát .öku í lifandi starfi fundið stöðu við sitt hæfi.
Þá mætti ei i g koma ýmsum hæfnisprófum við.
SemIi, ga eru ,helzt til mörg ungmenni á landi hér á
langskó a iðinni. Ekkijsvo að skilja ,bó, að langur skóla-
lærdómu skaði einn eða neinn eða verði þjóðinni til
ógagns. Aðalhættan er fólgin í því, að sumar langskóla-
gengnrr ‘ téttir verði of fjölmennar. Það er t. d. skaði
fyrir þi''-"éla-gið, ef bráðvelgefnir menn híma hópum
saman i i á iskriÉstofum við ,að pikka á ritvél, annast
penioga og húsamiðlun og önnur slík vandalítil störf.
Þjóðin" i níður miklu meira á að liafa velgefna iðnaðar-
menn, s 'n skilja hlutverk sitt til h'ítar og auka sífellt
sérhæf i sina. Enda er það oft svo, að hæfir og snjal'ir
iðnaðarm“nn bera aneira, úr býtum en langskólalærðir
skrifsto'Vmenn, sean á sinum tíma þótti sjáífsagt að færu
í menntaskóla vcgna námsgáfna.
Það 'r höfuðnauðsyn þjóðfélagsins, að áhugi ungmenna
beinist að bjóðnytjastönfum, og þá ekki sízt á sviði fram-
ieiðslunna-. Því verður í framtíðinni að tengja nám mikils
þorra nem,enda við hagnýt störf, sem veki áhuga þeirra fyr-
ir vinnu og frarnleiðlslu í sem flestuim miyndum. Vinnan er
undirrót bjóðarteknanna, og því verður ávallt að hamla
gegn flótta frá arðibærri vinnu. Starfafræðslydagurin.n á
að vera liður í þessu starfi. Nlám og starf þarf að haldast
sem fyrst í hendur hjá meginþorra unglinga. Þá verður
þeim og stöðuiv-alið hægara, þegar til kastanna kemur. En
það er þjóðfélaginu mikið atriði, að hver þegn lendi á sem
réttastri hillu 1 iífsstarfi sánu.
Leikféiagið Mímir á Selfossi;
KVENFÉLAG SELFOSS hef
ur um skeið staðið fyrir leik-
sýningum á Selfossi og nær-
sveitum til ágóða fyrir Sjúkra-
hússjóð Suðurlands. Fyrsta!
verkefni þess var Kinnarhvols-
systur, þá Nirfillinn og loks
Gullna hliðið. Flutningur sjón-
leikjanna þótti takast vel, og
hafði Kvenfélag Selfoss sóma
af þeirri starfsemi.
Framkvæmdastjóri leiksýn-
inganna var frú Áslaug Símon-
ardóttir. Er hún kunn fyrir
dugnað og fórnfýsi í starfi, og
á þakkir skilið fyrir forustu í
íeiklistarmálum á Selfossi.
Nokkru fyrir síðastliðin ára-
mót var leikfélagið Mímir stofn
að á Selfossi. Margir af stofn-
endum þess höfðu starfað við
leikflokk kvenfélagsins. For-
maður Mímis er Ingvi Eben-
harðsson skrifstofumaður. Frú
Áslaug ep framkvæmdastjóri.
Fyrsta verkefni Mímis var
að taka til sýningar sjónleik-
inn Kjarnorka og kvenhylli eft
ir Agnar Þórðarson, undir leik-
stjórn Hildar Kalman leikkonu. j
Frumsýning var fimmtudaginn
20. þ. m.
Það þarf ekki að fara mörg- '
um orðum um þennan ágæta
gamanleik. Hann hefur verið
sýndur í Reykjavík, úti um
landið og einnig' fluttur í Rík-
isútvarpið.
Leikurinn er fyrst og fremst
gamanleikur, en athugull áhorf
andi finnur þar ádeilu á sýndar
mennsku og auðshyggjuvél-
ræði. Sigmundur bóndi er trúr
fjallinu sínu, iekki síður en
heimasætan í Brattholti var
fossinum sínum.
Heildarsvipur sýningarinnar
var ágætur. Hefur leikstjóra
tekizt vel, þilátt fyrir örðuga
aðstöðu. Magnús Aðalbjarnar-
son lék Þorleif alþingismann.
Hlutverk hans var smekklega
af hendi léyst og leikur hans
öruggur.
Svava Kjartansdóttir lék
konu hans, Karitas. Hún hefur
sést hér nokkrum sinnum á
sviði áður og vex með hverju
hlutverki. Sýndi leikur hennar
innlifun í hlutverkið og næm-
an skilning, sérstaklega í loka-
þættinum. Kæmi mér eigi á ó-
vart, að hún eigi framtíð sem
leikkona. Þá fór Elín Arnclds-
dóttir, sem lék Sigrúnu, ágæt-
lega með hlutverk sitt.
Guðmundur Jónsson lék Sig-
mund bónda með glæsibrag.
Tókst honum vel að Ieiða fram
það broslega, þó að alvaran
nyti sín.
Önnur hlutverk voru yfir-
leitt vel flutt.
Leiktjöld máiaði Benedikt
Guðmundsson listmálari. Lsik-
stjóri og leikarar eiga þakkir
skilið fyrir góða skemmtun.
Leikfélaginu Mími þakka ég
sýninguna og vænti þess, að það
eigi eftir að veita okkur íbúum
Suðurlandsundirlendisins marg
ar ánægjustundir er tímar líða.
,Við verðum að taka vel hverri
þeirri stanfsenti, sem stuðlar að
aukinni menningu.
Áhorfandi.
( Utara úr heimi )
HINAR endalausu umræður
varðandi evrópska fríverzlun
snúast í stuttu máli um það,
hvort þar eigi að verða lokaður
verndarmarkður, eða verzlun
eigi að verða frjáls öllum um-
heimi. Frakkar eru fulltrúar
hins fyrra sjónarmiðs, Bretar
fylgja því síðara.
Það verður nú æ augljósara
að Vestur-Evrópa hljóti að
skiptast í tvö svæði verði um
verndarmarkað að ræða.
Hvorki Bretar né Skandínavar
geta orðið fylgjandi þeirri hat-
römmu steínúbreytingu að úti-
loka sig frá verzlunarviðskipt-
um við öll lönd önnur en á
þessu markaðssvæði. En sHk
skipting Vestur-Evrópu mundi
hafa hinar alvarlegustu afleið-
ingar, bæði pólilískar og hern-
aðarlegar, fyrir allan hinn
frjálsa heim. Því er það að þær
fara sér svo hægt og gætilega
á samningafundunum í París.
Enginn aðili vill verða til þess
að valda slíkri skiptingu. Allt
er beíra en sundrungin.
Til þess að skilja þau vand-
ræði, sem við er að eiga, verð-
ur að hafa það hugfast að and-
staða Frakklands gegn fríverzl
un, eins og Bretar hugsa sér
hana, á sér djúplægar orsakir.
Því ræður engin hending að
Frakkar eru verndartollaland.
Það er lega landsins og saga,
sem því ræður. Þetta gerðist
þegar Evrópa var miðdepill
heimsins og heimurinn var Ev-
rópa. Nú verður Evrópa, og öll
lönd, að samhæfa sig nýjum
heimi, þar sem efnahagsleg stór
veldi, Sovétveldin í dag, Kína
og Indland á morgun, verða á-
hrifameiri en Evrópa.
Frökkum er ljóst að heimur-
inn hefur breytzt. Og þeir
bregðast við þeirri breytingu
samkvæmt þjóðernislegu hug-
boði sínu og taka varnaraf-
stöðu. Tillaga Frakka er því
fyrst og fremst á þá lund að
þeir láti af verndarráðstöfun-
um sínum, gegn því að Evrópa
öll taki þær upp gagnvart öll-
um umheimi. Dollaravandræði
Evrópu yrðu þá leyst einfald-
lega á þann hátt að láta hart
mæta hörðu gagnvart Banda-
ríkjunum efnahaglega og segja
sem svo: Annað hvort verðið
þið að opna landamærin eða við
lokum að okkur. Hráefnaþörf
og orkuþörf álfunnar verður
fullnægt með „eðlilegri" út-
þenslu Evrópu í Afríku. Þar er
nóg af olíu og öðrum hráefn-
um. Varnir Evrópu verða
styrktar með eigin framleiðslu
kj arnorkuvopna.
Hvorki Bretar né Bandaríkja
menn eru fúsir að ganga um
borð í slíka galeiðu. Beinlínis
hagfræðilega skoðað mundi það
og ógerlegt, til dæmis vegna
brezka sterlingspundsins. Af
stjórnmálalegum ástæðum
mundi það einnig vera viðsjár-
vert. í stuttu og einföldu máli
virðist orsökin fyrst og fremst
sú að draumurinn um óháða
Evrópu sé byggður á hættulegri
blekkingu. Það er nefnilega lítt
hugsanlegt að hið unga og metn
aðarríka stórveldi, Sovétveldin,
muni leyfa öðru stórveldi að
vaxa og dafna við landamæri
þess. Það er með öðrum orðum
hættuleg blekking að ætla sér
að skipta hinum frjálsa heimi
í tvær óháðar heildir. Því ber
að varast allt það, sem skilið
getur að Bandaríkin og Evrópu.
Hvað segja svo Þjóðverjar
um öll þessi mál? Þjóðverjar
virðast með öllu móti leitast
við að fara bil beggja og horfa
fram á leið. Því er það að Ad-
enauer leggst mjög á sveif með
Frökkum en Erhard með Bret-
um, en báðir eru fylgjandi frí-
verzlunarhugmyndinni.
Ef hugmynd Frakklands um
óháða Evrópu kæmist að eih-
hverju leyti í framlcvæmd, ér
ekki neinum vafa bundið að
það verður. Haldi Vesturveldin
um leið áfram að draga úr vörn
um Evrópu, liggur ljóst fyrir
að Bandaríkin muni hverfa það
an, en það þýðir að NATO leys
ist upp. Þýzkaland mun þá
eiga auðvelt með að ná tökum
á hinni „óháðu Evrópu“ og er
bá ekki gott að vita hver verða
örlög annarra Evrópulanda. Út-
litið er því svo tvísýnt að menn
munu hugsa sig um áður en
þeir halda út á þá braut.
En s'andi Vestur-Evrópa
hins vegar sameinuð og reynist
auðið að samræma hugmynd-
ina um sameiginlegan markað
og fríverzlun mun Þýzkaland
taka þátt í því fyrirkomulagi
sem sterk og virk eining. Þetta
er í rauninni hið bez'a sem
frjálsar þjóðir, og sér í lagi þær,
sem áður hafa verið hernumd-
ar af Þjóðverjum, geta kosið
þeim til handa. Það hlýtur að
vera þeirra heitasta ósk að
Þjóðveriar séu: sem náten.?d-
astir öllu samstarfi frjálsra
bióða, án þess að hafa þar tögl
og hasldir, og að standa gegn
því þýðir í rauninni það sama
op að vekia bvzka drauginn unp
aftur. Þjóðverjar, sem að vernu
virðast öðrum raunsærri, búa
sis að bví er bezt verður séð
undir hvort tveggja.
Arbeiderbladet.