Alþýðublaðið - 27.03.1958, Síða 4
4
A1 þ ý 8 u b 1 a 8 18
Fimmtudagur 27. marz 1958
TT fTAAti
ÝMSAR VÉLAR sjást nú á
götunuin, sein lítið hefur borið
i áður. Ég man að minnsta kosti
ekki eftir því, að ég hafi fyrr
séð hina miklu götusópunarvél
að verki, en hún hefur verið
anilum kafin undanfarna daga.
•Hún sópar meðfram gangstéttun-
um, ýtir .sandleðjunni saman eða
eys rykinu burt.
f>ETTA ER MIKILVIRK VÉL
og mér ineð mína litlu verk-
iræðiþekkingu sýnist að hún sé
.hið mesta þarfaþing. Þessi vél iít
,ur út fyrir að vera gömul, og er
iíkíégt að hún hafi verið keynt
iijá varnarliðinu, en það skiptir
'ukki máli, heldur hitt, að húr.
■feemur hér í góðar þarfir, Að Jlk
indum er erlendis til fjöldi véiá,
sem gætu létt undir með gatna-
gerð okkar og væri ekki van-
börf á að fá eitthvað af þeim,
einnig véiar, sem gætu aðstoðað
mannshjöndiha við hreihsún
•gatnanna.
. ALLTAF hefur rykið verið
eitt niesta vandamál okkar í
Réykjavík á sumrum í þurrviðr-
um og eins mun enn. Þetta baín
•ar þó jafnóðum og göturnar
verða malbikaðar eða steyptar
og borgin byggist, því að rykið
keihur stundum eins og ský af ó-
byggðu svæðilnum. Vel má vera
Nýjar vélar á g:.' '.v.m
Eeykjavíkiir.
Götusópunarvél gjör-
breytir vinmaaðfe rSam.
**•-*■"■
Gatnagerðé
Suðurgatan
geti losað okkur yið,.eittUvað af
rykinu á komandi sumri.
BÆJARVINNUMENN eru nú
fyrir nokkru farnir aö lagfæra
göturnar undan vetrinum. en
sjaldan munu þær hafa komið
eins illa úíleiknar undan vetri
og núna. Enn hefur aðeins verið
unnið að því að síagbæta mal-
bikaðar gotur, en venjuiegar
gatnagerðir munu enn ekki
hafnar.
ÉG ílEF IIAFT ÞAÐ að
venju í nokkur ár, að mimiast.á
Suðurgötu um líkt leyli og
gatnagerö byrjar. Og það er
bezt að brjóta ekki út af venj-
unni. Það þarf að gera gang-
stétt við Suðurgötu. Taka spild-
ur úr öllum lóðum meðfram göt
unni og gera þar gangstétt. Burt
með gaddavírsgiröingarnar af
einni fegurstu götu bæjarins.
Gangstétt í staðinn.
ANNARS ER verkefni ’oæjar-
ins í sambandi við gatnagerðina
gifurlegt. Borgin hefur byggzt
svo ört, að ekki hefur verið
hægt að halda í sama horfi með
göturnar. Víða erlendis eru göt-
ur lagðar og fullgerðar um leið
og hverfin byggjast, en þessi
háttur hefur ekki verið hafður á
hér. i
EF TIL VILL hafa byggingarn
ar verið svo örar, að það hefur
alis ekki verið hægt. En ekki er
hægt að neita því að skemmti-
legra hefði það verið að geta iagt
malbikaðar götur um leið og lóð
um var úthlutað eða uro líkt
í.eyti. En þetta stendur til böta.
INNAN SKAMMS tekur Sem-
enísverksmiðjan til starfa.
Menn binda mjög miklar vonir
við hana í sambandi við steypt-
ar götur. Það er að minnsía
kosti framtíðarlausnin í Reykja
vík og maður vonar að Sements-
verksmiðjan geti létt undir með
það mikia nauðsynjamál.
Hannes á horninu.
uð hin nýja sópvél á götunum
Ljosmyndasíöían
er fiutt aS KVISTHAGA 3.
Annast eins og áður mvndatökur í lieimahúsum,
samkvæmum og yfirleitt aliar veniulegar mynda-
tökur utan vinnustofu. — Allar mvndir sendar
heim.
KVISTHAGA 3 — SÍMI 11-3-67
í ÞÆTTINUM nýlega var um
bað rætt, að einhvern tíma á
læstunni myndi kynnt nokkuð
fyrir lesendum tízkan í skart-
grípum í Tékkóslóvakíu.
Þeir, sem teljast verða leiðandi
•nenn í skartgripagerð þar í
iandi, eru Jablonee og er mynd-
in, sem fylgir þættinum að
þessu sinni, af einu skartgripa-
sétta þeirra, er þeir framleiða.
Þarna er um að ræða sett af
eýrnalokkum, armbandi, háls-
neni og kjólnælu. Þarna er um
að ræða skartgripi búna til sam
kvæm-t hefðbundnu formi og í
þeim stíl, sem alltaf gengur og
héfur alltaf vérið í tízku, í og
með.
Það má því með sanni segja,
að jafnvel á þessu svioi tízkunn
ar séu hinir tékknesku lista-
nenn eða þá framleiðendur
aokkuð íhaldssamir og þó margt
gott megi kannske finna við
slíkt, þá er það ótrúlegt að tékk
'ieskt kvenfólk láti sér þetta að
öllu leyti nægja, þó svo hins
vegar að litlar fréttir berist úí
um að þær gangi með abstrakt
’istmuni í eyrunum eða dingl-
andi um hálsinn.
Kona ein kvartar undan því
■að sonur hennar sé orðinn nokk
uð erfiður gagnvart því að fá
hann til að hlýða því að koma
inö' á kvöldin og yfirleitt láta að
vilja foreldra sinría.
Hann kallar þau gamaldags
og annað sökum þess, að hann sé
eina barnið í nágrenninu, sem
ekki fái að vera eins lengi úti á
kvöldin og hann vill, vegna þess
að hann fær ékki að fara á síð-
istu kvöldsýrríngar kvikmynda-
húsá eða þá að hanga á kaffi-
húsum.
Þarna er að vissu leyti vanda
nál á ferðinni, en þó virðist
nér koma fram í bréfi konunn-
tr, að hún álíti enga hættu á að
.ionurinn óiilýðnist, heldur að-
• ;ins leiðist hið sífellda óánægju-
;ag hans yfir ráðstöfunum þeim,
tír foíeldrarnir vilja hafa á hegð
>m hans og vilji því gjarnan fá
ir.hver ráð til að láta harm
Iilýða mieð betra móti.
Þá er það fyrst, að nauðsyn-
legt verður fyrir hVbrt það
barn, er ekki fer strax að hátta
þegar það kemur inn, að hafast
eitthvað að. Eru þá hvers konar
tómstundastörf við þess hæíi
hentug til að dreifa athygiinni
frá því, að önnur born skuli fá
að vera svona lengi úti. Föndur
hvers konar getur drengurinh t.
d. lært í einhverju af tómstunda
heirnilum Æskulýðsráðs og síð-
an ef honum fellur það, þá gei-
ur hann haldið því áfram he'tma.
Það ættí þannig að vera auð-
Velt að finna við hvað honum
fellur bezt að föndra, og eftir
þeirri lýsingu, sem géfin - er af
bonum, þá þarf það að vera
eitthvað, sem gefur ímyndunar-
afli hans laúsan tauminn. T. d.
gerð mosaikmynda, sem lýsi
heíur verið í Tómstundaþætti
ríkisútvarpsins undanfarið.
En umfram allt, tii að J4
drenginti með góðu til að hiýða,
þarf að gefa honum eitthvað
annað í staðinn fyrir það, sém
honum finnst hann vera sviptur.
BSiucSraviBialélags ðslands
verður haldinn í Guðspekifélagshúsinu fimmtu-
daginn 27. þessa mán. (í kvöld) kl. 9 síðdegis.
Ver.juleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Stjórnin,
eru í Sundhöllinni þriðjudaga o£ fimmutdaga
klukkan 9 e. h.
Ókeypis kennsia—
Öllum konum heimill aðgangur.
Sundfélag kvenna.
félagsins verður haldinn, miðvikud. 2. apríl í Sjálfstæð-
ishúsinu kl. 20.30.
Skemmtiatriði:
1. Kvartettsöngur.
2. Gamanvísur, Baldur Hólmgeirsson
3. Leikþáttur, Emelía Jónasdóttir
og Áróra Halldórsdóttir
Aðgöngumiðapantanir í skrifstofu félagsins, Vonarstr.
4.'— Sími 15293.
Ekkj samkvæmisklæðnaður.