Alþýðublaðið - 30.03.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.03.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 30. ínarz 195S AlþýtnblaBl* 3 Alþýðublaöið Otgeiandi: Ritstióri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstj órnar «f mar: Auglýsingasími: Aigreiðsiusími: Aðsetur: Alþýðuilokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson, Emilía Samúelsdóttir. 1 4 9 0 1 og 14902. 14906. 1 49 0 0. AlþýðuhÚsiS. Prentsmlðja Alþýðublaðains, Hverfisgötu 8—10. Einrœði Krústjovs 'SIÐUSTU atiburðir austur í Riússlandi munu vekja mikla athygli hvarvetna um heim. Nikita Krústjov hefur orðið sér úti um sams konar vóld' og Stalín ihafði, þegar hann miátti sín miest. Hann er i senn framkvæmdastjóri komm- únistaflokksins og íorsætisráðherra landsins. Raunyerulega jafngilda þau völd; hans og áhrif aigeru einræði. Heynslan sker svo úr um, hvort hann fetar í fótspor Stalúis um fram- kvæmd valdanna eða velur aðrar leiðir. Hingað til hefur jafnan komið á daginn, að afleiðing mikilla valda einstakra manna eða hópa verði miskunnar- laust einrœði. Þess vegna fer ekki hjá því, að síðustu at- iburðir í Rlúlssiandi veki nokkurn kviíða á Vesturlöndum. Krústjov mun væntanlega innan skamms gefast kostur þess að sanna heiminum, hvort hann vill nýja og betri utan- ríkisstefnu, en þau úrslit skipta miklu máli. Úr þessu ætti að fást skorið, ef af ráðstefnu æðstu manna stórveldaiina verður í náinni framtíð eins og vonir standa til. En þó að hann temji sér þar hros og skemmtileglheit eins og þegar vel liggur á honum í veizlum og á mannamótum heima fyr- ir, er valdiataka hans ærið áhyggjuefni. Hann ræður lögum og lofum í Rússlandi, og þess vegna getur stefna Rússa gagnvart öðrum þjóðum gerbreytzt á einni nóttu, ef honum býður svo við að horfa. Slíkt er galli og hætta einræðisins. Það getur fyririvaralaust snúíð við blaðinu og efnt til æv- intýra eins og þeirra, sem þýzku nazistarnir réðust í forð- um og Stalín gerði að enn stærra fyrirtæki að unnum sigri V'esturveldanna í síðari heimsstyrjöldinni. Til þess eru víti sögunnar að varast þau. Og þsss vegna mun fleiri setja hljóða við valdatöku Krústjovs í Rússlandi en þingmenn æðsta ráðsins áður en þeir byrjuðu að .klappa fyrir hpnum sem nýjum forsætisráðherra og þar með raunverulegum einræðislherra. Hins vegar mun þessi kvíði víkja um sinn að minnsta kosti, ef Krústjov beitir sér fyrir nýrri og hófsamlegri ut- anríkisstefnu, hlutast til um ráðstefnu æðstu manna stór- veldanna og farsælan árangur hennar. Slíkt væri óneitan- lega vísbending um það, að hann teldi vinnubrögð og bar- áttuaðiferðir Stalíns ekki. eftirbreytnisverðar — að svo stöddu að minnsta kosti. En því miður er löngum fremur ills en góðs að vænta af einræði. Og þass vegna verða þeir fáir, sem klappa fyrir einræðistign Krústjovs á Vestur- löndum. MORGUNBLAÐIÐ spyr daglega, hver sé þriðja leiðin, sem Alþýðuflokkurinn leggi til að farin verði í efnahags- málunum. Jafnframt fullyrðir það, að hún muni ófær. Morgunblaðið er með öðrum orðum á móti því, sem það veit ekki hvað er. Og litli bróðir, heildsalablaðið Vísir, er Mtinn taka undir. Tillögur Alþýðuflokksins verða svo skamma stund leyndarmál, að Morgunblaðið og Vísir ættu að geta þrauk- að. Hins vegar liggur ekkert fyrir um, hvaða tillög.ur Sjálf- stæðisiflokkurinn muni bera fram til lausnar á efnahags- miálunum. Væri ekki sæmra fyrir Morguniblaðið að inna eftir þeim en fordæma þær fyrirætlanir Alþýðuflokksins, sem. enn hafa ekki verið gerðar Iheyrinkunnar? iFlestir sanngjarnir rnenn munu líta svo á, að Alþýðu- flokkurinn geri skyldu sína við land og þjóð með því að hafa stefnu í efnahagsmálunum. Hún verður kannski um- deilanleg. En byrjunin er samt að láta sér detta eitfhvað í hug, hafa eitthvað til miálanna að leggja, marka einhverja stefnu. Þetta reynir Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Hann sætti sig við bráðabirgðaráðstafanir og neyðai'úrræði í stjórn- artíð sinni. Harn framlengdi hallærisvíxilinn ár frá ári í andliegu gjaldlþroti. Og ekki hefur honum farið fram í stjórnarandstöðunni. Morgunblaðið neyddist til að jéta á dögunum, að Sjélfstæðismenn kynnu engin töfrabrögð til lausnar á efnafhagsmálunum. Það er að segja á kurteisan hátt, að hann sé stefnulaus í þessu stórmáli. Ætla foringjar SjálfstæðisfLokksins að nag'a blýaixta og þegja, þegar efnahagmálin koma ti.1 umræðu og afgreiðslu á al'þingi? Slíkt er ekki stórmannlegt hlutskipti. ( Ufan úr tieimi ) ÞEGAR stjórn sænska Ríkis- bankans hækkaði forvexti úr 4 uppí 5 af hundraði í júlí síðast liðnum var atferlið kallað „vaxtabyltihg“, og því spáð að þingið mundi láta það til sín taka. Það, sem athygli vakti í sam- bandi við málið var ekki fyrst og fremst vaxtahækkunin held- ur, hvernig hún var fram- kvæmd af stjórnendum bank- ans. Ákvörðun var tekin án vit- undar ríkisstjórnarinnar og bað kom greinilega í ljós, að banka stjórnin gerði sér far um að halda undirbúningi málsins leyndum fyrir ráðherrum. Miklar umræður urðu um lagahlið málsins. Ihaldsmenn héldu því fram, að bankastjórn in væri óháð stjórninni og bæri aðeins ábyrgð gagnvart þing- inu. Ásbrink ríkisbankastjóri var hylltur í hægri blöðunum fyrir , ,s j álf stæðisyf irlýsingu* ‘ sína. Blöð Jafnaðarmanna aftur á móti lögðu áherzlu á, að „sjáif- stæði“ bankans mætti ei fara út fyrir ramma hins lðræðislega stjórnarforms. Meðan stjórnin nýtur trausts þingsins, fer hún með yfirstjórn fjármála, og á- kvarðanir í efnahagsmálum verða ekki teknar nema í sam- ráði við ríkisstjórnina. Milliílokkarnir gátu ekki fall izt á aðferð bankans og lögðu áherzlu á, að nánu sambandi yrði komið á milli Ríkisbank- ans og ríkisstjórnar. Tage Erlander. Ríkisstjórnin tók mjög hart á framferði bankastjórnarinnar, og varð formaður hennar að segja af sér. Per Edvin Skjpld fyrrum fjármálaráðherra var útnefndur yfirbankastjóri, og nefnd skipuð til að kynna sér málið allt. Hefir hún nú lagt fram álit sitt. Ekld náðist þó sámkomulag innan nefndarinn- ar. Meirihlutinn, Jafnaðarmenn og Miðflokkurinn gagnrýna stjórn bankans en telja þó ekki ástæðu til að láta hana sæta ábyrgð, þar eð um algera und- antekningu sé að ræða. Nefnd- armeirihlutinn leggur til að í framtíðinni verði örugg' sam- vinna þeirra aðila, er fara með fjármál og efnahagsmál lands- ins. Þjóðflokkurinn og Hægri menn lýsa trausti á aðgerðum bankans. Þeir leggja áherzlu á, að í vissum tilfellum verði Rík- isbankinn að taka ákvarðanir án þess að hafa ríkisstjórnina með í ráðum. Sænsku blöðin ræða nú nefnd arálitin af miklum móði. Eru þau mjög á öndverðum meiði eins og vænta mátti. Svenska DagbJadet styður bankastjórn- ina og telur hana hafa gert gott verk og þarft með vaxtahæk'k- uninni. Dagens Nyheter álítur, að stjórn Ríkisbankans hafi frek- lega misnotað vald sitt og henni beri ekki síður skylda til að standa ríkisstjórninni skil verka sinna en þinginu. Sænska þingið mun væntan- lega fallast á niðurstöður meiri hluta nefndarinnar og í fram- tíðinni verður gengið þannig frá málum, að Ríkisbankinn verði háður stjórn landsins, en ekki ríki í ríkinu. H. Am. BANDARÍSK verkalýðsfélög hafa mjög látið til sín taka að undanförnu. Þau ræða leiðir til að stöðva afturkippinn í at- vinnu- og fjármálalífi Banda- ríkjanna. Yfir þúsund trúnaðar menn verkalýðsfélaga hafa und anfarið setið á fundum í Wash- ingíon. Forseti verkamannasam bandsins, George Meany, og fleiri forustumenn þess hafa rætt við Eisenhower og lagt fram eftirfarandi tillögur sínar. 1. Lækkun skatta þegar í stað. 2. Framlenging á styrk til at- vinnuleysingj a úr 26 vikum uppí 39 vikur. 3. Auknar tryggingar. 4. Afnám ákvæða um „lægstu laun“. 5. Aukin framlög til landvarna og opinberra framkvæmda. Meany sagði eftir að hafa rætt við Eisenhower: — Ég er sannfærður um að ástandið er alvarlegra en fólk almennt ger- ir sér grein fyrir. Staða Banda- ríkjanna er í hættu, og efna- hagslífið er að hruni komið. Eitthvað verður að gera þegar í stað. Brátt fóru að berast ýmsar slæmar fréttir. Stjórnin lagði fram skýrslur, sem sýndu að bæði framleiðendur og neyt- endur ætla sér að nota minna fé í ár en síðastliðið ár. Tala atvinnuleysingja er komin á sjöttu milljón, og forusumenn verka lýðsfélaganna búast við, að stytting vinnutíma í verk- smiðjum og launalækkun valdi því, að ein milljón manna í viðbót verði atvinnulausir. Stjórnin hefur þegar aukið framlög til landvarna, vegalagn inga, sjúkrahúsa og pósthúsa, og gert er ráð fyrir að atvinnu leysistryggingar verði auknar. Hópur stjórnmálamanna undir forustu Nixons varaforseta vill þó að lengra verði gengið og meðal annars framkvæmd skaítalækkun. Eisenhower er lítt hrifinn af slíkum ráðstöfunum, og enda þótt vinur hans George Hum- phrey sé ekki lengur f jármála- ráðherra, fylgir forsetinn mjög ráðum hans. Stefna hans er sú, fjárlög, og er hann því mjög andvígur skattalækkun. Hefur Humphrey talið forsetann á að bíða til vors að gera ráðstafanir í þessum málum, og sjá hvort ekki muni rakna úr vandræð- unum >af sjálfu sér. Ekkert bendir þó til þess að úr sé að rætast með hækkandi sól, og atvinnuleysingjum fjölgar dag frá degi, í stað þess að sam- kvæmt venju ætti þeim að fækka á útmánuðum. Báðir stærstu flokkar Banda ríkjanna eru í klípu. Repúblik- anar óttast fylgishrun í þing- Ikosningunum á hausti kom- janda, ef þeim tekst ekki að af- stýra kreppu. Demókratar ótt- ast um áhrif sín innan verka- lýðsfélaganna, ef þeir finna ekki stefnuskrá, sem bendi á leiðir út úr ógöngunum. Forsetinn er á móti skatta- lækkun. Ef ekki rætist úr á- standinu neyðist hann til að samþykkja einhverjar slíkar ' ráðstafanir. ýðubl vantar unglinga til að bera blaðið í þessi hverfi: GRETTISGÖTU Talið við afgreiðsluna. Svmi 1-4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.