Forvitin rauð - 01.03.1980, Qupperneq 3
"Súpermennirnir"
Ég hef þegar
minnst á, að við höf-
um nær ekkert samband
viö fólkið á staðnum,
og þaó stafar aðal-
lega af tvennu. 1
fyrsta lagi er flest-
um andskotans sama
hvað veróur um okkur,
og í öðru lagi hindra
tungumálaerfiðleik-
arnir þá, sem hugsan-
lega hefðu áhuga á^að
sinna okkur. En hér
veró ég aö minnast á
eina undantekningu,
mjög merkilega undan-
tekningu meira að
segja.
Meirihluti erlenda
vinnuaflsins í þessu
landi er kvenfólk,
stelpur, og við kom-
umst aó því eftir fá-
einar vikur# að vió
erum ómótstæóileg
(sterkir lásar og
traustar hurðir hafa
ekkert að segja), já
ómótstæðileg freist-
ing fyrir þann hóp
sem ég kalla "súper-
mennina" á st^ðnum.
Þeir koma í óvæntar
heimsóknir furðu
reglulega, alltaf um
helgar, stundum eftir
böll, og þegar áhafn-
ir af togurum koma í
land. Meðfætt blíó-
lyndi þeirra er meira
en maður á að venjast
af karlmönnum. Þeim
vex ásmegin við hvern
sopa úr brennivíns-
flöskunni, þangaö til
þeir, þessar "elskur,
setja húsið á annan
endann í einu vet-
fangi. Þeir láta sig
ekki muna um að sparka
inn nokkrum huröum og
gluggum, enda finnst
þeim sjálfsagt að
gefa okkur sýnishorn
af karlmennsku sinni,
"hreysti" og hæfileik-
um á heimsmælikvarða,
við að eyðileggja
allt sem stendur í
vegi fyrir þeim.
Þeir eru miklir menn
þessir innfæddu súp-
ermenn - Kúngfú -
James Bond. Eini
strákurinn sem býr í
verbúðunum (hann er
íslenskur) lætur sig
venjulega hverfa meö-
an á þessum "krafta-
verkum" stendur.
Þegar líóur á
nóttina verða "hetjur
nar" okkar þreyttar#
og vilja fara að
stunda mannleg sam-
skipti. Kannski eru
þeir aö bæta okkur
upp hvaó vió lifum
einangruðu lífi?
Þeir bjóða upp á
vodka úr flösku,sem
gengur frá manni til
manns, frá munni til
munns. Klukkan verð-
ur fimm, kannski sex
aó morgni, vodkinn er
búinn, einhver er að
reykja síóustu síga-
rettuna og deilir
henni með hinum. Það
er bráóum kominn dag-
ur. Húsió er eins og
eftir náttúruhamfarir,
en hetjunum þreyttu,
súpermönnunum, dettur
ekki í hug aö fara
heim. Þeir eiga
heima annars staóar,
en við neyðumst til
að vera um kyrrt, við
eigum "heima" þarna.
Nú vilja þeir kom-
ast í þægileg rúm og
helst vilja þeir hafa
einhvem hjá sér.
Þeir eru svo "heill-
andi" og "ómótstæði-
legir" að þaó verða
líklega engin vand-
ræði með það - enda
eru þeir býsna ágeng-
ir þótt dauðadrukknir
séu. Þess vegna er
eins gott að gera
ekkert veður út af
smámunum og neita
góöu boði um rekkju-
naut. Ef þú gerir
það verður þú að fara
út. Kannski er auka-
rúm í hinu "hús-búr-
inu", ef ekki þá er
það verst fyrir sjálf;
þig. Oti er nótt.
Næsta morgun spyr
verkstjórinn hissa
hvers vegna við mæt-
um ekki í vinnu.
Þessir útlendingar
eru svo latir, ekki
veit ég hvers vegna
er verið aó flytja
þetta hingaö inn,
segir hannT
Maóur, líttu þér nær7
Nú erum við búnar
aö læra að það er
hægt aó vera "vinsam-
legur" á ýmsa vegu
og "skemmta sér" á
fleiri enn einn hátt
Finnst okkur þetta
ekkert gaman? Þaó
var nú verstT
Það væri hægt að
skrifa langan kafla
í viðbót um veruleik—
ann í vinnunni - öll
skítverkin sem vió
erum settar x, þau
verstu af þeim slæmu;
launin okkar sem við
vitum ekkert hvemig
eru reiknuð út, því
er haldið vandlega
leyndu þangað til
viö förum, bónusinn
sem þær bestu okkur
fá aldrei í verk-
smiójunni. Samning-
ar verkalýðsfélag-
anna við atvinnurek-
endur eru okkur ráð-
gáta fram á síðustu
stund. Af hverju er
þetta svona? Ég hef
oft velt því fyrir
mér. Kannski getið
þió fundið svör við
því fyrir mig.
Og minnist þess
áður en þið farið
næst að harma kjör
erlendra verkamanna
í öðrum löndum, t.d.
tyrkja í Þýskalandi,
aö það væri kannski
ekki svo galið aó
kanna hagi erlendra
ve rk amann a hé r á
landi. Þeir eru að
vinna ykkur í hag og
líf þeirra er ekki
"dans á rósum" fyrir
"fjallháa hauga af
gulli" eins og okkur
var lofað.
Ég hef átt margar
góðar stundir á Is-
landi, en þó fullyrði
ég að það sé erfitt
að vera erlendur
farandverkamaóur,
erfitt aö vera útlend-
ingur á þessu landi
sem heitir - og það
ekki að ástæðulausu
- Island.
Silja Aðalsteins-
dóttir þýddi.