Forvitin rauð - 01.03.1980, Side 10

Forvitin rauð - 01.03.1980, Side 10
Kröfur barnaársnefndar A.S.I. Já þaö eru þessi blessuðu ár. Árið 19 75 var kvennaár, 19 79 var bamaár og nú er ár trésins, svo að dæmi séu tekin. Til hvers eru þessi ár? Góð spuming. Maður skyldi ætla aö sjónum fólks yrói beint aö viðfangsefni ársins og reynt yrði að rétta hag þess. Þrátt fyrir öflugt frelsishjal íhalds- ins á Islandi og annars staðar á Vestur- löndum, verður ekki hjá því komist að sjá að þjóðfélagsskipan sú er við búum við, byggir tilveru sína á misrétti, kúgun og arðráni. Ein stétt, borgarastéttin, er í aðstöðu til að stela frá þorra landsmanna arðinum af vinnu sinni. Borgarastéttin fer meó völdin í land- inu og allt miðast við hagsmuni hennar. Verkafólk, undirstaða þjóöfélagsins og kapítalistanna, vinnur baki brotnu til að hafa í sig og á, á að vinna baki brotnu til að hafa í sig og á, og mun gera það áfram, ef ekki kemur til öfl- ug barátta þess. Árið 19 79 var ár bamanna, þess hóps þjóðfélagsins sem kúgaðastur er. Börn fram til 16 ára aldurs eru yfirleitt ekki gróðavænleg fyri kapítalistana og þess vegna ber ekki að sóa „óþarfa peningum" í þau. Þau skulu að vísu ganga í skóla svo hægt verði að inn- ræta þeim hið göfuga borgaralé'ga hug- arfar, þau fá hvatningu til að ganga í sunnudagaskóla og KFUM og K, sem hjálpa til við að viðhalda hinu borg- aralega, rangláta þjóðfélagi. Börn fram til 16 ára aldurs læra að vera ó- sjálfstæð í hugsun, læra að sýna yfir- boðurum sínum hlýðni, læra að keppa vió aóra, læra að bæla niður eigin óskir, læra aó vinna einstaklingsbundið osfrv. Ef bömin hætta í skóla eftir griinnskóla- nám, verða þau tilvonandi verkalýður þjóðarbúsins, eins og skólanám þeirra í grunnskóla' miðaðist við. Árið 19 79 var bamaár. Hvaó bjuggumst við við, að gert yrði fyrir bömin? Sumir voru kjánar og héldu að hagur bama yrði nú að einhverju leyti réttur. En hvaó gerðist? Alls kyns einstakl- ingar og félög geystust fram í þeim tilgangi að upphefja móðurhlutverkiö og hina heilögu móðurást sem á að vera eiginleiki hverrar sannrar konu. Þaö var nefnilega ann ein kreppa eða sam- dráttur skollin á og þess vegna átti aó senda giftar konur aftur inn á heimilin, annars biðu bömin varan- legan skaða af. Bömin sjálf á bamaári fengu að halda listahátíð, fengu að vera útvarpsþulir í einn dag, fengu aö sjá um eina Stundina okkar í sjónvarpi, allt voða skemmti- legt og indælt » Þau fengu að þruma yfir Islendingum,seint á sunnudags- kvöldi, boóskap hinnar algóöu íslensku þjóðkirkju, kærleika Krists og kirkj- unnar þjóna. En hvað um að bæta hag þeirra? það örlaói lítiö á slíkri við- leitni. Það átti að vera nóg fyrir bömin að fá aö skyggnast örlítið inn í heim hinna fullorðnu. Eitt spor í þessa átt tók þó barna- ársnefnd ASl. Nefnd þessi vann ítar- legt plagg þar sem settar voru fram þær kröfur er krefjast brýnustu úr- lausna. Kröfur þessar varða launa- greiðslur til foreldra í veikindum bama, fæðingarorlof, dagvistun og vinnutíma bama. Lítum nánar á þessar kröfur. Sú fyrsta er um launagreiöslur til for- eldra í veikindum barna. Foreldri barns sem er yngra en 10 ára geti í eftirtöldum tilvikum fengið launað leyfi úr vinnu til umönnunnar barnsins : þegar bamiö er veikt þegar sá sem venjulega annast barnið er veikur, hvort sem það er heimavinnandi foreldri, dagmamma eða annar aöili - þegar foreldri þarf aö fylgja barni í læknisskoóun þegar foreldri þarf að hafa samband viö þá uppeldisstofnun sem barnið er á, t.d. dagheimili - þegar faðirinn þarf aó vera heima til að annast barn eða börn fjölskyldunnar sem eru undir 10 ára aldri, vegna fæðingar nýs fjölskyldumeólims. Þessi launuðu leyfi skal foreldri fá á full- um launum í allt að 10 vinnudaga á hverju almanaksári, fyrir fjölskyldu með eitt barn, fjölskylda með tvö börn skal eiga rétt á leyfi í 13 daga og fjölskylda með 3 börn eða fleiri í 15 daga. Launagreiðslur þess- ar greiðist af almannatryggingum. Önnur krafan er um fæðingarorlof. Þess er krafist aö konur fái 3ja mánaða fæðingar- orlof á fullum launum. Og í stað þess að fæðingarorlofsgreióslur skiptist milli atvinnurekenda og Atvinnuleysistrygginga- sjóðs, fari þær í gegnum almannatrygginga- kerfið. Þriója krafan er um dagvistarheimili. Nauösynlegar ráðstafanir verði gerðar til aó fullnægja dagvistarþörf á 7 árum. Barna- ársnefndin miöar við a*ð a.m.k. 50% barna þarfnist dagvistarpláss og þar sem hlutur rikissjóðs í byggingu og rekstri dagvistar- heimila er 50%, þurfi hann þegar á þessu ári að veita 1.131 millj.kr. samkvasmt verölagi síðasta hausts. Fjóróa krafan fjallar um vinnutíma barna. Þess er krafist að börnum yngri en 15 ára verði bönnuð^öll yfirvinna og að börnum yngri en 16 ára veröi bönnuó öll næturvinna Þessar kröfur eru svo sjálfsagðar að í raun rekur mann í rogastans. að þær skuli ekki vera komnar í gagnið og þá sérstaklega ef við lítum til annarra Norðurlanda, sem Islendingar vilja svo gjarnan fylgja eftir. Alþingi samþykkti á síðasta ári þings- ályktunartillögu um aóild íslands að alþjóóa- samningum um mannréttindi. Þar segir m.a. að vernda ætti_börn oq ungmenni gegn efna- hagslegri og félagslegri misnotKún, og að ríki ættu að setja aldurstakmörk og launuð vinna bama undir þeim mörkum ætti aó vera bönnuð og refsiverð að lögum. Einnig er í þessari sömu þingsályktun fjallað um fæðingarorlof o.fl. Kröfur barnaársnefndar ASÍ hafa fram til þessa dags staðist öll ljón á vegum. Mið- stjórn ASl, kjaramálaráðstefna ASÍ og Verka- mannasamband íslands hafa samþykkt þær, enda annað óhjákvæmilegt, svo ítarlega eru þær settar fram í plaggi barnaársnefndar og skýrt sett fram hvernig staðið skuli að fram- kvæmdum á þeim. En nú er aðeins að vita hvernig ríkisvald og vinnuveitendur bregóast vió þessum kröfum í komandi kjarasamningum, stendur Alþingi t.d. við samþykkta stefnu sína í þessum málum. Vió viljum fá þessar kröfur í gagnið nú, og þótt fyrr hefði verið. Og viö kærum okkur ekki um neinar „hallærislausnir", eins og þær, að í staðinn verði verkafólk að gefa eftir í kaupi eða vísitölustigum. Reynum að komast úr þessari steinöld, sem ríkir í þessum málum hér á Islandi og berjumst því, foreldrar og börn, svo staðinn verði vöröur um réttindi okkar•

x

Forvitin rauð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.