Forvitin rauð - 01.03.1981, Side 2

Forvitin rauð - 01.03.1981, Side 2
2 Mynd tekin á fyrsta fundi kvennahópanna haustiö 1980 iJtgefandi: Kvennahóparnir í Kaupmannahöfn. Æ>yrgð sameiginleg. Þær sem unnu að blaðinu eru: Vilborg H. ísaksdóttir, Sólrún Gisladóttir, Erla Sigurðardóttir, Salvör Aradóttir, Guðrún önfjörð, Svala Sigurleifsdóttir, Pía Rakel Sverris- dóttir, Margrét Zophóníasdóttir, Hrönn Axelsdóttir,ý<olbrún Oddsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Helga Harðardóttir, Inga Jónsdóttir, Sjöfn óskars- dóttir, Þórdís Zoega, Guðbjörg Þorvarðardóttir, Anna Halldórsdóttir, Hildur Karen Jónsdóttir, Ipga Mjöll Harðardóttir, Ragnheiður Hrafnkels- dóttir, Rannveig Lárusdóttir, Kristin ölafsdóttir, Gyða Bentsdóttir, Þor- björg Karlsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Laufey Guðjónsdóttir, Rannveig Traustadóttir, Sigriður Einarsdóttir, Halldóra Gunnarsdótrtir. FRÁ BI jmó? Þetta tölublað Forvitinnar Rauðrar sem þú hefur á milli handanna er skrifað og unnið af íslenskum konum í Kaupmannahöfn. Eins og nafn þessa blaðs ber með sér er það gefið út í samráði við íslensku Rauðsokkahreyfinguna, en hún veitti okkur leyfi til að staðfæra nafn málgagns hreyfingarinnar. Að öðru leyti er.þetta sjálfstætt framtak íslenskra kvennahópa í Kaupmannahöfn. Fyrstu hópamir voru stofnaðir haustið 1979 og var áhugi vægast sagt mikill og segir það sitrt um þörf fyrir starf af þessi tagi. Nú munu sjö hópar standa í blóma. Hópamir hafa fengist við nargvísleg viðfangsefni, allt frá getnaðarvömum til aðskilnaðarstefnu x Suður-Afrxku. Því er efnið í blaðinu fjölbreytilegt og endurspeglar þá umræðu sem átt hefur sér stað í hópunum. Auk þess er blað þetta að vissu marki endurskin þeirrar umræðu sem á sér stað í Danmörku. Hvers vegna við erum að þessu? Það vill svo til að við erum furðulega staðsettur hópur, íslenskar konur í Kaupmannahöfn. Tengsl okkar við kvennabaráttu á íslandi eru mjög takmörkuð og hvað varðar þá barátrtu í Danmörku þá sitjum við flestar á áhorfendabekkjum. En kannski höfum við lært örlítið af dönskum kynsystrum okkar sem við getum miðlað þeim sem á heimavelli eru. Sú er að minnsta kosti von okkar með gerð þessa blaðs. Auk þess þykjumst við hafa gaman af þessu. ÍOg vonum að þið takið þátt í gleði okkar). Við hefðum varla kanist langt án fjárhags- legs stuðnings Námsmannafélags og fslendinga- félags hér £ borg og viljum við þakka þeim fyrir sýndan skilning og stuðnings. Blaðhópur: Erla, Gunný, Magga, Pia Rakel, Sallý, Solla, Svala og Vilborg. Þaö var spennandi til- lugsun aö flytja til útlanda. Lífsgæöakapphlaupinu var sleg- iö á frest. - 1 Daimörlcu er sagt aö sé svo gott aö lifa. Svo er ástandiö x dagheimil- ismálum miklu betra þar heldur en á Islandi.- En ekki er allt sem sýnist: Bjartsýnin var rxkjandi í byrjun verunnar í Darmörku. En svo byrjaÖi hversdagsleikinn. Námslánin hrukku ekki fyrir , útgjöldum, íslenskan var ekki nothæf nema á fáa og danskan lærðist ekki úti í búð. Á morgnana hurfu bæöi böm og fullorönir af stúdentagarðinun og var það óuppörvandi að standa ein eftir meö bömin sín.Orkan fór £ að annast þau o^ aö hreinsa imyndaöan skit. Þá var arkað af stað til þess aö sækja um dagheimilispláss. A innritunarskrifstofurjú. feng- Um við að vita, aö ekkert væri hagt að segja til um, hversu langur biðtúninn yröi, en hins- vegar^fengju sumir aldrei plássÞessi saga endurtók sig í hinum mánaöarlegu heimsókn- um okkar. - Þeir, sem kunna á kerfiö, fam vikulega og gráta jafnvel í hvert skipti með góöun árangri.- En við vorum "heppin" oj| fengum pláss eft- ir hálft ár og byrjuðu böm- in með tilheyrHndi byrjunar- örðrgleikum fyrir alla aðila. Lífið fór að taka á sig bjart- ari mynd. Eftir þessa Xxfsreynslu varð mér ljóst, aðþað er ekki "hara lukkan” að vera móðir £ henni Darmörku. Islensk móðir £ K-höfn Salur með hvítum veggjum þar sem einungis eru hengdar upp myndir eftir konur, er það kvennagallerí? Já, en ekki nema hluti þess. Það sem einkennir kvennagallerí um heimsbyggðina er sú starfsemi sem þar fer fram frekar en húsnæðið. Starfsemin er hluti af kveigfrelsisbaráttunni, hluti af sköpun kvenna- menningar. I Kaupmannahöfn stendur Kvennagallerfið við Larsbjömsstrtóe 5B, en strætið það er fyrsta hliðargata á Strikið frá Ráðhústorginu talið. Sem sagt á besta stað í bænum. Og að mxnu mati besta gallerfið í bænum. Aðdragandinn að stofnun Kvennagallerís- ins var sá að 1975 hélt hopur kvenna sýningu á Charlottenborg. Sýningin sú fjallaði um konur og ku hafa verið verulega athyglisverð. Að sýningu lokinni ákváðu konumar að hafa með sér samvinnu áfram, sumar unnu að bókinni Myndin sem baráttutæki ("Billedet som kamp- middel", Informations Forlag '77), en aðrar unnu að stofnun Kvenna- gallerísins. I nokkurn txma var galleríið staðsett í kjallara niðri við Kanal, en hefur nú verið við Larsbjömsstræðe í um ár. Á báðum stöðum hafa verið haldin ljóðakvöld reglulega, umrtóufundir um það sem er ofarlega á baugi £ baráttunni, performancar verið' framkvamdir, tónlist iðkuð og kvikmyndir sýndar. I þeésu felst mikilva^i gallerisins að stórum hluta. Kvennagalleriið, er ekki staður þar sem einöngruð kvennamyndlist b£ður á veggjunum eftir að sérlegar áhugamann-- eskjur um myndlist slæðist inn til að l£ta á hvað "kerlingarnar" séu nú að gera £ myndum. Kvennagaller£ið er staður þar sem verið er að fjalla um frelsisbaráttu- kverína meðal annars £ myndum. Svala

x

Forvitin rauð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.