Alþýðublaðið - 15.04.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. apríl 1958.
Alþýðublaðið
3
Alþýímblaðiö
Útgefandi:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsíngastjóri:
Ritstjórnarsímar:
. Auglýsingasími:
Afgreiðslusími:
Aðsetur:
Alþýðuflokkurinn.
Helgi Sæmundsson.
Sigvaldi Hjálmarsson,
Emilía Samúelsdóttir.
14901 og 14902.
1 4 9 0 6
1 4 9 0 0
Alþýðuhúsið
Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10.
f
eru sur:
MORGUNBLAÐIÐ hefur undanfarið beðið þess dag
hvern, að núveraiudi ríkisstjórn hrökklaðist friá völdum.
Hefur það ekki sízt komið þeim tilmælum á framfæri við
Alþýðubandalagið. Einn daginn á kommúnistum að vera ó-
stætt á stjórnarsamvinnu við Alþýðuflokkinn og Fram-
sóknarflokkinn vegna efnahagsm'álanna. Næsta dag eru svo
utanríkismalin komin á dagskr'á, og þá eru frýjunarorðin
sannarlega ekki spöruð. Morgunblaðið rifjar upp. að ame-
ríska varnarliðið sé enn hér á landi og segir, að slíkt og
þvílíkt geti Alþýðubandalagið ekki látið bjóða sér. Svona
er söngurinn dag eftir dag. Og tilgangurinn leynir sér ekki.
Morgunblaðið lifir í þeirri trú, að kannski vilji kommúnist-
ar taka höndum saman við Sjálfstæðisflokkinn. Og þá ætti
víst ekki að verða langt að bíða þess, að efnahagsmjálin
leystust og aniierjska varnarliðið hyrfi af landi brott. Raun-
ar hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft nokkur afskipti af þess-
um máium, en því gleymir Morgunhlaðið, þegar það gengur
með grasið í skónum á eftir Alþýðubandalaginu. Fyrir því
vakir sem sé að reyna að spilla núverandi stjórnarsam-
vinnu í þeirri von, að Sjálfstæðisflokknum vaxi fiskur um
hrygg við stjórnleysi og upplausn.
Óneitanlega er fróðlegt að ,bera bessar bón-orðsferðir
Morguiiblaðsins á fund Alþýðubandalagsins saman við
málflutning íhaldsíns erlendis. Þar er reynt að halda þvú
fram, að Alþýðufloldvurinn og Framsóknarflokkurinn
megi sán lítils eða einskis í stjórnarsamvinnunni, en
kommúnistar séu alls ráðandi. Með beim hætti er reynt
að,spilla áliíi íslendinga á Vesturlöndum. Kæmust frétta
skeyti ihaSdsins hins vega,- gegnum járntjaldið, ,myndi
annað hijóð verða í strokknum. Þá myndu .Alþýðuflokk-
urlnn og Framsóknarflokkurinn áreiðanlega .sitja yfir
lilut Alþýðubandalagsins og tij þess verða mælzt við
kommimistaherrana í Kreml að láta ekki lítillækka sam-
herja sína úti á íslandi, Og svo er þriðja útgáfan. Hér
heirna er Morgnnblaðið öðru hvoru að belgja sig út af
vandlætsngu yfir því, að kommúnistar skulj vera þátt-
takendur ií inúverandi ríkisstjórn. Þeim reiðilestri er skot-
ið inn í bónorðsbréfin íil Alþýðubandalagsins. Sumir gera
sér í hugarlund, að hetta stafi af bví, hvað ritstjórar
Morgunblaðsins eru margir. Sú ályktun fær ekki stað-
izt. Sjálistæðisfloklíurinn tíðkar aldrei nema eina skoðun
í áróðri og málfiutningi. Hringsnúninguriim orsakast af
því, hvað Bjarni Benediktsson þarf að hyggia að mörgu
og misjöfiiu i þeirri von, að valdadraumar íhaldsins ræt-
ist.
Nú virðist Bjarni loksins uppg'efinn, þriátt fyrir ofur-
kappið og þrautseigjuna. Morgunhlaðið seg'ir í Rsykjavík-
urbréfi sínu á sunnudag, að vinstri stjórnin rnegi sitja að
völdum eins lengi og' henni þóknist. Því betra fyrjr Sjálf-
stæðisflokkinn, þar eð sigur hans verði þeim mun meiri
sem núverandi níkisstiórn sitii lengur. Vafalaust verður
mörgum á að brosa að þessum hreystiyrðum. Þau eru hróp-
andi mótsögn við allt það, sem Morgunblaðið hefur haft
fram að færa undanfarna m'ánuði. Og ástæðan er einfald-
lega sú, að Bjarni B’enediktsson e,r orðinn leiður og þreyttur
að bíða. Þá hefur hann sama ráð og refurinn, sern sagði um
vínherin, að þau væru súr, eftir að vera útrkula vonar um að
ná til þeirra og gæða sér é þeim. Bjarni þykist vera af-
huga völdum og áhrifum eftir að hafa fengið hvert hrygg-
brotið öðru verra. Hann sér fram á, að Sjálfstæðisflokkur-
inn gierir sig að viðundri með bónorðum sínum og' barna-
legum áróðri. Kannski hefur hann heyrt einhverja hlæja?
'Sjálfstæðisflokkurinn ætti að hætta fíflalátunum í stjórn
arandstöðunni og reyna þess í stað að móta stefnu og taka
afstöðu til vandamála nútíðar og framtíðar. Það er skylda
stærsta stjórnmálaflokksins, hvort heldur hann er í stjórn-
arandstöðu eða fer með völd. Og hætt er við því, að á-
byrgðarieysið komj honum í koll, svo að Bjarni stoði lítið
að hugga sig við ímyndað fylgi í næstu kosningum.
EINN ÁGÆTASTI sonur'og varð blátt áfram ruglaður
sem ísland hefur fóstrað, Ás-
!grímur Jónsson, málari, er
hniginn í valinn, og í dag verð-
ur hann lagður í mold á æsku-
stöðvum sínum í Árnessýslu.
Með fráfalli hans hefur þjóðin
misst eitt þelrra sólarbarna
sinna, sem markað hafa djúp
spor í söguna.
Ásgrímur er fæddur í Rúts-
staða-Suðurkoti í Flóa í Árnes
sýslu árið 1876. Foreldrar hans
voru Jón Guðnason bóndi og
kona hans, Guðlaug Gísladótt-
ir. Æska Ásgríms var eins og
æska fátækra sveitapilta á
þe;im tímum. Fjórtán ára gam-
all fer hann að heiman og byrj
ar að vinna fyrir sér á ýmsum
stöðum í sveit og á sjó. Árið
1897 siglir hann til Danmerkur
og gengur í teikniskóla þar í
tvö ár, er síðan við nám í Lista
háskólanum í Kaupmannahöfn
í þrjú ár. Til Ítalíu heldur hann
1901 og dvelst þar um skeið,
en hverfur að námi loknu heim
til fósturjarðarinnar og tekur
til óspilltra málanna, legg-
ur land undir fót og ferðast um
landið vítt og breitt, einkum þó
sunnanlands, sækir fast á vit
náttúrunnari, skoðar og málar,
hggur við í tjöldum og vinnur
myrkranna á milli, og fyrstu
sýningu sína hér heima heldur
hann ár.ið 1903.
Framhaldið þekkja allir. Með
ótrúlegri eljusemi, sjálfsaga,
gáfum sínum og sálarfegurð
varð Ásgrímur í lifanda lífi
einn ástsælasti listamaður þjóð
ar sinnar. Hann braut nýtt
land í íslenzkri myndlist og er
faðir h,innar nýrri íslenzku
myndlistar, og það var mikið
lán myndlist okkar, hversu heil
steyptum og góðum hæfileik-
um þessi fyrsti málari íslands
var gæddur. Eins og allar stór-
ar sálir ánetjaðist hann aldrei
teoríum né fastskorðuðum
kennisetningum, hann lærði að
sjálfsögðu af útlendum meist-
urum og lærði vel, en hans eig
ið sjálf, heilt, sterkt og íslenzkt,
er ríkjandi í öllum verkum
hans. Og eins og' að líkum læt-
ur, hreifst Ásgrímur með endur
vakningu þjóðarinnar um alda
mótin, nemur landið manna á-
kafast og strax í fyrstu mynd-
um hans gætir þeirrar vakning
•ar sem var að lifna með þjóð-
inni, og menn fara að sjá land-
ið með augum hans, eins og
hann sá það og festi á léreftið,
bj óðsagnahetj ur, drauga, skart
búnar huldukonur, heiðríkjuna
á norðurslóðum, hvítbláa víð-
áttu jöklanna, eldgos, frjómögn
moldarinnar, allt er þetta í
myndum Ásgríms. Landið verð
ur hlýrra, betra, fegurra, og
allir íslenzkir málarar, ungir og
gamlir, standa í ómetanlegri
bakkarskuld við þennan mikla
brautryðjanda sem nú hefur
runnið skeið sitt á enda.
Eitt af því sem ég man ljós
legast frá uppvaxtarárum mín
um hér í Reykjavík eru Páska
sýningar Ásgríms. Mann hlakk
aði alltaf til páska vegna þess-
ara sýninga, og svo sterkt heill
uðu þessar myndir mann, að
væri maður í vafa um gildi list
arinnar, þá bókstaflega frelsað
ist maður af öllum vafa í litla
salnum í „Gúttó“ uppi, og eng
inn talaði þá um þrengsli ‘eða
,,illa upphengdar“ myndir.
Myndirnar böktu alla veggi frá
gólfi til loftsr og þarna logaði
sál Ásgríms í dýrlegum litum
eins og þúsundblaða blóm, svo
að maður fékk ofbirtu í augun
allri þessari dýrð.
Þannig málaði Ásgrímur.
Ásgrímur var vel vaxinn, létt
ur í spori, bar höfuðið hátt og
frjálslega, brosmildur
skemmtinn og ræðinn svo
og
•af
þessa stóra barns, hlustandi
hugfangið á sálufélaga sína,
Mozart og Bach. En þegar kría
og lóa hófu söng sinn, þá tók
Ásgrímur trönur sínar, liti og
pensla og héit út í vorið, óþreyt
andi í leit sinni að viðfangsefn-
bar í góðra vina hóp. Hann bjó
yfir ágætri kímn.igáfu, og frá-
sagnargleði hans var mikil og
sérstæð. Hann kunni ósköpin
öll af munnmæla- og þjóðsög-
um og alls staðar rak hann
menn á gat í þeim fræðum, og
meðan maður ferðaðist með
honum um þennan þjóðsagna-
heim hans, þá hvarflaði aldrei
að manni að efast um sannleiks
gildi þessa alls, svo mikill
sannfæringarkraftur fylgdi orð-
um hans.
Ásgrímur fylg'dist af lifandi
áhuga með öllu sem var að ger
ast í heimi myndlistarinnar,
hér heima og erlendis, var spur
ull mjög um söfn og einstakar
myndir og útlendar sýníngar
sem hann vissi að maður hafði
séð, og bá iðaði hann allur af
kæti þegar talið barst að þeim
snillingum sem dýpst spor
höfðu markað í þroskaferil
hans, impression,istunum og
hollenzku meisturunum, og ó-
gleymanlegt var að heyra hann
segja frá þeirri opinberun, er
hann stóð í fyrsta sinn frammi
fyrir myndum Van Goghs, Cé-
sannes og Rembrandts.
En listáhugi Ásgríms spann
aði fleiri svið en myndlistina
eina þótt hún væri honum kær-
ust. Hann hafði yndi af bók-
menntum og hljómlist. Mozart
og Baeh voru heilög nöfn í
munni hans, og ég geymi enn í
minni svip hans þegar ég sat
hjá honum og hann spilaði fyr
ir mig á fóninn verk þessara
tónskálda: uppljómað andlit
hans, fastmótað, sterkt, næst-
um forneskjulegt, íslenzka þjóð
areðlið holdi klætt í andliti
um, þrammandj yfir holt og
hæðir og fjöll.
Og Ásgrímur var ekki ein-
asta stórbrotinn listamaður,
hann var óvenjulegur dreng-
skaparmaður, hafinn yfir allt
dægurþras, hrekklaus, laus við
refsmennsku og prakkaraskap,
velgerðarmaður margra lista-
manna, alltaf fús til að leið-
beina og keypti oft verk ann-
arra málara þegar þeir voru í
fjárþröng og borgaði þá jafnan
miklu meir en upp var sett.
Hann var góður heim að sækja,
reglusamur og hófsamur, en
veitti raunsnarlega þegar það
átti við. Hjarta hans var stærra,
ríkra og göfulla en flestra
samtíðarmanna hans, og það
voru hamingjustundir hverjum
manni að vera í návist hans.
Nú er þetta stóra hjarta hætt
að slá, og í dag sameinast jarð-
neskar leifar Ásgríms moldinni
á æskustöðvum hans í Árnes-
sýslu, þar sem hann óx úr grasi
undir lok síðustu aldar og reik
aði um ungur sveinn við söng
lóu og kríu og málaði sína
fyrstu mynd með þvottabláma
og krít, myndina af Heklu.
Hönd hans stýrir ekki framar
pensli og augu hans eru lukt,
en sálarfegurð hans og ást á
landi sínu og þjóð lifir í mynd-
um hans um ókonmar aldir.
í þeim skilningi lifirðu á-
fram, Ásgrímur, eins og allir
miklir listamenn, og með þeim
orðum kveð ég þig, góði vinur,
cg þakka þér ómetanleg kynni,
vináttu og drengskap og það
sem ég á þér upp að unna í
myndlistinni.
Jón Engilberts.
■ j.