Alþýðublaðið - 15.04.1958, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 15.04.1958, Qupperneq 11
Þriðjudagur 15. apríl 1958. Alþýðublaðið 11 í DAG er þriðjudagurinn 15. apríl 1958. Slysavarðsíofa Reykjavlkur í Heilsuverndarstöðinni er opin allan sólarhringinn. Læknavörð ur LR (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Simi 15030. Næíurvöröur er í Laugavegsapó teki, sími 24048. Lyfjabúðin Ið- unn, Reykjavíkur apótek, Lauga vegs apótek og Ingólfs apctek fylgja öll lokunartíma sölubúða. Garðs-apótek og Holts-apótek, Apótek Austurbæjar og Vestur- bæjar apótek eru opin til kl. 7 daglega nema á laugardögum til kl. 4. Holts-apótek og Garðs apó tek eru opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Haínarfjarðar apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Heigidaga kl. 13—16 og 19—21. Næturlæknir er Kristján Jóhann esson. Kópavogs apótek, Álfhólsvegi 9, er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og hplgidaga kl. 13-16. Sími 23100. Bæjarbókasafn K^ykjavikur, Þingholtsstræti 29 A, sími 1 23 08. Útlón opið virka daga kl. 2—10, Iaugardaga 1—4. Les- stofa opin kl. 10—12 og 1—10, iaugardaga kl. 10—12 og 1—4 Lokað á sunnudögum yfir sum- armánuðina. Útibú: Hólmgarði 34 opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 5—7; Hofsvalla götu 16 opið hvern virkan dag nema Iaugardaga kl. 6—7; Efsta súndi 36 opiö mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 5.30— 7.30. Slysavarðsíofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin allan sólarhringinn. Læknavórð' ur LR (fyrir vitjanir) er á sama stað frá ki. 18—8. Sími 15030. Næturvörðtxr er í Vesturbæj- ar apóteki, sími 22290. Lyfja- búðin Iðunn, Reykjavíkur apó- tek, Laugavegs apótek og Ing- ó.Ifs apótek fylgja öll lokunar- tíma sölubúða. Garðs apótek og Holts apótek, Apótek Austurbæj ar og Vesturbæjar apótelc eru opin til kl. 7 daglega nema á laugardögum til kl. 4. ílolts apó tek og Garðs apótek eru opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. SKIPAFRÉTTIK Ríkisskip. Esja er væntanleg til Reykja- víkur í dag að vestan úr hring- ferð. Herðubreið er á Austfjórð um á suðurleið. Skjaldbreið er væntanleg til Akureyrar í dag. Þyrill er í olíuflutningum á Faxaflóa. Skaftfelingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmanna- eyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell er væntanlegt til Reykjavíkur í dag. Arnarfell fer frá Reykjavík í dag áleiðis til Riga. Jökulfell fór frá Nevv York 9. þ. m. áleiðis til Reykja- víkur. Dísarfell fer frá Reykja- vík í dag til Húnaflóahafna. Litlafell fór 12. þ. m. frá Rends- burg áleiðis til Reykjavíkur. Helgafell fór 12. þ. m. frá Rvík áleiðis til Kaupmannahafnar, Rostock, Rotterdam og Reme. Hamrafell fór frá Reykjavík 9. þ. m. áleiðis til Palermo og Ba- tum. Atena fór frá Álaborg 9. þ. m. áleiðis til Keflavíkur. Wil- helm Barendz lestar í Ólafsvík. Eimskip. Dettifoss fór frá Reykjavik í gærkvöldi til Vestmannaeyja, Hamborgar og Ventspils. Fjall- foss fór frá Hamborg í "gær til Rotterdam, Antwerpen, Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá New York 10/4 til Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Leith í gær til Reykjavíkur. Lagarfoss kom til Ventspils 13/4, fer þaðan tii Reykjavíkur. Reykjafoss var væntanlegur til Akureyrar í gærkvöldi, fer þaðan til Dag- verðareyrar, Hjalteyrar, Siglu- fjarðar, Húsavíkur, Raufarhaín ar, Norðfjarðar, Reyðarfjarðar og Reykjavíkur. Tröllafoss kom til New York 12/4 frá Reykja- vík. Tungufoss fór frá Hamborg 10/4, væntanlegur til Reykja- víkur um hádegi í dag. F U N D I R Málfundir Alþýðuflokksmanna. Málfundur verður í Iðnó uppi þriðjudaginn 15. apríl 1953 og hefst kl. 8.30 e. h. Umræðuefni: Stóriðja á íslandi. Framsögu- menn: Baldur Tryggvason full- trúi og Haukur Haraldsson bók- ari. —o— Hafnarfjarðarkirkja. Altarisganga í kvöld ki. 8.30. Séra Garðar Þorsteinsson. FLU GFERÐIR Flugfélag íslaniis. . Millilandaflug: MiIIilandaflug < véiin I-Irímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8 í dag. Væntanleg aftur til Reykja víkur kl. 22.45 í kvöld. Innan- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 feröir), Blönduóss, Egilsstaða, Flateyr- ar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja og Þingeyrar. Á morgun er áætl gð að fljúga til Akureyrar, ísa- fjarðar og Vestmannaeyja. Loftleiðir. Hekla konT til Reykjavíkur kl. 8 í morgun frá New York. Fór til Glasgow og LOTdon kl. 9.30. Sendiherra Framhald af 12. síðu. anna, ásamt nokkrum öðrum •gcstum. Sendilherra Rúmeníu á ís- landi hetfur búsetu í London. Petre Balaceanu fæddist 1. nóv ember 1906 í Cetate, Craiova- héraði. Hann hefur átt sæti á rúmenska þinginu, starfað í ut anríkisþjónustu landsins, gegnt raðherrastörfum og mórgum öðrum trúnaðarstöfum í þágu hins opinbera. Hann er kvænt- ur og á eitt barn. i. IVBagnús Bjarnason: EIRIKUR HANSSON Skáldsaga frá Nýja Skotlandi. svo. En komdu nú inn með mér og vertu velkominn. Við gengum svo inn í húsið og vísaði hann mér til sætis ií líttlii en ískrau'tlegri setustofu. — A-hum, sagði Sandford, ég ætla að kalla á hana Löllu. Og svo kallaði hann inn fyrir og sagði, að það væri kominn gestur, sem þeim mæðgum mundi þykja vænt um að horfa framan í. — Það er Eiríkur, sagði Lalla um leið og hún kom inn í stofuna. — A-hum, sagði herra Sana ford, það er hann og er nú orðinn gríðárstór. Mjög svo. — Elsku barnið, sagði Lalla og kyssti mig um leið. Eg er svo glöð af því, að þú ert kom- inn til olckar. Ég lagði hendurnar um hálsinn á Löllu og kyssti hana, en mér fanns,t samt ég vera orðinn alltof Stór til að kyssa hana í augsýn annarra, og ég fann, að ég varð rjóð- ur í framan. — A-hum, sagði herra Sand ford og brosti. Þú þarft ekki að vera feiminn, þótt þú kyssir hana Löllu svo við sjá- um, því að við tökum ekki til þess. Þú ert vænn drengur. Mjög svo. En þessi orð hans gerðu það að verkum, að ég roðnaði enn meira, og mér fannst ég vera miklu eldri og stærri en ég var. Rétt í þessu kom frú Sand- ford inn og heilsaði mér blíð- lega og sagðist heimta mig úr helju. Þau settust svo öll í kring- um mig og báðu mig að segja sér, hvernig á því stæði, að ég hefði lagt af stað til Halifax, og um það, siem fyrir mig hefði komið frá því ég fór í fyrra skiptið frá Gays River og þar til nú. Og sagði ég þeim ná- kvæmlega frá allri þeirri bar- áttu og andstreymi. En á með an ég var að segia þeirn frá því, hélt Lalla í hönd mína og klapp aði á vangann á mér svo inni lega og systurlega, Móðir hennar brosti móðurlega til mín, en herra Sandford kinkaði höfðinu ofturlítið við og við og sagði aftur og aftur: „A-hum! Mjög svo, — mjög svo“. „Þú gerðir rétt í því að flýja til okkar, kæri Ei.ríkur“, sagði Lalla, þegar ég hafði lokið sögu minni. „En þú hefðir átt að skrifa mér um þessa fyrir - ætlun þína og bíða hjá landa þínum í Cooks Brook, þar til þú hefðir fengið svar hjá mér, því að þá hefði allt gengið bet- ur“. ,,A-hum!“ sagði Sandtförd; „Þá hefði allt gengið greiðara, —- en einn af þúsund hefði ekki í hans sporum hugsað neitt út í það. En allt er gott, sem endar vel. Og drengurinn er komkrn til okkar heill á húfi og verður hjá okkur, á meðan hann unir hér. Og á með an hann unir hér, er hann í for eldrahúsum. Mannvænlegur sonur. — Mjög svo!“ Lalla og móðir hennar fóru mörgum orðúm um það, að það væri þeim kært, að ég bættist við fjölskylduna, Ég þakkaði þeim aftur hið góða boð þeirra, og sagðist mundi verða hjá þeim eins lengi og þau vildu. Nökkru síðar borðuðum við miðdegisverð, en að honum loknum fór herra Sandford til iögreglustöðvanna til að gegna störfum sínum þar, og sagði hann um leið og hami fór, að hann skyldi reyna að hafa uppi á töskunni minni og pok anum, og lét hann mig lýsa hvorttveggja mjög nákvæm- lega fyrir sér, og sömuleiðis bað ha-nn um glögga lýsing á farstjóranum rauðskeggjaði. Eftir hádegi sýndi Lalla mér herbergið, sem ég áttj að hafa útaf fyrir mig. Það var uppi á loftinu og vissi að strætinu. Það var mjög snoturt og skemmtilegt, og gaf ekkert eft- ir herberginu, sem ég hafði þega.r ég var hiá frú Patriki Þar næst bauð Lalla mér að fara með sér út um borgina, og þáði ég það boð með þökkum. Við eyddum svo síðari hluta dagsins í hinum mikla lysti- garði borgarinnar, sém ég hef þegar minnst á. Þar sá ég ýmsa fáséða fugla og mörg fá- séð dýr. Þar voru tveir eða þrír miklir gosbrunnar, og átti einn þeirra að vera ofurlítil eftirlík ing af hinum mikla Gevsi á ís landi*. Þár var og dálítið stöðu vatn og syntu þar tvæ,r svart ar álftir. í vatninu miðju var lítill hólmi, og fengum við okk- ur flutt út í hann á dálitlum bát. Kostaði það eitt sent fyr ir hvort okkar. Hér og þar í garðinum vor.u skógárrunnar og blómareitir, og víða voru bekkir og stólar úr viðargrein um, eins og þær komu frá nátt- úrunnar hendi, og sýndust eins og þær hefðu vaxið þar upp úr jörðinni, og margir sndust jafa vel vera mosavaxnir. Ég varð hrifinn af öllu, sem ép sá þar, og varð ekki lítið glaður, þegar Laila fullvissaði mig um það, að hún skyldj fara þangað með mér á hverjum laugardegi eft ir hádegi. meðan sumarið ent- ist. Við fórum svo heim aftur, rétt fyrir kvöldverðartíma, og minntist ég ekki að. hafa lifað skemmtilegra síðdegi en það, því að Lalla hafði gert allt, sem í hennar valdj stóð, til þess að skemmta mér, og ég gat líka svo vel notið þess, sök um þess, að ég var með henni. Ég var undir eins búinn að ná mér aftur eftir al'lt stríðið og andstreymið. Lífið var mér allt í einu bjart og und míni létt og ikát, æskufjörio streymdi á ný um mig allan, og gleðin og ánægjan var efst í huga mínum. Alit var svo bjart og fjörugt og unaðsfullt í kringum mig, að mér fannst, og ég fann svo vel til þess, a£ því ég hafði reynt hið gagn- stæða svo margsinnis á undan. Allt var nú að breytast til batn. aðar- fyrir mér, og ég fann það svo giöggt, að alveg nýtt tímabii var að byria í ævisögu* minni. Gg ég horfði á móti framtíðinni hugglaður, og il brjósti mér fór-u smátt og smátt að rvðja 'sér til rúms nýjar von ir og þrá/sem ég hafði ekki orð ið var við áður. Herra Sandford kom heim til kvöldverðar og færði rnár tösk- una mína, en pokinn sagði hann að fyndist hvergi, og ó- víst, að nokkurntíma hefðist upp á honum, sem enda varð raunin. Hann kom aldrei til* skila. Ég bar reyndar engar áhyggjur út af pokanum, þvi að í honum höfðu aðeins verið hversdagsföt min, sem ekki- væru mikils virði, og karfan,- sem gömlu konurnar höfðu gef ið mér. Ég var ánægður, fyrsfe ég fékk aftur töskuna, vegna bókanna og bréfanna, sem á- hennj voru. „A-hum“ sagði herra Sand ford um kvöldið, þegar við sát, um öll í litlu setustofunni. ,,Nú liggur fyrir þér, Eiríkttr minn, að fara að læra lattínu og grísku, og það annað, sem kennt er í hinum lærðu* skól- um þessa lands, svo að þú verð ir með tímanum. vel menntaður maaður, Mjög svo“. „Ó, hvað þú ert góður faðir* minn?“ sagði Lalla og varð innilega glöð, því að hún vissi LEIGUBÍLAR Blfreiðastöð Stcindórs Sími 1-15-80 —0- Bifreiðastöð Reykjavíkur Sími 1-17-20 SENDIBÍLAR Sendibílastöðin Þröstui Sfmi 2-21-75 Undir kvöldið höfðu þeir fé- lagar loksins komið upp tjald- inu. Jónas geispaði og lét fall- a'st niður á vindsængina, sem Filippus halfði blásið upp fyrir hann. „Ó, ég er svo þreyttur,“ tautaði hann. Eftir andartak sá Filippus, að Jónas var sofnað- ur. Síðan blés hann upp sína eigin sæng og lagðist til svefns. Tunglið óð í skýjum og allt var til reiðu fyrij- næsta úag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.