Alþýðublaðið - 16.04.1958, Side 6

Alþýðublaðið - 16.04.1958, Side 6
6 Alþýðublaðið Miðvikudagur 16. apríl 1958. Kúahjörð í Kansas. Oddur A. Sigurjónsson: Á slóðum r Ur vesturför - V. alo Bills ÁÐUR en lengra er haldið þykir mér rétt að gera örstutta grein fyrir tvennu: Ef einhver skyldi furða sig á, að ég hef ékki rætt um aðalerindi mitt hér vestra, sem er að hnýsast í skólamál, er því til að svara, að þau mál eru fyrir annan vettvang og önnur saga vfir- leitt. Hitt er að gera örstutta grein fyrir Indianapólis, þar sem ég átti þess kost að dvelja nokkra daga á ráðstefnu, sem haldin var með skólastjórum gagnfræðaskóla úr gervöllum ríkjunum. Alis munu hafa mætt um 5000 manns og komu þá ekki öll kurl til grafar. Indianapolis er höfuðborg Indianaríkis með um 450 þús- und íbúa, sem er um 10—12% af íbúum ríkisins. BÍLAKAPPAKSTUR. Aðalatvinnuvegur er iðnaður alls konar og hafa mörg stór- iðnfyrirtæki' Bandaríkjanna hér útibu og mikla starfrækslu. Út á við mun þó borgin vera þekkt ust fyrir hinn árlega 500 mílna kappakstur á bifreiðum, sem fram fer á geysimikilli spor- öskjulagaðri braut. Hefur svo verið síðan 1911, nema tvö ár í fyrri heimsstyrjöld og fjögur í hinni síðari. Hér leiða fræg- ustu ökugikkir Bandaríkjanna saman „hesta“ sýna og sæti eru fyrir 250 þúsund áhorfend- ur, auk þess sem stæði fyrir 20 þúsund bíla eru innan brautar. Okkur var íjáð að sætaverð á kappakstrinum væri frá 3—30 dollarar „og fá oftast færri en vilja“, bætti leiðsögumaður við og kímdi. Stofnunin á safn bíla, sem unnið hafa verðlaun og virðast það vægast sagt furðu- leg ökutæki. Alltaf vex hrað- inn. 1911 var meðalhraði 74.59 mílur á klst en 1957 135,601 mílur á sama tíma, sem er brautarmet og mun enginn öf- undsverður af að aka á þeim hraða. Okkur gestum var boðið að skoða þetta fyrirtæki ásamt „Allisons poweranna“, sem er grein af General Motors flug- véla- og aflvélaverksmiðiu. Var þar margt nýstárlegt að sjá og Jieyra, en þar sem það yfirgekk gjörsamlega mína kunnáttu, verð ég að sleppa því hér frek- ar. Hitt þóttist ég sjá að fýsi- legt myndi 'fyrir vélfræði- kennara sð hafa öll þau tæki með höndum, sem þar var að finna. RÆÐUR OG VETRARRÍKI. Annars virtist General Mot- ors láta sér umhugað um ráð- steínuna, því að fyrsta kvöldið í veizlu einni mikilli kom fram fyrirlesari frá þeim, en raunar háttsettur prestur að aðalat- vinnu frá Oklahoma City, Oklahoma. Mér varð bara hugs að heim til vinar míns, séra Inga, ef hann ætti að koma fram og starfa, auk embættis síns sem fyrirlesari á vegum Ccca-cola eða Vinnufatagerðar íslands t.d. Annars var ræða prestsins í alla staði ágæt og prýðilega flutt, raunar ein af beztu ræðum, sem ég hef heyrt. Skaut það í flestu skökku við um aðra ræðu, sem einn Methodistabiskup héðan flutti síðar á samkomu hér og var þrungin af hinni alkunnu þakkargerð úr sögunni um Fariseann og tollheimtumann- inn. Skólastjórafundurinn var til húsa í Murat Temple, sem byggt er í arabískum stíl, og í útbyggingu úr musterinu er skrín með einhverjum leyndar- dómj og gæta þess vopnaðir verðir dag og nótt. Annars vildi svo illa til að íkviknun varð í þessu afhýsi meðan stóð á sam- komu í leikhússal musterisins s.l. sunnudag. Frost var um 24 stig á Celsius og fraus vatn slökkviliðsins jafnharðan og bað kom á húsveggina að utan. Eitthvað brann af einkennis- búningum varðmanna. Skrínið slapp og þar með leyndardóm- urinn. En hurð mun hafa skoll- ið á hæla. Þennan dag sögðu blöðin frá 30 brunum smærri og stærri hér í borg og allmörg um mannslátum. Var rafmagni víðast um kennt, sem engan þarf að furða, er séð hefur um- búnað á því hér. Við búum hins vegar í hóteli, sem er auglýst „fireproof" og höfum ekki á- hyggjur. Vetrarríki hefur verið þessa daga með eindæmum og frost allt að 28° á C, enda eru blöðin full af frásögnum um helfrosna og illa útleikna ferða langa, sem hafa farið til þess. að dvelja utan borgar ýfir helg ina og margir í sína síðustu reisu hérnamegin grafar. FJARLÆGÐIR OG KVENHATTAR. En allt tekur þetta enda og nú liggur leiðin vestur til Kans as þar sem Trumann, fyrrum forseti, er enn innarlega í búri. Og það virðist ekki vera mikið lát á karlinum. Þessa dagana var hann að hella sér yfir Repú blikana af miklum, vígamóði °g byrjaði skothríðina í New- York í flokksveizlu með 100$ inngangseyri á mann. Þannig safna þeir í kosningasjóði hér, meðan við spilum Framsóknar- vist heima í sama skyni. Fyrsti áfanginn á leiðinni er St. Louis á bökkum hinnar miklu móðu, — Missisippi. Og nú fer maður fyrst að skynja fjarlægðirnar hér. Lestin brun- ar klukkustundum saman yfir marflata sléttuna, sundur- skoma í akurlendur inngirtar einföldum eða tvöföldum trjá- röðum. Bændabýlin standa þétt, og þröngt mundi Húnvetn ingum þykja um olnbogana. Nú er sunnudagur og hvergi sést fólk við vinnu, en hér og þar eru landbúnaðarverkfæri á ökr unum. Lítur jafnvel út fyrir að sum hafi haft þar vetursetu, sem mætti þá vera til huggun- ar íslenzkum trassaskap af svip Maísuppskera í Kansas. uðu tagi. Hér uppfrá er -Missi- sippi engan veginn eins stór- fengleg og mín hugmynd um hana var og ekki verður séð að hún bruni fram, því að hér örl- ar ekki á straumi. St. Louis er ein af mikilvægustu járnbraut- arskiptistöðvum hér og má helzt. líkia við miðju á köngu- lóarvef, því að héðan liggja járnbrauir í allar áttir og marg ar í sumar. Hér er hlýtt og sól- skin og fólk talar um að vorið sé í nánd. Kaupmennirnir eru að tína vorfötin fram í búðar- gluggana og ber auðvitað mest á kvenfatnaði. Einna starsýn- ast varð mér á kvenhattana, sem sýndir voru í einum búð- arglugga, barðastórir, þaktir blómum í öllum regnbogans litum og eina blökkukonu sá ég með einn slíkan. Hún kom inn á járnbrautarstöðina meðan ég beið eftir lest og vakti raunar athygli fleiri en mína, enda var blessuð konan eitt sólskinsbros og sífellt að laga hattinn. Það virðist líka vera að vora hjá mannfólkinu. í næstu röð fyrir framan mig sátu tvenn kærustu pör, svo upptekin hvort af öðru, að unun var á að horfa, héld- ust jafnvel í hendur meðan þau borðuðu og drukku á brautar- stöðinni. Þetta voru skemmti- legustu krakkar og sjáanlega ákveðin í að missa ekki af strætisvagninum. Vel sé þeim fyrir það. BAKARINN VINSÆLI. Áfram heldur lestin og lands lagið hið sama, nema vestast í Missourifylki dregur heldur til hæða, ef hæðir skyldi kalla. Jarðvegur virðist vera sand- blandinn og ekki feitur að sjá hér, en þar sem vatn seitlar yfir er farið að bregða á grænni slikju. Og hér gefur að líta nautpening úti. Allt er það svartskjöldótt að lit og senni- lega geldneyti, máske alið vegna kjöts en ekki mjólkur, en fjarlægðin er of mikil til þess að það sjáist greinilega. En nú tekur landið að lækka á ný og hallar ofan að Missouri- fljóti skammt norðan við Kans as City. Hér urðu gífurleg flóð 1951, þegar Missouri flæddi yfir þúsundir erkílómetra svæði og enn talar fólk um þetta með hryllingi sem von- iegt er. En hér er landið feitt og frjótt og sárin gróa áður en varir. Þeir kalla þetta sjálfir „hveitiríkið“ og stendur það upphleyptum stöfum á tölu- skiltum bifreiðanna hér. Ann- ars virðast íbúar hvers ríkis hafa tilhneygingu til að greina sig frá íbúum annarra ríkja með sviplíkum aðferðum. Þann ig nefna Vermontbúar ríkið „Maple ríkið“, New-Yorkbúar sitt ríki „Empire ríkið“ og íbú- ar Indiana sig „Hoosiers11. Þetta vakti furðu okkar Nýsjálend- ingsins og við gerðum margar fyrirspurnir. En svörin voru ævinlega út í.hött, þar til okk- ur hugkvæmdist að spyrja bókavörðinn í aðalbókasafninu í Indianapolis. Fletti hann upp í skræðum sínum og gaf þá skýringu, að nafnið væri dreg- ið af bakara einum innfluttum, hefði fyrst verið notað sem spott. En með ágætri fram- leiðslu sinni vann hann sér slíka hylli í borginni að nafn hans var upp tekið, sem ein- kennisnafn íbúa fylkisins. Er þetta selt hér með innkaups- verði. Jafnframt tjáði hann okk ur, að síðast hefði hann fengið þessa fyrirspurn 1946 frá Thai- lendingi, hvers nafn hann hefði hátíðlega bókað og innfærði hann nú nöfn okkar kirfilega í sömu bók. HEILÖG MARÍA OG FIMM KIRKJUR. Að þessu sinni er ég heppn- ari en fyrr og þarf ekki að stanza neitt sem heitið getur í Kansas City, en get haldið beir.a leið til Topeka, sem er næsti ákvörðunarstaður. Raun- ar er skólinn þar sem ég á að dvelja í Rossville, smáþorpi um 20 mílur frá Topeka. Leiðin þangað liggur um eins konar afleggjara frá Missouridalnum og sinn skerf fengu íbúarnir þar af flóðunum 1951, en mann tjón varð þó ekki. Hins vegar náði flóðið í þakskegg einlyftra húsa, sem lægst stóðu og skóla stjórinn sagðist hafa fengið um tveggja feta djúpt vatn í, skólá húsið, sem stendur nokkru hærra en önnur hús hér. Mér er komið fyrir til húsa hjá gömlum hjónum, sem leigja út herbergi, en hótel er hér ekki. Ekki veit ég hvort svo er í öðr- um herbergjum, en í mínu er helgimyndum raðað á alla veggi. Ber þar mest á heilagri Maríu með gegnstungið hjarta 'utan á brjóstinu og sjöfalda j gloríu um höfuðið. Hangir j þetta „skilrí" yfir höfðagaflin- um. Trúi ég því að nærvera þessara dýrlinga allra sé ákjós- anleg vörn gegn öllu illu. Ann ars virðist trúarlíf hér vera blómlegt, því að hér eru 5 kirkj ur í 7—800 manna þorpi og ef- laust jafnmargir prestar, eða fleiri. Mat minn hef ég á mat- sölu hjá myndarlegum veitinga manna, sem gengur sjálfur um beina. Þetta er skemmtilegui' Á maisakri í Kansas. karl, og ég hef orðið þess var, að fát't fer framhjá honum, sem gerist hér og hann virðist hafa, ekki aðeins ráð undir hverju rifi, heldur líka utan á hverju rifi, við vandkvæðum manna hér, ef dæma á eftir því sem heyrist undir væng af tali rnanna meðan á máltíðum stend ur. Hann er líka fljótur til svars. Eitt það fyrsta, sem ég rak augun í, var, að hann aug- lýsir að hann taki sér rétt til að neita hverjum sem er um af- greiðslu, að geðþótta sínum. Ég glappaðist til að spyrja hann hvernig á þessu stæði, hvort hér væri svona misjafnt fólk. En ég fékk það svar samstund- is, að hingað kæmu líka marg- ir ferðalangar, og betra væri að hafa vaðið fyrir neðan sig! Þá sat ég með það, og við hlógum báðir, enda var þetta græsku- laust gaman. AKURLENDI OG VEL’ MEGUN. Þegar þorpinu sleppir .eru hér akurlendur í allar áttir og mikil frjósemi. Aðallega er hér ræktaður maís og ég get þess til að hér muni vera æfintýra.- legt vfir að líta á hallandi sumri. Og það þarf raunar ekki mikið ímyndunarafl til, því að víða standa stönglarnir óbrotn- ir á ökrunum nmnnhæðaháir eða meira og gildir eins og grannt hrífuskaft. Svo muna líka þurfa að vera til þess að bera maískönglana, sem eru nær hnefastórir og með hundr uðum korna hver. Eg tók mér skemmtigöngu um þetta ævin- týraríki gróðurs og moldar, einn seinnipart dags og iðrast þess ekki, enda þótt það kost-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.