Morgunblaðið - 02.11.1913, Side 1
Talsími
ðOO
(Ritstjórn)
OKfiDNBLADID
Talsími
48
(afgreiðsla)
Reykjavík, 2. nóvember 1913.
Bio
Biografteater
Reykjavlkur.
Bio
Leijndarmál
vagnsíjórans.
Leikrit i 2 þáttum. Leikið af
dönskum leikurum.
Aðalhlutverkið leikur
Holger Reenberg.
Hr. ,Kakerlak‘áferðalagi.
Gamanmynd.
Bio~kaffif)úsið
(ingargur frá Bröttugötu) mælir með
sínum á la carte réttum. smurðu
brauði og miðdegismat,
Nofekrir menn geta, fengið
fnlt fæði.
Virðingarfylst,
Tfarívig Tlieísen
Talsími 349.
Nýja Bíó:
Einstæðingarnir
Leikrit í 3 þáttum og forleik.
Leikið af frakkneskum leik-
endum.
Orkester kl. 7—9 í kvöld.
UOJUUUULXZKXJUtl
Heijkið
Godfrey Phillips tókbak og cigarettur
sem fyrir gæði sín hlaut á sýningu
í London 1908
sjö gul medaiiur
og tvær silfurmedalíur
Fæst í tóbaksverzlun
H. P. Leví.
Sa
=1 L
L
ðin I
Sælgætis ng tóbaksbúðin
LANDSTJARNAN £
á Hótel Island.
IE
Skrifsíofa ^
Eimskipaféíags Ísíands
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Talsími 409.
rFJFTirrjiaTi^FÆjnrrrTTi:
H. Benediktsson.
Umboðsverzhin. — Heildsala.
Hvar verzla menn
helzt?
Þar aam vörur eru vandaðastar!
Þar sem úr mestu er að velja!
Þar sem verð er bezt eftir gæðum!
Hver uppfyllir bezt
þessi skilyrði?
Óefað
Vömhúsið
Reykjavfk.
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. | Isafoldarprentsmiðja j 1. árgangur, i. tölublað
JTlorgunbíaðið
Dagblað það, sem hér byrjar starf
sitt, á fyrst og fremst að vera áreið-
anleqt, skemtilegt og lipurt ritað
fréttablað. Reykjavíkurbær hefir enn
eigi eignast slikt blað, þó þörfin hafi
verið mikil um mörg ár og mörg
nauðsynleg skilyrði hafi þegar verið
fyrir hendi. Stjórnmálabarátta sú,
sem þjóðin hefir átt i síðasta ára-
tuginn, hefir tekið svo mikið rúm í
blöðunum, að þeim hefir eigi verið
unt að rita um margt hið skemtilega
og nýstárlega, sem gerst hefir innan-
lands og utan. En Morqunblaðið tekur
enaan pátt i flokkadeilum, þó það auð-
vitað muni gefa lesendum sínum kost
á að kynnast fljótt og greinilega öllu
því helzta er gerist í lands- og bæjar
málum. Þær fréttir munu ritaðar
með öllu litlaust.
Hugir manna yfirleitt hverfa æ
meir og meir frá stjórnmáladeilum,
en þaðsem menn fremur öðru heimta
af dagblaðafyrirtækjum, hvar sem er
í heiminum, eru áreiðanleqar fréttir.
í því efni hefir Morgunblaðið þegar
búið svo i haginn, að óhætt mun að
fullyrða, að vér í því efni stöndum
eigi að baki öðrum hérlendum blöð-
um. Morgunblaðið hefir fréttaritara
í Lundúnum, Kaupmannahöfn og
Kristjaníu og þaðan munu heims-
f éttirnar koma daglega — þó ekki
frá öllum borgum sama dag — og
tiikynna lesendum vorum alt hjð
markverðasta er gerist í heiminum.
Gamla Frón flyzt nær menta mið-
stöðvum heimsins og gætum vér
unnið að þvi, væri aðal-tilgangsatriði
voru náð.
Fréttir hvaðanæfa af landinu mun
og eigi skorta í blað vort. Símfréttir
munu við og við birtast frá öllum
stærri bæjum og kauptúnum lands
ins, og úr sveitum, þegar þess gefst
kostur, Þá munum vér og einnig
gera vort ítrasta til þess að hafa efni
blaðsins að öðru leyti eins skemti-
legt og fræðandi sem frekast er unt.
Það er ekkert »stórblað« — eins
og sumir í skopi hafa kallað það —,
sem hér hleypur af stokkunum.
Vér hefðurn vissulega óskað þess,
að bæði brot og lesmál þegar frá
byrjun hefði getað orðið stærra og
fjölbreyttara, en það nú er. En það
á að geta orðið »stórblað«, eftir ís-
lenzkum mælikvarða, þegar fr.im líða
stundir, ef blaðið fær góðan byr.
Þá fyrst hefir Reykjavík eignast
dagblað, sem með réttu getur borið
það nafn. »Mjór er mikils vísir«,
segir máltækið, og ef þér, heiðraðir
lesendur, viljið styðja þetta fyrirtæki
með því að kaupa blaðið, auflýsa i
pvi 0% ráða vinum yðar til hins sama,
þá hafið þér hver um sig unnið
yðar starj til fullkomnunar fyrirtæk-
inu. Og þá eigið þér heimtinq á, að
öllum kröfum yðar til dagblaðs sé
fullnægt.
Eg hefi um tíma unnið við stór-
blöð í New-York, Khöfn og Krist-
janíu með það fyrir augum, að reyna
að koma hér á einhverju lítilsháttar
af því blaðamenskusniði, sem þar
tíðkast. Þekkingu mína þaðan mun
eg reyna að nota í sem rikustum
mæli í starfi mínu við Morqunblaðið.
Ennfremur hefir oss tekistað fá nokkra
af þeim mönnum, hér í bæ, sem
bezt og skemtilegast rita til að
lofa aðstoð sinni við Morgunblaðið.
Enginn einn maður skapar nýtizku
dagblað. En með góðri samvinnu
rithöfunda, lesenda og auglýsenda,
virðast öll skilyrði vera fyrir hendi til
þess að Reykjavíkurbær geti eignast
hið langþráða frétta-, fræði- og skemti-
dagblað, sem er markmið Morgun-
blaðsins að verða.
1. nóv. 1913.
Vilh. Finsen.
Brunamál Reykjavíknr.
Samkvæmtskýrslu brunabótafélags-
ins nam vátryggingarupphæð húsa í
Reykjavík hjá félaginu þ. 1. október
1912 tæpum 12 miljónum króna
(11,700,948). Iðgjaldaupphæðin var
þann dag kr. 10,642,27. Tala vá-
trygginga 1228. A árinu síðasta
hafði vátryggingarupphæðin öll auk-
ist um rúma hálja milljón króna
(kr. 511,729). Greiddar skaðabætur
voru á árinu kr. 21,092, af þeirri
upphæð kr. 19,850 fyrir eitt hús
(hús Sturla Jónssonar).
Rafveita Seyðisfjarðar.
[Símjregn jrá Sj.).
Þ. 18. okt. var haldin Ijósahátíð
bér í bænum, vigsluveizla rafveit-
unnar; voru þá kveikt fyrsta sinni
rafljós Seyðisfjarðar, og mikið um
dýrðir, eins og nærri má geta.
Aðalræðuna hélt Jóhannes bæjar-
fógeti, en margir aðrir töluðu.
Valurinn var staddur á Seyðisfirði
og voru foringjar hans boðnir.
Ekki minna en 7 kvæði voru ort
við þetta tækifæri og sungin í veizl-
unni, 3 eftir Sig. Arngrírasson og 4
eftir Karl Jónasson.
F£YIF£MYMDALrEIKMÚjBIN.
Nýja Bíó sýnir þessa dagana
langa, frakkneska mynd sem heitir
»Einstæðingarnir«. Hún byggist á
sögulegum atburðum, sem gerðust á
Frakklandi á átjándu öld. — Tvær
ungar stúlkur koma til höfuðborgar-
innar, París, að leita hamingjunnar.
Önnur þeirra er blind. Þegar til
Parísar kemur falla þær í hendurnar á
bófum nokkrum, sem selja aðra
þeirra, en láta þá sem blind er betla
Alþýðufól.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9
Augnlækninfc ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. L~8
Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga J ) -8
Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og *-7
Bæjargjaldkerinn Laufásv. B kl. 12—8 og 5 -7
Eyrna- nef- hálslækn. ók. Auaturstr.22 fstd 3 -8
íslandsbanki opinn 10—21/* og B1/*—7.
K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd,—10 iM.
Alm. fnndir fid. og sd. 81/* sibd.
Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helpiim.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinn H-21/*, B1/*—61/*. Bankastj. 12*2
Landsbókasafn 12—8 og B—8. Útlán 1—8
Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá i2 —2
Landsfébirbir 10—2 og B—6.
Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12-2
Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga
helga daga 10—12 og 4—7.
Lækning ókeypis Anstnrstr. 22 þd. og fsd. 12 -1
Náttúrngripasafnib opib l1/*—21/* á sunnnd.
Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsimi Reykjavíknr Pósth.8 opinn daglangt
(8—10) virka daga helga daga 10—9.
Tannlækning ókeypis Anstnrstr. 22 þrd. 2 -8
Vifilstabahælib. HeimsókL.irtimi 12—1
Þjóbmenjasafnib opib sd, þd. fmd. 12—2.
Morgunblaðið.
Kemur út á hverjum morgni,
venjulegt blað (4 bls.) á rúmhelgum
dögum, tvöfalt blað (8 bls.) á sunnu-
dögum.
Auglýsingúm sé skilað fyrir kl. 2
deginum áður } Isafoldarprentsmiðju.
Kostar 65 aura um mánuðinn.
Tekið við áskriftum í ísafoldar-
prentsmiðju.
Einstök blöð kosta 3 aura.
Talsímar 500 og 48.
fyrir sig. Lýsir myndin mjög átak-
anlega meðferðinni á stúlkuaumingj-
anum, meðan hún er hjá þessum
óaldarlýð. En á skammri stund skip-
ast veður í lofti. Fóstursystir henn-
ar kemst til vegs og virðingar fyrir
drengskap góðra manna, og þá hættir
hún ekki fyr en hún finnur og frels-
ar vinkonu sína úr ánauðinni. Er
sá þáttur áhrifamikill, og vel leikinn,
eins og öll myndin.
Búningar og tjöld eru með þeirr-
ar aldar sniði, er sagan gerist á, og
fróðlegt að sjá allan ramma mynd-
arinnar. — Leikendurnir eru frakk-
neskir.
Gamla Bíó sýndi fyrsta sinni
í gærkvöldi zLeyndarmál vagnstjór-
ans«
Myndin er leikin af dönskum leik-
urum af mikilli snild, er bæði áhrifa-
mikil og rðlileg.
Vagnstjóri nokkur sem þykist eiga
öðrum mann heiptir að gjalda, fals-
ar ábyrgðarskirteini til þess að hefna
sín. Maðurinn, sem er saklaus, er
dæmdur eftir líkum til fangelsisvist-
ar. Þegar hegningartiminn er lið-
inn leitar hann sér atvinnu og kemst
að lokum í brunaliðið. Nú vill svo
til við húsbruna nokkurn siðar, að
haun bjargar vagnstjóranum út úr
eldshafinu, en hann var þá svo brunn-
inn að fara varð þegar með hann á
sjúkrahús,- og þar deyr hann. En
áður en hann gefur upp öndina
meðgengur hann glæp sinn, og end-
ar þessi átakanlega saga á því að
sýkna brunaliðsmannsins er leidd í
ljós.
Auk þessarar löngu myndar sýnii
leikhúsið aukamynd: »Hr. Kakerlak á
jerðálagi* sem er bæði skemtileg og
ákaflega hlægileg. Það er alveg
furðulegt hvernig mönnum hetir hér
tekist að ná lifandi myndum af at-
burðunum.