Morgunblaðið - 02.11.1913, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Vefnaðarvöruverzlun
TH. THORSTEINSSON,
_______ Ingölfshvoli ______
Höfundur neðanmálssögunnar.
Övre Richter Frich —svo heitir
hann fullu nafni maöurinn, sem eftir
nokkra daga verður á hvers manns
vörum um allan bæinn og út um alt
land. Þau 2 ár, sem liðin eru síðan
hann gaf út hina fyrstu bók sína, hef-
ir nafn hans flogið örskjótt um alla
Norðurálfu og engar bækur eru víð-
lesnari, en þær fádæma hugsjónaríku
og djörfu sögur hans, sem prentaðar
hafa veriö neðanmáls í stórblöðum
Breta, Þjóðverja, Frakka, Hollendinga,
Dana, Svía og Norðmanua. Draum-
órar hans og hugsjónarafl álíta menn
að náð hafi hinu hæzta stigi allra nú-
lifanda rithöfunda. Hann er fyrirmynd
þess aragrúa rithöfunda, sem reyna sig
í listinni, og þeir dást að honum og
viðurkenna hann sem »konung hug-
sjónaraflsins«. En það sem gerir sög-
urnar enn læsilegri og skemtilegri er
list frásagnarinnar. Hr. Frich er blaða-
maður í Noregi og þar hefir hann
fengið æfingu i að vera stuttorður.
Engir útúrdúrar eða vífilengjur; hann
ræðst undir eins á efnið, blátt áfram
og umsvifalaust, og lætur viðburð reka
viðburð á lipru, skemtilegu máli, sem
fáir aðrir.
Hr. Frich er víðförull mjög. Um
allan heim hefir bann ferðast og æfin-
lega skín úr bókum hans frámunaleg
reynsla og þekking á því, sem hann
ritar um. Hann ritar um líf Gauchoa
á hinum miklu Pampassléttum. Líf
og hætti alla, sem með gullnemum í
Alaska tíðkast, hefir hann gefið oss
betri mynd af en nokkur annar rit-
höfundur. Einnig var hann fyrstur til
að rita sögu, sem gerist á Spitzbergen.
»Svörtu gammarnir« er ein hin bezta
saga hr. Frich. Hún hefir verið prent
uð víðsvegar um heim og vakið fádæma
eftirtekt. Vór leiðum bérmeð þenna
víðþekta rithöfund fram fyrir lesendur
vora og efumst eigi um, að hann muni
verða þeim til mikillar skemtunar í
framtíðinni,
-----------------------
Hæns drepa rottur.
Norskur maður, sem stundar hænsa-
rækt, vaið þess var í sumar hvað
eftir annað, að dauðar rottur lágu
innan hænsagirðingarinnar hjá hon-
um.
Manninum þótti þetta undarlegt,
því honum hafði verið kent það, að
rotturnar dræpu hænsaunga, en aldrei
hafði hann heyrt þess getið, að hæns
dræpu rottur. Var hann lengi að
velta þessu fyrir sér, en komst ekki
að neinni niðurstöðu.
Svo var það einn góðan veðurdag
að honum varð gengið út að hænsa-
garðinum, og sér þá sér til mikillar
skelfingar að rotta er komin inn í
garðinn og mundi ætla sér að drepa
unga sem þar voru. En hvernig
fór? Hænan sem átti ungana réðst
í móti rottunni, og hófst nú grimt
hefir stærst og bezt úr-
val, selur ódýrast alla
Yefnaðarvöru.
Léreft frá 0.17.
Tvisttau frá 0.16.
Flónel frá 0.21.
Sirts, Dreiglar
Fóðurtau.
Sængurdúkur.
Dömuklæði
1.50—2.90.
Kjólatau.
Silki.
Leggingar.
Vetrarkápur.
Regnkápur.
Allar Smávörur o. m.
m. fl. kaupið þér bezt hjá
Th. Th„
einvígi milli þeirra, sem endaði með
því, að rottan féll dauð til jarðar, en
ungarnir stóðu forviða hjá og eig-
andinn ekki síður. — Varð fiann
þess nú smárn saman vísari, að eng-
in rotta kom svo inn í hænsagarð-
inn, að hún slyppi þaðan aftur lif-
andi. Jafnvel hálfstálpaðir ungar
lögðu til bardaga við þær og báru
sigur úr býtum.
Væri eigi gott fyrir bæjarstjórn-
ina að útvega sér hænsakyn þetta og
láta t. d. nokkrar hænur út í Orfiris
ey? Þá væri grútnum óhætt!
Fádæma frímerkjastuldur.
í Paris er frimerkjasali að nafni
Mirza Hadi, persneskur að ætt. Hann
átti bæði unga og fríða konu, en
þrátt fyrir það var samkomulagið
milli hjónanna ekki sem bezt. Fyrir
skömmu urðu þau ósátt, og hún
gekk í burtu — til Belgíu. Þó rætt-
ist síðar svo úr, að hún hvarf heim
til hans aftur. Hann þurfti þá að
skreppa snöggvast til Vínarborgar,
og bað hana að gæta bússins á með-
an. — Það gerði hún dyggilega, því
með aðstoð annars manns stal hún
frá honum frímerkjasafni hans, sem
kostaði háifa miljón franka, og hljóp
svo á brott.
Þegar húsráðandi kom heim frétti
hann um ráðabreytni konu sinnar,
og nagar sig nú í handarbökin vegna
missis síns.
Hvernig Japanar varðveita
heilsuna.
Það er kunnugt að japanskar stúlk-
ur halda lengur æskufegurð sinni en
annara þjóða kvenfólk. Einnig eru
japanskir karlmenn hraustari en aðr-
ir og þar að auki langlifari.
Japanskur læknir kveður orsök
þessa vera þá, að landar hans gæti
heilsu sinnar betur en aðrir. Þeir
sé aldrei inni, þegar þeir geti verið
úti. Loftið inni i húsum segi þeir
sé eitri blandið, og myrkrið valdi
þvi að menn eldist snemma. Sólar-
ljósið sé hollast, og fái líkaminn að
njóta þess sem mest, þá sé maður
siungur.
Kjöt borða þeir aldrei oftar en
einu sinni á dag, nema því að eins
að kalt sé i veðri. Þeir lifa mest á
eggjum, grófu brauði, grænmeti og
ávöxtum
Þeir fá sér heitt bað á hverjum
degi, og ganga aldrei í nærskornum
fötum., né með þunga skó á fótun-
um.
Þeir hátta snemma og fara snemma
á fætur. Kaffi, te, tóbak og áfengi
hafa þeir mjög lítið um hönd. Erf-
iðisvinnu telja þeir holla ef hvíldin
Th.Th.&co,
Föt r
Frakkar
Karlm. og Drengja frá
okkur 1
fara bezt,
endast leny-st,
kosta minst.
Nærföt
Höfuðföt.
Hálslín.
Skyrtur.
stærst úrval
ódýrast
hjá
fylgir, en miklar kyrsetur eyðileggi
heilsuna.
Eitt af því sem hafi áhrif á heils-
una og langlífið telja þeir hláturinn.
Hann sé hollari en nokkur geti gert
sér í hugarlund.
Enskur læknir nokkur hefir látið
þess getið, að ef allir vildu gæta vel
þessara ráða og lifa eftir þeim, þá
mundi fljótt reka að því að lækna-
stéttin hyrfi að mestu úr sögunni,
vegna þess að henni væri þá ofauk-
ið. Þá yrði ekki framar til aðrir
sjúklingar en þeir sem meiddust af
slysum.
Auðmaönr og jafuaðarmaður
Maður er nefndur Winstor ^Astor
og á heima i Bandaríkjunum. Hann
er sonur Johns Astors, auðmannsins
nafnkunna, sem fórst með Titanic.
Það hefir vakið eftirtekt um allan
heim, að Astor hinn yngri hefir hall-
ast á sveif með jafnaðarmönnum, og
ákveðið að taka til ræktunar 6000
ekrur af landi því er hann á, en þar
hafa eigendurnir hingað til stytt sér
stundir með dýraveiðum. Auk þess
hefir hann látið í veðri vaka, að hann
ætlaði að koma þar á fót iðnarfyrir-
tækjum. Laun verkamanna sinna
hefir hann eintiig hækkað að mikl-
um mun, og gefið ýmsum nýjum
ábúendum stórar landspildur.
Astor þessi er að eins 21 árs að
aldri og er ríkastur maður sinna jafn-
aldra. Landeignir hans eru virtar á
400 milj. kr., og dagtekjur hans eru
hérumbil 80,000 kr.
Móðir haus, sem vanalegast dvel-
ur i Evrópu, frétti af tiltektum stráks-
ins, og leizt ekki á blikuna. Tók
hún sig því til, og fór fyrir
nokkru síðan vestur um haf, til þess
að setja ofan í við son sinn og koma
honum aftur á rétta braut.
Það verður nógu gaman að því
að vita hvernig henni gengur, kerl-
ingunni.
Cacao, kökur og kex
fá menn að vanda ódýrast
hjá mér
Jón Zoéga.
fæst að eins í
Liverpool.
30 sekkir af föðurméli fást
í stórkaupum til kaupmanna hjá
J. Aall-Hansen.
Fataverzlun
TH. THORSTEINSSON & CO.,
Austurstræti 14.