Morgunblaðið - 03.11.1913, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.11.1913, Qupperneq 4
12 MORGUNBLAÐIÐ YÁTÍ^YGGINGAÍ^ A. V. TULINIUS, Miðstræti 6, vátryggir alt. Heima kl. 12-3 e. h. ELDUR! Vátryggið i »General«. Umboðsm. SIG THORODDSEN Frikirkjuv. 3. Heima 4—5. Talstmi 227. Carl Finsen Austurstr. 5, Reykjavík. Brunatryggingar. Heima 6 >/4—7 Talsimi 331. mmmmnmmni Mannheimer vátryggingarfélag ^C. Trolle Reyb.javík Landsbankanum (nppi). Tals. 235. Allskonar sjóvatryggingar Lækjartorg 2. Tals. 399. Havari Bureau. ’ítttti 1 ” rrmTi rn titt DÖGMENN Sveinn Björnsson yfirdómsiögm. Hafnarstræti 22. Sfmi 202. Skrif8tofutími kl. 10—2 og 4—6. SJálfur viB kl. 11—12 og 4—5. EGGERT CLAESSEN, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthdsstr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Simi 16. IíÆI^NAJ^ Gunnlaugur Claessen íæknir Bókhlöðustig 10. Talsími 77. Heima kl. 1—2. ÓL. GUNNARSSON læknir Lækjarg. 12 A (uppi). Tals. 434. Liða- og beinasjúkdómar (Orthopædisk Kir- urgi) Massage Mekanotherapi. HeimalO—12. 777. JTlagnús læknir sérfr. í húðsjdkd. Kirkjustr. 12. Heima 11—1 og 6*/2—8. Tals. 410. ÞORVALDUR PÁL8S0N Spec. meltingarsjúkd. Laugaveg 18. Viðtalst. 10—11. Sími 334 og 178. Bókaskápur og búðar- skiíti til sölu. Ritstj. vísar á. Karlmanna- og unglinga-föt, 300 sett, nýkomin í Austurstræti 1 Ágætir litir — gott snið — afsláttur gefinn um tíma. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Verzl. Austurstræti 18. Selur ódýrast alla Nauðsynjavöru með lægsta verði í borginni. Einnig Vindla, Neftóbak, Rullu og Reyktóbak. Talsími 316. Verzl. Austurstræti 18. cflsgr. Gyþórsson. C. A. HEMMERT mælir með sínum góða nærfatnaði, handa konum, börnum og karlmönn- um, verkmannafötum, hvítu vörunum og mislitu kjólatauunum. Krtjddstíd og söffttð sífd fií söíu f)já f).f Kveídúffur. ÁLAUGAVEGö Consumsúkkulaði, ekta, kr. 0.90. Víkingssúkkulaði, kr. 0.90. Danskt súkkuiaði, gott, kr. 0.70. Cacao (bæjarins bezta) kr. i.io. Cacao (bæjarins ódýrasta) kr. 0.85. NESTLES og GALA PETER Átsúkkulade, er hið bezta, fæst í verzlun H.f. P.J.Thorsteinsson & Co. (Godthaab). 'Alls konar íslenzk frimerki ný og gðmul kaupir jjjfætfð hæsta verði Helgason, hjá Zimsen. Helgi OSTAR og PYLSUR áreiðanlega bæjarins stærstu og beztu birgðir í Matarverzlun Tómasar Jónssonar, Bankastræti 10. Talsimi 212. Pegar ykkur vantar fóðurmjöl þá kom- ið fyrst til Jóns frá Yaðnesi. Tóbak, Vindíar, Sigareffur stórt úrval í verzlun H.ý. p, 7. Tfjorsfeinsson & Co. (Godtfjaab). Svörtu gammarnir. 2 Skáldsaga eftir Ovre Richter Frich. (Frh.) 2. K a p i t u 1 i. Gammarnir. Konungarnir og föruneyti þeirra hélt nú inn í borgina. Lögreglustjótinn leit í kringum sig. Skamt frá honum stóð ræðis- maður Breta og við hlið hans annar maður, sem eftir útliti að dæma virtist vera stjórnarerindreki. Hann var hár á velli, ljóshærður, nokkuð feitur í andliti og síbrosandi. Án þess að hraða sér fremur venju, lagði lögreglustjórinn leið sína til þcssa manns, sem einnig kom á móti hónum eins og af tilviljun. Maður þessi hét John Redpath. Við hátíðahaldið í Kristjaníu var sagt að hann væri undirherforingi, en í raun og veru var hann yfir- maður ensku leynilögreglunnar, sem erlendis starfar. Enginn þekti hann í sjón. En hann þekti alla. Hann var einn af þeim mönnum, sem aldrei gleymir því andliti, sem hann hefir séð einu sinni. Stjórnleysingjar óttuðust hann meira en fjandann sjálfan, þvi enda þótt hann virtist ekkert voðalegur þar sem hann stóð síbrosandi með flauelshúfuna aftan á hnakkanum og hendurnar í buxnavösunum, þá var hann þeim þó hættulegri en allir hinir lögregluþjónarnir í Skotland Yard til samans. — Viljið þér aka með mér kipp- korn, hr. Redpath, sagði lögreglu- stjórinn lágt. Mig langar til þess að tala nokkur orð við yður. Englendingurinn hneigði sig. — Mér er það ánægja, mælti hann. Þér hafið fengið símskeyti, bætti hann við. — Já, svaraði lögreglustjórinn for- viða. Þér vitið þá........ — Það er orðið að vana hjá mér, að gæta þess, sem gerist i kringum mig. Hvaðan var það? — Frá Hamborg. Englendingurinn leit á lögreglu- stjórann og brosið hvarf af andliti hans. Það var eins og kæruleysis- gríman hyrfi af því, en áhyggja og alvara kæmi í staðinn. -— Hvað stóð i því? spurði hann hvatlega. Lögreglustjórinn rétti hon- um skeytið. Mr. Redpath las það og velkti það síðan nokkra stund í lófa sér og var hugsi. — Þetta er einkennileg tilviljun, mælti hann lágt og eins og við sjálf- an sig. Eftir því sem eg frekast veit, hefir hið nýja félag stjórnleys- ingja aðalbækistöð sína í Hamborg um þessar mundir. Enginn einasti af forsprökkum þeirra er eftir í Soho. Þeir fóru þaðan í fyrradag. Aðstoðarmaður minn símaði í gær, að þeir héldu sig í drykkjukrá einni hjá Jungfernstieg og tækju sér ekk- ert fyrir hendur. Patrick Dawis er duglegur strákur — enginn einasti þorpari skal komast út úr borginni án þess hann fái vitneskju af því og láti mig svo vita. Eg átti von á fréttum frá honum í morgun, en þær eru ókomnar enn. — Hvað haldið þér annars að skeytið þýði? spurði lögreglustjór- inn lágt. Leynilögregluroaðurinn ypti öxlum. — Eg skil það ekki, sagði hann eins og honum stæði á sama. — Gammarnir? Það er víst alveg nýtt nafn í orðabók stjórnleysingja. Eg vildi að hann Ralph Burns væri hérna. Hann þekkir þessa bófa miklu betur en nokkur annar. En hann heldur vörð hjá styttunni fyrir fram- an höllina....... — Likneski Karls Jóhans? — Já. En nú verðum við að halda áfram, svo við verðum ekki á eftir. Eg imynda mér, að Gamm- arnir lofi okkur að vera í friði í dag. Þeir þrifast ekki í þessu kalda landi. Lögreglumennirnir stigu upp í vagninn og ætluðu að leggja á stað. í sama bili kom þar ungur maður hlaupandi til þeirra. Redpath hallaði sér yfir vagn- bríkina. — Er nokkuð að, Jones? — Það er komið skeyti um að Patrick Dawis sé horfinn í Hamborg, hvíslaði leynilögreglumaðurinn. Það er eins og jörðin hafi gleypt hann. Lögreglan þar veit ekkert um hann. Hvað viljið þér að eg gjöri?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.