Morgunblaðið - 04.11.1913, Page 2
14
MORGUNBLAÐIÐ
þEIR sem kynnu að vilja kaupa hluti í steinolíuhlutafélagi, er hafi
heimili og varnarþing hér í Reykjavík og stofnað er með tilstyrk Hins
danska steinolíuhlutafélags i Kaupmannahöfn og í samlögum við það, eru
beðnir að snúa sér til undirritaðs fyrir lok þessa mánaðar.
Hlutafé félagsins er 300 þús krónur, sem skiftist í 2 5oo^króna og
5000 króna hluti.
Reykjavík, 3. nóvember 1913.
Gggert Qlaassan,
yfirréttarmálaflutningsmaður.
Niðursuðuverksmiðj an Island
hefir nú til sölu niðursoðið sauðakjöt, kæfu, svið í syltu,
kotelettur, beinlausa fugla og íiskirand og innan skamms
fiskabollur í 2, 1 og J/a pd. dósum. Alt selt með verksmiðjuverði.
Ennfremur kjötfars fyrir 0,35 og fiskifars fyrir að-
eins 0,25.
Pjáturverkstæði verksmiðjunnar tekur að sér alt það er að pjátursiðn
lýtur. —
Styðjið innlendan iðnað og verzlið við verksmiðjuna.
D AGBÓIJIN.
Afmælisdagar 4. nóv.
Jnngfr. Ingileif Zoega.
Jón Sveineson trésmiður, 59 ára.
Sira Hafsteinn Pétnrsson, Ehöfn, 55 ára.
Haraldur Árnason varzl.stj., 27 ára.
Skrifað er frá Hamborg, að fánalag
Sigfúsar tónskálds Einarssonar við hið
kraftmikla og snjalla kvæði Einars Ben-
diktssonar sé nú að jafnaði leikið á horn
á þýzkum hafskipum, er til Ameriku fara.
Mega þetta tiðindi heita og mun sjaldgæft
vera, að al-íslenzkt lag sé leikið að stað-
aldri i útlöndum.
Morgunblaðið var i gær komið til allra
áskrifenda kl. 8 */, árd. Var þar birt
saga gjaldkeramálsins frá byrjun og þótti
mörgum fróðlegt að rifja upp fyrir sér
það hið merkilega stórmál, sem valdið
hefir þeim gauragangi, er allir þekkja;
og þá eigi síður hitt, þegar fregnmiðar
Morgunblaðsins færðu mönnum
fregnina nm dóminn, þegar nokkrum min-
útum eftir að hann var kveðinn npp.
Eins og getið er um hér á öðrum stað i
blaðinu, var dómurinn kveðinn upp kl.
10,36 árd., en kl. 10,48 þutu vorir fóthvötu
sendisveinar — alls 12 — um allar götur
bæjarins og dreifðu fregnmiðunum á báð-
ar hliðar. Voru menn svo fiknir í þess-
ar fljótu nýungar, að upplagið, sem var
800, tæplega entist til.
Skúli fógeti kom i gær frá Heestemiinde
við Weserfljót. Er hann búinn að vera
rúman mánuð erlendis; seldi fyrst afía
sinn á Bretlandi, eins og getið var um í
gær, en hélt þaðan til Þýzkalands til
viðgerðar. Hafa vélar 0g katlar verið
endurskoðaðir, og breytingar gerðar
á kyndingaraðferðinni, þannig, að skipið
eyðir nú miklu minna af kolum. Eru
allar vélar af nýtizkugerð og skipið því
hið bezta. Skúli fógeti lætnr i haf til
fiskjar eftir nokkra daga.
Botnvörpungarinn Marz seldi afla sinn
fyrir 9000 kr., er hann siðast var áBret-
landi.
»Flugvél«. Ymsir menn hér i bænum
hugsuðu á sannudaginn að hér væri kom-
inn flnggarpurinn Chevillard frá Parísar-
horg, eða einhverir hans nótar, þvi að yfir
Melunum mátti sjá fugl einn mikinn sem
liktist flugvél. Margir fóru suður á Mel-
ana til að byggja betur að, og voru þar
þá tveir heldri borgarar bæjarins — að
leika sér að flugdreka með flugvélasniði!
Jóh. Jóhannesson, bóksali og kaupmaður,
ráðgerir að láta prenta Þjóðsögurnar af
nýju i vetur. Mun sú bók kærkominn
gestur mörgum, þvi að nú er hún með öllu
ófáanleg, en eftirspurnin mikil.
Sú fregn barst hingað i gærkvöld, að
Baron Stjernblad hefði strandað á Sauð-
árkróki. Morgunblaðið hefir spurst
fyrir um þetta og g6tur nú borið aftur
þær fregnir. Skipið kom kl. 6 ’/, siðd.
nn á Blönduós, og ekkert að því þá.
Misprentast hefir i gær í frásögn vorri
um Súlustrandið. Skipið hafði innanborðs
3 0 0 tunnur af kjöti, ekki 300, eins og
þar stóð. Gleir kom með skipið á laug-
a r d a g i n n.
Vélin i Gamla Bfð. Svo bar við i fyrra-
kvöld, að dráttarvélin i Giamla Bió komst
i ólag meðan á sýningunni stóð. Varð
að hætta sýningunni, til allrar hamingju
þó eigi fyr en þegar fyrri myndin var
nær á enda, svo heildaráhrifin misti fólk-
ið eigi. Siðari myndinni »hr. Kakerlak
á ferðalagi«, varð að sleppa alveg, sem
fólkinu þótti miður, þvi að myndin er með
afbrigðum skemtileg. En Petersen for-
stjóri ætlar að sýna þá mynd, sem auk-
reitis aukamynd, fjögur næstu kvöld.
I gærkveldi var hægt að hafa sýningu,
eins og venjulegt er. I kveld verður sýnd
löng mynd og tvær aukamyndir.
Frá útsölunni miklu i Edinborg, er hófst
í gær, koma nú konurnar heim með fang-
ið fult af allskonar varningi. Reikning-
inn fá hinir gæfusömu eiginmenn um mán-
aðamótin næstu! En vörnrnar eru góðar
og konurnar gera góð kaop.
Innlent steinoliufélag er nýstofnað hér i
bænum. Eggert Claessen, Debell forstjóri
og Jes Zimsen eru í stjórn þess. Má
ganga að þvi visu, að undirtektir manna
verði góðar við hlutfjárútboði þvi, sem i
dag birtist i Morgunblaðinu.
Dýralæknirinn, Magnús Einarsson, er
nýkominn ofan úr Borgarnssi. Hefir ver-
ið að stimpla kjöt. Kjötskrokkana, sem
hann hefir stimplað, mun erfitt að koma
tölu á.
Bífreiðin nýja bilaði mjög i gær á leið
frá Hafnarfirði til Eeykjavíkur, skrapp
út af veginum og var mildi, að farþegar
meiddust ekki.
-----—sfrt-C-r -----
Dómsuppkvaðningin.
Frábrugðið mun hafa vcrið um-
horfs í yfirréttinum í gær, frá þvi,
sem vant er að vera þar upp frá á
mánudögum.
Eins og kunnugt er, þá er yfir-
rétturinn háður kl. 10 á hverjum
mánudegi. Venjulega útlitið er það,
að fyrir innan dómgrindurnar sitja
dómendurnir þrír við grænt spor-
öskjulagað borð, dómstjórinn fyrir
miðju borði með dómsmálaritarann
sér við vinstri hönd, en 1. dómara
við hægri. Utan grinda sitja máls-
færslumennirnir — og Sigurður, sem
er nokkurs konar Cerberus á þessu
kyrra og þögula heimili réttvísinnar,
sem á aðsetur sitt í »Steininum«.
I gær var nokkuð öðru visi um-
horfs. Þegar áður en klukkan var
orðin 10 voru menn farnir að koma
framan grinda, og í þeim hóp ýms-
ir, sem ekki eru sækjendur og ver-
jendur fyrir hinum háa rétti, bæjar-
menn, sem komnir voru í þeim
erindum, að hlusta á dómsuppkvaðn-
inguna.
Nú komu hinir reglulegu dómarar,
þá Jón prófessor og Magnús sýslu-
maður, og settust innan grinda. Nú
var þyrpingin utan grinda orðin svo
mikil, að Einar prófessor Arnórsson
ætlaði ekki að komast inn gegnum
þröngina. Hann átti líka erindi inn
fyrir grindurnar, að sitja sem setu-
dómari í málinu, sem næst var á
eftir gjaldkeramálinu á dagskránni,
þ. e. málinu gegn Magnúsi Torfa-
syni.
Þá var orðið svo fult utan grínda,
að fleiri komust ekki fyrir, og varð
að opna glugga til loftbætis; gaus
þá köld morgungolan á hnakka
þeirra Odds og Sveins, svo þeir
urðu að bretta upp kragann! Voru
nú opnaðar dyrnar á bæjarþingstof-
unni og fengu þar pláss þeir forvitnis-
gestir, sem ekki komust inn utan
grinda.
Þá leið kom og hinn setti dóm-
stjóri, Páll Einarsson borgarstjóri, kl.
rúmlega 10, voru þá 7 dómarar inn-
angrinda. Skömmu eftir byrjaði hann
upplestur dómsins, í fyrstu með litis-
háttar skjálfta í röddinni, en síðan
með festu og mjög glögt og skil-
merkilega. Meðan á upplestrinum
stóð hvíldi grafkyrð yfir dómsalnum,
og allir hlustuðu með athygli og
mennirnir allir virtust verða að eyr-
unum einum. Upplesturinn stóð yfir
í 30 mínútur. Áður en honum var
lokið, þóttust ýmsir renna grun í,
hver úrslitin yrðu. Kom þánokkuit
kvik á hópinn. Að afloknum upp-
lestrinum tæmdist salurinn á svip-
stundu. Menn þustu út í bæ að
segja kunningjunum fréttirnar og
blaðamennirnir að koma þeim á prent.
15 mínútum síðar var fréttin um
úislitin komin út um bæ með fregn-
miðunum frá Isajold og Morqunblað-
inu.
En hin venjulega kyrð og hátíð-
lega ró breiddi sig aftur yfir hinn
háa yfirdóm.
Ár munu líða þangað til eins mikið
verður þar um að vera og í gær.
Fluqmaður.
Pantið Morgunblaðið.
Alþý?>ufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—
Aupnlœknincr ókeypis í Lækjarg. 2 mvd. í -8
Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 ) -8
Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og -7
Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og í -7
Eyrna-nef- hálslækn. ók. Austurstr.22 fstd í -8
íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7.
R.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 OL
Alm. fundir fid. og sd. 81/* síðd.
Landakotskirkja. Qubsþj. 9 og 6 á helmm
Landakotsspítali f. sjúkraviti. 11—1.
Landsbankinn 11-21/*, 51/*—6'/*. Bankastj. 12-2!
Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8
Landsbúnaðaríélagsskrifstofan opin frá 12-2
Landsf éhirbir 10—2 og 5—6.
LandsskjalasRfnib hvern virkan dag kl. 12—2
Landssiminn opinn daglangt^(8—9) virka d&ga
helga daga 10—12 og 4—7.
Lækningfiókeypis’Austurstr.22 þd.ogfsd. 12—1
Náttúrugripasafnið opib l1/*—21/* á puimid,
SamábyrgbSIslands 10—12 og 4—6.
Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsími Reykjavíkur Pósth.8 opinn daglangt
(8—10) virka daga helga daga 10—9.
Tannlækning ókeypisJAusturstr. 22 þrd. 2—8
Vifilstaðahælib. Heimsókt artimi 12—1
Þjóðmenjasafnið opið sd, þd. fmd. 12- 2.
Lesið Morgunblaðið.
í^YIF^MYMDAIíEIKHÚjSIN
Nýja Bíó. Mynd clskhugans
heitir mynd, sem sýnd verður í Nýja
Bíó í kvöld, ítölsk með litum, sér-
staklega falleg landlagsmynd og sýnir
auk þess mjög vel auðmanns heimili.
Sjá ella myndaskrána.
Þá er þar sýnd aukamynd, sem
heitir Ror^undarhðlmsúrið. AðaJhlut-
verkið leikur hinn nafnkunni danski
gamanleikari Carl Alstrup. Hann
leikur ástmann frúar einnar og verð-
ur að fela sig í Borgundarhólmsúrir
er mann hennar ber að óvænt og
húka þar alla nóttina. Og um morg-
uninn, er hann losnar, er hann orð-
inn vitskertur og heldur að hann sé
sjálfur Borgundarhólmsúr.
Skemtilegasti gamanleikur i seinni
tíð.
-------------------
Auglýsið í Morgunblaðinu.
Háskaprjónar kveníðlksins.
Áhorfendur I kvikroyndahúsunum kvarta
sáran yfir höttum og hattprjénum kven-
fúlksins, sem sýningarnar sækja. Skyggja
hattarnir á myndirnar fyrir þá áhorfend-
nr, sem fyrir aftan sita; en bein hætta
stafar af prjónunum, sem sverðbeittir
standa fram úr höttunum á báðar hliðar.
Er hættan eigi minni vegna myrkursins,
sem ríkir meðan á sýningum stendnr, og
guðsmildi að aldrei skuli ilt af hljótast.
Þrengsli eru oft mikil við útganginn —
óþægileg þrengsli þó — og þá má mað-
ur vara sig á kvenfólkinu !
Erlendis er kvenfólki nú með öllu hann-
að að nota hattprjóna án oddhlífa, i leik-
húsum, strætisvögnum og öllnm opinher-
um stöðum. Ef ekki sú regla hrátt kemst
á hér, að kvenfólki sé bannað að nota
hlifarlausa hattprjóna I leikhúsum, verður
endirinn sá, að ungmeyjar þær í bænum,
er erlendan búning bera, sita til sýnis i
húsunum — með 4 auð sæti til beggja
handa. Þá verður aðgöngumiðinn fyrir
hattinn nokkuð dýr!
Kaupið Morgnnblaðið.